Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.2000, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.2000, Blaðsíða 17
TIMINN og trúin, Farandsýning sjö lista- kvenna, verður opnuð í Grensáskirkju sunnudaginn 15. október að lokinni messu. Upphaflega var efnt til sýningarinnar í til- efni kristintöku-hátíðarhaldanna síðastlið- ið ár. Verkin hafa öll skírskotun til yfir- skriftarinnar og eru byggð á víðtækri könnun á táknmáli og sögu kristninnar og hinum ýmsu þáttum trúarinnar. Listakonurnar sem eiga verk á sýning- unni eru Alda Armanna Sveinsdóttir, mál- Morgunblaðio/Árni Sæberg Edda, Ólafía og Rósa ásamt Mariu leikstjóra. Leikfélag Islands Æfa Sýnda veiði ÆFINGAR eru hafnar hjá Leikfélagi ís- lands á leikritinu Sýnd veiði... eftir Michele Lowe. Leikritið verður frumsýnt í Iðnó 26. október. Fern hjón í amerískum smábæ hafa hist einu sinni í mánuði í 18 ár og borðað saman kvöldverð. Eftir matinn æfa karl- arnir golf í borðstofunni. Eiginkonurnar ganga frá í eldhúsinu, setja matarafganga í box, spjalla um barnauppeldi og nýjustu tískuna yfir sérríglasi. En hversu vel þekkjast þær? Hverjar eru þessar konur? Hvað gera þær t.d. þegar þær standa frammi fyrir því að bjarga eiginmönnum sínum úr bráðum lífsháska? Hvað gerir Molly? Hvernig bregst Debra við? Hvað finnst Nicky? Hvar er Sarah? Hvað varð um eftirréttinn? Hvenær gerist þetta? 1929? - eða 1973? Hver er Chez Paul? Leikarar eru Edda Björgvinsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Rósa^Guðný Þórsdóttir. Þýðing: Karl Agúst Úlfsson, leikstjóri: María Sigurðardóttir, leik- mynd: Björn Björnsson, tónlist: Ragn- hildur Gísladóttir, lýsing: Halldór Orn Óskarsson og' sýningarstjóri: Guðjón Davíð Karlsson. Listakonurnar sjö sem verk eiga á sýningunni Timinn og trúin. Farandsýning sjö listakvenna verk, Auður Ólafsdóttir, málverk, Gerður Guðmundsdóttir, silkiþrykk/blönduð tækni, Guðfinna Anna Hjálmarsdóttir, grafík/blönduð tækni, Kristín Arngríms- dóttir, þurrkrít og bókverk, Soffía Arna- dóttir, leturlist/glerverk og Þórey (Æja) Magnúsdóttir, skúlptúr. Sýningin hefur verið á ferðinni í kring um landið, og verið komið fyrir í kirkjum og safnaðarheimilum, síðasti sýningarsl ;ið- ur er Landakirkja í Vestmannaeyjum þar verður sýninginn opnuð á allraheilagra messu fyrstu helgina i nóvember á þessu ári. Sýningin er opin virka daga frá kl. 8-l^b og kringum messutíma á sunnudögum. Sýningunni lýkur sunnudaginn 29. októ- ber. ÞRJAR SYNINGAR OPNADARIGERÐARSAFNI SKÖPUN HEIMSINS OG . GEGNSÆITILVERUNNAR Þrjár sýningar verða opnaðar í Listasafni Kópavogs í dag kl. 15. ListamennirnireruJenný Guðmundsdóttir, Valgerður Hauksdóttir ogívarValgarðsson. I AUSTURSAL safnsins opnar Jenný Guð- mundsdóttir myndlistarmaður sýningu sem ber yfirskriftina „Sköpun heimsins, í nafni Guðs, föður sonar og heilags anda" og eru form myndflatarins og texti við myndirnar sótt í Biblíuna. Jörðin er stjarna í stjörnukerfi himin- geimsins og er myndflöturinn, Davíðsstjarn- an, samsett úr tveim jafnhliða þríhyrningum og vísar annar niður. Verkin eru unnin á pappír með blandaðri tækni, akríl, vatnslit, olíukrít o.fl. og eru verkin öll unnin sem stjörnur og innrömmuð í stjörnuforminu. Sexhyrnda stjarnan, Davíðsstjarnan, sam- anstendur af tveim jafnhliða þríhyrningum, tákni heilagrar þrenningar: Föðurnum, skapara himins og jarðar, syninum Jesú Kristi og heilögum anda. Annar þríhyrning- urinn vísar upp til himins en hinn niður til jarðar, Guðs birtingar á jörðu, fæðingar frelsarans og upprisu Krists. Jenný Guðmundsdóttir er útskrifuð frá grafíkdeild MHÍ árið 1978 og stundaði hún framhaldsnám í graffk við Konsthögskolan í Stokkhólmi 1979-91. Jenný hefur aðallega unnið í grafík og tekið þátt í sýningum hér heima og erlendis. Á sýningunni í Gerðar- safni fer Jenný nýja leið í myndsköpun sinni hvað varðar tækni og útfærslu. „Púls" í vestursal í vestursal safnsins opnar Valgerður Hauksdóttir sýningu á 33 myndverkum sem öll eru unnin á þessu ári með blandaðri tækni og „collage" tækni á handgerðan jap- an-pappír. Sýningin samanstendur af 8 Morgunblaðið/Árni Sæberg ívar Valgarðsson, Valgerður Hauksdóttir og Jenný Guómundsdóttir. myndröðum sem saman mynda eina heild og nefnist „Púls". Verkin fjalla um hrynjandi og samspil ólíkra þátta tilverunnar og gegn- sæi hennar, um hin fíngerðu mörk milli lífs og dauða, milli efnis og andefnis og um feg- urðina í hinni eilífu hringrás. Valgerður hefur unnið sem myndlistar- maður og kennt myndlist síðastliðin 20 ár. Hún lauk M.F.A. gráðu í myndlist frá Uni- versity of Illinois 1983 og B.A. gráðu frá University of New Mexico 1981. Frá 1984 hefur Valgerðpr starfað við Myndlista- og handíðaskóla íslands og síðar Listaháskóla íslands við kennslu og stjórnunarstörf, m.a. sem skorarstjóri og aðstoðarskólastjóri. Jafnframt hefur hún kennt og átt í sam- starfi við ýmsa erlenda háskóla. Myndlistarverk Valgerðar í opinberri eigu er að finna í Listasafni íslands, Listasafni A.S.Í., Kjarvalsstöðum - Listasafni Reykja- víkur, Norræna Húsinu, Hafnarborg, menn- ingar- og listastofnun Hafnarfjarðar, Alvar Alto Museum, Finnlandi, Södertalje Konst- hall, Svíþjóð, The Art Museum of Grado and Catania, ítalíu, ásamt fjölda stofnana á ís- landi, Evrópu og Bandaríkjunum. Sýning Valgerðar í Gerðarsafni er tíunda einkasýning hennar en jafnframt hefur hún tekið þátt í yfir 50 samsýningum i Evrópu, Afríku, Bandarfkjunum og Asíu. Hjarnhvítt-hrímhvítt-beinhvitt Á neðri hæð safnsins opnar ívar Val- garðsson sýningu sem hann nefnir Hjarn- hvítt-hrímhvítt-beinhvítt. Þetta er 14. einkasýning ívars og hún samanstendur af þremur þrískiptum verkum sem saman mynda eina heild, auk boðskorts. Þau eru gerð úr innanhússmálningu með nöfn og eðli litanna í huga og skírskotun þeirra til um- hverfis okkar. Sýningarnar standa til og með sunnudeg- inum 29. október og eru opnar alla daga nema mánudaga frá 11-17. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 14. OKTÓBER 2000 1 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.