Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.2000, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.2000, Blaðsíða 5
ELÍAS AAAR SEPTEMBER OKTÓBER Vizku töskurnar ólaðar aftan á litlum herðum og dingla þar í takt við fótaburð hvers og eins troðnar afbókum pennum og einhverju nesti næringar til viðbúnings átakanna á komandi öld og taka mjög í hjá mörgu barninu. ANNA SNORRADÓTTIR ÞEGAR DAGAR TITRA Það sagði einhver, að dagarnir væru allir eins, upp til hópa - - álitleg kenning sem ekki stenst; þegar til kastanna kemurmun nær ógerlegt að greina hinn ómælilega margbreytileik. Rétt ísvip eygi ég einhvers kon- ar eldstólpa, sundurgerð, duttlunga og dálitla elskusemi en þegar það gerist að dagar taka að titra eins ognál í áttavita læðist angist í brjóst. Skyldi ekki þá vera tímabært aðgá til veðurs? SÍÐSUMARDAG- UR í FLÓRENS Ó, Flórens, loksins fundumst við einn fagi-an ágústdag, ég og þú! Agndofa stari ég á Arnófljót ofan frá Vecchíóbrú. Horfín nöfn stíga eins og dúfur uppúr blámóðu yfír Uffízzi: Bótticelli, Dante, Dónatelló hin mikla Duómó horfír til himins. Torg. Sólbráðið malbik, hér brann Savonarola í logum. Leika óprúttnir strákar, lúnir ferðamenn hvQast á bekk. Áfram liðast fíjótið ogleynir löngu horfnum tíðindum. Eitthvað hefír að mér sótt - spyr út í húmið - Hvað skyldi Dante dreyma í nótt? Höfundurinn býr í Reykjavík og hefur gefið út þrjór bækur. Ljóðin eru úr óprentuðu handriti. Lokaorð Bulgar við Volguhné er taiin hafa verið miðstöð silfurstraumsins til Norður- landa. Þaðan lágu verslunarleiðir til Kína og Bagdad. Það var sunnan við Bulgar sem Ibn Fadlan hitti Væringjana á Volgu árið 921. oddur. Þetta hefur Bjarni F. Einarsson forn- leifafræðingur bent á. Orvar koma við sögu á báðum stöðum. I gröf Húnans eru leifar af boga og örvaroddar. Hjörtinn er erfitt að veiða með öðru verkfæri en boga. I hálsi hjartarins á beinplötunni má sjá ör en annar hjörturinn á beinhringnum hefur hálsband sem túlka má að hafi trúarlega þýðingu. Hún- ar og þjóðir við Svartahaf og Kaspíahaf höfðu í átrúnaði sínum guðlegar verur í hjartarlíki. Þetta atriði bendir eindregið til austurs. Tréð á hringnum má túlka bæði samkvæmt nor- rænni goðafræði og austrænni. Höfundur þessarar greinar hefur sett fram þá hugmynd, að hringirnir á beinhringnum tákni mörk og hafi verið notaðir til að meta fjarlægðir, líkt og listmálari notar þumalfing- urinn til að mæla hlutföll í þeirri mynd sem hann er að mála. Fjarlægðin til skotmarksins skiptir sérstaklega miklu máli við bogskot. Fornleifafræðingar hafa hallast að þeirri skoðun, að stíll myndanna á j beinhringnum og þ.e. dýrin, sem eru | samofin til hægri á beinhringnum, til- : heyri elleftualdarstíl. Dysin við Eystri-Rangá nærri Gunn- arssteini væri þá, ef rétt væri, ekki í neinu sambandi við bardagann við Knafahóla, sem lýst er í Njálssögu og minnst er á í Landnámu. Ef það reynist rétt og staðfest af kol- efnisgreiningu verður gátan um bein- hringinn frá Eystri-Rangá enn dularfyllri. Þegar litið er til annarra þátta, sem allir benda til að bogi Þormóðs Þjóstarssonar hafi verið hornbogi austan úr Garðaríki og að hann hafi komist eigu Hámundar, föður Gunnars á Hlíðarenda, verður ekki séð að beinhringurinn ráði þar úrslitum enda gæti hann þrátt fyrir það verið þumalhringur til að draga upp boga með. Örskotslengd Grágásar er augljóslega mið- uð við hornboga, sem dregnir eru upp með þumalhringjum. Varla hefði hún verið sett inn í lögin síðar í föðmum og miðuð við homboga ef ekki hefðu borist hingað til lands fleiri hornbogar úr Austurvegi. íslenskir Væringjar um miðja tíundu öld Merkilega virðist hafa verið algengt á tíundu öld að fara í Austurveg. Eyvindur Bjarnason frá Laugarhúsum í Hrafnkelsdal var bróðir Sáms, sem hitti Þor- kel lepp á Þingvöllum. Samkvæmt Hrafnkels- sögu var hann: „Farmaður, nam staðar í Mik- lagarði, og fékk þar góðar virðingar af Grikkja konungi og var þar um hríð.“ Hrafn- kell Freysgoði vó Eyvind við heimkomuna til að hefna ófaranna gegn þeim Sámi og Þorkeli lepp. Eyvindur hefúr farið utan síðar en þeir bræður Þjóstarssynir en samt getað verið samtímis þeim einhvern tíma í Austurvegi. Samkvæmt Hrafnkelssögu var hann sex vetur erlendis. Hann hefur ekki frekar en þeir kom- ist öðruvísi tii Miklagarðs en í flokki árásar- Hér hefur verið getið nokkurra þeirra at- riða, sem styðja þá tilgátu að slóð beinhrings- ins frá Eystri-Rangá og hornbogans tengist Njálssögu og megi rekja til Austurvegs, til Garðaríkis og land- anna þar í kring. Þetta styðja bæði fornrit okkar og form, stærð og útlit beinhringsins. Eftirlíking hans hefur verið gerð og prófuð sem þumalhring- ur við skot með hornboga og ekkert mælir á móti því að hann hafi verið notaður sem slíkur. Þegar litið er á Landnámu, Grágás, Njáls sögu og Hrafnkels sögu í samhengi, styðja frásagnir þeirra Silfur- klingja frá tíundu öld, frá Smolensk í Rússlandi. manna svo hann hefur dvalist í Garðaríki. Skýringin á liðveislu Þorkels lepps við Sám gæti verið að Eyvindur hafi verið vopnabróðir hans í Garðaríki. Grís Sæmingsson frá Geitaskarði í Langa- dal kemur við sögu Hallfreðar vandræða- skálds. Grís mun hafa verið í Austurvegi um 970 til 980. Þess er getið að hann hafi fengið gullrek- ið spjót og sverð að gjöf frá Garðskonungi. Hér gildir það sama og áður að hér mun vera um að ræða konung Garðaríkis en ekki Mik- lagarðs. Finnbogi rammi Ásbjarnarson á samkvæmt sögu sinni að hafa farið i Austurveg, líklega rétt eftir miðja tíundu öld. Finnbogi sýndi þar krafta sína samkvæmt sögunni með því að lyfta stóli þeim sem Grikkjakonungur sat á og hverja aðra og líkur á því að hér hafi gætt sterkra menn- ingarlegra áhrifa frá Garð- aríki. Ferðir landnámsmanna hafa verið tíðari í Austurveg en menn hafi grunað og þaðan hafi borist gripir og vopn eins og hom- bogar og frankversk sverð. HEIMILDIR: Gcngið á rcka cftir Kristján Eldjárn. Bákaútgáfan Norðri, 1948. Das Hunnenrcich eftir Istvan Hóiiii. Konrad Theiss Ver- lag, Stuttgart, 1991. Landnáina. Hið íslenska fornritafálag, 1986. Hrafnkelssaga, Islendingasðgur, síðara bindi, Svart á hvftu, 1986. Væringjasaga eftir Sigfús Blöndal, ísafoldarprentsmiðja 1954. The Bow, Some notes on its origin and devclopmcnt eftir Gad Rausing, Lund 1967. A History of the Vikings eflir Gwyn Jones, Oxford Uni- vcrsity press 1968. Myndin af beinhringnum er frá Þjúðmii\jasafni (slands. Myndin af bronskingjunni og ðrvaroddinum frá Eystri- Rangá eftir Magnús Rcyni. Aðrar myndir cru tcknar eða unnar af höfundi f tölvu- formi Höfundur er brunamólastjóri. bera hann þannig um. Þetta hefur ekki getað verið Miklagarðskonungur en gæti vel átt við konunginn í Garðaríki. Gaman væri að ímynda sér að hér væri um Svyatoslav Garðaríkiskonung að ræða, sem lýst er hér að framan og að Finnbogi rammi hefði verið einhvern tíma í liði hans. Næði þannig saga íslenskra aflraunamanna erlendis meira en þúsund ár aftur í tímann. Sumum hefur fundist, að íslenskir forngrip- ir frá þessum tíma beri meiri einkenni áhrifa frá Eystrasalti en samsvarandi gripir í Nor- egi. Minna má á að í Hrafnkelsdal eystra hef- ur fundist frankverskt sverð einmitt sömu gerðar og þau frankversku sverð sem voru ein aðal verslunarvai’a Væringjanna í Garðaríki. Ef nokkuð er hæft í Herúlakenningu Barða Guðmundssonar má minna á það að Herúlarn- ir bjuggu í um tvö hundruð ár við mynni Don eða Tanakvíslar. Heiðnu Herúlarnir riðu til Norðurlanda eftir ósigurinn við Langbarða við Dóná árið 508, þar sem nú mætast Austur- ríki og Ungverjaland. Þeir hafa þá enn haft í fersku minni sín gömlu heimkynni á Krím og við Tanakvísl og flutt með sér þekkingu til Norðurlanda á Svartahafi og leiðinni niður Dnjepur. Þess vegna væri vel hægt að ímynda sér að skyld- leiki hafi verið með landnámsmönnum íslands og þeirri þjóð sem lagði leið sína til vatnaskil- anna og leiðanna í Austurvegi skömmu eftir komu Herúlanna til Svíþjóðar. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 14. OKTÓBER 2000 5 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.