Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.2000, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.2000, Blaðsíða 10
4 EFTIR JÚLÍÖNU GOTTSKÁLKSDÓTTUR í Listasafni íslands er nú haldin yfirlitssýning á verkum brautrySjandans Þórarins B. Þorlákssonar til að minn- ast þess að öld er lioin frá því hann sýndi verk sín í fyrsta sinn. Sýningin stendur til 26. nóvember. Greinin er unnin upp úr lengri ritgerð um Þórarin og birtist hún í _________bók sem kemur út gf þessu tilefni. Sjálfemynd, 1924. IDESEMBERMANUÐI árið 1900 opn- aði Þórarinn B. Þorláksson sýningu á málverkum sínum í húsinu Glasgow við Vesturgötu í Reykjavík. Þórarinn stund- aði um þetta leyti nám hjá danska lands- lagsmálaranum Harald Foss í Kaup- mannahöfn og voru nokkur málverk frá Danmörku á sýningunni en það sem mesta athygli vakti voru málverk sem hann hafði málað á íslandi um sumarið. Sýning Þórarins var hin fyrsta sem ís- lenskur listmálari efndi til á verkum sínum hér á landi og markaði þannig kaflaskipti í sögu ís- lenskrar myndlistar. Þar gat í fyrsta sinn að líta túlkun íslensks málara á náttúru landsins. Með vali á viðfangsefni lagði Þórarinn hornsteininn að landslagsmálverkinu í ís- lenskri málaralist sem átti eftir að vera megin- viðfangsefni íslenskra listmálara fram eftir 20. öld. Á sýningunni voru nokkrar myndir frá Þing- völlum sem Þórarinn hafði málað og var hann fyrsti íslenski listmál- arinn sem það gerði. Þórarinn varð ekki fyrstur málara til að láta hrífast af og leitast við að túlka náttúru Þing- valla. Á undan honum voru bæði danskir og þýskir málarar þar á ferð. Meðal verka Lista- safns íslands, sem voru til sýnis í Alþingishús- inu, voru málverk dönsku málaranna Frederiks Th. Kloss og H. Augusts G. Schiotts frá Þing- völlum. I verkum þeirra birtist ægifögur nátt- úra staðarins sem og upphafin kyrrð. Má telja líklegt að Þórarinn hafi séð þessi málverk Kloss og Sehiotts í Alþingishúsinu áður en hann réðst í að túlka íslenska náttúru. Hvort hann valdi Þingvelli sem ákjósanlegt myndefni fyrir frum- raun sína á íslandi vegna sögufrægðar staðar- ins eða sérstæðrar náttúru skal ósagt látið. Túlkun hans býr í tilfinningum sem náttúra landsins og kyrrð ásamt svalri birtu sumarnæt- ur á norðurslóð vekur innra með mönnum. Sú túlkun er í rauninni óháð tengslum staðarins við sögu þjóðarinnar. í þessum fyrstu Þing- vallamyndum er að finna andblæ djúphygli sem tengir verk Þórarins rómantískri landslagslist 19. aldar og átti eftir að einkenna margar landslagsmynda hans. Þórarinn Benedikt Þorláksson var fæddur árið 1867 og því elstur þeirra myndlistarmanna sem lögðu grunn að nútímamyndlist hér á landi í upphafi 20. aldar. Hann var fæddur að Undir- felli í Vatnsdal. Vorið 1885 hélt hann til náms í bókbandi hjá Halldóri Þórðarsyni bókbindara. Tveim árum síðar fékk hann sveinsbréf í bók- bandsiðn og hóf störf á nýstofnaðri bókbands- stofu prentsmiðju ísafoldar. Skyrt dæmi um þá listvakningu, sem varð meðal íslendinga á ofanverðri 19. öld, er stofn- un Listasafns Islands árið 1884. Sama árið og Þórarinn kom til Reykjavíkur voru listaverkin flutt til íslands frá Kaupmannahöfn og fyrst sýnd í Barnaskólanum í Reykjavík en síðar komið fyrir í Alþingishúsinu þar sem almenn- ingi gafst kostur á að sjá þau. I bók um Þórarin frá árinu 1982 telur Guðrún dóttir hans að myndlistaráhugi föður hennar hafi vaknað fyrstu ár hans í Reykjavík og rekur þann áhuga til kynna hans af listaverkunum sem voru til sýnis í Alþingishúsinu. Til þess að fá undir- stöðumenntun í teikningu leitaði hann til Þóru Pétursdóttur og sótti skóla hennar um nokkurt skeið. Ekki er vitað hvort aðrir karlmenn voru í skóla Þóru en Þórarinn mun vera eini nemandi hennar sem lagði út á listabrautina. Vorið 1889 dvaldist Þórarinn í Kaupmannahöfn um þriggja mánaða skeið á vegum ísafoldar og telur Guð- rún að sú dvöl hafi skipt sköpum um þá ákvörð- un hans að gerast listmálari. I þeirri ferð hafi hann í fyrsta sinn átt þess kost að sjá erlenda myndlist og eftir það byrjað að mála með olíul- itum. Haustið 1895, er hann var orðinn 28 ára gamall, hvarf hann frá starfi sínu sem forstöðumaður bókban- dsstofu ísafoldar og hélt til Kaupmannahafnar til náms í myndlist. Hann hafði þá hlot- ið 500 króna styrk til náms- ins frá Alþingi. Strax við komuna til Kaupmannahafn- ar innritaðist hann í Det tekniske Selskabs Skoleen um vorið 1896 innritaðist hann í Konunglega listahá- skólann þar sem hann stund- aði nám fram á vor 1899. Hugur Þórarins stóð til landslagsmyndagerðar en þar sem litla tilsögn var að fá á því sviði í Listaháskólanum á þeim tíma, leitaði hann til landslagsmálarans Haralds Frederiks Foss sem þá hélt einkaskóla er hann hafði tekið við af Vilhelm Kyhn, þeim hinum sama og Þóra Pétursdóttir hafði verið í læri hjá aldarfjórðungi áður. Ætla má að það hafi ekki verið auðratað í dönskum myndlistarheimi í lok 19. aldar fyrir íslendingana sem áttu nær enga myndlistar- hefð að baki, ekki einu sinni þá sem hægt væri að gera uppreisn gegn. Því þarf það ekki að koma á óvart að flestir þeirra völdu þann kost að hefja námið við Konunglega listaháskólann eftir undirbúningsnám annars staðar. Ef marka má lýsingu Ásgríms Jónssonar á kennsluháttum þar í byrjun 20. aldar, hafði ekki orðið þar nein breyting frá því fyrr á öld- inni. Það vekur hins vegar athygli að hvorki Þórarinn né Ásgrímur sóttu óháðu skólana sem stofnaðir voru af róttækum listamönnum á 9. áratugnum eftir nám í Listaháskólanum. Það er ekki síður umhugsunarvert að Þórarinn skyldi, eftir þriggja ára nám í skólanum, hafa valið skóla Haralds Foss sem viðhélt þeirri hefð sem danskir listamenn af kynslóð hans höfðu hafnað. Ekki er útilokað að kynni Þóru Pétursdóttur af Kyhn hafi ráðið nokkru um val Þórarins. Björn Th. Björnsson, sem bent hefur á tengslin milli sjálfstæðisbaráttu íslendinga í lok 19. aldar og listvakningar hér á landi, telur áhuga Þórarins á landslagi ekki síst hafa verið vakinn af íslenskum skáldskap þess tíma. Hann telur það jafnframt sögulega eðlilegt að hann hafi leitað til Haralds Foss þar sem hann hafi ekki haft forsendur til að tileinka sér nýrri og djarfari viðhorf. Enn fremur má benda á að landslag í sjálfu sér var ekki meðal viðfangs- efna þeirra listamanna sem boðuðu ný viðhorf í danskri myndlist á 10. áratugnum. Að túlka hinn ytri veruleika eða ljósbrigðin í náttúrunni var ekki lengur ásetningur þeirra. í verkum þeirra fékk náttúran yfirfærða merkingu sem tæki til að tjá tilfinningar og vekja ákveðinn hugblæ. Þegar Þórarinn hélt til Þingvalla sumarið 1900 til að mála, valdi hann fremur náttbirtu en : Hekla, 1922. dagsbirtu til að túlka náttúru landsins. í mynd- um hans ríkir áþekk kyrrð og í myndum danska málarans Augusts Scíú0ttsen það sem skilur á milli er sá andblær djúphygli sem Þórarinn hef- ur laðað fram í rökkurmyndum sínum. í þess- um myndum nýtir hann sér speglunina í vatn- inu sem og endurkast þess, ásamt svölum, einkum bláum, litatónum til ná fram þeim hug- hrifum. Á móti dökkum litum landsins koma bjartir litir næturhiminsins og endurskins hans á vatnsfletinum sem gefur myndinni vídd. Myndin af landinu verður óstaðbundnari en ella og vekur tilfinningu fyrir því sem er utan við stund og stað. Hið kyrra andrúmsloft, sem ríkir í elstu Þingvallamyndum Þórarins, einkennir mörg Þingvelli verka hans á fyrstu starfsárunum eftir að hann fluttist heim árið 1902. Sammerkt með þeim er hvernig hann notar birtuna til að kalla fram hughrif. Að því leyti sverja verk hans sig í ætt við stemmningsmálverkið í norrænni myndlist frá lokum 19. aldar þótt hann haldi sig við stað- litina og slétta áferð. í málverkinu Stóri-Dím- on, frá 1902, er það ekki rökkrið heldur jöfn dagsbirtan sem umlykur sviðið. Þar hefur hann nýtt sér marflatt landið og dregið sjóndeildar- hringinn við miðja mynd og gefur þar með til kynna þá miklu víðáttu sem við blasir. Flatt landið er mettað jafnri birtu og landsýnin í bakgrunni hverful sem gerir að verkum að mörk himins og jarðar verða óljós. Það fer hins vegar ekki á milli mála að myndin er frá BRAUTRYÐJANDI 1 O LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 14. OKTÓBER 2000 -

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.