Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.2000, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.2000, Blaðsíða 13
SUMARSIÐDEGI SMÁSAGA EFTIR HELGA INGÓLFSSON bindur kolefni við ljóstillífun platnanna. Fyrir löngu, á því tímabili jarðsögunnar sem kallast upphafsöld (archaean) var mjög lítið súrefni í lofthjúpi jarðar. Það var ekki fyrr en lífið hafði verið þróast á jörðinni í tugmilljónir ára að styrkur súrefnis í and- rúmsloftinu náði því marki sem er í dag. Það súrefni sem er nú í andrúmsloftinu á upp- runa sinn að mestu að rekja til ljóstillífunar lífkerfa eins og t.d. regnskógarins. í þessu ljósi verður regnskógurinn enn mikilvægai’i en ella. Eyðing regnskógarins Allur frumskógurinn á Indlandi, í Bangla- desh, á Sri Lanka og á Haíti hefur þegar verið gjörnýttur. Árið 1999 eyddust stór svæði í Regnskógi Amazon. Um er að ræða svæði 17.383 ferkílómetra að stærð. Einu góðu fréttirnar eru þær að eyðileggingin þar hefur ekki aukist heldur stendur hún í stað. Eyðileggingin hefði þannig getað verið meiri einkum vegna mikillar gengisfellingar á brasilíska gjaldmiðlinum á síðasta ári. Á Borneo er hinsvegar allur regnskógurinn í verulegri hættu. Afríski regnskógurinn hverfur einnig hratt, t.d. minnkar hann í Kamerún um 40.000 ferkílómetra árlega. Talið er að um 140 tegundir lífvera deyji út á hverjum degi í regnskóginum, vegna þess að lífsvæði tegunda eru numin á brott. Ef eyðilegging regnskógarins heldur áfram með óbreyttum hraða munu nánast allir frumskógar hitabeltisins vera horfnir árið 2030. En til hvers eyða menn regnskóginum? Regnskógurinn er ruddur til þess að fá gras- lendi fyrir nautgripi, auk þess sem viðurinn úr regnskóginum t.d. mahoný, er fluttur til Japan, Evrópu og Bandaríkjanna þar sem hann er seldur dýrum dómum. Umræðan um björgun regnskógarins hef- ur þó orðið til þess að stofnaðir hafa verið þjóðgarðar t.d. í Amazon og í Malaysíu. Þessir þjóðgarðar ná þó ekki að varðveita nema brot af öllu því lífríki sem regnskógur- inn býr yfir. Engu að síður er það mikilvægt verkefni að sjá til þess að hluti regnskógar- ins verði varðveittur til handa komandi kyn- slóðum, ef ekki einungis sem dæmi um líf- rænan fjölbreytileika. íbúar regnskógarins Regnskógurinn er fullur af lífi, og þar lifa einnig manneskjur. í Amazon lifa Yanom- ami, Kayapo og Boros indíánar. í frumskóg- um Afríku lifa Pygmíar og í Malaysíu lifa Penans. Yanomamar lifa t.d. í litlum þorpum. Konur yrkja jörðina og safna hnetum og jurtum á meðan að karlmennirnir veiða. Skógurinn sér yanomönum fyrir öllum lífs- nauðsynjum. Hins vegar hafa orðið verulegar breyting- ar á lífi þessa fólks. Frumskógarfólkið hefur komist í kynni við veröldina utan regnskóg- arins, sem lítur á oft á þá sem ódýrt vinnuafl. Yanomamar og pygmíar hafa þannig verið fengnir til þess að vinna á baðmullar-, ávaxtaekrum og búgörðum þar sem þeir komast úr tengslum við sitt náttúrulega um- hverfi og glata sínum siðvenjum. Eyðing frumskógarins getur ekki gert annað en ógnað og raskað lífi þessa fólks sem hefur lifað í jafnvægi við umhverfi sitt í þúsundir ára. Að kenna því vestræna lífs- hætti er í raun ástæðulaust þar sem vestræn menning hentar engan veginn í frumskógin- um. Það er helst að almenn menntun, ný tækni og læknishjálp geti orðið þessu fólki að einhverju gagni. Getur vistvæn ferðamennska bjargað regnskóginum? Vistvæn ferðamennska er ferðamennska sem kallar ferðamanninn til félagslegrar ábyrgðar gagnvart þeim svæðum sem hann ferðast um. Ferðamennskan má þannig ekki breyta menningu og náttúru. Á sama tíma skapar vistvæn ferðamennska tækifæri til þess að vernda ákveðin landsvæði, og hún skapar atvinnu á þeim svæðum sem ferðast er til. Vistvæn ferðamennska í frumskóginum gæti orðið til þess að varðveita hann enn bet- ur en nú er gert. En baráttan fyrir vemdun regnskóganna er erfið sökum þess hversu hefðbundnu, efnahagslegu hagsmunirnir eru miklir. Þannig kristallast í regnskógunum öll um- hverfisumræða heimsins. I regnskóginum takast umhverfissjónarmið og gamaldags efnahagsleg sjónarmið á. Þar ríkir styrjöld á milli vistfræðinnar annars vegar og hefð- bundnu hagfræðinnar hins vegar. Það er einnig ljóst að málefni regnskógarins eru hnattræn í eðli sínu, þ.e. varða alla íbúa jarð- ar, og mun því þurfa að leysa þau á al- þjóðlegum grundvelli. Höfundur er umhverfissérfræðingur, (B.A. B.Sc. M.Sc). UMARSÍÐDEGI, sólríkt og seiðandi. I miðborginni eigraði mannfjöldinn í leit að litbrigð- um til að lyfta upp grámyglu til- verunnar. Barnfóstrur á ungl- ingsaldri, íklæddar stutterma- bolum, ýttu kerrum á úndan sér út Austurstræti og löptu ís; snöggklipptir og snurfusaðir kaupahéðnar, fagurbrúnir og farsímavæddir, brokkuðu milli banka til að bjarga verðbréfum sínum síðustu sekúndumar fyrir lokun; rytjulegir rónar röltu í ríkið, stóðu í stælum við starfsmennina, keyptu bjór í stykkjavís og brugðu sér á bekk á Austurvelli, bergðu á brjóstbirtunni og sleiktu sólskinið í sessuneyti við ærslafulla æsku, unga elskendur og fáskiptið fjölskyldufólk. Einstaka ölkær iðjuleysinginn sveif á vit óminnishegrans úti á iðagrænu grasinu. Á Café París vom umsvifin umtalsverð. Starfsemin hafði í stómm stfl færst út á stétt- ina sem sneri að Austurvelli, og þar sátu sumir gesta með sólgleraugu, sötrandi kaffisopann. Inni við var ekki síður erill og ys. Léttklæddir kúnnar, með innkaupapoka og yfirhafnir í örm- um, dröttuðust dæsandi inn, og skelltu sér stynjandi í stólana. Glaðværar gengilbeinur færðu gestum gosdrykki og tröllauknar tert- usneiðar, og liðu síðan lipurlega á brott milli borða með bakka hlaðna bollum sem búið var að nota. í lognmollunni var lítil hreyfing á loft- inu og reykjarkófið reif í kverkar. Við glugga sem vísaði út að Austurstræti sátu tvö ungskáld og ræddu ráðgátur listarinn- ar. Sá jarphærði með jarmandi röddina hét Jó- steinn Filippus Freymóðsson, en andmælandi hans var Ormur ungi, sem að sjálfsögðu var ekki skírnarheiti, heldur skáldanafn tekið upp í samræmi við sjálfskilgreinda snilld. Umræðu- efni þeirra vom uppskrúfuð, yfirborðskennd og óumræðilega leiðinleg, svo leiðinleg að ekki tekur að rekja þau orð fyrir orð. Þeir blöðmðu um bókmenntir, kýttu um Kiljan og pexuðu út af póstmódernismanum. Að eigin áliti voru ungskáldin hátt hafin yfir það fólk sem þyrptist þarna inn: Þybbnar húsmæður með hágrenj- andi hvítvoðunga; taðskeggjaða tattóveraða táningstöffara; slæptar og skældar skrifstofu- blækur. Að sama skapi horfðu aðrir niður á þessi hjákátlegu merkikerti, sem máttu raka sig og reykja minna. Gengilbeinurnar gutu hornauga til kumpánanna, sem keypt höfðu hvor sinn kaffibollann og klukkutímum saman hímt í horninu í hrókasamræðum, raðreykt og einokað ágætt borð, sem ella hefði nýst öðmm gestum. Skyndilega átti sér stað á gangstéttinni utan við gluggann ómerkilegt atvik sem dreifði at- hygli ungskáldanna frá djúpvitmm viðræðum. Kubbsleg og kappklædd kona hné í ómegin beint fyrir augum þeirra. Stöku vegfarendur stöldruðu við og stummðu yfir stynjandi konu- greyinu, sem virtist fómarlamb funhitans og slævandi stækjunnar. Snaggaralegur snoðkoll- ur rétti henni snöfurmannlega hjálparhönd og reisti upp á reikula fætur. Vönkuð skjögti hún á brott og vegfarendur héldu sína leið. Að óhappinu yfirstöðnu tóku ungskáldin upp þráðinn, en áttu erfitt með að halda einbeit- ingu. Jósteinn fann enga eirð í sínum beinum - niður í huga hans hafði lostið hugmynd og hel- tekið hann. Innan skamms kvöddust þeir og héldu hvor sinnar leiðar. Raunar hélt Jósteinn rakleitt heim og ritaði á röskum klukkutíma smásögu. Daginn eftir fór hann með hugsmíðina á fund Hilmis Hilmarssonar, sem ritstýrði Ferskum pennum, framsæknu tímariti sem kappkostaði að birta bókmenntir eftir nýgræðinga. Rit- stjórinn var upptekinn í síma, en sagði Jósteini að skilja umslagið eftir á skrifborðinu og koma aftur að tveimur dögum liðnum. Á tilsettum tíma gerði Jósteinn sér aðra ferð á ritstjóraskrifstofuna, sem raunar var lítið meira en myrk og gluggalaus kompa, undirlögð bréfadrasli, úreltum tölvukosti og óútgengnum eintökum af Ferskum pennum. Hann fékk óblíðari undirtektir en hann átti von á. „Á þetta að vera einhver aulalegur brand- ari?“ hreytti Hilmir í hann. „Ha?“ hváði Jósteinn, niðurbrotinn yfir við- tökunum. „Já, hálftíma eftir að þú varst farinn kom Ormurinn vinur þinn með nákvæmlega sömu söguna orðrétta. Og hann heldur því statt og stöðugt fram að hann hafi samið hana.“ „Ha?“ Jóstein rak í rogastans. „Ef þetta á að vera einhver sniðug upp- ákoma,“ hélt Hilmir áfram þykkjuþungur og þeytti brúnu umslaginu yfir skrifborðið, „ætla ég bara að láta ykkur vita að ég tek ekki þátt í svoleiðis skrípaleik.“ „Ha?“ „Og stattu ekki þarna eins og þvara, japlandi „Ha?“. Komdu þér út!“ Sneyptur vegna erindisleysunnar hrökklað- ist Jósteinn út úr kompunni, í fyrstu forviða, en smám saman gagntók heiftin hug hans. Ormur hlaut að hafa stolið sögunni hansl'Á einhvem hátt! Komist í tölvuna hans! Jafnskjótt og Jó- steinn var kominn út á götu fiskaði hann gems- ann úr úlpuvasanum og hringdi í Orm. „Hvað á það að þýða að stela sögunni minni?“ „Eg ætlaði nú einmitt að spyrja að því sama,“ svaraði Ormur með viðlíka þjósti. „Hvernig í andskotanum gastu komist inn í tölvuna mína? Eg er ekki einu sinni nettengdur." „Tölvuna þína? Það var ég sem samdi þessa sögu!“ „Það var þá! Þú stalst henni frá mér!“ Þannig gekk samtalið um góða stund, með gagnkvæmu ragni og formælingum, bölvunum og brigslum um ritþjófnað á víxl. Hvonim fyrir sig fannst hinn hafa svikið sig, stolið hugmynd og tileinkað sjálfum sér hana. Þeir slitu samtal- inu í fússi og Jósteinn fann sér kaffihús, þar sem róa mátti taugamar og renna yfir sögu- kornið til þess að átta sig á hvað hefði farið úr- skeiðis. Um kvöldið, þegar honum var runnin mesta reiðin, sló hann aftur á þráðinn til Orms, sem enn var hinn fúlasti. „Heyrðu, Hilmir sagði að sögumar hefðu verið samhljóða." Hann reyndi að halda sig á vingjarnlegu nótunum, þótt honum væri það þvert um geð. „Gjörsamlega orðréttar. Hvað segirðu um að lána mér þína útgáfu til að bera þær saman?“ „Ertu eitthvað verri?“ Ormur var tortryggn- in uppmáluð. „Svo að þú getir stolið enn meira frá mér?“ „Ekki einu sinni að lesa hana í símann?" „Fráleitt! Þú gætir alveg eins verið með seg- ulbandstæki þarna við höndina." Jósteinn leitaði að málamiðlun. „Hvað þá með,“ spurði hann, „að ég lesi fyrstu efnis- greinina í minni sögu, þú þá næstu og þannig koll afkolli?" „Hm.“ Heyra mátti á Ormi að honum lék einnig forvitni á útgáfu Jósteins. ,Allt í lagi.“ Þannig lásu þeir til skiptis í bútum. Og eftir því sem leið á frásögnina urðu þeir meira hvumsa, því að hvergi skeikaði orði, hvergi staf, hvergi gi-einarmerki. Við lok lestursins ríkti löng þögn. Loks spurði Jósteinn: „Hvenær fékkstu hugmynd- ina? Þegar konan féll við?“ „Já.“ Ormur hljómaði nánast andaktugur. „Þetta er með ólíkindum. Hverjar ætli að lík- umar séu á því að tveir rithöfundar skrifi ná- kvæmlega sömu söguna? Þær hljóta að vera stjarnfræðflegar." „Einn á móti trilljón trilljón,“ samsinnti Ormur. „Og enginn mun nokkru sinni trúa okk- ur að það hafi gerst.“ „Þá er ekki um annað að ræða en að annar hvor okkar breyti sinni útgáfu.“ „Ger þú það, þá. Ekki ætla ég að hnika staf í minni sögu. Mér finnst hún fin.“ Stuttu síðar kvöddust vinimir, á nokkuð þíð- ari nótum en fyrr um daginn, þótt enn gætti ei- lítils kulda. Jósteinn kveikti á tölvunni sinni og sótti sér kaffibolla, meðan vélin var að hlaða sig. Svo settist hann fyi'ir framan skjáinn og sótti skjalið, staðráðinn í að endurskoða og um- orða, bæta og breyta. Til hliðar við sig á skrif- borðinu hafði hann smásöguna útprentaða. Hvernig í ósköpunum mátti snúa við orðalag- inu? Hann horfði ráðþrota á byrjun sögunnar, sem var þessi: Sumarsíðdegi, sólríkt og seiðandi. í miðborginni eigraði mannfjöldinn í leit að litbrigðum til að lyfía upp grámyglu tilverunnar. Bamfóstrur á unglingsaldri, íklæddar stutt- ermabolum, ýttu kerrum á undan sér út Austurstræti og löptu ís... Höfundurinn er rithöfundur í Reykjavík. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 14. OKTÓBER 2000 1 3 L

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.