Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.2000, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.2000, Blaðsíða 20
.* Ingvar E. Slgurðsson í hlutverki Lopakhins. Edda Heiðrún Backman í hlutverki frú Ranevskayu. í kvöld frumsýnir Þjóðleik- húsið Kirsuberjagarðinn eftir Anton Tsékov í leik- stjórn RimasarTuminas. HÁVAR SIGURJÓNS- SON ræddi við Rimas um verkið og leikhúsið. Eg heffundið upptök leikhússins. Það -sprettur upp í manneskj- unni, í leikaranum, í sambandi mínu við leikarann, á mitti okk- ar og lífsins." Rimas Tuminas er að leikstýra í fjórða sinn í Þjóðleikhúsinu, og Tsékov í hið þriðja. Áður hefur hann leik- stýrt Mávinum (1993) og Þremur systrum (1998) og þar á milli Don Juan (1995) eftir Moliere. Leikritum Tsékovs hefur Rimas leik- stýrt í réttri tímaröð miðað við ritun þeirra og ég spyr hann hvort í þessu sé fólgin meðvituð stefna af hans hálfu, að leyfa íslenskum áhorf- endum að fylgja ferli höfundarins frá upphafi til enda. „Nei, þetta er tilviljun. Enda var það tilviljun í hvaða röð Tsékov skrifaði leikritin." '^imas Tuminas er líklega stærra nafn i hinum austur-evrópska leikhúsheimi en flestir gera sér grein fyrir hér á landi. Hann er nú stjórn- andi Litla leikhússins í Vilnius í Litháen en það leikhús stofnaði hann fyrir 10 árum og stýrði þar til hann tók við starfi þjóðleikhús- stjóra í Litháen um fjögurra ára skeið, 1994- 1998, en Litla leikhúsið hefur frá upphafi starfað undir verndarvæng litháíska Þjóðleik- hússins. „Það er hægt að leikgera attt, breyta öttu í leikhús. En ég trúi því að leikhús nærist á heiðarleika. Það að taka, að skilja persónuna sem þú túlkar, að sameinast henni og blása í hana lífi sannfæringarinnar, að dansa með henni dansinn, nístandi, en stundum dapur- legan, og fyndinn og fullan af gleði." Á þeim tíma sem Rimas yar þjóðleikhússtjóri gerðu '^jóðleikhúsið á fslandi og Þjóðleikhúsið í Litháen með sér samstarfs- og vináttusamn- ing sem var grundvöllur fyrir margvíslegum samskiptum milli þessara landa á sviði leikl- istar. Hann setti nýlega upp rómaða sýningu á Maríu Stúart í Sovremenik-leikhúsinu í Moskvu. Sýningin var valin sýning leikársins í Moskvu og tilnefnd til „gullgrímunnar", æðstu leiklistarverðlauna Rússlands. Rimas var síð- an útnefndur besti leikstjórinn fyrir Maríu Stúart á leiklistarhátíð í St. Pétursborg. Margar af leiksýningum Rimasar hafa notið gífurlegra vinsælda og verið sýndar í Litháen árum saman. Leiksýningar hans hafa einnig verið eftirsóttar á leiklistarhátíðum víða um heím og verið sýndar í Bandaríkjunum og mörgum Evrópulöndum. Leiksýningar Rim- asar og Litla leikhússins hafa hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga, bæði heima og að heiman. Rimas hlaut litháísku þjóðarverð- launin 1994 og var sæmdur heiðursorðu af for- seta Litháen árið 1998 fyrir framlag sitt til lit- háískrar menningar. Forseti Rússneska KIRSUBERJA- GARÐURINN ER EKKITIL Baldur Traustl Hreinsson, Valdlmar Örn Flyg- enring og Edda Arnljótsdóttir. ríkjabandalagsins sæmdi hann fyrr á þessu ári heiðursorðu fyrir framlag sitt til rúss- neskra lista og bókmennta. Rimas er prófes- sor í leiklist og leikstjórn við Leiklistarakade- míu Litháens og listrænn stjórnandi Litla leikhússins í Vilnius. „Ég trúi skilyrðislaust á það fólk sem ég vinn með. Án þess þó að þvinga mig ttt að fylgja lífsreglum þess. Þetta er þversögn, tvær ólíkar hliðar sem þrátt fyrir allt nálgast hvor aðra og skipta jafnvel um póla. Á frumsýningum felum við manneskjuna og reynum að sýna aðeins leikarann, en áhorf- andinn, hann sér manneskju í gegnum leik- arann og aðeins leikarann þar á eftir.". Gefandi kýr og stolt hreindýr Rimas Tuminas ber með sér lítillæti hins stóra og einlæga listamanns. Hann segist vera á þeim punkti gagnvart sýningunni að hann sé fullur efa um eigið ágæti. „Kannski hefði ég átt að beita mér meira, vera harðari og ákveðnari við leikhópinn. En þetta er lögmál leikhússins, samstarfið við hina listamennina. Leikhúsið er eins og kirkja í þeim skilningi að þegar gengið er í helgidóminn verður að virða lögmál hans. Þannig er leikhúsið. Leikhópur- inn hér í Þjóðleikhúsinu er mjög hæfur. Ég reyni alltaf að búa til sýningar án þess að „setja þær upp". Ég fer fram' á það við leikar- ana að þeir fari í gegnum sýninguna án þess að leika! Hættan sem er fyrir hendi, sérstaklega í evrópsku leikhúsi, er að leikararnir falli í þá gryfju að sýnast vera - leika." Hann dregur upp samlíkingú við kýr og hreindýr þegar hann talar um leikarana. „Leikarinn er mjólk- urkýr sem borðar gras og gefur af sér mjólk. Morgunblaðio/Jim Smart Slgurður Skúlason, Brynhildur Guðjónsdóttir og Edda Arnljótsdóttir. Leikarinn hefur þá tilhneigingu að koma inn á sviðið eins og hreindýr, Stoltur, kröftugur og með falleg horn. Hann vill láta dást að sér. Þetta myndi ég ekki segja nema af því að ég elska leikarana hér í Þjóðleikhúsinu." Kirsuberjagarourinn er i olckur „Þaðsem skiptirmestu máli fyrir mig íleik- húsinu er regla, snyrtimennska og þógn. Það er við þessar kringumstæður sem maðurinn getur skapað." Hin hefðbundna túlkun á verk- inu hefur löngum falist í að sýna hnignandi rússneska aðalsstétt andspænis fulltrúum hins nýja tíma, hins nýríka upprennandi kapítalista sem birtist í persónu Lopakhins sem kaupir óðalið og Kirsuberjagarðinn þar með. Einnig hefur það verið eitt af eftirlætis- þrætueplum leikhúsfólks hvort leikrit Tsékovs séu fremur gamanleikrit en harm- leikir. Rimas þekkir þessa túlkun vitaskuld en er sjálfur á allt annarri bylgjulengd gagnvart verkinu. „Túlkun mín á Kirsuberjagarðinum á kannski eftir að valda einhverjum vonbrigð- um. Það er enginn kirsuberjagarður í leikrit- inu. Allt er hvítt og svart á leiksviðinu. Kirsu- berjagarðurinn er ekki til, hann hefur aldrei verið til og mun aldrei verða til. Hann er ímyndun. Hann er spaug Tsékovs. Samtíma- menn hans skildu þetta. Þeir spurðu: Hvaða garður er þetta? Hann hefur aldrei verið til. Tsékov er að segja við okkur: ímyndum okkur garð sem hægt er selja. ímyndum okkur feg- urðina sem hægt er að selja. Hvað gerist þá? Ef fegurðin er föl. Fólkið sjálft er garðurinn og garðurinn er í okkur sjálfum. Við eigum að rækta hann og gera hann stóran og fallegan. Ég hef sagt við leikarana mína að garðurinn eigi að vera í þeim sjálfum." Tsékov ber mig ofurliði Rimas segist hafa þá tilhneigingu gagnvart leikritum Tsékovs að skerpa þau. Ydda útlínur og hvessa brúnirnar. „En ég er veiklundaður og Tsékov er sterkari og ber mig alltaf ofur- liði. Hinn ljóðræni harmur sem býr í verkun- um nær alltaf tökum á mér og verður ofan á í lokin. Eitt af sterkustu einkennum Tsékovs er írónísk sýn hans á veröldina. Hann blandar ír- óníu, kómik, lýrik og tragík saman á óviðjafn- anlegan hátt og það er ekki skrýtið að ég skuli láta í minni pokann fyrir slíku ofurefli. Tsékov hefur einstaka sýn á mannssálina. Hann virðir fyrir sér viðleitni okkar til að gæða líf okkar merkingu og tilgangi. Honum finnst skoplegt hvað við tökum líf okkar á þessari jörðu hátíð- lega. Hann sér okkur sem munaðarlaus börn sem sett hafa verið á jörðina til að lifa í ákveð- inn tíma og höldum að við séum svo mikilvæg, gerum byltingar og höldum hátíðlegar ræður. Tsékov sér hversu smá við í rauninni erum. Og hversu skoplegt það er. í þessu er hvorki fólg- in fyrirlitning eða yfirlæti. Heldur kærleikur. Tsékov þekkir lífið og getur því gert grín að harminum í lífinu. Leikrit hans eru í mínum huga skoplegir harmleikir. Óviðjafnanlega fyndnir. En aðeins fyrir þann sem þekkir lífið og hefur kynnst harminum." Þetta er í annað sinn sem Rimas tekst á við Kirsuberjagarð- inn. Hann segist hafa mýkst í afstöðu sinni til verksins. „Eg hafði miskunnarlausari og hvassari sýn á verkið áður. Nú höfðar írónían og hin Ijóðræna tragikómík meira til mín. Eg er lfka orðinn jarðbundnari gagnvart verk- inu." „Að „setja upp leiksýningu" felur ekki í sér ákveðið upphaf og endi. Þú verður að að tengja sýninguna við lífíð sjálft, hlaða hana orku. Þú getur ekki fengið að láni „lífsbrot", greint það og „límt" það aftur inn ílífið, þvílíf- ið hefur á þeim tíma færst áfram. Það þýðir að þú verður að hoppa u/n borrJ í lestina - á ferð, og sýna hvernig þessi lest er innanborðs. Við erum alltaf að kveðja, framtíðin breytist í for- tíð - það er sú kveðjustund sem ég reyni að skapa á sviðinu." (Skáletraðar tilvitnanir eru úr grein Rimasar Tuminas sem birtist í kynningarriti um Litla leikhúsið í Vilnius 1999. Þýðing ÁsdÍB Þorhallsddttir.) Leikararog list- rænir stjórnendur KIRSUBERJ AGARÐURINN eftir Anton Tsékov í þýðingu Ingibjargar Har- aldsdóttur. Leikarar: Edda Heiðrún Backman, Sig- urður Skúlason, Ingvar E. Sigurðsson, Brynhildur Guðjónsdóttir, Stefán Karl Stefánsson, Tinna Gunnlaugsdóttir, Edda ArnJjótsdóttir, Róbert Arnfinns- son, Baldur Trausti Hreinsson, Randver Þorláksson, Vigdís Gunnarsdóttir, Valdemar Orn Flygenring. Leikstjori: Rimas Tuminas. Leikmynd: Adomas Jacovskis. Bdningar: Vytautas Narbutas. Tónlist: Faustas Latenas. Lýsing: Björn B. Guðmundsson. Aðstoðarleikstgóri og túlkur: Ásdís Þórhallsdóttir. 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR14. OKTÓBER 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.