Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.2000, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.2000, Blaðsíða 2
Listakonan Róska „bar suðriö með sér". Eitt af verkum Rósku. // Yfirlitssýning helguð Rósku í Nýlistasafninu SÍFELLD UPPREISN í LIF- ANDI POESIU OG POLITIK " YFIRLITSSÝNING helguð lífi og starfi listakonunnar Rósku verður opnuð í dag í Nýlistasafninu við Vatnsstíg. Róska hét réttu nafni Ragnhildur Óskars- dóttir og fæddist 1940 í Reykjavík. Sjálf sagðist hún vera fædd 1946 og gat framvís- að fölsuðu vegabréfi sínu upp á það. „Hún tilheyrði þeirri kynslóð róttækra, evrópskra listamanna sem vildi afmá mörkin milli lífs og listar og barðist gegn listasnobbi borgarastéttarinnar, pólitísku andvaraleysi almennings og áróðursvél atvinnustjórn- málamanna. Hún var listmálari, ljósmynd- ari, Ijósmyndafyrirsæta, kvikmyndaleik- stjóri en umfram allt uppreisnarmaður; rauði þráðurinn í lífi hennar var „sífelld uppreisn í lifandi póesíu og pólitík", segir Hjálmar Sveinsson sýningarstjóri. „Hún bjó í Róm stærstan hluta ævi sinnar en á íslandi fékk líf hennar ævintýralegan blæ vegna persónutöfra hennar, listrænna hæfileika og pólitískrar róttækni. Engu að síður snerist líf hennar í harmleik vegna þungbærs sjúkdóms sem hún átti við að stríða frá unga aldri, auk þess sem hún og maðurinn hennar Manrico villtust af leið í móðu vímuefnanna," fremur. segir Hjálmar enn- Útlit hennar bar suorið meo sér „Útlit hennar bar suðrið með sér," skrifar Guðbergur Bergsson í bók sem fylgir sýn- ingunni, „og um leið varð lífið í Reykjavík fyrir suma eins og sykursoðnir ávextir í ávaxtaköku. Hárið, brosið, hvað eina í fari Rósku var einhvern veginn sjálfsagt, áhyggjulaust, fagurt og hæfileikarnir ótví- ræðir." Róska vakti fyrst athygli með sýningu sinni á málverkum og teikningum í Casa Nova 1967 og með Súper-þvottavélinni sem hún tyllti sama ár upp á Skólavörðuholt og breytti í skotpall fyrir eldflaugar. Sama ár gerðist hún meðlimur í SÚM og sagði í hisp- urslausu blaðaviðtali að sér þætti ekki mikið varið í Fagurlistaskólann í Róm, þar sem hún hafði verið við nám, en lét þess jafn- framt getið að sér virtist ekki auðvelt að lifa listamannslífi í Reykjavík vegna þess að all- ir væru þar „þvældir í peningakerfinu". Tveimur árum síðar, þegar Róska hafði stigið sitt pólitíska skref til fulls, með verk- um sínum á SÚM III, skrifaði ritari FÍM blaðagrein sem hófst með þessum orðum: „Hingað er komin fokill stelpa frá Róm." Á sýningunni í Nýlistasafninu verða sýnd málverk og teikningar eftir Rósku, ljós- myndir og pólitískir skúlptúrarar, vegg- spjöld og pólitísk barátturit. Einnig verða sýndar kvikmyndir eftir Rósku sem aldrei áður hafa verið sýndar á íslandi. Vegleg bók fylgir sýningunni með fjölda mynda, greinum eftir Guðberg Bergsson, Ólaf Gíslason, Birnu Þórðardóttur og fleiri; einnig eru þar viðtöl við Einar Má Guð- mundsson og Hrein Friðfinnsson, grein um súrrealismann eftir Rósku og umræður um pólitíska list. Útgefendur Nýlistasafnið og Mál og Menning; Sýningin er styrkt af Reykjavík, menningarborg Evrópu. Sýningin stendur til 19. nóvember og verður opin alla daga nema mánudaga frá klukkan 14 til 18. Fimmtudaga, föstudaga og laugardaga verður einnig opið fram eftir kvöldi á pólitísku kaffihúsi sem hefur verið komið upp í salarkynnum Nýlistasafnsins í tilefni sýningarinnar. SONGVA- SJÓÐUR FÍL ÚTHLUTAR STYRKJUM ÚTHLUTUN úr Söngvarasjóði FÍL hefur farið fram. Markmið sjóðsins er að styrkja unga efnilega söngvara til framhaldsnáms og er úthlutað árlega þremur styrkjum. Styrkþegar í ár eru þeir Jóhann Frið- geir Valdimarsson, Jónas Þór Jónasson og Benedikt IngóTfsson og fékk hver þeirra 150.000 kr. ísinn hlut. I úthlutunarnefnd sjððsins eru þau Stef- án Arngrímsson, Ingveldur G. Ólafsson og Hrönn Hafliðadóttir. Morgunblaðið/ Kristinn Stefán Arngrímsson, Valborg Stefánsdóttir, sem veitti styrknum viðtöku fyrir hönd Jónasar Þórs Jónassonar, Hugrún Hólmgeirsdóttir, sem veitti styrknum viðtöku fyrir hönd Benedikts Ingólfs- sonar, og Jóhann Friðgeir Valdimarsson. MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Árbæjarsafn: „Saga Reykjavíkur - frá býli til borgar" í húsinu Lækjargötu 4. Sýningin er unnin í samvinnu við Reykjavík - menn- ingarborg Evrópu árið 2000. Árnastofnun, Arnagarði: Handritasýning. Til 15. maí. Ásmundarsafn: Sýning á verkum Ásmund- ar Sveinssonar. Til 1. nóv. Verk í eigu safhs- ins. Café Mfliiiiú: Myndlistarsýning Hólmfríðar Dóru Sigurðardóttur. Til 31. okt. Gallerf Fold, Rauðarárstíg: Dominique Ambroise sýnir olíumálverk í Baksalnum. Til 22. okt. Gallerí Geysir, Hinu húsinu, Ingólfstorgi: Geðveiklist.Til21.okt. Gallerí Reykjavík: Hollenski listamaðurinn Gerard Groot sýnir olíumálverk. Til 27. okt. Gallerí Sævars Karls: Málverkasýning Sig- urðar Arna Sigurðssonar. Til 20. okt. Gerðarsafn: I austursal sýnir Jenný Guð- mundsdóttir. I vestursal sýnir Valgerður Hauksdóttir. A neðri hæð safnsins opnar ívar Valgarðsson sýningu. Til 29. okt. Gerðuberg: Yfirlitssýning á verkum Bjarna Þórs Þorvaldssonar „Thor". Til 29. okt. Hafnarborg: Málverk eftir Þorbjörgu Höskuldsdóttur. Til 16. okt. Norræn skart- gripasýning. Til 16. okt. Hallgrímskirkja: Myndlistarsýning Erlu Þórarinsdóttur. Til 27. nóv. i8, Ingólfsstræti 8: Sýning á verkum hol- lenska listamannsins Douwe Jan Bakker. Til 22. okt. Jera gallerí: Myndlistarsýning Margrétar Elíasdóttur.Tillö.okt. Kjarvalsstaðir: Austursalur: Jóhannes S. Kjarval. Myndir úr Kjarvalssafni. Listasafn Akureyrar: Tvær margmiðlunar- sýningar og Steina Vasulka. Til 22. okt. Listasafn ASÍ - Ásmundarsalur: Helga Magnúsdóttir sýnir. Til 22. okt. Listesafn ASI - Gryfja: Gréta Mjöll Bjarnadóttir sýnir. Til 22. okt. Listasafn Einars Jónssonar: Höggmynda- garðurinn opinn alla daga. Listasafn íslands: Yfirlitssýning á verkum Þórarins B. Þorlákssonar. Til 26. nóv. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhúsinu: ca- fe9.net. Til 31. okt. Jörgen Nash og Draka- bygget. Til 22. okt. Gangurinn - 20 ára af- mælissýning. Til 22. okt. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Valin verk eftir Sigurjón Olafsson. MAN-sýningarsalur, Skólavörðustíg 14: Eyjólfur Einarsson sýnir málverk. Til 29. okt. Mokkakaffi: Kathleen Schultz. Til 22. okt. Norræna húsið: I nágrenni - Min hem- bygd. Til 18. okt. Nýlistasafnið: Róska - líf og starf. Til 19. nóv. Skálholtskirkja: Sýning á teikningum Kat- rínar Briem. Til 30. nóv. Stöðlakot: Guðmundur W. Vilhjálmsson. Pastel- og vatnslitamyndir. Til 15. okt. Upplýsingamiðstöð myndlistar: Lista yfir fyrirhugaðar og yfirstandandi mynd- listarsýningar í öllum helstu sýningarsölum má finna á slóðinni www.umm.is undir Fréttir. TÓNLIST Mánudagur Salurinn, Kdpavogi: Tíbrá- píanótónleikar með bandaríska píanóleikaranum Christ- opher Czaja Sager. Hann mun leika verk eftir J.S. Bach, Debussy, Alexandre Scráb- ine og Chopin. Kl. 20. Iðnó: Stjörnur á morgunhimni, sun. 15. okt. Tilvist - Dansleikhús með ekka, laug. 14. okt. Þjóðleikhúsið: Draumur á Jónsmessunótt, fös. 20. okt. Glanni Glæpur. Einnig sýnt kl. 17 sun. 15. okt. Horfðu reiður um öxl, laug. 14. okt., fim. 19. okt. Kirsuberjagarðurinn, laug. 14. okt., miðv. 18. okt, fim. 19. okt. Borgarleikhúsið: Kysstu mig Kata, sun. 15. okt.lau. 21. okt Lér konungur, laug. 14. okt., fbs. 20. okt. Hafnarfjarðarleikhúsið: Vitleysingarnir, laug. 14. okt, fim. 19. okt, fös. 20. okt Loftkastalinn: Á sama tíma að ári, sun. 15. okt,fös.20.okt Kaffileikhúsið: Háaloft, þri. 17. okt, Stormur og Ormur, lau. 14. og sun. 15. okt íslenska dperan: Hellisbúinn, fös. 20. okt Stúlkan í vitanum, sun. 15. okt. Möguleikhúsið: Lóma, sun. 15. okt, mán. 16. okt, sun. 22. okt. Snuðra og Tuðra. sun. 15. okt. Völuspá,íaug. 16-24 leikferð. Tjarnarbíd: Með fullri reisn, laug. 14. okt, fös. 20. okt. Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega eða í tölvupósti fyrir kl. 16 á miðvikudögum merktar: Morgunblað- ið, menning/listir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Myndsendir: 569 1222. Netfang: menning- @mbl.is. 2- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 14. OKTÓBER 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.