Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.2000, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.2000, Blaðsíða 6
HONNUN ERMENNING HÖNNUNARSYNING sem ber yfirskriftina MÓT hef- ur verið opnuð á Kjarvals- stöðum. Á sýningunni, sem er á vegum FORM ÍS- LAND og Kjarvalsstaða í samvinnu við Reykjavík - menningarborg árið 2000, er skyggnst inn í hönnun 21. aldarinnar, auk þess sem íslensk hönnun á síðustu öld verður skoðuð. Fjöldi hönnuða sýnir verk sín og hugmyndir en hönnun er einn af vaxtarbroddunum í ís- lensku atvinnulífi og mörgum á eflaust eftir að koma á óvart hvað hönnun snertir mikið okkar daglega líf og hvað möguleikarnir eru óendan- legir. Til þess að gefa einhverja innsýn í fjöl- breytnina fékk Morgunblaðið þau Katrínu Pét- ursdóttur sýningarstjóra, Guðjón Erlendsson arkitekt, Torfa Frans tölvuleikjahönnuð og Tinnu Gunnarsdóttur iðnhönnuð til að segja frá þeim verkum sem þau og þeirra samstarfs- menn eru með á sýningunni. Sýningin er byggð á þremur meginatriðum, hönnuðinum sem ein- staklingi, iðnaðarframleiðandanum og sögu- legum arfi íslenskrar hönnunar. Þegar sýning- arstjórinn, Katrín Pétursdóttir, er spurð hvort til sé eitthvað sem skilgreina má sem söguleg- an arf íslenskrar hönnunar svarar hún því til að einn tilgangur sýningarinnar sé að reyna að komast að því. Saga hönnunar lítið verið könnuð „Það leit ekki vel út byrjun," segir hún. „Þegar farið var af stað með sýninguna átti að gera sögulega sýningu en það kom í ljós að saga hönnunar á Islandi hefur sáralítið verið rannsökuð. Það liggur því hvergi fyrir nein saga heldur er leitað til þessa og hins og spurt. Þetta er alger eltingaleikur, þannig að í raun- inni er sýn- ingin ekki línuleg sögusýning, heldur voru teknir hlutir frá síðustu öld úr öllum þess- um hönnunargeirum, sem skipta miklu máli. Sýningin gengur ekki út á að sýna hvað var notað á íslenskum Morgunblaðið/Árni Sæberg Guðjón Erlendsson, arkitekt, Katrín Pétursdóttir, sýningarstjóri, Tinna Gunnarsdóttir, iðnhönnuður og Torfi Frans, tölvuleikjahönnuður. heimilum heldur eru þetta hlutir sem standa upp úr einhverra hluta vegna. Forsendurnar geta ýmist verið hugmyndafræðilegar eða efn- islegar." Hvað áttu við með því? „Eitt dæmi sem ég get nefnt er þegar farið var að nota bárujám héma. Við höfum verið að leita svolít- ið að hönnuðum sem hafa verið á undan sinni samtíð. Það sem hefur komið í ljós er að við eig- um vissan arf hérna sem er mjög skemmtileg- ur og alveg þess virði að draga fram í dagsljós- ið og hann kemur fram í þessari sýningu. Hér vom vissir menn, toppmenn eins og Dieter Roth sem setti mikið mark á hönnun og myndl- ist hér á landi. Hann var að gera alls kyns hluti hér í hönnun í kringum 1960, hluti sem era al- veg með ólíkindum. Síðan get ég nefnt Man- freð Vilhjálmsson sem vann mikið með Dieter. Þetta era menn sem hefur ekkert mikið verið hampað.“ Að hvaða leyti vora þeir framkvöðl- ar? „Manfreð hannaði til dæmis bensínstöð 1955-57, Nesti, sem var á undan sinni samtíð, hvað varðar form og efnisnotkun. Þeir era einnig framkvöðlar að því leyti að það er svo mikil rannsókna- og tilraunastarfsemi í kring- um þá sem er ekki nóg af hér heima í dag vegna þess að allt er að drakkna í kaupsýslu og lítill grandvöllur er fyrir einhverri rannsóknar- starfsemi hér. Fólk gefur sér ekki tíma.“ „Það er ekki heldur metið,“ skýtur Guðjón inn í. „Við eram miklu klárari í að apa eftir nágrönnunum það sem er búið að gera.“ Hvað efni vora ný hjá þeim Dieter og Manfreð? „Eitt gott dæmi er baujustóll sem þeir hönnuðu saman fyrir Tóna- bæ og er gerður úr bauju. Baujan var sett í grind og unglingarnir gátu sest í þennan stól. Þetta snerist um að nýta hluti sem vora þegar til í stað þess að búa til eitthvað al- veg Ljós, Flora, eftir Karólínu Einarsdóttur. Munurinn á handverki og hönnun En hvað er hönnun? „í umræðunni er oft ólj- óst hvað fólk á við með orðinu „hönnun". Skilin milli tæknimenntaðs fólks og handverksfólks era augljós en samt ræða báðir hóparnir um hönnun sína og kalla sig jafnvel hönnuði. Handverk er hluti af menningarsögu flestra þjóða. í mörgum tilfellum hefur handverk þróast í hönnun með tæknivæðingu og mark- aðssetningu. Það mennta sig margir sérstak- lega í handverki eða listiðnaði og hafa atvinnu af því að búa til og selja eigin framleiðslu. í handverki fara saman hugur og hönd og sá sem kaupir handverk sækist eftir fágæti hlutarins og listgáfu höfundarins. Hönnun er hins vegar öllu flóknara ferli. Hún gengur út á að finna viðeigandi lausnir á gefnum vandamálum eða viðfangsefnum. Notkun er nær alltaf endapunkturinn í hvers kyns mynd sem það er. Hugmynd, hönnun, framleiðsla, markaðssetning og dreifing er það ferli sem hlutur fer í gegnum á leið sinni til not- anda og það eru yfirleitt margir sem koma að þessu ferli. Hannaður hlutur höfðar til okkar af ýmsum ástæðum, svo sem vegna notagildis, hagstæðs verðs eða lífsstíls." Bygging og landslag renna saman Á sýningunni er verk sem Guðjón Erlends- son arkitekt vann í London. Þetta er rann- sóknaverkefni í skipulagsaðferðarfræði og er Reykjavík tekin sem tilraunasvæði fyrir verk- efnið. Á sýningunni er mynd af hugsanlegu skipulagi sem var útkoman úr verkefninu og hönnun á byggingu á því svæði. En hverjar era helstu hugmyndimar í verkefninu? „Við geng- um einkanlega út frá því að tengja flæðanleg kerfi í borginni við þetta nýja svæði sem er Reykjavíkurflugvöllur. Hugmyndin var að búa til mjög þétt miðbæjarsvæði sem er sambland af byggð og landslagi. Flugvöllurinn er fjarlægður og við gerðum lestarstöð á miðju svæði sem er tengd við Keflavíkurflugvöll. Þessi lestarstöð er innspýt- ing fyrir svæðið og verður byrjunarpunktur fyrir skipulag á því. Tengt þessari lestarstöð er alþjóðlegt fríverslunarsvæði, sem síðan tengist borginni og alþjóðlegum viðskiptanetum í gegnum Keflavíkurflugvöll.“ Bryddið þið upp á einhverjum nýjungum í formi, efni eða litum? Þetta er aðallega spurning um aðferðarfræð- ina sem við notum, en til þess að gera eitthvað úr henni lítum við aðallega á dreifmgu á byggð- inni, bæði út frá veðurfræðilegum þáttum og landslagsþáttum. I byggingunni sjólfri er síðan reynt að blanda mikið saman landslagi og byggingu þannig að þú getur í rauninni ekki séð hvar byggingin endar og landslagið byrj- ar.“ Reykjavíkurborg ein verst skipulagða borg í heimi Guðjón lauk námi í arkitektúr í London og vann síðan í rannsóknahóp sem rannsakaði þessa aðferðarfræði í skipulagi en hvers vegna var Reykjavík valin sem rannsóknaverkefni? ,Ástæðan fyrir því að við tókum Reykjavík sem rannsóknardæmi er sú að borgin er eitt af því versta skipulagi sem þekkist í heiminum. MÓT, stærsta hönnunar- sýning sem hefurverið haldin hérá landi, stend- ur nú yfir á Kjarvalsstöð- um. SÚSANNA SVAVARSDQTTIR leit á sýninguna og spjallaði við nokkra aðstandendur hennar. 6 LESBÓK MORGUNBIAÐSINS - MENNING/USTIR 14. OKTÓBER 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.