Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.2000, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.2000, Blaðsíða 15
i Vatnsberi Ásmundar hefur rúmt um sig og verkið nýtur sín til fullnustu því hér er enginn of ágengur eða of ná- lægur trjágróður. A sólríkum sumardegi er garðurinn við Listasafn Einars Jónssonar þægilegt athvarf. En myndlist Einars er ekki í aðalhlutverkf þarna og þegar borið er saman við myndir af húsinu skömmu eftir byggingu þess, sést hvað það hefur farið illa út úr því sem gerzt hefur i kring. I garðinum við safn Einars Jónssonar. Eriendur ferðamaður virðir fyrir sér eitt af verkum Einars. Á þessum stað er sæmilega rúmt Úr garðl Ásmundar vlð Slgtún. Runnar í þeirri hæð sem hér sést mynda um þau, en húsið er alltaf hulið eftir að trén laufgast á vorin. einungis hlýlega umg)örð og skyggja alls ekki á verkið. Úr garðinum við Listasafn Einars Jónssonar. Hér hafa trén náð miklum vextl, skyggja víða á verkin, en verst fara þau með húsið sem er afar sérstætt og fallegt frá þessarl hlið. En það sést því miður ekki. Kirkjuna ætti helzt að taka íhúsasafn Þjóðminjasafnsins og safnið sæi um við- hald hennar og vernd og hinnar kirkjulegu sýningar par. Ekki er ætlunin meðpvíað hún verði notuð til kirkjulegra athafna. Ólíklegt er því að kirkjan verði notuð fram- vegis sem guðshús, enginn staður hefur fund- izt þar sem hægt væri að endurreisa hana til notkunar eða sem sýningargrip. Hér liggur þó í augum uppi kjörinn og aug- ljós tilgangur með gömlu Reykholtskirkju. Hana ætti að gera upp sem vandlegast í sínum búningi og hafa þar kirkjusögulega sýningu á Reykholtsstað. I hana ætti að setja dæmi- gerða gamla kirkjugripi, sem hæfa 19. aldar kirkju, nokkrir eru til frá gömlu kirkjunni, sumir í Þjóðminjasafni. Hér er betra tækifæri en annars staðar til að koma upp slíkri sýn- ingu, sem væri bæði fróðleg og menntandi og ánægjuauki ferðafólki. Hún yki á veg og virðuleik Reykholtsstaðar og styrkti menn- ingarstarfsemi, sem þar verður framvegis. Menn meta mikils ný mannvirki og það sem þar er sýnt, en þeir munu þó ekki færri sem finnst forvitnilegt að skoða fornar minjar og það sem sögulegt er á hverjum stað. Reyk- holtskirkja gamla er mjög dæmigerð fyrir timburkirkjur sem reistar voru á síðari hluta 19. aldar, þegar menn höfðu tök á að reisa veglegri og vandaðri byggingar en fyrr. Hún er líklegast fyrsta timburkirkjan í Reykholti um langa hríð og var þá eins og svo margar aðrar reist með Dómkirkjuna í Reykjavík að fyrirmynd. Má glöggt sjá það af byggingar- gerðinni allri, forkirkju og kór og ekki síður turni, meira að segja er sveigja inn í turninn neðst, eins og lengst af var á Dómkirkjunni, og var einmitt þetta einkenni á sínum tíma sett á margar kirkjur á landsbyggðinni. Þeim hefur fækkað, en þó má enn sjá nokkrar með þessari greinilegu fyrirmynd frá Dóm- kirkjunni. Kirkjuna ætti helzt að taka í húsasafn Þjóðminjasafnsins og safnið sæi um viðhald hennar og vernd og hinnar kirkjulegu sýning- ar þar. Ekki er ætlunin með því að hún verði notuð til kirkjulegra athafna. Þjóðminjaverðir Norðurlanda héldu fund í Borgarnesi 1995 og heimsóttu þá Reykholt. Skoðuðu þeir kirkjuna og hvöttu ákveðið til varðveizlu hennar til framtíðar. Málþing um menningarminjar var haldið hérlendis í ágúst 1997, þar voru fulltrúar frá heimsminjaskrif- stofu UNESCO í París, og að auki frá emb- ættum þjóðminjavarða Norðurlanda og nátt- úruverndarstofnunum þessara landa. Sóttu þeir Reykholt heim og skoðuðu staðinn og minjar þar, en rætt var þá um að tilnefna Snorralaug á heimsminjaskrá. Að málþinginu loknu var menntamálaráðherra afhent álykt- un þar sem þátttakendur lofuðu framtak ís- lenzkra yfirvalda til að vernda menningar- og náttúruarfleifð íslands. Segir þar síðan í ísl. þýðingu: „Jafnframt hvetja þátttakendur ís- lenzk verndunaryfirvöld og söfnuðinn í Reyk- holti til að tryggja varðveizlu timburkirkjunn- ar í Reykholti, sem er bæði formfögur og dæmigerð fyrir sinn tíma, og varðveita þannig óslitna þróun frá sýnilegum menjum kirkju allt frá miðöldum og til hinnar nýju kirkju við Snorrastofu." Varla er hægt að fá einarðari hvatningu og áskorun frá þeim sem með menningarminjar fara í nálægum löndum, þeim sem hafa yfir- sýn yfir menningararfleifð heimsins, mönnum sem þekkja glögglega einkenni og skilja þýð- ingu menningarminja hvarvetna um lönd. - íslendingar leggja nú áherzlu á að fá staði tekna á heimsskrá menningar- og náttúru- minja. Því væri það mikill brestur í áliti þjóð- arinnar á þeim vettvangi, ef jafnframt væri ekki reynt að verðveita slíka hluti, sem bein- línis hefur komið áskorun um, og það á sjálf- um Reykholtsstað. Unnið er að uppbyggingu menningar- og fræðaseturs í Reykholti. Staðurinn er forn- frægur og þaðan má vænta ýmissa tíðinda frá fornleifarannsóknum þessi árin. Að Reykholti kemur fjöldi ferðamanna, ekki sízt erlendra, enda stefnt að því að kynna Reykholt og starf- semina þar meðal erlendra manna. Snorri er víðþekktur, Norðmenn hafa látið umtalsverð- an stuðning til uppbyggingar á staðnum og þjóðminjavörður Noregs hafði forgöngu um hvatningarályktun þá, sem send var mennta- málaráðherra og fyrr er getið. Kannske hugs- aði hann til allra stafkirknanna, sem Norð- menn rifu á 19. öld og menn harma nú, þótt fáeinar séu eftir og komnar á heimsminjaskrá, enda nær einstæðar. Timburkirkjur af þessari gerð eru hvergi til nema hér, okkur er því lögð talsverð skylda á herðar. Margir koma í Reykholt til að sjá það um- hverfi sem Snorri lifði í og ritaði verk sín. Snorralaug er við hann kennd og hefur vafa- lítið verið mjög með sömu ummerkjum á dög- um hans, svo og jarðgöngin. - En eitthvað vuja menn líka sjá þar frá öðrum tímum íslan- dssögunnar. I kirkjunni gömlu mætti minnast í einhverju þeirra merkisklerka sem staðinn sátu, Finns síðar biskups, séra Þorsteins Helgasonar og presta sem nafnkenndir eru frá miðöldum og sagan á nokkuð að þakka. Og hvergi er meira safn af einstaklega fögrum legsteinum, handaverkum Húsafellsmanna, sem í kirkjugarðinum í Reykholti. Á menningarminjadegi Evrópu, 30. sept. 2000. Höfundur er fyrrverandi þjóðmin javörður. 4 ŒSBÓK MORGUNBLADSINS - MENNING/LISTIR 14. OKTÓBER 2000 I 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.