Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.2000, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.2000, Blaðsíða 14
LISTAVERKAGARÐAR EÐA TRJ AGARÐAR A IRJÁGARÐAR eru yfirleitt til prýði og núna er varla hægt að ímynda sér hve umhverfið í þéttbýl-- inu yrði dapurlegt ef allir trjágarðar væru horfnir. Þar með er þó ekki sagt að sjálfsagt sé að fylla sér- hverja smugu af trjám og nú er raunar farið að grisja og fjarlægja tré sem upphaflega var plantað út alltof nærri hiisum og gluggum. Og til eru þeir garðar þar sem helzt ættu engin tré að vera, eða í mesta lagi lagvaxinn runnagróður. Það eru þeir garðar þar sem listaverkum, oftast högg- myndum, hefur verið komið fyrir með það fyrir augum að hægt sé að virða verkin fyrir sér frá öllum hliðum. Það eru listaverkagarðar, sem 1 sumum tilvikum að minnsta kosti eru hluti af listasafni. Elztur þeirra er garðurinn við Listasafn Einars Jónssonar. Ekki er mér kunnugt um hvort Einar gerði ráð fyrir trjá- gróðri í garðinum við Hnitbjörg, en hann var mjög nákvæmur með hvaðeina sem laut að frágangi verka sinna. Mér þykir lík- legt að honum hefði líkað stórilla hvernig komið er í garðin- um þar sem trén hafa vaxið verkunum yfir höfuð. Trén eru alltof nærri verkunum, skyggja á þau og koma jafnvel í veg fyrir að sólarijósið nái að magna upp áhrifin, en það er eðli höggmynda að birtan sem á þau fellur skiptir sköpum. Slæmt er einnig að trén næst húsinu eru svo hávaxin að það er hætt að njóta si'n dr garðinum, en sú hlið hússins er afar sérstæð og húsið í heild með því athyglisverðara í íslenzkri byggingarlist áranna þegar steinsteypan var komin til skjal- anna. Bót er í máJi að ekkertþrengir að þeirri hlið safnsins sem út að Eiríksgötu snýr. Nokkuð öðru máli gegnir þegar einstakar höggmyndir eru settar upp til að lífga uppá trjágarða eins og gert hefur verið í Hljómskálagarðinum til dæmis. Æskilegast er að visu að verkin njdti sín, en það gerist ekki alltaf. Útlagi Einars Jóns- sonar, sem eitt sinn stóð á bersvæði við gamla kirkjugarðinn, er búinn að missa máttinn í nágrenni við yfirþyrmandi skóg- arlund. Umhverfið rfmar ekki við myndina. I Listaverkagarðar í höfuðstaðnum og nágrenni hans eru ekki margir. Fyrir utan garðinn við Hnitbjörg eru garðurinn við Listasafn Asmundar við Sigtún og höggmyndagarður Hallsteins Sigurðssonar skammt frá Gufunesi, sem fjallað var um í Lesbók snemma á árinu. Þar njöta verkin sín eins og framast er unnt; ekkert sem skyggir á þau og enginn gróður er þar annar en grasið á flötinni. I garðinum við Ásmundarsafn standa stðrbrotin verk, ekki sízt tröllskessan sem væri ennþá áhrifameiri í mun meiri stækkun. Fyrir mörgum árum lékum við okkur með þá hug- mynd að hún yrði reist ámóta stór og 3-4 hæða hús og reist innan við Reykjavík þannig að vegurinn til borgarinnar lægi í gegnum verkið. I listaverkagarðinum við Ásmundarsafn er ennþá hægt að komast að flestum verkunum tii þess að taka af þeim Hós- myndir. En það er aðeins tímaspsursmál hvenær trjágróður sem þar er í örum vexti kemur í veg fyrir slíkt aðgengi. Ljóst er að við verðum að gera upp við okkur hvort lista- verkagarðar eigi að vera fyrir listina eða hvort trjágróðurinn eigi bara að hafa sinn gang og kaffæra hana. Einkum og sér í lagi þurfa þeir sem ráða ferðinni í Listasafni Einars Jónsson- ar að taka málið til alvarlegrar athugunar. GÍSLISIGURÐSSON Morgunblaðio/Gísli Sig. f garði Ásmundar við Sigtún. Verkið nýtur sín bezt frá þessari hlíð, en trjágróðurinn er þegar farinn að skyggja á það og verði ekk- ert að gert og honum haldið í skefjum, eða hann fjarlægður, verður alls ekki hægt að mynda verkið frá þessari hlið. • • GÆTUM GOMLU REYKHOLTSKIRKJU EFTIR ÞÓRMAGNÚSSON TIMBURKIRKJAN í Reykholti, sem enn stendur þar, er nú um 113 ára gömul, vígð ájólum 1887. Hún var sóknarkirkja allt til þess er ný kirkja var vígð í Reykholti 28. júlí 1996. Gamla kirkjan stendur í kirkjugarðinum eins og alsiða var fram eftir 19. öld. Fyrri kirkjur þar stóðu nokkru sunnar í garðinum, sést enn til torf- veggja síðustu kirkjunnar, og undir munu væntanlega leifar enn eldri kirkna. Kirkjur voru lengst af endurbyggðar á sama helgaða blettinum. Er farið var að byggja staerri ög vandaðri kirkjur á 19. öld, sem tóku út yfir stæði gömlu kirknanna, reistu menn þær nýju í mörgum tilvikum utan við garðinn til að forð- ast að raska gröfum. Garðurinn var síðan oft færður út og umhverfis kirkjuna á ný. Reykholtskirkja gamla er nú elzta hús á Reykholtsstað, eina 19. aldar húsið þar. Að- eins Snorralaug og hluti jarðganganna að henni eru eldri sýnileg mannvirki á staðnum að jafnaði. Kirkjan stendur mjög reisulega og var áberandi staðarprýði meðan hún sást vel að, gaf staðnum sérstaka reisn ásamt gamla skólahúsinu. En síðan n^ja kirkjan var vígð hefur hin gamla staðið heldur umkomulítil í kirkjugarðinum og menn ekki séð fyrir örlög hennar. Komið hefur til tals að flytja hana á annan stað og fá henni áfram hlutverk kirkju, en lausn hefur ekki fundizt. Talsverðar umræður hafa þó verið um kirkjuna og hefur þeim sem um vernd menn- ingarminja hafa fjallað, þótt ófært að hún verði rifin. Er kirkjan í reynd friðuð aldurs vegna samkvæmt lögum, og þyrfti því laga- breytingu til að rífa hana. Þjóðminjasafnið hefur boðið að taka hana í húsasafn sitt svonefht, í sína umsjá, gera við hana og varðveita sem menningarminjar á sama hátt og önnur forn hús, þar á meðal nokkrar kirkjur. Þau hús eru að jafnaði til sýnis almennmgi, ferðamönnum og öðrum sem skoða vilja. Kirkjan hrörnar enda lítt um hana hugsað. Er reyndar allsendis ófært að láta hana verða Gamla kirkjan i Reykholti í Borgarfirði. eyðingu að bráð og alls ekki í anda vorra tíma, þegar mjög er unnið að verndun hvers kyns menningarminja og hlutverk þeirra aukið, til dæmis fyrir ferðamenn, innlenda og erlenda. Þjóðin virðist munu lifa af ferðamennsku að verulegu leyti í framtíð. 1 4 LESBÓK MORGUNBIAÐSINS - MENNING/USTIR14. OKTÓBER 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.