Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.2000, Qupperneq 8

Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.2000, Qupperneq 8
DANSHÁTlÐ OGNÝIR MÖGULEIKAR íslenski dansflokkurinn stendur fyrir Trans Dans Eur- ope-hátíðinni sem stendur í þrjá daga og er á vegum Reykjavíkur- menningarborgar Evrópu árið 2000. SÚSANNA SVAVARSDÓTTIR ræddi við Katrínu Hall listdansstjóra um hátíðina sem hófst í Avignon í febr- úar og þá möguleika sem hafa opnast í kjölfarið. Morgunblaðið/Arnaldur Katrín Hall listdansstjóri íslenska dansflokksins. TRANS Dans Europe, danshátíð menningarborga Evrópu árið 2000 verður haldin í Borgarleik- húsinu, dagana 31. október, 1. og 2. nóvember. Það er íslenski dansflokkurinn sem skipuleggur hátíðina, auk þess að hafa verið fulltrúi Reykjavíkur - menning- arborgar á hátíðunum erlendis og hingað til lands koma danshópar frá fjórum löndum, auk þess sem íslenski dansflokkurinn sýnir þrjú verk. Sjö af níu menningarborgum Evrópu taka þátt í hátíðinni, Avignon, Brussel, Prag, Bol- ogna, Bergen, Helsinki og Reykjavík og hófst hún í Avignon í febrúar á þessu ári. Markmið hátíðarinnar er að leiða saman nýja strauma og gefa mynd af því hvað sé að ger- ast í evrópskri danslist á árinu 2000. Dansflokkarnir sem þátt taka eru af ýmsu tagi, allt frá hefðbundnum nútímadansi til dansleikhúss undir áhrifum frá fjölleikahúsi og næturklúbbum. A hátíðina í Reykjavík koma dansarar frá Avignon, Prag, Bologna og Bergen. Frá Avignon kemur Kubilai Khan Invest- igations sem sýnir verkið SOY. Hópurinn samanstendur af dönsurum, loft- fímleikafólki, leikurum, tónlistarmönnum og plötusnúðum frá ýmsum löndum í Evrópu og þeir aðilar sem eru fulltrúar fyrir borgirnar eru mjög ólíkir. Við erum til dæmis dansflokkur. Avignon er með heila hátíð á bak við sig, rótgróna danshátíð sem haldin er þar í febrúar á hverju ári. Það sama á við um Prag. Þeir eru með skipulagða hátíð sem tekur þátt í verkefninu. I Bologna er það ákveðið leikhús, Teater de Vita. í Bergen er það dansflokkur eins og við, Carte blanche, svo ég gefi einhver dæmi. Þátttakan í verkefninu er auðvitað auð- veldari fyrir þá sem eru með hátíðir á bak við sig. Þeir bæta þessu bara við. Hér heima urðum við að búa til og skipuleggja frá grunni hátíð í kringum þetta. Hver er hugmyndin á bak við hátíðina? „Upphaflega hugmyndin var sú að velja hóp eða danshöfund frá hverri borg og við erum í rauninni að koma ungum og upprennandi danshöfundum á framfæri. Við erum að velta því upp hverjir verði helstu höfundarnir eftir nokkur ár.“ Hvers vegna tekur íslenski dansflokkurinn aðeins þátt í hátíðinni í fjór- um borgum en ekki sjö? „Við fengum vegleg- an styrk frá Reykjavík - menningarborg árið 2000 en það er óheyrilega dýrt að ferja heil- an dansflokk á milli allra þessara borga. Hver skipuleggjandi verður að borga fyrir sinn hóp og í okkar tilfelli er það Islenski dansflokkurinn. Við sjáum ekki um að flytja hina flokkana hingað en við sjáum um allt uppihald þeirra og að setja upp hátíðina hér. Asíu. Verk hópsins eiga gjarnan rætur sínar að rekja til fjölleikahúss, nútíma- danstónlistar og nýrrar tækni. Megin- þema SOY er fjarlæg menning, ræt- ur og landafræði nútímans. Frá Prag koma tvö verk eftir unga tékkn- eska danshöfunda, Jan Kodet og Lenka Ottová. Þau eru bæði meðal þeirra ungu danshöfunda sem eru að hefja nútímadans til vegs og virðingar í Tékklandi eftir bylt- inguna 1989. Frá Bologna koma Monica Francia og dansflokkur hennar. Monica hef- ur frá 1987 verið að þróa persónulegt tungu- mál í ýmsum miðlum; dansi, leikhúsi, mynd- list og myndbandalist. Verk hennar Ritrtti (mannlýsingar) hefur verið í mótun frá 1997 og er í raun röð mannlýsinga þar sem höf- undurinn skapar stutt dansverk fyrir fyrir- myndirnar með látbragði, táknmyndum, lit- um, ljósi og skugga. Sólódans frá Bergen Frá Bergen er dansarinn Cecilie Linde- man Steen með sólóverkið 180157-56780 eftir Ina Cristel Johannessen. Höfundurinn hefur um árabil verið danshöfundur hjá Carte Blance dansflokknum í Bergen og verk henn- ar einkennast af frumlegum efnivið og pers- ónulegri túlkun einstakra dansara, enda verkin oft unnin í mjög náinni samvinnu við þá. Cecilie Lindeman Steen segir að verkið sé „stúdía um það að vera einn.“ Það spyrji hvort vandræðalegt sé að vera einn á almannafæri, undir hvaða kring- umstæðum fólk sé blátt áfram og svo framvegis, Katrín Hall, listrænn stjórnandi Islenska dans- flokksins, hefur borið hita og þunga af skipulagningu hátíðarinnar hér og ferðum flokksins til annarra menningarborga og segir hún flokk- inn nú þegar hafa farið til þeirra þriggja danshátíða sem hann tekur þátt í en hátíðin endar hér í Reykjavík í næstu viku. „Núna er hún í Helsinki," segir Katrín „og þeir flokkar sem koma hingað, koma beint það- an“. Upphaflega var meiningin að hingað kæmu aðeins flokkarnir frá Avignon, Prag og Bologna en Katrín segir íslenska dans- flokkinn hafa ákveðið að bjóða einnig Bergen að vera með og þaðan kemur sólóverk. Markmiðið að kynna unga, upprennandi danshöfunda En hvernig kom þessi evrópska danshátíð til? „Hugmyndin kemur frá menningarborg- unum níu og verkefnið var kynnt í þeim öll- um. Síðan var þetta spurning um það hvern- ig borgirnar sæju sér fært að taka þátt í hátíðinni. Tvær borgir sáu sér ekki fært að vera með, hvort sem var af fjárhagslegum ástæðum eða öðrum. Síðan hafa borgirnar mismunandi forsendur til þátttöku, þ.e.a.s ALEIÐ UTALIFIÐ Nýtt dansverk, Kippa, verður frumsýnt á danshátíð- inni í næstu viku. Höfundurinn, Cameron Corbett, segir það fjalla um stuðning sem menn veita hver öðr- um og vera í léttum dúr. r SLENSKI dansflokkurinn frumsýnir nýtt verk í lok Trans Dans Europe hátíðarinn- ar. Það ber heitið „Kippa“ og er eftir einn meðlim flokksins, Cameron Corbett. Verk- ið er fyrir tvo karldansara og segist höfund- urinn þar vera að skoða stuðningsmynstur. „Ég er að skoða hvernig við styðjum hvert annað sem manneskjur," segir Cameron. „Þetta eru þrír ólíkir kaflar sem eru dansaðir af mér og Jóhanni Björgvinssyni, þannig að það eru alltaf sömu tveir dansaramir sem dansa þá. Enda fjallar það um tvo menn sem eru að fara út á lífið - en þeir eru ekki alveg komnir að bjórnum." Ekki mjög alvarlegt verk Hvers vegna heitir verkið Kippa? „Vegna þess að það eru tvær sex dósa kippur af bjór á sviðinu. Þetta er ekki mjög alvarlegt verk, heldur létt og fullt af húmor - eins og við erum þegar við erum að fara út að skemmta okkur, jafnvel dálítið léttúðugt." Cameron segir verk- ið samið fyrir Parísarferð, þar sem það verður sýnt um borð í skipi, sem er menningarmiðstöð og einhvers konar klúbbur, í tilefni af íslands- degi sem haldinn verður um þar. Cameron kemur frá Bandaríkjunum, Port- land í Oregonfylki og þegar hann er spurður hvað hafi borið hann til Islands, segir hann: „Þegar ég var kominn hálfa leið í gegnum há- skólanám, var mér boðið til Þýskalands til að dansa. Þar var ég í nokkur ár og vann mig upp í stöðu aðaldansara í flokknum. Ég dansaði meðal annars á móti Katrínu Hall og þegar hún tók við stöðu listdansstjóra hér á íslandi, bauð hún mér gestasamning. Ég sló til vegna þess að ég var búin að fá nóg af flokknum þarna úti - og enn meira nóg af Þýskalandi. Þetta var árið 1998 og ég ætlaði ekki að vera lengi á íslandi. En mér líkar óskaplega vel hérna - einkum eftir steríótýpíska hugarfarið sem ríkir í Þýskalandi." Langar ekki að dansa í heimaiandi niínu En langar þig ekkert til Bandaríkjanna að dansa? „Nei. Ég kann ekki við það hvemig er komið fram við dansara þar. Þar eru engir fastir samningar, bara tímabundnir samningar sem eru hálflöglegir þannig að tryggingamál eru ekki í lagi. Svo er ekkert mikið til af góðum flokkum í nútímaballett. Ef þú vilt dansa hjá Morgunblaðið/Golli „Kippa" kallast verk Camerons Corbetts. Hann er hér ásamt Jóhannl Frey Björgvinssyni. almennilegum flokki verður þú að vera í New York og það get ég ekki hugsað mér. Fyrir utan önnur leiðindi er dýrt að lifa þar og dansarar þurfa að framfleyta sér með annarri vinnu - og ég kann ekki að vélrita. Svo langar mig ekkert til að búa í Bandaríkjun- um. Ég er nýkominn aft- ur hingað eftir heimsókn til fjölskyldunnar minn- ar. Það var yndislegt að hitta hana. Hins vegar er allt við það sama í Bandaríkjunum. Ég sá það hvert sem ég fór. Þú verður að horfa á Oprah til að vita að þú hafir sál og hjarta. Síðan verður þú að horfa á Jay Leno til þess að vita hvort þú ert skemmtilegur og hefur húmorinn í lagi. Fólk er svo fyrirsjáanlegt þar. Mér fínnst stundum eins og það hugsi ekki, heldur fleyti sér áfram á setn- ingum úr sjónvarpsþátt- um. Maður veit alltaf á hvað allir hafa verið að horfa.“ Ertu þá bara sestur að á íslandi - var- anlega? „Það er ekkert varanlegt. Mér þætti yndislegt að flytja í eitt- hvert sólríkt land um tíma - en koma svo aft- ur.“ 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 28. OKTÓBER 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.