Tíminn - 25.01.1967, Page 5
MIÐVIKUDAGUR 25. janúar 1967
5
Útgefandi: FRAMSOKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Pórartan
Þórarinsson (áb). Andrés Kristj ánsson. Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug-
lýsingastj.: Steingrimur Gíslason Ritstj.skrifstofur ' Eddu-
húsinu, simar 18300—13305 Skrifstofur: Bankastrætl ? Af.
greiðslusími 12323. Auglýsingasimi 19523 Aðrar skrifstofur,
sími 18300 Askriftargjald kr 105.00 á mán tnnanlands. — 1
lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiöjan EDDA n. t.
Sex prósentin
Vegna þess að Mbl. er stöðugt að ræða uni viðskilnað
vinstri stjórnarinnar, er ekki úr vegi að rifja það upp,
að Ólafur Thors lét hagfróðustu menn Sjálfstæðisflokks-
i ins gera einskonar úttekt á efnahagsástandinu um það
leyti, er vinstri stjórnin lét af völdum, eða í desember
1958. Ólafur Thors lét gera þessa úttekt i tilefni af því, að
forseti íslands fól honum stjórnarmyndun etúr að vinstri
1; stjórnin hafði beðizt lausnar
Niðurstaða þessarar úttektar var í stuttu máli sú, að
yrði grunnkaup lækkað um sex prósent, væri hægt að
tryggja nægar útflutningsuppbætur og nóg niður-
greiðslufé til að halda vísitölunni óbreyttri, án þess að
hækka nokkuð skatta eða tolla. Á grundvelli þessarra
sex prósent kauplækkunar væri m. ö. o hægt að tryggja
atvinnuvegunum sæmilega afkomu og stöðva verðbólguna.
í framhaldi af þessari niðurstöðu hagfróðustu manna
Sjálfstæðisflokksins í árslok 1958, er ekki ófróðlegt að
athuga, hvernig þessi sex prósent voru til komin. Vinstri
stjórnin hafði gert all umfangsmiklar efnahagsráðstaf-
anir vorið 1958. Til þess að bæta þá kjaraskerðingu, sem
hlauzt af þeim, hafði grunnkaupið verið hækkað um 5%,
en auk þess voru greiddar fullar vísitölubætur Þetta var
vel viðráðíanlegt. Andstæðingar stjórnarinnar þóttust
hinsvegar sjá hér leik á borði. Forvígismenn Sjálfstæðis
flokksins gerðu bandalag við Moskvukommúnista og
hægri krata um að knýja fram enn meiri kauphækkun.
Sumarið 1958 tókst þeim að koma fram 6—9% kaup-
hækkun til viðbótar. Þetta skapaði nýjan efnahagsvanda
og leiddi til ágreinings, er varð vinstri stjórninni að
faili, því að Framsóknarmenn vildu verjast nýrri dýrtíð-
aröldu, sem leiddi af umræddri kauphækkun
Bjarni Benediktsson og félagar hans hafa í seinni tíð
reynt að bera a móti því, að þeir hafi staðið að umræddri
kauphækkun. Fyrir liggur þó í þingtíðindunum 1960 skýr
yfirlýsing Einars Olgeirssonar um samvinnu hans og for-
ustumanna Sjálfstæðisflokksins í þessari kaupgjaldsbar-
áttu. Bjarni Benediktsson var í hópi þeirra, er hlýddu á
þessa yfirlýsingu Einars, áh þess að mótmæla.
Heilindi Sjálfstæðisflokksins í þessari kaupgjaldsbar-
áttu, sáust bezt á því, að strax eftir að vinstri stjórnin
var fallin, setti hann um það löggjöf, ásamt Aiþýðuflokkn
um, að taka hana aftur að mestu. Kaupgjaldsbarátta hans
sumarið 19J58 hafði eingöngu verið háð til að koma
vinstri stjórninni á kné Sést vel á þessu, að Sjálfstæðis
flokkurinn sveifst einskis í stjórnarandstöðu sinni.
Þegar undan eru skilin áhrif þessarar kauphækkunar
var efnahagsástandið hagstætt haustið 1958, eins og líka
má ráða af áðurnefndri úttekt Sjálfstæðisflokksins Gjald
eyrisstaða bankanna var hagstæð. ríflegur tekjuafgangur
hjá ríkissjóði kaupmáttur tímakaups verkamanna ekki
minni en nú ,afkoma atvinuveganna sæmileg og fram-
; kvæmdir miklar. T. d. voru fullgerðar 865 íbúðir í Reykja
vík árið 1958, en á viðreisnarárunum hafa þær verið
630 til jafnaðar á ári.
Ef farið hefði verið að ráðum Framsóknarflokks-
ins 1958, hefði verið unnt að hefjast handa um varanlegt
viðnám gegn dýrtíðinni. Góðærið sem síðar kom, hefði
þá orðið þjóðinni til margfallt meiri hags en ella. Sjálf-
stæðisflokknum tókst með bolabrögðum að brjóta þetta
viðnám niður. Síðkn hefur hann ráðið ferðinni og dýrtíð
in magnast meira en nokkru sinni fyrr. Þessvegna stend
ur þjóðin nú á .vegamótum velmegunar og vandræða",
þrátt fyrir góðærið.
TÍMINN
naaaa—aMMMBwhwtmb;,.
Arnaud de Borchgrave:
Evrópa fer sína Ieið
Takmarkið er ekki lengur samstarf Vestur-Evrópu, heldur Evrópu allrar
Einn af aðalritstjórum
ameríska vikuritsins News
week, Arnaud de Borch-
grave hefur dvalizt í Evrópu
undanfarna mánuSi og rætt
þar við fjölda áhrifamanna
um viðhorf þeirra til Evrópu
málanna. Tilgangur hans
hefur verið að reyna af
afla sér sem gleggst yfirlits
um hvert þróunin stefni í
Evrópu. Niðurstöðu þessara
athugana, hefur hann dregið
saman í grein, sem birtist í
Newsweek í síðastl. viku, og
fer hún hér á eftir í höfuð
atriðum:
ÞEGAR líður á vorið 1967
verða leiðtogar og aðrir framá
menn bæði í Austur- og Vestur
Evrópu búnir að ferðast mikið,
Aleksei Kosygin forsætisráð-
herra Sovétríkjanna er nýkom
inn heim frá París og Nikolai
Podgorny forseti að búa sig
undir ferð til Rómar, til þess
að ræða við Pál páfa VI. Adam
Rapacki utanríkisráðherra Pól-
lands fer til Parísar á næstunni.
Kosygin fer svo til London í
febrúar. Þegar Wilson kemur
heim úr Rómarför sinni leggur
hann aftur af stað til annarra
landa Efnahagsbandalgsins.
George Pompidou forsætisráð-
herra Frakkl. fer til Moskvu
snemma vors, Podgorny og
Brezhnev eru væntanlegir til
Parísar í vor og litlu síðar ætl
ar Charles de Gaulle til Pól
lands. Willy Brandt utanríkis-
ráðherra Vestur-Þýzkalands ætl
ar að skreppa til Moskvu, en
hann og Kurt George Kiesinger
kanslari eru nýkomnir heim frá
París, þar sem þeir ræddu við
de Gaulle til þess að hressa við
og treysta tengsl Frakka og
Þjóðverja.
Eg hefi rætt við marga framá
nenn og viðskiptajöfra í Evrópu
og eftir þær viðræður virðist
mér ástæða þessarar miklu at-
hafnasemi auðskýrð, en aðrir
kunna vitaskuld að álykta á
annan veg:
Átökin um Atlantshafsbanda
iagið eru um garð gengin og
sjónarmið de Gaulle hafa feng
ið furðu góðan hljómgrunn. Trú
in á endursameiningu allrar
Evrópu hefir leyst kalda stríðið
og trúna á einingu Atlantshafs
ríkjanna og Vestur-Evrópu af
hólmi. Jean Monnet, serr ákaf-
ast boðaði þá eininguna fyrr
um, hefir látið þau orð falla,
en senn verði kominn tími til að
staðfesta tengsl Austur- og
Vestur-Evrópu lögforimlega. Sir
Denis Brogan kemst þannig að
orði:
„Gaullisminn hefir ávallt ver
ið vinsælli í Evrópu en Banda
ríkjamenn vildu viðurkenna.
Fjölmörgum Evrópumönnum
geðjaðist að því, sem hershöfð
inginn sagði, en miklu færri
zoru ánægðir með, hvernig hann
sagði það. Þeir voru ánægðir
með að fram kæmi maður, sem
. . . risi gegn valdhöfunum í
Washington og drægi réttmæti
kalda stríðsins í efa. Eins og
sakir standa nýtur de Gaulle
þess, að hann hefir verið og
er talinn . . . gæddur mikilli
framsýni. Gauilisminn breiðist
út, hversu leitt, sem það kann
að þykjá í herstjórn og utan-
ríkisráðuneyti Bandaríkjanna."
RÆÐA Johnsons forseta 7.
október olli því, að nú telst
sómasamlegt af vinum Banda-
ríkjanna í Evrópu að viður-
kenna, að tilraunir de Gaulles
í austri berí ekki aðeins að
styðja, heldur og að fara að
dæmi hans. Stríðið í Vietnam
hefir sta/'est jnð álit de Gaulle
að orðrómur um of náin tengsl
við Bandaríkin tefji fyrir bættri
sambúð vig. Austur-Evrópu, svo
DE GAULLE
— stefna hans er að sigra.
FYRRI HLUTI
og öllum framgangi evrópskrar
endursameiningar. Vel má vera,
að stríðið í Vietnam komi í
veg fyrir að Bandaríkjaþing
samþykki löggjöf, sem bæti
sambúð Austur- og Vesturs, en
í Evrópu hefir Vietnamstríðið
þveröfug áhrif.
Óttinn við bandarískt afl
magnast og vantrúin á að okkur
takist að beita því rétt, færist
í aukana. Þegar Dean Rusk
utanríkisráðherra minnti
á það á fundi Atlantshafsbanda
lagsins, að Kyrrrahiafsströnd
Bandaríkjanna væri nú „vestur-
mörk Atlantshafsbandalagsins".
litu margir svo á í París, að
þetta væri tilraun til að tengja
stuðning Bandaríkjanna á Atl-
antshafssvæðinu og aðstoð
Evrópu við Bandaríkin á Kyrra
hafi.
Fyrir ári varaði de Gaulle
Evrópumenn við hættunni á,
að bönd Atlantshafsbandalags-
ins drægju Evrópu út í styrjöld
í Asíu. Fáir tóku hann alvarlega
þá, en nú gera það flestir. Þeg
ar þeir Dean Rusk utanríkisráð
herra og Robert McNamara
varnarmálaráðherra endurtóku
í París hinar gömlu röksemdir
um kalda stríðið og þörfina á,
að Evrópa haldi vöku sinni, líkt
ist þáð í evrópskum eyrum
hins gamla ákalls Eisenhowers
og Dulles um að „gera kommún
ismann í Áustur-Evrópu aftur
reka.“
SOVÉTRÍKIN auka framlög
til hermála um 8% og ætla að
koma sér upp eldflaugavarna- i
kerfi, en þetta er ekki talið I
fela í sér aukna hættu. Margir
Evrópumenn telja þetta aðeins
andsvar við afli Bandaríkjanna
og tilraun til að koma í veg
fyrir, að þau skari það mikið
framúr, að þau kynnu rð freist
ast til einræðis um heimsfrið
inn.
ítalskur leiðtogi komst að
orði á þessa leið: „Sovétmenn
undirrituðu varla margra ára
sámninga við fyrirtæki í Vest-
ur-Evrópu um mörg hundruð
milljóna dollara viðskipti, í því
augnamiði fyrst og fremst að
fullnægja kröfum neytenda
sinna, ef markmið þeirra í fram
tíðinni væri að skáka eldflauga
afla Bandaríkjanna og gera síð
an óvænta innrás í Vestur-
Evrópu:“ v
Bandaríkin hafa aldrei veríð
jafn öflug og nú, en aldrei jafn
áhrifalítil á mótun evrópskrar
stjórnmálaframvindu. Forustu
menn jafn dvergvaxins ríkis og
Belgíu hafa jafnvel gerzt svo
djarfir að stinga upp á sérstök
um samtökum evrópskra aðild-
arríkja. Atlantshafsbandalags-
ins, en slíkt hefði verið talin
goðgá fyrir einu ári. Valdhaf
arnir í Washington reyndu ár-
um saman að sannfæra ráða-
menn í Bonn um, að Gaullisim
inn værí landráð gegn Atlants
hafsbandal. en nú verða þeir að
láta sér lynda, að Vestur-Þjóð
verjar hneigist til fylgis við
afstöðu Frakka. „Úrslitin um
framtíð Evrópu eru ur*lir því
komin hvernig ræðst um tengsl
Þjóðvefja og Frakka“ sagði
Kiesinger kanslari. „Síaukin
samræming á stefnu Frakka og
Þjóðverja er óhjákvæmilegt skil
yrði þess . . . að Evrópa geti
komið fram sem ein heild.“ Um
daginn var Kiesinger í París |
að ræða við de Gaulle, hvemig |s
framkvæma bæri áformin, — ffl
jafnvel þó að ekki gengi sem
bezt.
í FYRRA, þegar Frakkar
sögðu, að þeir ætluðu að draga
sig út úr samstjórn Atlantshafs
bandalagsins, lýstu bandarískir
og þýzkir forsvarsmenn því yf-
ir, að valdamenn í Bonn og Par
ís gætu ekki einir kveðið á um
framtíðardvöl franskra her-
sveita í Þýzkalandi. En um
þetta náðist samkomulag í des
ember og Atlantshafsbandalagið
kom þar hvergi næmi. f fyma
var einnig fullyrt, að orðsveim
ur um fækkun bandarískra her
manna í Þýzkalandi hlyti að
valda skelfingu í Bonn. Nú
gætu Bandaríkjamenn kvatt
heim eina eða tvær hprdeildir
án þess að nokkru umróti ylli.
Valdhafarnir í Bonn hafa bein
línis áðvarað ríkisstjórnirnar í
Washington og London um að
þeir geti ekki annazt nema
helming kostnaðarins af dvöl
brezkra og bandarískra her-
sveita í Þýzkalandi. Bretar
munu kalla heim verulegan
hluta herafla síns í Rínarlönd
um á þessu árí, þrátt fyrír all-
ar skuldbindingar. Þjóðverjar
eru sjólfir farnir að efast um
nytsemi 500 þúsund manna eig-
Framhald á bls. 12.