Tíminn - 25.01.1967, Blaðsíða 8
8
MIÐYIKUÐAGUR 25. jannar 1967
K
TÍMINN
ANDRÉS KRISTJÁNSSON:
Skírn í forklrkjunni
Plstill að gefnu tilefni til
séra Sigurðar Pálssonar, vígslubiskups
Heyrt hef ég þá sögu, að prestur
einn, sem kallast átti þó þjónandi
í lúterskri kirkju, hafi haft þann
sið að skíra ekki börn inni við
altarið, heldur fara með skírnar-
fontinn fram undir dyr. Kvað
hann óskírð börn ekki hrein af
erfðasyndinni, og því óhæfa að
fara með þau inn að altari, fyrr
en eftir skírr. Ekki vildu allir
þessu hlíta, en prestur sat við
sinn keip. Fg geri því ekki skóna,
að slíkur forynjuháttur sé enn við
líði í íslenzkri kirkju, en ég get
ekki neitað því, að mér kom þessi
sögn í hug, er séra Sigurður Páls-
son, vigslubiskup á Selfossi, sendi
mér kveðju guðs og sína, og raun
ar fleiri höfðingja, í Morgunblað-
inu 'S. 1. föstudag. Mér finnst hálft
í hvoru, að ég hafi sætt eins kon
ar skírn í forkirkjunni í viðskipt-
um við tvo presta að undanförnu.
Þessu til skýringar verð ég að
segja ofurlitla sögu.
Annan jan. s. 1. spjallaði ég í út
varp um daginn og veginn og
minnist á þróun íslenzkra kirkju-
mála síðustu áratugi, og í því sam
bandi messur og helgiathafnir í
sjónvarpinu um nýliðin jól, þar á
meðal helgiathöfn í Selfosskirkju,
sem bar á sér augljósan, kaþólskan
blæ, t.d. i krossburði, sem vafasamt
er, að eigi sér hliðstæðu i íslenzkri
kirkja síðustu fjórar aldirnar. Eg
skal engan dóm á það leggja hvort
of fast eða laust var að orði kveðið
um þetta eða annað í erindinu, en
af yfirlögðu ráði hagaði ég svo
orðum, að það mætti vekja til nokk
urra umræðna, oS hefur sá tilgang
ur náðst.
Eg taldi það fulkomlega eðlilegt
að séra Sigurður Pálsson risi til
gagnmæla, ef honum þætti ómak-
lega að sér vegið, og því varð ég
fúslega við tilmælum um að koma
til samtals við hann í útvarpinu
fimmtudaginn 12. janúar s-1. um
þessi mál. Hann fagnaði mér vel
með þeim orðum, að ekki hefði
sig grunað, að hann yrði svo hepp
inn að ná svona fljótt í skottið á
mér eins og hann orðaði það.
Ræddum við síðan vel og hressi
lega saman inn á segulband og get
ég ekki annað sagt en hið bezta
færi á með okkur. Skyldi síðan
varpa samtalinu yfir landslýðinn
viku síðar í þættinum Þjóðlíf. Líða
nú þrír dagar, en þá tilkynnir
stjórnandi þáttarins mér, að séra
Sigurður hafi verið óánægður með
einhverja niðurfellingu stjórnanda
úr samtalinu til styttingar, en
stjórnandi þá boðizt til að taka það
inn aftur, og séra Sigurður fallizt
á það og þar með flutning þáttar
ins. Fannst prér eðlilegt, að séra
Sigurður vildi þessu ráða og hét
fúslega aðstoð minni við að þetta
atriði yrði tekið upp aftur, svo að
öllu réttlæti væri fullnægt. Var af-
ráðið, að úrbót þessi yrði gerð
mánudaginn 16. janúar. En þann
dag barst mér bréf frá séra Sig-
urði Pálssyni, og var það raunar
afrit af bréfi til útvarpsstjóra, þar
sem hann bannar með öllu flutn-
ing þessa samtals í útvarpið, en
viðurkennir í bréfinu, að hann
hafi að vísu fallizt á það í símtali
við stjórnanda, að taka hið úr-
fellda atriði inn aftur, en við nán
»ri athugun falli hann frá því og
áheimili flutning alls samtaMns.
Nú skal ég engum getum leiða
um ástæður séra Sigurðar til þess
að banna flutning þessa samtals
okkar, enda skipti þetta mig ekki
miklu máli eins og á stóð. Líða nú
tveir eða þrir dagar, en þá fæ ég
bréf frá Jóhanni Hannessyni, pró
fessor, í Morgunblaðinu, þar sem
hann skorar mig á hólm til samtals
í útvarpinu um það sama mál, sem
Sigurður hafði bannað, og enn
tveim dögum síðar birtir séra Sig-
urður svo eintal sitt um erindi mttt
í Morgunblaðnu! Furðar nú nokk-
urn, þótt mér finnist sem ég hafi
fengið eins konar forkirkjuskím
hjá þeim prelátunum?
En nú er bezt að víkja að eintali
séra Sigurðar í Morgunblaðinu.
Hann hefur mál sitt með því að
telja, að ég hafi brugðizt „siðferði-
legri skyldu" með því að ræða um
sjónvarpsþætti í útvarpi, af því að
aðeins tuttugu þúsund sáu si /i-
varpsþættina, en útvarpið nær til
allra landsmanna. Þessu hlýt ég
að svara því einu, að þá mun ærið
oft hafa verið brugðizt siðferðilegri
skyldu i þættinum um daginn og
veginn, og umræðuefni hans ekki
ætíg verið á vitorði tuttugu þúsund
manna, áður en um var rætt.
Séra Sigurður kemst helzt að
þeirri ‘ niðurstöðu, að aðalerindi
mitt hafi vérið að óvirða athöfn-
ina í Selfosskirkju, og sé þetta
reyndar ekki af illu innræti, held-
ur hafi ónefndur höfðingi í neðri
byggð komið skeyti sínu í mig, og
tilfærir því til skýringar vísu eftir
Hallgrím Pétursson um vélar Sat-
ans. Auðvitað er ég óbær'að dæma
um það, hver leiksoppur ég er hins
gamalkunna sálnaveiðara, en hitt
finnst mér harla athyglisveri að
sjó þessa umtalsverðu og gömlu
kenningu biriast svona ljóslifandi
í skrifi vígslubiskups íslenzku
kirkjunnar eftir rpiðja tuttugustu
öld.
Þá gengur vígslubiskupinn þessu
næst rösklega að því að hreinþvo
sig af þeim áburði, að hálfkaþólsk
ur eða kaþólskur svipur hafi verið
á sýningu hans. Nefnir hann til
söngkennara og organista, er æft
hafi flutning jólaguðspjallsins með
bömunum, en hann síðan fengið
þau til flutningsins I kirkjunni, og
við athöfnina hafi hann aðeins not
að samkristin tákn, biblíuna, kross
inn og kertaljósin. Að því hef ég
aldrei fundið, þótt börn flyttu jóla
guðspjallið, og þótt aðrir en séra
Sigurður hafi æft þann flutning,
sem hann segir, gerði hann úr því
sýningu þá í kirkjunni, sem bar
hinn augljósa, kaþólska blæ, þar
sem krossburðurinn var skýrast
til vitnis.
Nú hefði ekki verið ástæða til
þess að vekja sérstaka athygli á
þessu, ef um einstakt fyrirbæri í
sóknarkirkju hefði verið að ræða
og athöfnin gprð með góðum sátt-
mála prests og safnaðar. En þess-
ari sýningu var sjónvarpað, og fyr
ir henni stóð vígslubiskup í þjóð-
kirkjunni, og þar að auki var þetta
ekki kaþólskasta athöfnin, sem sézt
hafði í þessari kirkju, heldur að-
eins lítill liður í því, sem verið hef
ur að gerast þarna, og raunar í ein
staka kirkjum öðnirn, síðustu ár,
að þvi er virðist með góðu sam-
þykki biskups-
í viðtali, sem dagblaðið Vísir
átti við séra Sigurð Pálsson 27.
apríl 1965 undir fyrirsögninni „Lút
hersk kaþólska" segir hann fjálg
lega frá „framkvæmd kristindóms“
síns, m.a. nýstárlegu ritúali, páska-
vöku á páskanótt þar sem hann
vígir póskakertið að hætti kaþ
ólskra umboðsmanna Krists, sem
„lifandi tákn fyrir Krist sjálfan",
eins og hann segir sjálfur. Hann
segir einnig frá því, hvernig hann
„drekkir syndinni" í skírninni, og
sitthvað fleira er stórmerkilegt í
viðtali þessu.
Og í samtalinu hinn 12. janúar
s.l. er hann bannaði að flytja í út-
varp, játaði hann hreinlega, að
hann hefði tekið upp þessa kaþ-
ólsku athöfn, þó að hann teldi sig
hafa sniðið af henni hið allra kaþ-
ólskasta. Þag hefur einni g komið
fram í sjónvarpsviðtali biskups, að
séra Sigurður hafi saman tekið
nýja messusiðabók, sem biskup |
| kvað hafa verið prestum leyfða
; samhliða hinni löggiltu, þó að það
I sé enn hulinn leyndardómur, hver
hafi leyft það. Ekki er vitað til, að
41þingi eða kirkjuþing hafi veitt
} kt leyfi. En vonandi skýrist þetta
,nál bráðlega.
Séra Sigurður telur það firru
hjá mér að tala um, að messan
eða guðsþjór»istan hafi breytzt á
seinni árum, þar íem messan hafi
verið óbreytt í 34 ár. 1 því var ein-
mitt gagnrýni mín fólgin. Fyrir
þann tíma var sífellt verið að end
urnýja messuna með nýjum trúar
skáldskap, sem átti miklu greiðari
leið inn í messuna en nú. Þessi
sjálfsagða endurnæring var því
meðal einkenna guðsþjónustunn-
ar. En breytíngin síðustu áratugi
er einmitt í því fólgin, að fyrir
þetta hefur gersamlega tekið. Kirkj
urnar mega heita lokaðar fyrir nýj
um trúarskáldskap, ræðan skipar
ekki sama sess og áður var, og
sálmabókin er ag mestu dauður
forngripur. En jafnhliða þessari al
geru lokun fyrir íslenzka, andlega
endurnýjun er farið að reyna að
hressa upp á messugjörðina með
einhverri eriendri skreytistefnu,
gregorískum kirkjusöng, prósessí-
um, sýningum og biblíustagli að
kaþólskum eða hákirkjulegum fyr-
irmyndum, eða jafnvel leitað aftur
í mestu niðurlægingariíma kirkj-
unnar. Það er þessi öfugþróun,
sem ég hef minnzt á, og er ég þó
ekki upphafsmaður þeirrar gagn-
rýni. En ég held, að þeir séu nokk
uð margir, sem óska þess, að ís-
lenzka kirkjan, sem ekki er nein
alþjóðastofnun leitist við að sækja
sér endumæringu í straum sam-
tímans og trúarskáldskap hverrar
kynslóðar og haldi þannig áfram
ð vera styrk stoð í sjálfstæðis-
menningunni, en hætti að sækja
sýndina út og aftur fyrir sig. Hér
er um tvær meginstefnur að ræða.
Onnur er afturhald og hismi, hin
leitar að lífslind íslenzkrar samtíð
armenningar.
Eg þakka séra Sigurði Pálssyni
og öðrum, sem kipptust svolítið
við, er þeir heyrðu erindi mitt. Til
í 3ss var minn leikur gerður. En
hins vegar em aðrir miklu færari
tíl þess en ég að halda þeim um-
ræðum áfram, sem nú eru hafnar.
og ég vona, að hjaðni ekki alveg
strax. En ekki finnst mér það við
x gslubiskups hæfi að reyna að snúa
ut úr þeim orðum minum, að ég
hafi fellt mig vel við það, að prest
ar tali „mælt mál um málefni dags
ins og fólksins og lifsins, sem lifað
er í byggðinni,“ og segja að það
eigi aðeins við um seinni hluta
átjándu aldar, þegar nokkuð var
úm ,,að prestár prédikuðu um á-
burðarhirðingu, girðingar og þess
háttar" eins og séra Sigurður seg
ir. Þetta bendir aðeins til þess, að
vígslubiskupinn líti óhæfilega nið-
ur á söfnuð sinn, þar sem hann
kemur ekki auga á annað tilkvæmt
prédikunarefni úr daglegu lífi þess
fólks en áburð og girðingar. En
það mætti hann vita, að tíl hafa
verið og eru enn þeir prestar, sem
eru í nánari tengslum við kynslóð
sina.
Að svo mæltu hlýt ég að þakka
séra Sigurði, að hann spáir mér
því í greinarlok, „að við eigum eft
ir að verða samverkamenn“ og
igæti ég skilið þetta svo, að
hann væri að bjóða mér kapelláns
stöðu hjá sér, en ég er því miður
ihræddur um, að það yrði mér held
ur erilssamt starf, ef ég ætti að
vera á þessari fleygiferð um kirkj-
una með biblíuna, krossinn og
skírnarfontinn. Eg er líka smeyk-
ur um, að mér yrði á einhver
handaskömm í aðstoð við kertis-
vígslur eða vettlingatök við að
drekkja syndinni í forkirkjunni,
einkum þar sem ég er næmur fyrir
illum skeytum, svo sem séra Sigurð
ur hefúr bent á. Nei, ég héld við.
sleppum því að sinni. En sam-
vinnu getum við marga átt
MINNING
Guðmundur S. Hofdal
• Guðmundur Sigurjónsson Hof-
| dal er látinn næstum 84 ára gam-
! all.
Guðmundur S. Hofdal var Þing-
eyingur, fæddur á Grímsstöðum
í Mývatnssveit 15. apríl 1883. Um
æskustörf hans veit ég lítið aun-
að en það,‘ sem hann sagði mér
fyrir löngu. Hann sagðist hafa al-
izt upp við venjuleg óbreytt störf
sveitadrengja. Guðmundur varði
ævistarfi sínu í þágu íþróttanna,
ég mun því einkum minnast hér
nokkurra þátta úr lífi hans í sam-
bandi við íþróttir. í samtali við
Guðmund kom fram eitt og ann-
að, sem okkur sunnlenzkum strák
um þólti skrýtið. Hann sagði
okkur, að hann hefði byrjað korn
jungur að glíma og að renna sér
,á skautum. Glíman fór einkum
jfram á ísilögðu Mývatni. Við
'dorg á vetrum, einkum þegar lít-
ið veiddist, þá héldu menn á sér
hita með því að glíma á ísnum.
Þetta höfðum við ýmsir aldrei
heyrt fyrr. Að glima á gaddaðri
jörð einkum í verstöðvum á Suð-
urlandi var altítt og jafnvel í
kirkjuferðum, en að glíma á svelli
því höfðum við aldrei vanizt. Eft-
ir hans frásögn vissi ég það fyrst
að skautamenn í Mývatnssveit not
uðu langar stengur með broddi
í öðrum enda, með stönginni ýttu
þeir sér á mikla ferð. Slíkar steng
ur voru notaðar á Suðurlandi til
að kanna styririeika iss á vötn-
um og ám og n^fndust vatna-
stengur. Þannig var Guðmundur
bæði glímu- og skautamaður þeg-
ar hann kom til Reykjavíkur rúm-
lega tvítugur. Hann ætlaði þá í
; Verzlunarskólann, en sá skóli
reyndist fullskipaður svo aö ekki
gat úr því orðið. Um atvinnu
Guðmundar þá veit ég ekki, en
hitt .sagði hann mér, að hann
hefði þegar hafið æfingu í Glímu-
félaginu. Það félag var stofnað
um 30 árum fyrir aldamót. Aðal
hvatamaður þess og fyrsti formað-
ur var Skaftfellingurinn Sverrir
Runólfsson, steinhöggvari, frá
Maríubakka.-Heimild: Skj aldarglím
an, afmælisrit.)
Eftir að glímufélagið Ármann
var stofnað var Guðmundur lífið
og sálin í því félagi í tugi ára.
Hann var meðal glímumanna í
fyrstu skjaldarglímu Ármanns,
einna minnstur vexti, en varð
samt 5. í röðinni af 12 glímu-
mönnum. Aðeins fjórir kappar
urðu Guðmundi ofurefli í þessari
glímu, enda urðu þeir þjóðkunn-
ir afreks glímumenn og ósigrandi,
nema innbyrðis þeirra á milli, í
um það bil tvo áratugi. Stöðugt
var æft og hver kappglíman rak
aðra næstu árin. Var sigurganga
Guðmundar í glímunni samfelld
vegna léttleiká hans, fimi og
kunnáttu.
Eftir að farið var aö flokka
menn í kappglímu eftir þyngd, var
G.S.H. ósigrandi í hans þyngda
flokki og vann jafnan líkg í næsi
þymgdarflokki fyrir ofan meða
leyfilegt var að sækja einnig þar
að. Það var mál manna, að Gu
mundur væri snjallasti glimuma
ur landsins í hans þyngdar a
stærðarflokki þegar hann var
vaskasta skeiði. Síðar gerði.
Fra»«bald á bls. i2