Tíminn - 31.01.1967, Blaðsíða 12

Tíminn - 31.01.1967, Blaðsíða 12
) 12 ÍÞRÓTTIR TÍMINN i ÞRÓTTIR ÞRIÐJUDAGUR 31. janúar 1967 Óþekkt Rangers-Iið sló bikar- A Englandí urðu 11 jafntefli í 3. umferð bikarkeppninnar S.l. laugardagur var 'mikill bik- ardagur í knattspyrnunni á Bret- landseyjum. Leikin var 3. umferð í ensku bikarkeppninni og 1. um- ferð í þeirri skozku. Og þótt enska keppnin sé venjulega fremur í kastljósinu vegna óvæntra úrslita, þá urðu nú óipentust úrslit á Skot- landi. Bikarmeistarar Glasgow Rangers máttu bíta í það súra epli að tapa fyrir öðru Rangers-liði, svo til óþekktu, Bemwich Rangers, sem er í 2- deild. Er þetta í fyrsta skipti, sem Glasgow Rangers er slegið út í 1. umferð keppninnar og einnig í fyrsta skipti, sem liðið er slegið út af 2. deildar liði. Leikurinn fór fram í Berwick, sem stendur á landamærum Skot- lands og Englands og er stærri hluti borgarinnar innan ensku landamæranna. Leiknum lauk 1:0 og skoraði leikmaður að nafni Reid eina mark leibsins fyrir Berwick, þegar 30 mínútur voru liðnar. En snúum okkur að keppninni á Englandi. Af 32 leikjum, urðu 11, jafnteflisleikir. Ekki er hægt að segja, að nein úrslit hafi kom- ið sérstaklega á óvart. Liverpool tókst þó ekki að sigra 3. deildar liðið Watford, en jafntefli varð, 0:0 og West Ham og 3. deildar liðið Swindon háðu skemmtilega keppni á heimavelli West Ham. West Ham náði tvívegis forustu, 1:0 og 2:1, en Swindon náði að jafna í bæði skiptin og náði loks Fyrsta frjálsíþróttamótið í Laugar- dalshöllinni heppnaðist ágætlega Alf-Reykjavík. — Frjálsíþrófcta- deildir KR og ÍR efndu til frjáls- íþróttamóts í LaugardalshöUinni s.l. laugardag. Keppt var í fjór- um greinum, 600 metra hlaupi, 3x40 metra grindahlaupi, 3x40 metra hlaupi og hástökki. Má segja, að þetta fyrsta frjálsíþrótta mót, sem haldið er í Laugardals- höllinni, hafi heppnazt ágætlega. Og ekki er fráleitt að álykta, að frjálsar íþróttir innanhúss verði með tímanum áhorfendaíþrótt. Halldór Guðbjömsson, KR, bar sigur úr býtum í 600 metra hlaup- inu. Hljóp hann á 1:31,6 mínútum. Trausti Sveinbjörnsson úr FH kom á óvart með því að hreppa 2. sæti. Hljóp hann á 1:32,8 minútum. Þór arinn ^Ragnarsson HR, varð 3. á 1:32,9. Þórarinn Amórsson, ÍR, varð 4. á 1:33,0. í 5. sæti varð Gunnar Snorrason, UMSK, á 1: 35,3 mínútum og 6. varð Þórarinn Sigurðsson, KR, á 1:40,0 mínúúun. í 3x40 metra grindahlaupi sigr- aði Valibjöm Þorlóksson KR. Hljóp hann á samanlögðum tíma 17.4 sfek. Sigurður Björnsson, KR, varð 2. á 18,1 sek. og 3. varð Sigurður Lárusson, Ármanni, á 18,9 sek. í 3x40 metra hlaupi sigraði Ól- afur Guðmundsson, KR, á 15,4 sek. Höskuldur Þráinsson, HSÞ, varð 2. á 15,8 sek. Einar Hjaltason, Ármanni, varð 3. á 16,3 sek. ólaf- ur Unnsteinsson, BDSK, varð 4. á 16.4 sek. í 5. sæti varð Bergþór Halldórsson, HSK, á 16,5 sek. og 6. Trausti Sveinbjörnsson, FH, á 16,6 sek. í hástökki voru keppendur í færra lagi, eða 4, og var okkar fremsti hástökkvari, Jón Þ. Ólafs- son, ÍR, aðeins áhorfandi ' að keppninni. Erlendur Valdimhrs- son bar sigur úr býtum, stökk 1,80 metra. Valbjörn Þorláksson stökk 1,75 metra. Bergþór Halldórsson, UíMjSK, stökk 1,70 metra og Páll Dagbjartsson, ÍR, stökk 1,65 m. íforustu, 3:2. En Hurst, einn af jheimsmeisturunum, náði að jafna 3:3 fyrir West Ham nókkrum min- útum fyrir leikslok. Úlfarnir lentu í miklum erfiðleikum gegn Old Ham og var staðan 2:0 fyrir Old Ham, þegar einungis 2 mínútur voru eftir. Og það merkilega skeði, að Úlfunum tókst áð jafna á tv.eim- ur síðustu mínútunum. Skoruðu Bailey og Thomsón mörkin. Hér koma svo úrslitin í ensku keppn inni: Aldershot—Brighton Barnsley—Cardiff Barrow—iSouthampton B edf ord—Petersboro Birmingham—Blaekpool Blackburn—Carlisle Bolton—Crewe Bradford—Fulham Bristol R.—Arsenal Burnley—Everton Bury—WalsaR Charlton—Cheff. Utd. Coventry—Newoastle Halifax—Bristol C. Huddersfield—Chelsea Huil—Portsmouth Ipswich—Shrewsbury Leeds—Chrystal Paiace Sanch. C.—Leicester Mansh. Utd.—Stoke Mansfield—Middlesboro Millwall-—Tottenham FramhaM á blis. 1 Frá leik West Ham og Swindon. Standen, markvörður West Ham slær frá markí. Rvíkur er hafið Skákþing Reykjavikur hófst 19. þ.m. Þátttakendur eru 54, þar af 20 í meistara flokki, 12 í 1. flokki, 17 í 2. flokki og 5 í unglinga- flokki. Eftir þrjár umferðir í undanúrslitum meistara- flokks, standa leikar þannig að efstur í a-riðli er Bjöm Þorsteinsson með 2% vinn- ing, í b-riðli Transti Björns- son með 2 vinninga, í c- riðli Haukur Amgantýsson með 2 vinninga og í d- riðli Benoný Benediktsson með 2 og liálfan vinning. í 1. flokki er Júiius Frið jónsson efstur með 2 vinn inga. ■ Þetta er hón Skoblikova hin rússneska, sem stóö sig með afbrigðum vel á vetrar-Ólympíuleikunum í Innsbruck á sínum tíma og vann mörg guil- veröfaun. Hún er enn í fullu fjöri og þessi mynd var tekin af henni fyrir nokkrum dögum i alþjóðlego skautamóti, sem háð var í Grenoble. Hún er ( 500 metra hlaupi og sigraði á tímanum 47,0 sek. I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.