Alþýðublaðið - 17.04.1984, Side 1
Þriðjudagur 17. apríl 1984
76. tbl. 65. árg.
22.700
eintök
Þetta blað er prentað í 22.700 eintökum, sem er dreift að
stórum hluta á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Dreifing blaðsins
er nákvæm og örugg, og að er því góður auglýsingamiðill.
Þetta kom skýrt fram, þegar síðasta blað af þessu tagi var gef-
ið út. Næsta blað kemur út eftir þrjár vikur. Þeir, sem kjósa
að auglýsa í því, eru beðnir að hringja í síma Alþýðublaðsins
81866.
Jóhanna
Siguröardóttir
Þjóðhagsstofnun hefur staðfest stórfelldar skattahœkkanir
Utsvar hækkar um
40% frá árinu
Skattbyrði vísitölufjölskyld-
unnar eykst um 10 þús. krónur
Þjóðhagsstofnun hefur
nú staðfest, að á þessu ári
eykst skattbyrði á lands-
menn gífurlega. Sam-
kvæmt útreikningi hennar
hækkar álagning útsvars
um rúmlega 40% frá 1983,
eða úr 2 milljörðum 133
milljónum króna í um 3
milljarða, eða um 867
milljónir króna. Þetta
gengur þvert á stóryrtar
yfirlýsingar ríkisstjórnar-
innar, einkum Sjálfstæðis-
manna, um að skatta-
hækkanir komi ekki til
greina.
Þessar upplýsingar
komu fram í ræðu, sem
Jóhanna Sigurðardóttir
flutti á Alþingi fyrir helgi.
Þar kom fram, að skatt-
byrði vísitölufjölskyid-
unnar vegna álagðs útsvars
á milli áranna 1983 og
1984 eykst um 10 þúsund
krónur, þar af um 5000
krónur umfram launa-
hækkanir.
í greinargerð Þjóðhags-
stofnunar kemur fram, að
álagðir skattar sveitarfé-
laga, þ.e. útsvar og fast-
eignaskattar í hlutfalli við
tekjur greiðsluárs hafa
aldrei verið hærri a.m.k.
síðustu 10 ár.
Hér fer á eftir hluti af
ræðu þeirri, er Jóhanna
Sigurðardóttir flutti um
þetta alvarlega mál:
Heildarskattbyrði 13,7%
í áætlun frá l>jóðhagsstofnun
um skattbyrði einstaklinga á árun-
um 1975—1984 kemur í ljós að þeg-
ar álagðir skattar scm hlutfall al'
tekjum greiðsluárs voru hæstir voru
þeir 7.6% en það var á árinu 1975.
— í ár verða álagðir skattar sveitar-
félaga 8% í hlutfalli við tekjur
greiðsluárs en á árinu 1983 voru
þeir 6.8%.
Samkvæmt upplýsingum Þjóð-
hagsstofnunar verður heildarskatt-
byrði einstaklinga um 13.7% miðað
við tekjur þessa árs, þar af vegna
skalta sveitarfélaga, útsvars og fast-
eignaskatta um 8%.
Til samanburðar má sjá í þessum
gögnum Þjóðhagsstofnunar að á
árinu 1983 nam heildarskattbyrði
12.5% en skattar sveitarfélaga
námu um 6.8% af heildartekjum.
Skattar rikisins eru hinsvegar taldir
fela i sér svipaða skattbyrði á þessu
ári og í fyrra samkvæmt þessum út-
reikningum Þjóðhagsstofnunar
eða um 5.7% af heildartekjum ein-
staklinga bæði árin 1983 og 1984.
Ég tel að nauðsynlegt sé fyrir
háttvirta alþingismenn að gera sér
ljósar þessar tölur um gifurlega
aukningu á skattbyrði á fólkið í
landinu, nú þegar við fjöllum um
frumvarp um tekjustofna sveitar-
félaga sem hér er verið að afgreiða,
en þetta frumvarp fjallar um per-
sónuafslátt og frádrátt á útsvari
vegna barna.
10% umfram laun
Ég hef látið Þjóðhagsstofnun
reikna út hvað þessar afsláttartölur
til útsvars þ.e. persónuafsláttur og
frádráttur frá útsvari vegna barna
þyrftu að hækka til að ríkisstjórnin
myndi standa við það fyrirheit sem
hún hefur gefið um að skattbyrði
heimilanna þyngdist ekki á þessu
ári frá því sem var á árinu 1983.
Ef einungis er m.v. að skattbyrðin
verði 30% milli ára sem þýðir að
samt sem áður yrði um aukningu á
skattbyrði að ræða eða um 10%
umfram almennar launahækkanir
milli ára í stað 20%, þá þyrftu þess-
ar afsláttartölur sem um er fjallaö i
þessu frumvarpi sem hér er lil um-
ræðu að tvöfaldast og í stað 1800
króna persónuafslátt til útsvars
kæmi 3.600 og barnafrádrátturinn
yrði 720 krónur með hverju barni í
1983
stað 360 króna sem hér er gert ráð
fyrir.
Það er því Ijóst að jafnvel þó al'-
sláttartölur yrðu tvölaldaðar til að
hæstv. ríkisstjórnin myndi standa
að einhverju leyti við það yfirlýsta
markmið að skattbyrði heimilanna
ykist ekki milli ára, — þá yrði engu
að síður um verulega aukningu að
ræða.
Breytingatillögur?
Þar sem búast má við að sveitar-
félögin hafi þegar gcrt sínar tekju-
og gjaldaáætlanir, verður að telja
að ekki geti náðst pólitísk samstaða
eða meirihluti hér á Alþingi fyrir
því að gera þær breytingar á þessu
frumvarpi sem nauðsynlegar eru til
að skattbyrði heimilanna aukist
ekki milli ára. — Telja verður því að
á þessari stundu sé tilgangslaust þó
freistandi sé að flytja nauðsynlegar
breytingartillögur við þetta frum-
varp til að létta þessa auknu
greiðslubyrði sem nú er fyrirhuguð
á heimilin i landinu.
Vrði 1. gr. frumvarpsins breytt og
afsláttartölurnar tvöfaldaðar, sem
eins og ég áður sagði þýddi samt
sem áður aukna greiðslubyrði,þýddi
það um 300 milljón króna tekjutap
sveitarfélaga m.v. það sem þau hafa
Framhald á 9. síðu
Árni Gunnarsson
Erindi um velferðarþjóðfélagið og stöðu þess
Andstöðu við atvinnurekstur
verður að breyta 1 öfluga
atvinnuuppbyggingarstefnu
Á ráðstefnu sem haldin var fyrir skömmu í Gerðu-
bergi, var fjallað um velferðarþjóðfélagið og stöðu
þess. Þar flutti Árni Gunnarsson erindi, sem hann
nefndi: „Er velferðarþjóðfélagið á undanhaldi?“ —
Erindið fer hér á eftir.
Mitt verkefni á þessari ráð-
stefnu er að reyna að svara þeirri
spurningu hvort velferðarþjóðfé-
lagið sé á undanhaldi. Þá er geng-
ið út frá því sem gefnu, að við bú-
um í raunverulegu velferðarþjóð-
félagi. Og til þess að svara þessari
spurningu verð ég að hverfa eilítið
aftur í tímann.
Jafnaðarmenn hafa ávallt litið
svo á, að markaðskerfið geti
aldrei tryggt réttláta tekju- og
eignaskiptingu og að kjarasamn-
ingar launþegasamtakanna tryggi
ekki réttmæta hlutdeild launþega
í þjóðartekjum. Mikill fjöldi
þjóðfélagsþegna verður ávallt af-
skiptur í markaðskerfi, m.a.
vegna aldurs, sjúkdóma, slysa og
af ýmsum öðrum ástæðum. Þess-
ir einstaklingar geta ekki lifað því
mannsæmandi menningarlífi,
sem þeir eiga rétt á, nema hið op-
inbera gæti hagsmuna þeirra og
tryggi þeim nauðsynlegar tekjur.
Þetta hefur verið einn af rauðu
þráðunum í starfi og stefnu jafn-
aðarmannaflokka. Til að ná
þessu marki hefur mikið verið
streðað og stritað og barist harðri
baráttu gegn þeim afturhaldsöfl-
um, sem enn reyna að skerða vel-
ferðina.
Með sjúkratryggingum, lífeyr-
istryggingum, 'fjölskýrduBotúrhT
slysatryggingum,-- öroekttbótum,
atvinnuleysisbótum og lágmarks-
tekjutryggingu, hefur náðst stór-
kostlegur árangur í átt til tekju-
jöfnunar. Fáir geta hugsað sér
þjóðfélagið án þessa kerfis, og
nær allir viðurkenna réttmæti
þess.
Þessu til viðbótar hefur verið
barist fyrir húsnæðislánakerfi,
svo að hinir tekjulægri og raunar
allur almenningur, eigi þess kost
að afla sér húsnæðis, sem ekki
væri unnt, ef markaðsöflin ein
réðu framboði og eftirspurn.
Einn mikilvægasti þátturinn er
svo auðvitað sá, að svo afla megi
fjár til þessa tekjujöfnunarkerfis,
þarf skattalöggjöfin að vera
þannig, að allir þjóðfélagsþegnar
og öll fyrirtæki greiði til sameig-
inlegra þarfa í skynsamlegu og
réttu hlutfalli við greiðslugetu.
Félagsmálastefna
Þannig er i grófum dráttum sú
stefna á sviði almannatrygginga,
heilsugæslu, húsnæðismála og
skattamála, sem nefnd hefur ver-
ið félagsmálastefna og leggur
grundvöll að velferðarþjóðfélag-
inu. Jafnaðarmenn, og sósíalistar
almennt, hafa ávallt verið braut-
ryðjendur í baráttunni fyrir þess-
ari stefnu, sem í grundvallaratrið-
um hefur hlotið almenna viður-
kenningu eftir áratuga baráttu.
Það fer hins vegar ekki hjá því,
að enn sé deilt um það hversu
langt skuli ganga á þessu sviði,
hve rækilega afkoma einstakling-
anna skuli tryggð, og hvort sú
hætta sé fyrir hendi, að þetta
kerfi, á einhverju stigi, hafi áhrif
í þá átt að draga um of úr fram-
taki einstaklingsins til sjálfsbjarg-
ar.
Svo þegar erfiðleikar steðja að
í efnahagsmálum, grípa aftur-
haldsöflin til þeirra kenninga, að
velferðin sé þjóðfélaginu of dýr.
Þess vegna þurfi að skerða þá
tryggingu, sem einstaklingurinn
hefur fyrir því, að fáað lifa mann-
sæmandi Iífi, hvort sem hann get-
ur aflað til þess tekna eða ekki.
Fjármunum, sem þannig sparast
sé betur varið á öðrum vettvangi.
Þessir andfélagslegu boðberar
vitna gjarnan í gamalt máltæki,
sem segir, að hver sé sinnar gæfu
smiður. Þeir gleyma því, að við er-
um misjafnlega góðir smiðir, og
að sumir eiga alls engin verkfæri
til að smiða með.
Þegar helkalt frumskógarlög-
málið tekur við og ógnað er með
valdi hins sterka, getur velferðar-
ríkið verið í hættu, svo og mann-
leg reisn og frelsið til að fá að lifa
lífinu. Þeir, sem vilja standa vörð
um félagsmálastefnuna, verða þá
að grípa til sinna ráða. Það hefur
hins vegar reynst örðugt á stund-
um, því erfitt hefur reynst að
benda á leiðir til að fjármagna
velferðarkerfið með eðlilegum
hætti. Þá hafa menn ekki verið
sammála um hversu langt skal
ganga, hvaða þættir rúmast innan
ramma þess velferðarþjóðfélags,
sem við viljum standa vörð um.
Þessar hugleiðingar snúast fyrst
og fremst um þann þáttinn, sem
Framhald á 7. síðu