Alþýðublaðið - 17.04.1984, Page 4

Alþýðublaðið - 17.04.1984, Page 4
4 Þriðjudagur 17. apríl 1984 Feðgar og nafnar rœða saman um fyrirtœkið. Pétur O. Nikulásson framkvœmdastjóri og sonur hans Pétur, Pétur O. Nikulásson, framkvœmdastjóri. Ljósm.: G.T.K. aðstoðarframk vœmdastjóri PON. Heildverslun Péturs O. Nikulássonar: Lyftarar upp í 50 tonn Rœtt við þá feðga Pétur O. Nikulásson og Pétur son hans um inn flutning á vörum til þjónustu við sjávarútveginn og fiskvinnslu „Það er hreint sjómannsblóð í öllum mínum æðum“, segir Pétur O. Nikulásson hjá samnefndri heildverslun, þegar hann sest í leðurhægindastólinn gengt okkur og býður upp á kaffi. „Ég er eiginlega mest hissa á því hvað- an hann sonur minn hefur hestamennskuna“, segir hann, þegar talið barst að ferð sonar hans og aðstoðar- framkvæmdastjóra við fyrirtækið og undirritaðs norð- ur yfir heiðar á landsmót hestamanna í hitteðfyrra. Ekki verður farið hér lengra út í eðalborið sjómannsblóð í hesta- mönnum, en foreldrar Péturs eldra voru engin önnur en heiðurshjónin Gróa Pétursdóttir, bæjarfulltrúi og formaður kvennadeildar Slysa- varnafélags íslands um árabil og hinn kunni togaraskipstjóri, Niku- lás K. Jónsson i Reykjavík. „Það var árið 1962 sem heild- verslun Péturs O. Nikulássonar var stofnuð. Strax í upphafi var aðalá- herslan Iögð á þjónustu við fisk- veiðar og fiskiðnað. Um sama leyti voru tæknideildir fiskiðnaðarins að vinna að mikilli hagræðingu í fisk- vinnslustöðvunum. Því var það strax í upphafi að við fórum að leita að góðum umboðum á því sviði“. Það er Pétur yngri Pétursson, sem nú hefur orðið og hann heldur áfram: „Vörur tengdar sjávarútvegi eru enn í dag megininnflutningur heild- verslunar PON, en langþyngst veg- ur þó innflutningur á gaffallyftur- um. í meira en tuttugu ár hefur heildverslun PON flutt inn gaffal- lyftara frá V-Þýska fyrirtækinu STEINBOCK. STElNBOCK-lyft- ararnir eru nú orðnir yfir 700 hér- lendis. Flestir eru þeir notaðir í fisk- iðnaðinum, en einnig í alls kyns fyr- irtækjum, sem þurfa á vönduðum og liprum tækjum að halda til flutninga um eigið athafnasvæði. Algengasta stærð á STEINBOCK- lyfturumer frá 1,6 tonn til 2,5 tonna rafmagnslyftara, en að sjálfsögðu eru einnig diesel, benzin og gas lyft- arar allt upp í 7 tonn. Nýlega sam- einaðist breski lyftaraframleiðand- inn Lancer Boss, sem einkum var sérhæft í framleiðslu stærri lyftara ss. gámalyftara og síðulyftara, og Steinbock. Eftir sameininguna eru þessir tveir framleiðendur, eitt stærsta lyftarafyrirtæki í heimi og geta boðið lyftara með lyftigetu frá 500 kg. og allt upp í 50 tonn. Þegar um er að ræða flutninga á erfiðum plönum úti henta kraftmeiri lyftar- ar. Þar býður PON hina öflugu frönsku MANITOU-lyftara, sem eru dieselknúnir og með grófrifl- uðu spyrnumynstri á hjólbörðum, enda nýtur Manitou-lyftarinn sín best við erfiðustu skilyrði á ósléttu Iandi eða þar sem snjór getur verið til trafala. Hið sama á við um Mani- tou-lyftarana og Steinbock-lyftar- ana. Bilanatíðni er ákaflega lág og PON leggur mikla áherslu á góða varahlutaþjónustu. En stundum eiga minni tæki við og þar býður PON upp á handlyftivagna og stafl- ara frá BT í Svíþjóð. Yfir 3000 BT- handlyftivagnar eru nú í notkun á íslandi og eru þeir sérstaklega lipr- ir, sterkir og áreiðanlegir. Þá var einnig hugað að hentug- um körum fyrir pækilsöltun og hófum við innflutning 1963 á galv- aniseruðum og máluðum kössum, sem nú eru notaðir um allt land í fiskiðnaði. Enn höldum við áfram að leita að tækjum sem stuðla að vinnuhag- ræðingu og má þar nefna stál- borðabindivélar, plastborðabindi- vélar og heftara fyrir fiskumbúðir. Heildverslun Péturs O. Nikulás- sonar reynir að hafa aðeins gæða- vörur, sem viðskiptavinir geta treyst fullkomlega, á boðstólum, og býð- ur upp á fullkomna varahlutaþjón- ustu fyrir allar vélar og tæki sem heildverslunin selur“, sagði Pétur Pétursson að lokum. G.T.K.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.