Alþýðublaðið - 17.04.1984, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 17.04.1984, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 17. apríl 1984 HUSEIGEnDnTRVGOinG Útsvar hœkkar Frh. af bls. 1 ráö fyrir gert með óbreyttum álagn- ingareglum og afsláttarreglum. Það hefði þá þýðingu að á heim- ilin í landinu yrðu lagðar um 200 milljónir í aukinni greiðslubyrði í stað 433 milljónir í aukinni greiðslubyrði sem nú er stefnt í, en af þessum 300 milljónum króna tekjutapi sveitarfélaganna rynni um 230 milijónir til einstaklinga en 70 milljónir rynni til ríkissjóðs í ó- nýttum persónuafslætti. Hungurlaun Lágmarkslaunin í iandinu hafa' mikið verið hér til umræðu á hátt- virtu Alþingi í vetur og kjaramálin almennt. — Aliir eru um það sanr- mála, að enginn iifir af þessum hungurlaunum sem Iágmarkslaun- in eru í landinu. í nýgerðum kjara- samningum voru þau hækkuð í 12.660 krónur, — sem ekki er einu sinni fyrir ntatarreikningi vísitölu- fjölskyldunnar, hvað þá annarri framfærslu s.s. húsaleigu síma, raf- magni o.fl. o.fl. sem nauðsynleg er til framfærslu brýnustu nauð- synja hvers heimilis í landinu. Tökum af skarið Ég tel að það sé tímabært að við skoðun skattaáiagningu í landinu i því ijósi, og að við háttv. alþingis- menn spyrjum sjálfa okkur að þvi hvort okkur sé stætt á því að skatt- leggja nauðþurftar tekjur á land- inu. Við þingmenn Alþýðuflokksins höfum fjallað um þetta mál og telj- um tímabært og brýnt að tekið sé af skarið hér á háttvirtu Alþingi á þann hátt að a.m.k. þessi lágmarks- laun sem í landinu eru 12.660 krón- ur séu ekki skattskyldar. Við teljurn að það sé hægt og bindum vonir við það að um það geti náðst pólitísk samstaða hér á háttvirtu Alþingi — Þetta eru engin laun — ekki fyrir nratarreikningi fjölskyldunnar og hvorki ríkissjóð- ur né sveitarfélögin eiga að geta hrifsað til sín hluta af þessari hung- urlús sem lágmarkslaunin eru. Við Alþýðuflokksmenn erum með þetta mál í athugun og ef tími vinnst til munum við leggja fram á yfirstandandi Alþingi frumvarp um skattfrelsi til útsvars, sem ef sam- þykkt yrði tæki gildi um næstu ára- mót. Hugmynd okkar er sú að a.rn.k. þessi hungurlús sem lágmarkslaun- in eru verði ekki skattskyld. Erum við með í útreikningi ýmsa möguleika til að mæta tekjutapi sveitarfélaga ef þessi leið yrði farin. Margt kemur til greina Ýmsir möguleikar kærnu til greina. — Má þar nelna að útsvars- stofn yrði hækkaður sem eingöngu kæmi þá á tekjur sem væru yfir lág- markslaunum eða þá sá valkostur að persónuafsláttur til útsvars og barnafrádráttur yrði það hár að ekki kæmi til greiðslu útsvars á tekjur sent væru undir lágmarks- launutn í landinu. Ég vil þó undir- strika að með þessu móti er ekki verið að leggja til að heildar- greiðslubyrði í útsvari yrði meiri á þá einstaklinga sem hafa tekjur yfir þessu tekjumarki frá þvi senr nú er, — heldur er tilgangurinn fyrst og fremst sá að þjóðfélagið viðurkenni að engar forsendur séu fyrir því að skattleggja lágmarkslaunin i land- inu. — Hugsa niætti sér einnig að tekjutapi sveitarfélaga yrði mætt með aukinni hlutdeild sveitarfélag- anna í söluskattstekjum. En þessir nröguleikar allir eru nú til skoðunar í Alþýðuflokknum og höfum við enn ekki fengið nauð- synlega útreikninga, — til að hægt sé að leggja mat á heppilegustu Ieið- ina í þessu sambandi. — Lágmarkslaun ekki skatt- skyld En markmiðið liggur Ijóst fyrir, — við Alþýðuflokksmenn teljum að haga verði skattheimtu ríkis og sveitarfélaga með þeim hætti að lágmarkslaunin í landinu verði ekki skattskyld, — Ef heppilegra þykir vegna framkvæmdarinnar að fara þá leið að auka persónuafsláttinn og barnafrádráttinn til þess að ná þessu markmiði, — þá viljum við að sjálfsögðu skoða þann valkost. — En ntarkmiðið er skýrt — að ekki þurfi að greiða skatta af nauð- þurftartekjum og höfum við þar a.m.k. í fyrsta áfanga staðnæmst við lágmarkslaunin i landinu, og gerum við okkur vonir urn að geta lagt fram frumvarp um það á ylir- standandi þingi. Með því að sameina í einavátryggingu ýmsar fasteignatryggingar sem seldar hafa verið einar sér, hefur tekist að lækka iðgjaldið verulega. Iðgjaldið miðast við brunabótamat húseignar eða eignarhluta tryggingar- ’ taka í henni á hverjum tíma. A.ð öllum líkindum tölvan sjálf. Fyrir það fyrsta þá kostar hún minna en þú gætir haldið. IBM PC einkatölva með 128000 stafa vinnsluminni, 83ja tákna lyklaborði,360000 stafa diskettu, prentara sem skrifar 80 stafi á sekúndu, litaskermi, auk nokk- urra grunnforrita, kostar minna en nýr smábíll. Og hún skapar þér aukinn tíma. Með því m.a. að losa þig undan svo mörgum tímafrekum verkum eins og að endurreikna, endurmeta, endurvélrita, endur- útgefa, endurvinna og endur- taka. Hún getur sparað þér margar klukkustundir á viku. H vers virði er hver klukkustund í þinu starfi? Hafir þú ekki gert þér grein fyrir þvi, láttu þá IBM PC einkatölvuna leiða þig í allan sannleikann. Og annað, hún ætti að geta hjálpað þér að gera nokkrar skarplegar ákvarðanir í hverjum mánuði - t.d. varðandi lausn á verkefhum, í fjárfestingum, verð- lagningu, skráningu á upplýs- ingum, í útgjöldum og bættri samkeppnisstöðu. Allt þess eðlis að leiða til meiri hagnaðar og meiri sparnaðar. Að lokum, IBM PC einka- tölvan er fjárfesting í réttari ákvarðanatökum, betri stjórnun og framleiðni og þægilegra vinnuumhverfi - hún er fljót að borga sig! Farðu og hittu einhvern söluaðil- ann fyrir IBM PC einkatölvuna. Söluumboð fyrir IBM PC einkatölvuna: Gísli J. Johnsen Skrifstofubúnaður sf., Smiðjuvegi 8, Kópavogi, simi 73111 Skrifstofuvélar hf. Ottó A. Michelsen, Hverfisgötu 33, Reykjavík, sími 20560 Örtölvutækni sf., Ármúla38, Reykjavík, sími 687220 LJTTLB TRAMP CHARACTER LICENSED BY BUBBLE8. INC.. B.A.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.