Alþýðublaðið - 17.04.1984, Síða 14

Alþýðublaðið - 17.04.1984, Síða 14
14 Þriðjudagur 17. apríl 1984 Útflutningur til Bandaríkjanna I Holtagörðum byggingu Sambands íslenskra sam- vinnufélaga við Holtaveg er önnur stærsta kexverk- smiðja landsins, Kexverksmiðjan Holt. Viðar Þorsteins- son, skrlfsíofuStjÖri Innflutningsdeildar Sambandsins sagði okkur, að það hefði verið árið Í97S, sem kexVerk- smiðjan Holt hefði tekið til starfa í Holtagörðum. Verksmiðjan framleiðir núna 21 tegund af kexi,“ segir Viðar. „Aðal- áherslan er á súkkulaðiliúðað kex og kremkex. Framleiðsla verk- smiðjunnar nú er um hundrað þús- und kexkökur á dag og við þessa framleiðslu starfa reglulega um tíu manns. Við vinnum stöðugt að þróun framleiðslunnar og njótum í því sambandi bæði erlendrar og innlendrar ráðgjafar. Við prófum okkur stöðugt áfram t.d. með ný bragðefni í kerm, auk þess sem unn- ið er að því að auka mýkt og bragð- gæði kexins. Við teljum að með auknum vöru- gæðum aukist eftirspurnin og markaðshlutdeild okkar fram- leiðslu aukist á kostnað innflutn- ingsins. Umbúðamálin eru einnig alltaf í skoðun hjá okkur og t.d. verður nýr og enn fullkomnari pökkunarútbúnaður tekinn í notk- un á næstunni. í ársbyrjun 1982 hófst góður vísir að útflutningi á kexinu. Við flutt- um út til Færeyja og Svíþjóðar um 2.600 kassa af kexi á sl, ári og þessi markaður lofar góðu. Núna erum við í viðræðum við finnska kex- framleiðendur, kantolan, en það er kexverksmiðja finnska Samvinnu- sambandsins. Þessar viðræður lofa góðu og ættu svo sannarlega að Viðar Þorsteinsson, skrifstofu- stjóri Innflutningsdeildar Sartt- bands íslenskra Samvinnufélaga. Ljósm.: C.T.K. geta opnað möguleika á frekari út- flutningi á kexinu og það jafnvel til Bandaríkjanna. Að vísu panta þeir stórt vestanhafs, en við ættum að geta ráðið við pantanir sem þýddu allt að tvöföldun á núverandi fram- leiðslu og í því sambandi þyrftum við eitthvað að endurnýja vélakost. í fyrra jókst framíeiðsluverð- mæti verksmiðjunnar um 100% og við seljum til flestra verslana um allt land. Ánð 1982 kvnntu LUlli VlU nýtt kex og hefur það líkað miög vel. Það heitir Lísukex og Bourbon- kex. Lísukexið er súkkulaðihúðað með kókósflögum en Bourbonkex- ið er kremkex með ýmsum bragð- tegundum. Við erum með vöru- kynningar á hverjum föstudegi á höfuðborgarsvæðinu og út á landi, árið um kring. Þetta hefur líkað mjög vel og ávallt mikill straumur fólks að sýningarbás okkar, til þess að fá að smakka Holtakexið, en með því kynnum við alltaf Braga- kaffið frá Akureyri. Við finnum greinilega að þessar kynningar og aðrar auglýsingar bera árangur, því stöðug aukning er á sölu þessara vara, og svo tala gæð- in auðvitað fyrir sig sjálf. Þessi kexframleiðsla okkar er að sjálfsögðu alíslensk iðnframleiðsla, með öllum þeim hagnaði sem þjóðarbúið nýtur af slíku. Hún er atvinnuskapandi og sparar dýr- mætan gjaldeyri, þannig að sá kaupandi sem velur Holtakex í inn- kaupakörfuna er vissulega að styðja íslenskt. Við reynum svo Baksturinn að byrja og deigið sett í ofninn. Takið eftir stœrðinni á pottin- um og manninum sem er að skafa deigið ofaní fœriband að ofninum. auðvitað að standa okkur bæði í gæðum og verði og með þeirri stöð- ugu framleiðsluráðgjöf sem við njótum teljum við að þessi fram- leiðsla okkar gefi erlendri fram- leiðslu ekkert eftir. Veljum því íslenskt og veljum Holtakex, með því kaupum við góða vöru og styrkjum þjóðarhagþ sagði Viðar Þorsteinsson að lokum. — G.T.K. Kexkökurnar lagðar til í pakkninguna. Kexverksmiðjan Holt: Hann er enginn smásmíði bakarofninn fyrir Holtakex. Hjá honum stendur Ingimundur Jónsson, verkstjóri kexverksmiðjunnar Holt.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.