Alþýðublaðið - 17.04.1984, Síða 22
22
Þriðjudagur 17. apríl 1984
Nói, Hreinn og Síríus
300.000 páskaegg
Hérna hjá okkur er mik-
ið að gera allt árið um
kring,“ sagði Þórir Har-
aldsson, verkfræðingur og
verksmiðjustjóri hjá Nóa,
Hreini og Síríus.“ T.d.
hefjum við undirbúning
að hinni svokölluðu
páskavertíð strax árið áður
með pöntunum á hráefni
og öðrum undirbúningi.
Enda eru ekki ráð nema í
tíma sé tekið, því við fram-
leiðum víst um 300.000
páskaegg fyrir þessa hátíð.
Strax að páskahátíðinni yfirstað-
inni, þá hefst áætlun framleiðsl-
unnar yfir sumarmánuðina, þegar
mikið er um frí og svo seinni part
sumars hefst undirbúningur jól-
anna. Þau páskaegg, sem við selj-
um núna byrjuðum við að fram-
Þórir Haraldsson, verksmiðju-
stjóri: Stjóraukin framleiðsla og
nýr vélakostur. Ljósm.: G.T.K.
leiða strax eftir jól. Þannig að í
rauninni er þetta stöðug framleiðsla
hjá okkur, enda er salan jöfn og
mikil alla daga ársins, þótt hún
aukist auðvitað um stórhátíðar.
Hjá okkur vinna um 125 manns
og erum við aðallega staðsettir á
tveimur stöðum í borginni. Þ.e. hér
á Barónsstíg 2 — 4 og reyndar erum
við með aðliggjandi hús líka, þ.e.
Skúlagötu 36 og Hverfisgötu 93.
Þetta hús er fimm hæðir og er allt
notað undir framleiðsluna, skrif-
stofur og hráefnalager.
Söludeildin er svo staðsett að
Suðurlandsbraut 4 og þar er einnig
lager fyrir fullunna vöru.
Verðmætasköpun er hér mikil og
heilladrúg fyrir þjóðarhag, eins og
annar iðnaður. Við erum algjörlega
í opinni samkeppni við erlenda
framleiðslu og get ég með ánægju
sagt að við höfum algjörlega staðist
þá raun. Við leggjum okkur fram
að vanda vöruna sem best, bæði
hráefnaval og vinnslu. Þá erum við
stöðugt að hanna nýjar pakkning-
ar, bæta útlit þeirra og frágang.
Á síðustu tveimur árum hefur
fyrirtækið endurnýjað allan véla-
kost í framleiðslu á súkkulaði og
Frábsrtv
furdulegt
ótrulegt
VYD40
áHttumspfaV
^öfastahluti.smv'.
^Tltne«ura^-verðuraðpr6fa.
^|kD40testhiáOlís.
\æs\ngar, lanrnr,
Fimar hendur pakka páskaeggjunum Ijúffengu ípoka. Ljósm.: G.T.K.
kexvörum. T.d. keyptum við nýja
formunarvél, sem við höfum hafið
notkun á í tveimur áföngum. fyrst í
júlí á síðasta ári og seinni áfangann
í febrúar á þessu ári.
Sem dæmi um þessa breytingu
má nefna, að í gömlu vélunum
framleiddum við um 500 kg af -
Pippi á dag, en núna getum við
framleitt um 3 tonn af þessari vin-
sælu vöru á dag. Þessi framleiðslu-
aukning tryggir einnig það, að vör-
ur okkar fáist alltaf í búðunum, en
seljist ekki upp af og til eins og áður
átti sér stað, vegna ollítillar fram-
leiðslugetu.
Þessi nýja vél gerir okkur einnig
kleift að stórauka fjölbreytni fram-
leiðslunnar, sérstaklega í fylltu
súkkulaði, sem verður ábyggilega
mörgum gleðiefni. Nýjar fram-
leiðslugreinar sjá brátt dagsins ljós,
enda höfum við nú þann besta véla-
kost sem völ er á í heiminum í dag.
Þetta eru þýskar vélar af Bindler—
gerð, en þess má geta að hið heims-
fræga breska fyrirtæki Cadbury
notar mikið vélar af þessari gerð.
Tölvur koma þarna til skjalanna
við stjórnun framleiðslunnar og
eykur það öryggið mikið.
Við höfum einnig endurnýjað
kexverksmiðju okkar, sem veldur
því, að nú getum við stóraukið úr-
valið í súkkulaðikexi. Aðeins til
þess að nefna dæmi þá bjóðum við
hið sívinsæla Malta kex okkar í
þægilegum bitum, pökkuðum í
poka, og svo hina stórvinsælu Bar-
ónbita, sem einnig fást í pokum.
Þá höfum við bætt aðstöðuna í
páskaeggjaframleiðslunni og kem-
ur það sér vægast sagt vel, því eins
og ég sagði áðan framleiðum við
hvorki fleiri nér færri en 300.000
páskaegg núna fyrir hátíðina, sagði
Þórir Halldórsson að lokum.
G.T.K.
BYKO
Alhliða
Jón H. Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri BYKO.
Ljósm.: G.T.K.
byggingavöru-
þjónusta
„Fyrir rúmum tuttugu árum eða árið 1962 var Bygg-
ingavöruverslun Kópavogs, BYKO stofnuð. Það voru
þeir Hjalti heitinn Bjarnason, byggingameistari og Guð-
mundur H. Jónsson, sem stofnuðu fyrirtækið, og í byrj-
un unnu þeir mest tveir við fyrirtækið. Tíu árum seinna
var flutt að Nýbýlavegi 6 með allar byggingavörurnar og
1980 var flutt hingað á Skemmuveginn með timbursöl-
una. Og núna vorum við að opna útibú í Hafnarfirði.
Þar fást allar vörurnar okkar byggingavörur, timbur og
plötur og steypustyrktarstál“.
Það er Jón H. Guðmundsson
framkvæmdastjóri BYKO sem hef-
ur orðið, þar sem við hittum hann á
skrifstofunni við Skemmuveginn.
„Núna vinna yfir 120 manns hjá
okkur og bara hérna á Skemmuveg-
inum erum við með 40.000 m2 undir
starfseminni. í allt er BYKO með
50.000 — fimmtíu þúsund fermetra
undir starfseminni eða fimm hekt-
ara svo varla er ofsagt að fyrirtækið
hafi dafnað og blómgast.
Hérna leggjum við sérstaka á-
herslu á það, að allur aðgangur að
vörunum sé góður og að hér fáist
bókstaflega allt til byggingarstarf-
seminnar á samkeppnishæfum
verðum.
Með hinu nýja útibúi í Hafnar-
firði viljum við sérstaklega bæta
þjónustuna við þau svæði, bæði
Hafnarfjörð og nágrannasveitafé-
lögin. í Hafnarfirði og þar í kring
eru núna sérstaklega aðlaðandi
byggingarsvæði og svo sannarlega
er það ekki síðri valkostur en t.d.
Grafarvogssvæðið“, sagði Jón H.
Guðmundsson að iokum.
G.T.K.