Tíminn - 17.03.1967, Side 27

Tíminn - 17.03.1967, Side 27
FÖSTUDAGUR 17. marz 1967. TIMINN Gísli Guðmundsson: Nf heimili — af verkefni íbúum þessa lands fjölgar um 14 af þúsnndi eða nú nálægt 1500 manns á hverju ári. Sú tala vex þó vitanlega jafnt og jþétt. Hvað þýðir þessi árlega fólksfjölg- un um 1500 manns? Hún þýðir meðal annars nýtt og alvarlegt viðfangsefni fyrir þá er landinu stjórna. Hún þýðir það, að á hverju arf þurfa að skapast lífsskilyrði fyrir þessi 1500 manns, og hún þýðir það, að á hverju ári þurfa að geta orðið til í landinu 400— 500 ný heimili. Fyrir þessi 400— 500 heimili þarf ný húsakynni til viðbótar þeim, sem fyrir eru, og fvrir þau þarf nýja arðgæfa vinnu, sem nægir til að standa straum ac Lífsnauðsynjum þeirra. En þar er fleira að segja. Hin unga kynslóð, sem nú er að myr.da hin nýju heimili, þarf meiri og arðgæfari verkefni en þau, sem gömlu heimilunum nægðu. Kröf- urnar til lífsins Mafa vaxið, og þær minnka tæpast aftur, svo framarlega, sem þjóðin á sér fram tíð.Og um flestar þeirra má segja, að þess er ekki óskandi, að þær minnki. Því að mikið af hinum nýju lífskröfum ungu kynslóðar- innar stendur í beinu sambandi við vaxandi menningu og nýja þekkingu manna á því, sem í heim inum býr. í>að fer vei á því, að kosningar- réttur hinnar ungu kynslóðar og áhrif hennar á málefni þjóðarinn- ar skuli vera aukin einmitt nú, þegar þörf hennar á að tryggja framtíð sína er að verða svo sér- stáklega knýjandi. Því verður ekki með rökum neitað, að einmitt framtíð unga fólksins nú er mjög ískyggileg, ef ekkert er að gert af þjóðfélagsins hálfu. E,f efcki er höfð fyrirfhyggja um að sinna málum þess nú, standa fyrir dyr- um vaxandi vandræði samhliða fólksfjölguninni. Unga kynslóðin í sveitunum, sem ekkert heimili getur eignast þar, leitar til bæj- anna. í bæjunum hittir hún fyrir sér jafnaldra sína, sem eru fæddir og standa uppi með samskonar áhyggjur um sína eigin framtíð. Á þennan hátt hefir myndazt hið ægilega atvinnuleysisböL erlendra stórborga. VonLaus tilvera millj- óna af æskumönnum, sem verða að þreklausum kararmennum í blóma lífs síns. Framsóknarifi'okkurinn hefur gert sér það Ijcjst, að hér þarf að bregða skjótt við og það með fullu skipulagi og fyrirhyggju. Þar duga engin skjálfandi handtök áttaviltra manna, sem halda að „náttúrulögmáLin“ lækni allt af sjálfu sér. Það þarf að gera þær ráðstafanir, sem lífið heimtar. Þegar reynslan sýnir, að þess þarf með — og það hefir hún þegar sýnt — verður þjóðfélags- heildin að veita hinni uppvaxandi kynslóð hjálp tii að mynda hin nýju heimili og skapa hin nýju verkefni. Þetta þarf að gerast bæði til sveita og sjávar. Þannig verður hjálpin þjóðfélaginu auðveldust, og þannig má vænta, að hún borgi sig bezt. Og allar slíkar ráðstaf- anir þjóðfélagsins verður að miða við, að þær borgi sig, að þær verði ekki neinn raunverulegur skattur á þau verðmæti, sem fyrir eru, heldur komi fram sem aukin hag- nýt vinnuorka í landinu, sem tryggir líf nýrra manna. Starfsgrundvöllur Framsóknar- flokksins við heimilafjölgun í sveit unum, er lagður með tiilög- um þeim um samvinnubyggðir, sem þegar eru fram komnar. Með því að leggja fram meiri- hluta stofnkostnaðar við landnám ið og haganlegt land til ræktun- ar á þjóðfélagið að rétta ainum ungu vinnufúsu bændabörnum höndina til samstanfs. Það er ekki um neinar gjafir að ræða heldur skynsamlegt framkvæmanlegt fyr- irkomulag, sem gefur möguleika til starfs. Skipulagning þvílíkra byggða, hið ódýrasta fyrirkomu- lag, sem unnt er að fá með rann sókn og reynslu, aðstaða til sam- gangna og möguleikar til sam- starfs og sameiginlegrar notkun- ar verklegra og andlegra menn lngartækja, sem eru strjálbýiinu ofurefli sökum kostnaðar, á að ryðja þá leið til nýrra og bættra líifskjara, sem æska sveitanna með Mlum rétti vill fara og enginn mannlegur máttur getur hindrað hana í að leita að. í bæjunum mun, ef Framsókn- arflokkurinn fær að ráða, verða farin hliðstæð Ieið. — Fyrsta við- leitnin til að byggja upp hina ó- dýru bæi framtíðarinnar á íslandi, er þegar hafin af Framsóknar- mönnum í löggjöf og framkvæmd með lögunum um byggingarsam- vinnufélög og verkamannabústaði og hinu fyrstu framkvæmdum í höfuðstaðnum. En í atvinnumynd- un handa hinni nýju kynslóð bæja og þorpa þarf á samskonar ráð- stöfunum að halda. Einkarétt- ur „einkafyrirtækjanna" til veltu- fjárins verður að hverfa úr sög- unni. Lán til atvinnurekstrar á að miða við atvinnuþörf en ekki gróðaþörf. Þjóðin eða lánsstofn- anir hennar þurfa enga smákónga — miLliliði til að tryggja ávöxt- un og endurgreiðslu. Engin trygg- ing er eins önigg og vinnuafl startfandi manna í skipulögðum félagsskap, þar sem hver ber rétt- an hlut frá borði í hlutfalli við afrakstur vinnunnar. Og enginn tryggir eins ílla veltufé sitt og það þjóðfélag, sem er svo hirðu- laust, að láta starfhæfa menn vanta verkefni. En jafnframt því sem Eram- sóknarfiokkurinn vinnur að þvi að auka verkefnin innan þeirra at- vinnugreina, sem til eru í land- inu, gerir hann sér það ljóst, að mikia áherzlu verður að leggja á stofnun og efling nýrra atvinnu- greina. Fábreytni atvinnulífsins hér á landi er þjóðarböl. Það er glapræði og áhætta að ætla að byggja framtíð þjóðarinnar á hin- um fornu framleiðslugreinum, kvikfjárrœkt og fiskveiðúm, ein- um saman. Þess vegna hefur Fram sóknarflokkurinn tekið iðnaðar- málin upp í fyrstu röð á hina nýju starfskrá sina. Á lausn þeirra mála veltur m.a. mikið um markaðsmöguleika landibúnaðarins og á henni mun einnig jafnhliða byggjast fuUnæging atvinnuþarf- arinnar í kaupstöðunum. í baráttunni fyrir verkefnum handa hinni ungu kynslóð, er við tvö sterk andstöðuöfl að etja. Annars vegar við byltingarmenn þá, sem beinlínis hugsa sér að fórna framtíð og velferð þeirrar æsku, sem nú er að vaxa upp, fyrir ímyndaða framtíðarúrlausn fyrir seinni tíma kynslóðir. Þess- ir menn vinna á móti öllum nm- bótum á núverandi þjóðskipulagi, af því að þeir telja, að þær tefji fyrir því, að mannfélagsbygging- in hrynji og loftkastalar verði reistir á rústum hennar. Hins veg- ar hið hugsunarlausa og eigin- gjarna hagsmunastrit þeirra manna, sem tryggt hafa sjálfum sér eða búast við að geta tryggt sér viðunandi aðstöðu án þess að nokkuð sé aðlhafst. En hvorugir þessara aðila eiga að hafa leyfi til að bera ábyrgð á því að 1500 mannslífum á ári sé varpað út í úrræðavana auðnu- leysi. Það er á valdi .ungu kjós endanna í landinu að neita þeirri ábyrgð og fela mál sín Framsókn- arflokknum, sem viðurkennir rétt- látar kröfur þeirra og ætlar sér að skapa ný heimili og ný verk efni fyrir nýja og betri þjóð. Gísli Guðmundsson. í TILEFNI AF HÁLFRAR ALDAR AFM/4LI TÍMANS ISENDUM VIÐ BLAÐINU OKKAR BEZTU ÁRNAÐARÓSKIR ÁBURÐARSALA RÍKISINS ÁBU RÐARVERKSMIÐJAN H.F. Gísli Guðmundsson var ritstjóri Tímanns fullan áratug, eða frá 1. janúar 1930 til 26. október 1940, fyrst einn eða til 17. sept. 1938, er Tíminn var stækkaður eftir að Nýja dagblaðið hætti að koma út, Og ‘Þórarinn Þórárinsson varð meðritstjóri hans. Síð- asta árið var Gísli þó mjög frá störfum vegna siúkleika, og þegar hann náði heilsu aftur, treystist hann ekki til þess að ganga í eril blaðamannsins að nýju og óskaði að láta af starfi. Gísli Guðmundsson er fædidur 2. des. 1903 að Hóli á Langa- nesi í Norður-Þingeyjarsýslu sonur Guðmundar Gunnarssonar bónda þar og konu hans Kristínar Gísladóttur. Hann varð stúd- ent í Menntaskólanum í Reykjavík 1926 og stundaði nám í ís- lenzkum fræðum við Háskólann árin 1926—28. Gísli var einnig ritstjóri Nýja dagblaðsins árin 1934—36, kennari við Sam- vinnuskólann um skeið og alþingismaður Norður-Þingeyinga 1934—35 og einnig 1949 og síðan, eða þingmaður Norðurlands- kjördæmis eystra síðan 1959. Gísli hefur gengt Ijölmörgum trún- aðarstörfum í þingnefndum og öðrum opinberum nefndum, svo og fyrir hérað sitt. Mikil ritstörf liggja og eftir hann utan blaða Framsóknarflokksins og má nefna rit um Samband ísl. samvinnufélaga og rit um Norður-Þingcyjarsýslu í Árbók Ferðafélags fslands. Á Alþingi hefur Gísli verið mjög athafna- mikill um löggjafarstörf og flutt fjölda merkra frumvarpa á löngum þingferli. Hann hefur lengi borið mjög fyrir brjósti haldbærar ráðstafanir til þess að auka iafnvægi í byggð landsins og barizt fyrir þeirri stefnu í ræðu og riti. Gísli Guðmundsson er ágætlega ritfær maður og listfengur á íslenzkt mál. Stjórnmálaskrif hans einkcnnast af skarpri rök- vísi. Gísli hafði um stunid annazt ritstjórn Tímans í veikinda- forfölluni Jónasar Þorbergssönar 1928 og fórst það svo vel kornungum, að hann þótti sjálfsagður eftirmaður Jónasar Þor- bergssonar. Á ritstjórnarárum Gísla einkum framán af reyndi mjög á festu og gerhygli Gísla, þar sem Tíminn var ekki orðinn eign flokksins þá og því ekki undir beinni yfirstjórn flokksstjórnar innar, en ágreiningur var verulegur í flokknum á þessum ár- um. Reyndi því mjög á ritstjórann um mótun þeirrar stefnu, er blaðið skyldi fylgja og var oft vandratað í sviptivindum. Gísli Guðmundsson stóðst þá raun með sérstökum ágætum, hélt uppi rismikilli málefnasókn sem hann mótaði af víðsýni og djörfung. Margar afburðagóðar stjórnmálagreinar um dægurmálin er að finna eftir Gísla í Tímanum, en þó mun honum meir að skapi að ræða um þjóðmálin í stærri ramma og með víðari sýn bæði til sögu og framtíðar og meta mál eftir góðri yfirsýn fremur en viðhorfi dagsins. Við höfum valið þá grein, sem hér fylgir, með hliðsjón af þessu. Ýmsar greinar Gísla eru vafalaust snjallari, en hér ræðir hann stórmál, sem var í brennipunkti dagsins, þegar hún var rituð, en hann fjallar um málið í ljósi mikilvægis þess fyrir langa framtíð. Hér skýrir hann af glögg- skyggni sinni og ritleikni eitt mikilvægasta baráttumál Fram- sóknarflokksins fyrr og síðar. A. K.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.