Tíminn - 17.03.1967, Blaðsíða 7

Tíminn - 17.03.1967, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 17. marz 1967. TIMINN 7 í ársbyrjun 1927 lét Sigurgeir Friðriksson, bókavörður af um- sjónarstarfi fyrir Tímann, og tók Ranniveig Þorsteinsdóttir við. Ann aðist hún síðan fjárreiður Tímans og umsjón ailt til ársins 1983, og var afgreiðsla blaðsins þá oftast í Lækjargötu 6. Tryggvi 'hvarf frá ristjórn Tim ans í ágústlok 1927, er rífeisstjórn hans tók við völdum. Hallgrímur Halilgrímsson, bóka vörður, sem töhuvert hafði starf að í félögum Framsófenarmanna í Reykjavík um hríð og meðai ann ans skrifað töluivert í Tlimann, einkum um erlend málefni í rit stjórnartíð Tryggva Þórhallsson- ar, hljóp nú undir bagga og ann aðist blaðið í tvo mánuði, meðan nýr frambúðarritstjóri var fund- inn. Hallgrímur var ritfær mað- ur og starfsamur, glöggur á menn og málefni, og 'honum var sér- staklega lagið að setja fram kjarna máls í mjög stuittu og glöggu máli. Jónas Þorbergsson hafði verið ritstjóri Dags síðustu sjö árin við ágætan orðstír og fyirir löngu unnið sér álit sem mjög ritfær maður og festumikili og skelegg ur sækjandi ýmissa nytjamála. Er til dæmis við brugðið, hve sfeöru lega hann barðist fyrir byggingu Kristneshælis og átti manna drýgst an þátt í því að mynda þau sam- töfe um málið, er komu því í höfn. Það var því mjög eðlilegt, að menn staðnæmdust við Jónas, þegar ritstjóra vantaði að Tím- anum. Jónas var ráðinn og tók við blaðinu 8. okt. 1927. Tíminn breyttist efeki teljandi að formi eða stærð um þetta leyti, en þó varð nú sá munur á, að Tíminn varð stjórnarblað í stað stjórnarandstöðu. Jónas Þorbergs- son tók upp þá nýbreytni um næstu áramót að rita ítarlega ára mótagrein um viðburði og stjórn málaþróun á liðnu ári. Munu rit- stjórar Tímans síðan hafa gert það oftast, unz sú venja komst á, eftir að Framsóknarflokkurinn var orðinn beinn útgefandi Tím- ans, að formaður flokksins gerði það. Jónas Jónsson skrifaði enn mest í Tímanum að frátöldum rit- stjóranum. Jónas Þorbergsson var rit- stjóri Tímans til ársloka 1929, en 1. janúar 1930 varð Gísli Guð mundsson ritstjóri blaðsins. Gísli hafði áður annazt ritstjórn Tím- ans stuttan tíma í sjúkleika Jón- asar Þorbergssonar og þótti þeg ar halda svo vel á penna þar; að sjálfgefið væri að leita til hans, er Jónas var settur í embætti útvarpsstjóra og falið að undir búa og móta stofnun ríkisútvarps ins. Útgáfa Tímans var töluvert auk- in 1930, og komu út nær 80 venjuleg blöð, en auk þess stórt, litprentað, myndskreytt og fjöl breytt Alþingishátíðarblað, og þar að auki voru gefin út 9 aukablöð, er komu einu sinni í mánuði. Fluttu þau ýmislegt fræðandi og skemmtandi efni og mikið af mynd um. Á þessu ári er farið að birta töíuveri af myndum í blaðinu, enda var prentmyndagerð Ólafs Hvanndal þá orðin tíu ára, en hann var brautryðjandi prent- mvndagerðar hér á landi. Árið 1931 var mikið umbrotaár í stjórnmálunum. Hinn 13. apríl rauf Tryggvi Þórhallsson þingið, svo sem kunnugt er, og hófst þá 'hin mesta orrahríð. Tíminn beitti sér af vaxandi skerpu í stjórnmál unum, og má það gerla sjá á yfir bragði blaðsins. Fyrirsagnirnar stækka, og þeim fjölgar. Stærra letri er beitt til áherzlu, og deil an um kjördæmaskipunina var mál málanna. Þá birti Tíminn með myndarlegum hætti í máli og myndum yfirlit um framfarasókn íislendinga í stjórnartíð Framsókn arflokksins árin 1927—30, meðal annars með línuritum, sem fátíð voru í blöðum. Fjöldi mynda var birtur af skólum, brúm, vegum, bændabýlum og hafnarmannvirkj- um. Kosningabaráttan var hörð, og sigur flokksins í kosningunum góður sem kunnugt er. Á þessu ári urðu aðalblöð Tímans nær áttatíu og nokkur aukablöð komu út, er voru á þessu hápólitíska ári að mestu helguð stjórnmálum. Þeg ar líður á árið setja skrifin um ógndr heimskreppunnar, sem dundi yfir landið, æ meiri svip á tolaðið, og var svo einnig næsta ár. Árgangur Tímans 1932 er fá- toreyttari og svipminni en næstu tveir árgangar á undan, enda hart í ári, og komu ekki út nema 01 blað og engin aukablöð. Hið sama má segja um árganginn 1933 og urðu blöðin 57, og hin næstu ár allt til haustdaga 1938, er veru- leg breyting verður á. En til þessa lágu eðlilegar á- stæður. Framsóknarmenn hófu ár- ið 1934 að gefa út dagblað í Reykjavík — Nýja dagblaðið og kom það út á fjórða ár, eða fram á haust 1938. Ætlunin mun hafa verið, að flokkurinn ætti tvö blöð í höfuðstaðnum, og væri dagblað- ið einkum ætlað þéttbýlinu, en vikublaðið dreifbýlinu, þar sem dagblað mundi þar koma að litl- um notum vegna tregra sam- gangna, sem þá voru. Nýja dag- blaðið var myndarlegt og fjör- legt dagblað, sem flutti mikið af stuttum fréttum, myndum og auglýsingum. í bókinni „Sókn og sigrar“ seg ir Þórarinn Þórarinsson svo um Nýja dagblaðið: „Nefnd sú, sem stjórnmálanefnd (þ.e. flokkSþingsins) fól að vinna að útgáfu dagblaðs, leysti starf sitt fljótt og vel af hendi. Hún stofnaði Blaðaútgáfuna h. f. og safnaðist allverulegt hlutafé á skömmum tíma. Hið nýja blað hóf göngu sína 28. okt. 1933 með dr. Þorkatli Jóhannessyni sem rit stjóra og i Vigfúsi Guðmundssyni sem framkvæmdastjóra. Ritstjórar Tímans og Framsóknar, Gísli Guð- Magnús Stefánsson framkv.stjóri Timans og Nýja Dagblaðsins 1936 og '37 mundsson og Arnór Sigurjónsson, skiptust á um að skrifa stjórn- málagreinar blaðsins. Þar sem Nýja dagblaðið var prentað í sömu prentsmiðju og Tíminn, Acta, notaði Tíminn allniikið grein ar Or því og varð að verulegu leyti eins konar vikuútgáfa þess. Samstarfið um Nýja dagblaðið rofnaði þó fljótlega, en það hélt áfram að koma út næstu fimm árin og styrkti ótvírætt afstöðu Franisóknarflokksins í Reykjavík og víðar. Þorkell Jóhannesson lét af rilstjórn þess í apríllok 1934 og tók þá Gísii Guðmundsson við henni og hafði hana á hendi til 29. ágúst 1935. Hallgrímur Jón- asson var meðritstjóri Gísla frá 1. okt. 1934 til 23. apríl 1935, og Si'gfús Halldórs frá Höfnum var imeðritstjóri Giísla frá 22. 'maí til 29. okt. 1935. Þá tók Sigfús einn við ritstjórninni og gegndi því stanfi þangað til í marz 1936, en þá varð Þórarinn Þórarinsson ritstjóri blaðsins og gegndi því starfi þangað til blaðið var sam- einað Tímanum í september 1938. Nýja dagblaðið sætti mikilli and spyrnu andstæðinganna, er það hóf göngu sína. Skipulagt var aug- lýsingabann á blaðið og því send margvísleg hótunarbréf og einnig þeim, er veittu því fyrirgreiðslu eða auglýstu í því. Blaðið vann sér þó fljótt verulega fótfestu, sem því tókst að halda. Hins vegar varð útgáfa þess til þess að rýra tekjur Tímans og auka halla hans. Blöðin voru því sameinuð haustið 1938“. Magnús Stefánsson tók við fram kvæmdastjórn Nýja dagblaðsins af Vigfúsi Guðmundssyni og annað- ist rekstur þess þangað til það ar lagt niður,, og einnig rekstur Tím- ans. í janúar 1937 réðst Jón Helga son frá Stórabotni biaðamaður við Nýja dagblaðið, og var hann eini blaðamaðurinn við það auk rit- stjóranna. Hann starfaði síðan við blaðið til loka og hvarf þá til starfa við Tímann og var þar lengi fréttaritstjóri og síðan ritstjóri. Vorið 1938 ákvað miðstjórn Framsóknarflokksins að sameina Nýja dagblaðið Tímanum, en stækka hann og breyta honurn um leið. Haustið 1936 hætti Prent- smiðjan Acta störfum, en ný prentsmiðja hafði verið stofnuð í september 1936 og byggði hún prentsmiðjulhús við Lindargötu. Tók hún við prentun Timans í nóvember 1936. Fyrsta blað af hinni nýju og auknu útgáfu Tímans kom út 17. sept. 19íj8, og voru þeir ritstjórar Gísli Guðmundsson og Þórarinn Þórarinsson. Framsókn arflokkurinn er nú skráður útgef andi Maðsins. Níu menn kjörnir af miðstjórn flokksins mynduðu blað stjórn og önnuðust útgáfuna fyrir flokksins hönd. Formaður blað- stjórnar var formaður flokksins, Jónas Jónsson. Blaðið var í svipuðu broti og áður og fjórar síður, en skyldi koma út að minnsta kosti þrisvar í viku. Efnisskipun öll fékk nú fastara snið, leturbreyting- ar voru meiri. Þá var og tfckin upp sú fasta venja að hafa forystugrein á ákveðnum stað á innsíðum blaðsins, en sú ven a hefur haldizt síðan. Á for- síðu voru fréttir, innlendar og erlendar. Þar var og þátturinn Á krossgötum — smáfréttir hvað anæva af landinu. Þá vár tekin upp,jneðanmálsgrein á annarrj.og þriðTú síðu, oftast einhver. aðsend áðalgrein ofar á þriðju siðu, en smágreinar um bækur. íþróttir og ALMNGIS- HÁTJÐIN Alþingishátíðarblað Tímans 1930 — prentaðri kápu. sitthvað fleira á þriðju síð», Jto og auglýsingar. Framhaldssagan varð þá einnig fastur þáttur í blaðinu. Á fjórðu síðu voru ýmsar smágreinar, molar, auglýsingar og framhöld greina. Tíminn varð við þessa breytingu mikui skipulegra og fjölbreyttara blað en áður og reynt var með þessum hætti að sameina eftir því sem kostur var, kosti vikublaðs og dagblaðs. Reynslan varð þó sú á næstu árum, að þetta var ýmsum annmörkum háð, og oft var haft á orði. að þetta væri hálfgerð vandræðalausn á blaðaútgáfu flokksins, og miklu ákjósanlegra hefði verið, ef unnt hefði reynzt að halda útgáfu dagblaðsins áfram. Fljótlega var og farið að erja jarð veg þess að gera Tímann að dag- biaði. þó að það yrði ekki fyrr en níu árum síðar. Tíminn flutti og ritstjórnarskrifstofur sínar í Eddu húsið við Lindargötu með þessari breytingu og hefur haft þar bæki- stöð síðan. f þessu formi kom Tíminn út næstu árin með litlum breyting- um, oftast 159—160 blöð á ári. Hinn 26. október 1940 lét Gísli Guðmundsson af ritstjórn en hann hafði þá verið sjúkur um hríð, og þótt heilsa hans væri þá aftur mjög að batna, treystist hann ekki til þess að halda áfram erli blaða- mennskunnar. Varð Þórarinn þá einn ritstjóri blaðsins, og stóð svo nokkur ár. Á fiokksþingi í apríl 1944 var Hermann Jónasson kjörinn formað ur Framsóknarflokksins, svo og í blaðstjórn, og varð hann þá for- maður hennar, en aðrir í blað- stjórninni með honum voru Ey- steinn Jónsson, Guðbrandur Magn ússon. Jón Árnason, Jónas Jóns- son, Sigurður Kristinsson, Stein- grímur Steinþórsson, Vigfús Guð- stórt og fjölbreytt a3 efni me3 Ilt- mundsson og Vilhjálmur Þór. — Guðmundur Tryggvason tók um þær mundir við framkvæmdastjórn blaðsins og annaðist hana um skeið. Hinn 10. nóv. 1944 breytti Tíminn enn um form og stækk- aði. Varð nú hvert blað átta síður í sama broti og áður, en kom aðeins út tvisvar í viku. Þótti slíkt þægilegra og betra til skipulags fjölbreyttara biaðs. Komu nú til nýir þættir, svo sem „Raddir nágrannanna“, smápistlar úr öðr- um blöðum, þáttur um listir og bókmenntir, þátturinn Á víðavangi og Borðstofuhjal, en það var smá- leturspistili um daginn og veginn. Þá má sérstaklega nefna þáttinn Erl.inr yfirlit, sem þá hófst í blað- inu, en hann hefur haldizt æ síðan í umsjá Þórarins Þórarins' sonar og oftast ritaður af hon- am. Um þetta leyti var fjölgað blaða- rnönnum við ritstjórnina. Guðni Þórðarson réðst til blaðsins árið 1945 og starfaði síðan við það fram undir 1960, síðast sem fram- kvæmdastjóri þess. Með komu Guðna að blaðinu hófst sjálfstæð Ijósmyndaþjónusta þess, því að Guðni var jafnframt ljósmyndari blaðsins. Færðist það og í auk- ana, að blaðamenn fóru út um land að heyja sér frásagnar- efni, og vann Guðni mjög að því á næstu árum, og birtust oft í blaðinu eftir hann, einkum eftir að það varð dagblað, frásagnir með myndum af ýmsum stöðum á landnm og atvinnulífi þar, svo og viðtöl við fjölda manna. Var hér um að ræða nýja efnisþætti í blað inu og urðu þeir mjög vinsælir og gerðu blaðið fjölbreyttara. Halldór Kristjánsson frá Kirkju bóli réðst blaðamaður að Tíman- um .1946 og starfaði þar til 1951.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.