Tíminn - 17.03.1967, Blaðsíða 8

Tíminn - 17.03.1967, Blaðsíða 8
8 TÍMINN FÖSTUDAGUR 17. marz 1967. lÍIÍlÍlll! en sérstakur auglýsingastjóri var ráðinn snemma árs 1948, Áskell Einartson, og gegndi hann því starfi til 1956. Hjálmtýr Péturs- son tók síðan við framkvæmda- stjórn blaðsins og annaðist hana nokkur missiri. Afgreiðslumaður blaðsins var Eiríkur Erlendsson, og gegndi hann því starfi mörg ár. Á undan Eiríki höfðu verið afgreiðslumenn blaðsins um skemmri eða lengri tíma Gunnlaug ur Pétursson, Arnaldur Jónsson, sem var einnig blaðamaður við Tímann um skeið, Þórður Þor- steinsson og Torfi Torfason. Tíminn vann sér á næstu árum mjög gott álit sem innlent frétta- blað. Hann réð sér fréttaritara þá þegar í öllum bæjum og kaup- túnum landsins og mjög mörgum sveitarhreppum, og hafði næstu árin um eða yfir hundrað inn- lenda fréttaritara. Var þetta sjálf- boðaliðsstarf lesenda Tímans og stuðningsmanna honum alveg ó- metanlegt, og hefur svo verið æ síðan og fær Tíminn varla full- þakkað það, og forráðamenn blaðs- ins hrfa oft fundið til þess, að þessa mikilvægu hjálp skuli ekki hafa verið unnt að launa sem vert væri. í febrúar 1948 réðst Andrés Kristjánsson blaðamaður að Tím- anum og hefur starfað við blaðið síðan. Tíminn var með svipuðu sniði næstu árin, en efldist þó að ýmsu leyti, fréttaflutningur batnaði, nýir iþættir koiiiu til, ög úbreiðslan fór vaxandi smátt og smátt. Hall- ur Símonarson réðst til blaðsins árið 1950 og ritaði fyrst og fremst um íþróttir, bridge og skák í blað ið, en vann auk þess algeng blaða mannastörf. Annaðist Hallur síðan íþróttasíðu í blaðinu mörg ár, en á síðustu árum hefur hann eink- um unnið að umsjón með umbroti blaðsir.s. Jókst fjölbreytnj blaðsins að mun við þætti hans. Indriði G. Þorsteinsson réðst blaðamaður að Tímanum í apríl 1951 og starfaði þar síðan, nema nokkur misseri, sem hann var við Alþýðublaðið. Hann skrifaði fram an af einkum fréttir. Sigurjón Guðmundsson hefur lengi verið mikill stuðningsmaður Timans, bæði átt lengi sæti í blað stjórn og verið gjaldkeri flokksíns og því látið mál blaðsins mjög til sín taka. Hann var framkvæmda stjóri blaðsins frá 1951 þangað til Guðni Þórðarson tók við 1957. Skömmu eftir að Tíminn varð dagblað, fékk hann þýzkan fjar- ritara og samdi við norsku frétta- stofuna NTB um not frétta henn- ar. Var það erlend fréttalind blaðsins um hríð, en síðan hefur tækni þessi batnað að mun, enda annast Landsíminn móttöku fyrir öH blöðin með tækjum, sem hann leigir þeim. f júlí 1953 hvarf Jón Helgason frá Tímanum, og gerðist litlu síðar ritstjóri Frjálsrar þjóðar. Síðla árs 1954 keypti Tíminn þýzka myndamótavél. Var þetta alveg sjálfvirk vél, tæknileg ný- ung, sem var að ryðja sér til rúms. Aður höfðu myndamót í blaðið verið gerð úr málmi með tækjum hins gamalþróaða iðnað- ar, sem að miklu leyti var hand- verk. Nýja vélin gerði myndamót úr plasti. Þessi vél og síðari þróun hefur gerbreytt myndamótagerð- inni fyrir blaðið. Hún var miklu fljótvirkari og mótin urðu til muna ódýrari og unnt að vinna þau svö áð segja í ritstjórnarskrif stofum blaðsins. Myndamótin Hann skrifaði einkum um stjórn- mál ásamt Þórarni Þórarinssyni, en einnig töluvert um bækur og ýmis almenn mál. Hann hefur og fyrr og síðar sent Tímanum margar greinar um ýmis efni. Guðmundur Tryggvason var framkvæmdastjóri blaðsins þessi ár. Hinr. 7. nóv. 1947 verða enn VIGFUS GUÐMUNDSSON nokkrum sinnum forsjárm. blaðsins þáttaskil í sögu Tímans, og lík- lega hin mikilvægustu, er hann var gerður að dagblaði, eins og að hafði verið stefnt hin síðari ár. Prentsmiðjan Edda hafði þá feng ið nýjan og aukin vélakost miðað an við það að geta unnið dagblað. f ávarpsorðum blaðstjórnar Tím- ans er gerð nokkur grein fyrir þessu skrefi og segir svo meðal annars: „Á síðasta flokksþingi var sam- ykkt svohljóðandi ályktun: „Flokksþingið ákveður, að Tím- anum verði breytt í dagblað á næsta ári eða strax og tæknileg- ar ástæður leyfa“. Flokksþinginu var ljóst að mikið átak þyrfti til þess að standast aukinn kostnað vegna þessara breytinga á blaðakostinum. Ákváðu menn á á flokksþinginu, að ný fjársöfnun skyldi fara fram meðal flokksmanna um land allt og annarra, sem stuðla vildu að blaðaútgáfu flokksins. Bundust menn jafnframt samtökum á flokksþinginu um að styðja þessa nýju söfnun. Að fjársöfnuninni hefur verið unnið af miklu fjöri og áhuga. í dag kemur fram árangur þessa starfs. Tíminn kemur nú út í nýjum búningi — átta siðu dag- blað. Þórarinn Þórarinsson var einn ritstjóri blaðsins enn um sinn, en Jón Helgason varð fréttarit- stjóri, enda hafði hann haft stjórn fréttastarfsins með höndum und- anfarin missiri. Htð nýja dagblað var allfjöl- breytt að efni. Miklu meiri áherzla var nú lögð í fréttir og myndir en áður, uppsetning þeirra með dagblaðssniði og bæði forsíða og baksíða lagðar undir þetta efni. Á innsíðum blaðsins héldust ýmsir þættir, sem áður höfðu verið í blað- inu, en nýir bættust við, til dæmis dagbók" með stuttum daglegum fréttum og ýmissi vitneskju um almenna þjónustu sem hverjum lesenda er nauðsynlegt að geta gengið að á vísum stað. Bætt var við feitletruðum smágreinadálki ritstjórnar um landsmál og dægur mál. Auglýsingar jukust að sjálf- sögðu verulega. Vigfús Guðmundsson var fram kvæmdastióri Tímans fyrsta miss- irið eftir dagblaðsstofnunina og annaðist einnig auglýsingasöfnun, Fyrsta blað Tímans, er hann kom út i breyttu formi þrisvar í viku 1938 voru fyrst í stað nokkru venri en gömlu málmmótin, og varð myndaprentun ekki eins góð, en þessi tækni fór sífellt batnandi á næstu árum. Nú á Tíminn þrjár myndamótavélar af þessari gerð og ýmis önnur hjálpartæki. Áskell Einarsson, auglýsingastjóri blaðs ins, beitti sér mjög fyrir þessum vélakaupum, en Guðjón Einarsson, prentari tók fljótlega að sér þenn an þátt í gerð blaðsins, kynnti sér þessar vélar miög vel og hefur nú í áratug veitt myndamótagerð og Ijósmyndastofu Tímans for- stöðu. Á Tíminn nú góð Ijósmynda tæki, góðar myndamótavélar og, mikið myndamótasafn vel skipu lagt, filmusafn og Ijósmyndasafn. Hefur tilkoma myndamótavélanna stórbætt aðstöðu blaðsins. Á und- Framhaid á bls. 11. GUÐMUNDUR TRYGGVASON framkv.stjóri á árunum eftir 1940 GUÐNI ÞÓRÐARSON blaðamaður og framkvæmdastjóri eirikur ERLENDSSON lengi afgreiðslumaður. Prentsmiðjuhús Eddu. Lindargötu 9a, þar sem Timinn hefur og hefur lengi haft aðsetur. «*• ríminn stækkar ^*:^ ékemur út i fleirí eintökum n nokkurt annað isl. blað •fni htnj (Mj rrrnn rinibr>r<ur« h«fi ta" am tiknbtnn.im málannkkar aunrta i ák mrflnmál háhá h viöavangi Jctn B. Waag Urt«n»« Vcröiir styrjöld afstýrt? Á MILU VIKUBLAÐS OG OAGBLAÐS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.