Tíminn - 17.03.1967, Blaðsíða 43

Tíminn - 17.03.1967, Blaðsíða 43
FÖSTUDAGUR 17. marz 1967. TÍMJNN v ' <\ &. ' ' i ■ j í : . ... j\ Afgreiðsla og dreifing afbragðsgóðu nesti sínu og kaffi í krús. Handsetjararnir hafa þann starfa að brjóta um blaðið, sem kallað er, það er að segja setja upp fyrirsagnir og auglýsingar og Sigurður Brynjólfsson raða efninu inn í blaðið eftir fyrir sögn blaðamanns. Þetta er einnig œrin og uppiihaldslítill starfi, þarna þarf að hafa þúsund smáatriði í huga og au£a á hverjum fingri ef vel á ag fara í umbroti, og hand- setjarar Timans spara sér enga fyrirhöfn til að tryggja það að Tíminn líti sem bezt út. Með nýrir prentunaraðferð bættist svo við þennan starfa að þrykkja hverja letursíðu í pappamót, sem svo fer fram í steypugerðina, þar Signý Ólafsdóttir sem síðan er steypt eftir pappa- mótinu áður en hún er látin inn í prentvélina sjálfa. Þetta hefur verið kallað að prega en mundi kannski vera réttara að kalla að fergja, en jafnframt umbrotinu ann ast þeir Gestur G. Árnason, Örn Einarsson og Sigurður Fossan, fergjunina. Um afköst prentsmiðj- unnar geta þeir svo dæmt, sem hafa Tímann annars vegar, oft í 24 siðum, auk Sunnudagsblaðs, en hins vegar aðeins þrjár setjara- vélar. Það verður að kallast lítil prentsmiðja, sem ekki er búin fleiri vélum en þetta. Eins og fyrr segir kemur blaðið út upp úr miðnætti og fer það beint úr prentvélinni yfir í af- greiðsluna, þar sem hópur fólks tekur við því og pakkar því til sendingar á hina ýmsu staði úti á landi og á sölustaði, og til út- burðar hér í bænum. Þar er í fyrirrúmi Sigurður Brynjólfsson afgreiðslumaður, sem hefur um- sjón með því að blaðið komist sem fyrst til kaupenda og sem snurðu- lausast. Er það ærinn starfi og kostar mikið skipulag, að haga dreifingu blaðsins þannig, að allir megi við una. Upplag Tím ans er nú hæst 18.300 eintök, á sunnudögum, og selst gjarnan upp í þeim eintakafjölda. Þegar haft er í huga, að stór hluti af upp- laginu fer til kaupenda út um land, sem vilja fá blaðið sitt sem fyrst, sést að afgreiðsla getur orð ið snúningasöm þegar reynt er að koma blaðinu með fyrstu ferð á hvern stað, en ekki látið duga að strjálar póstferðir ráði því, hvenær blaðið kemst til kaup enda. Tíminn hefur á að skipa um 50 umboðsmönnum víða um land og þeir gera líka sínar kröfur til þess að blaðið berist þeim fljótt og vel. Sjö manns vinna við afgreiðsl una og útkeyrsluna, fyrir utan Sig urð. Signý Ólafsdóttir vinnur við stenslun og hefur unnig á af- greiðslunni á annan áratug, en við pökkunina vinna Gunnhildur Kristinsdóttir, Magnea Alberts- dóttir, Unnur Sigursteinsdóttir og Sigvaldi Kristjánsson. Bílstjóri hjá afgreiðslunni er Guðjón Svein björnsson, en við afgreiðsluna á daginn vinnur Kristin Dýrmunds dóttir. Það er næturstarf að vinna Unnið við pökkun, taliS frá vinstri: Magnea Albertsdóttir, GuSrún Thor arensen og Unnur Sigursteinsdóttir. við pökkunina og oft taka af- greiðslustörfin það langan tíma á nóttunni, að þeir, sem síðastir eru til ag hætta, mæta þeim sem komn ir eru til vinnu við blaðið kl. að morgni. Þegar Tíminn fékk húsnæði í Bankastræti, fluttist hin daglega afgreiðsla þangað, framkvæmda- stjórnin og auglýsingadeildin. Framkvæmdastjóri blaðsins er Kristján Benediktsson, en sex manns vinna við ýms störf á skrif stofu hans. Það eru þau Gunn- laugu-r Sigvaldason, féhirðir, Ingi- björg Hallgrímsdóttir, Gunnar Jónsson, Guðmundur Jónatansson, inn'heimtumaður, Jótoann Björns- son, innheimtumaður og Silja Kristjánsdóttir simastúka. Þá er rétt að telja þarna með sendla, en þeir eru: Stefanía Hjartardóttir, Ólafur Baldur Gylfason, Örn og Ólafur Hafsteinsson. ' Fjármáladeildin hefur eðlilega í mörg horn að líta og fram- kvæmdastjórnin er mikið og eril- samt starf á blaði, sem baðar ekki í rósum fjárihagslega, En þag má vera til marks um framkvæmda- stjórann og starf hans, að hagur blaðsins hefur stórbatnað upp á síðkastið og verður vonandi fram hald á því. Að sjálfsögðu hefur framkvæmdastjórinn afskipti af öllu því, sem viðkemur rekstri blaðsins og vinnur í náinni sam- vinnu við ritstjórnina, auglýsinga deildina og áfgreiðsluna. Öann er sá maðurinn sem alls staðar er með í ráðum og hefur manna mesta yfirsýn yfir allan gang hinna ýmsu deilda. Þótt auglýsingadeildin sé nefnd hér síðust, þá er það ekki vegna þess að hún skili lökustu starfi á blaðinu. Þvert á móti mun auglýs ingadeildin vera sá hluti blaðs ins, er ágætustu starfi skilar og þó vinna þar aðeins tvær mann- eskjur, Steingrímur Gíslason, aug- lýsingastjóri og Jensína Karls- dóttir, skrifstofustúlka. Steingrím ur Gíslason hefur nú verið auglýs ingastjóri hjá Tímanum í rúm tvö ár og á þeim tíma hefur auglýs ingamagnið í blaðinu aukizt stór- lega. Við auglýsingastarfið nýtur hann mikilsverðs stuðnings fram kvæmdastjórans, sem hefur rétti lega lagt mikla áherzlu á það, að afla blaðinu auglýsinga. Steingrím Gunnar Jónsson Hilmar Ingason Hópur barna, sem bera Tímann út til kaupenda i Reykjavik. TÍMINN í DAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.