Tíminn - 17.03.1967, Blaðsíða 29

Tíminn - 17.03.1967, Blaðsíða 29
FÖSTUDAGUR 17. marz 1967. TflVIINN HAFAORÐIÐ Haukur Snorrason: Þar er veiðimennskan lífs- baráttan sjálf og lítil virð- ing á erlendri veiðikánst Með grænlenzkum veiðimönnum á sjó og landi við Angmagsalik-fjörð Við vorum langt komnir að setja saman veiðistengurnar, þeg- ar Grænlendingurinn kom ark- andi niður að ánni. Þetta var þreklegur ungur maður og gekk rösklega. Hann hélt á krókstjaka í hendinni. Okkur féllust hendur við okkar verk. Þarna glampaði anorgunsólin á fíngerðu skozku veiðistengurnar, við fætur manns voru dýrindis hjól og línur og hv.ers konar útbúnaður, og svo kemur þarna maður með krók- stjaka og stillir sér upp við skársta hylinn, neðan við stóra steininn í miðjum hvamminum. Heima í íslandi hefði maður ekki tekið þessu þegjandi, en hér erum við í framandi iandi, fram ándi fyrir innbornum Grænlend- ingi, sem ekki ber snefil af virð ingu fyrir neinni útlendri veiði kúnst. á Svona á að taka hann. Og svo hefst veiðiskapurinn Kraftalegar henidur færa stjak ann með snöggum átökum um hyl- inn. Það er leitað í hverri holu og á bak við hvern stein. Silfur- gljáandi fisikur þeytist af krókn- um en iendir aftur í ápni, með svöðusár á bakinu. En Grænlend- ingurinn hlær og kinkar kolli til okkar. Svona á að taka þá. Það les meður úr brosi hans. Það verður svo heldur iítið úr okikar veiðitækjum eftir þetta. Maður slöngvar litlum fluguspóni út í hylinn, en veit fyrirfram, að það er til einskis. Þeir fiskar, sem ekki eru særðir af hamförunum með krókstjakann, eru víst áreið anlega farnir veg allrar veraldar niður eftir ánni, sennilega allt út í sjó því að það er ekki löng leið. Grænlendingurinn færir sig niður éftir ánni og rannsakar hvern poll. Maður sér glampa á fisk og þarna hendir hann einum af krókn um upp á land. Félagi hans er nú komin í leikinn. Þeir standa sitt hvorum megin árinnar og henda krókstjakanum í milli sín. Það er sjálf lífsbaráttan. Niður við árósinn standa tveir ferðalangar og kasta allt hvað af tekur, og vona augsýnilega að fá eitlhvað áður en Grænlendingurinn kemur með krókstjakann. En það tekst ekki. Eftir stundarkorn eru grænlenzku piltarnir komnir nið- ur úr, og þá liggja 4 fallegar og silfurgljáandi bleikjur á bakkan- um. Þær eru allar særðar hol- undarsári og; þlóðið drýpur á fölgrænt lyngið. Eftir þetta varð litið úr veiði- skap. Ferðalangarnir snúa sér að ljósmyndatöku. En grænlenzku pil1 arnir henda krókstjakanum á bakk ann og fara sína leið. Þeir eru búnir að sanna, að þeirra aðferð tekur langt fram hinni útlendu kúnst. Hún er líka miðuð við nauðsyn, en ekki leik. Á Græn- landi stunda engir nema útlend- ingar veiðiskap sér til skemmtun- ar. Veiðimennskan er sjálf lífs- baráttan. Það sem þarf til viður væris, er tekið þegar það gefst, en duttlungum náttúrunnar ekki treyst. Veiðimaður kemur af sjó. Það er miður morgunn. Sólin hefur hrakið þokuslæðinginn úr sundi og skarði. Það er hlýtt í veðri og lognkyrrt loftið svo tært. að fjöll í fjarska sýnast óeðlilega nærri manni. Stóreflis ísjakar eru strandaðir hér og þar um sundið og nú skýzt þríróinn árabátur og hraðskreiður húðkeipur í sjón- mál framundan jaka og stefnir á fjöruna innan við árósinn. Þarna eru komnir þeir, sem við sáum fyrr úr flugvélinni, og þá alllangt úti á firði. Bátarnir kljúfa lognkyrran sjóinn og fara skammt frá landi inn með þarafjörunni. Það er masað og skrafað um borð, og kliðurinn berst langa leið í logninu, enda er það kvenfólk, sem rær stærri bátnum. Aftur í skut situr fjöl- skyldufaðirinn og stýrir, dæturn- ar róa, en fram í stafni .sést lítijl. svartur kollur teygja sig ux. fyr- ir borðstokkinn. Yngsti veiðimaður inn er ekki meira en tveggja ára. Selspik fyrir olíu. í bátnum liggur selur, og ferð- in er gerð til þess að selja verka fólki í Ikateq kjöt og spik. Öll f jölskyldan er með í ferðinni nema húsfreyjan. Hún er heima í kofa einhvers staðar út með firðinum. Þegar bátarnir snúa heim hafa þeir meðferðis olíu og fleiri nauð synjar, sem fæst fy-rir selinn í Ikateq, og þá tekur hún á móti' þeim í f jörunni. Ung-ur piltur rær kajakanum fim lega á undan fjölskyldubátnum og svo er land tekið neðan við upp- fyllinguna, sem gerð hefur verið á stríðsárun-um þegar f-lugvöllur inn var byggður. Dæturnar stökkva í land og halda á spiklehgjum, sem Framhalá á bls. 55. Sér yfir höfnina í þorpinu við Angmagsalik-fjörð á Grænlandi. Haukur Snorrason var ritstjóri Tímans ásamt Þórarni Þórar- inssyni frá miðjum februar 1956 til dauðadags 10. maí 1958. IJaukur Snorrason Vfu fæddur á Flateyri við Önundarfjörð 1. julí 1916, sonur Snorra Sigfússonar , skólastjóra þar og síðar skólastjóra og námsstjóra á Akureyri, og konu hans Guðrúnar Jóhannesdóttur. Árið 1930 fluttist Haukur með foreldrum sín- um til Akureyrar og ólst þar upp, lauk þar gagnfræðaprófi og fór síðan til náms í Bretlandi. Starfaði síðan um skeið hjá Kaupfélagi Eyfirðinga, einkum að fræðslumálum félagsins og fór að rita greinar í Dag, sem þá var undir ritstjórn Ingimars Eydals. Árið 1939 var hann fulltrúi Vilhjálms Þór, sem þá var framkvæmdastjóri heimssýningarinnar í New York, en í árs- byrjun 1944 tók Haukur við ritstjórn Dags af Ingimari og Jóhanni Frímann. Haukur hafði til að bera marga hina beztu blaðamannskosti. Hann var fluggreindur maður og öllum fljótari að átta sig á nýjum málurn. Hann var ágætlega riÆfær og hamhleypa við störf, lipur, glaðvær og mannblendinn. Hann hafði kynnt sér blaðamennsku erlendis, og Dagur tók miklum stakkaskiptum undir stjórn hans, varð fjörlegt og nýtízkulegt blað og jók út- breiðslu sína mjög Einnig annaðist Haukur ritstjórn Sam- vinnunnar um nokkurt árabil og gerði ritið mjög fiölbreytt, læsilegt og fallegt tímarit. Þegar Tímin hugði til stækkunar ú.r átta síðum í tólf dag- lega upp úr áramótum 1956, var Haukur ráðinn ritstjóri hans. Vann hann fyrst að því að sniða blaðinu stakkinn eftir breyting- una og réð mestu um hinn nýja búning og almennt efnisval. Hánn stefndi að því að auka efni um menningarmál að mun, gera blaðið fjörlegra með gamansömu efni, og létta yfirbragð þess í umbroti og efnisskipan. Hann fékk ýmsa fróða menn til þes^ að rita fasta þætti í þlaðið, svo sem um náttúrufræði, foma muni og minjar, íslenzkt mál og fléira.’ Haukur ritaði einnig mjög mikið í blaðið á ritstjórnarárum sínum og greip víða niður, því að hann var öllum mönnum fjölhæfari í blaðamennskunni. Hann skrifaði um stjómmál samhliða Þórarni Þórarinssyni, en þó í minni mæli, ritaði frétt- ir, ef svo bar undir, skrifaði dægurdálka, viðtöl og ferðafrásagn- ir svo að dæmi séu nefnd, Það var ætíð líf og skarpleiki í því sem hann skrifaði. Hann verður óhikað að telja í allra fremstu röð íslenzkra blaðamanna, sem um dagblöð hafa fiallað. Fram- sóknarflokkurinn vænti sér mikils af þessum fjölhæfa og mikil- virka ritstjóra við aðalmálgagn sitt, og var fráfall hans á bezta aldri þungt átall. Sem sýnishorn af greinum hans er valin í þetta afmælisblað ein grein úr frásagnarflokki hans frr; Grænlandi, en þessar greinar skrifaði hann í Tímann í sept. 1956 eftir nokkurra daga Grænlandsför. Sýnir greinin vel, hve snjöll blaðamannstök hann kunni á slíku frásagnarefni, og hve fjörlega hann ritaði slíkar greinar. Greinin birtist í Tímanum 4. sept. 1956 A. K.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.