Alþýðublaðið - 30.03.1985, Síða 3

Alþýðublaðið - 30.03.1985, Síða 3
Laugardagur 30. mars 1985 3 Áhugamenn um úrbætur í húsnæðismálum Húsnæðismálin verði leyst tafarlaust Aðra helgina í mars giumdu í eyrum lands- manna augiýsingar frá Ahugamönnum um úr- bætur í húsnæðismálum í útvarpinu. Voru auglýst símanúmer vítt og breytt um landið og þeir sem vildu tafarlausar breyting- ar á óstjórn þeirri, sem ríkt hefur í húsnæðismálunum hvattir til að hafa sam- band. Vandinn verði frystur þar til lausn finnst hefðu tekið þeim vel og rætt málin við þá. „Við gerðum þeim grein fyrir hver raunverulegur vandi fólksins væri, að það hefur ekki reist sér hurðarás um öxl, einsog er vinsælt viðkvæði núna. Vandamál- ið er að stjórnmálamennirnir hafa breytt öllum forsendum, sem fólk gaf sér þegar það fór út í húsnæðis- kaupin. Vextirnir einsog þeir eru í dag eru hreint rán á okkur, miðað við þær forsendur, sem lánin voru tekin á. Þegar vextir ofan á verð- tryggingu á skammtímalánum eru 7 °7o er ekki hægt að kalla það annað en rán og slíkir okurvextir þekkjast hvergi annarsstaðar i hinum sið- menntaða heimi“ Þegar Bjarni var spurður hvað hópurinn færi fram á að stjórn- málamennirnir gerðu, svaraði hann: „Það er einkum tvennt, sem við förum fram á. Við viljum að lausn- in virki bæði aftur fyrir sig og fram á við. Þegar við tölum um aftur- virka lausn, viljum við að sá mis- munur, sem safnast hefur upp vegna misgengis lánskjaravísitölu og kaupgjaldsvísitölu verði borgað- ur okkur. Við teljum að ríkið skuldi okkur þennan mismun. Þá viljum við að okurvextirnir verði afnumd- ir. Og þetta verður að ganga hratt fyrir sig. Einnig viljum við að vand- inn verði frystur á meðan leitað er varanlegrar launsnar á honum“ Við spurðum Bjarna hvort við- brögð stjórnmálamannanna væru þannig að búast mætti við við- brögðum frá þeim. „Viðbrögðin hafa þegar sýnt sig, þó ekki hafi enn verið brugðist við með þeim hætti, sem við viljum. Framh. á bls. 21 Á blaðamannafundi 11. mars gerði hópurinn svo grein fyrir kröf- um sínum. Kom þar í ljós að margir af forsvarsmönnum hópsins voru sömu aðilar og höfðu myndað Sig- túnshópinn á sínum tíma. Megin- kröfurnar voru nú, að þegar í stað verði lagfært það misgengi, sem átt hefur sér stað milli launa og láns- kjara og að sú lagfæring taki til opinberra lána, bankalána og annarra fasteignalána. Þá er farið fram á að þessi leiðrétting verði til frambúðar og reiknist frá þeim tíma er misræmis fór að gæta milli launa og lánskjaravísitölu Vegna þessa misræmis og hækkunar vaxta stendur nú heil kynslóð venjulegs fólks frammi fyrir gjaldþroti. Vandamálin eru mismikil: Sumir eru þegar búnir að missa ofan af sér, aðrir að missa allt út úr höndum sér, restin stefnir svo harðbyri að gjaldþroti. Krafa hópsins er útbætur strax og telja forsvarsmenn hans mikil- vægt að stjórnmálaöflin í landinu sameinist um úrbætur. Á blaða- mannafundinum var lögð fram svo- hljóðandi greinargerð: Mis.gengi lánskjaravísitölu og launa, háir raunvextir og skortur á langtíma lánsfé ásamt slæmum greiðslukjörum á fasteignamarkaði hefur rofið eðlilegt samhengi í hús- næðismálum. — Ungu fólki sem kaupir hús- næði í fyrsta sinn fækkar stöðugt. — Húsbyggjendur og kaupendur eiga í sífellt meiri erfiðleikum með að standa í skilum af afborgunum, verðbótum og vöxtum af lánum. — Fólk sem fyrir nokkrum árum fór út í húsnæðiskaup og gætti þess vel að reisa sér ekki hurðarás um öxl verður nú vegna gerbreyttra försenda að horfast í augu við af- borganir sem eru að vaxa því yfir höfuð. — Eigendur lítilla ibúða geta ekki lengur skipt um íbúðir í sam- ræmi við fjölskyldustærð eins og tíðkast hefur. Unga fólkið er því fast í litlu íbúðunum og eldra fólkið horfir upp á verðfall húseigna sinna og sér ekki hag í því að minnka við sig húsnæði. Ýmis dæmi voru tínd til, sem komið höfðu fram í samtölum við fólkið. Þannig var nefnt dæmi af 58 ára gamalli konu, sem fékk lán fyrir þrem árum til að láta lagfæra skuld- laust hús sitt, sem metið var á millj- ón krónur. Lánið er nú komið upp í 500 þúsund krónur, þrátt fyrir reglulegar afborganir og með sama áframhaldi stendur hún eftir nokkra mánuði frammi fyrir því að eiga ekki lengur húsið. Það fyrsta sem Áhugamennirnir gerðu var að fara fram á fund með forystumönnum allra stjórnmála- flokkanna. Ræddu þeir við einn og einn flokk í einu. Bjarni Gíslason er einn af for- svarsmönnum Áhugamannanna og í viðtali við Alþýðublaðið sagði hann, að stjórnmálamennirnir ára reynsla í nýsmíði, viðgerðum og alhliða viðhaldi mannvirkja. Ráðgjöf: Viðhald og viðgerðir. Nýsmíði og breytingar. Hönnun innanhúss. Skoðun fasteigna vegna sölu og/eða viðhalds. Allt verkið á einum stað því ef við höfum ekki fagmanninn þá útvegum við hann. | Sérhæfing í eftirfarandi atriðum. Orkusparandi aðgerðir: Glerskipti. Endurkíttun á gleri. Innfræstir þétti listar á glugga Klæðning og einangrun á þök og veggi Steypu- viðgerðir: Vegna frostskemmda Vegna alkalískemmda, við- gerðir eingöngu unnar að undangenginni rannsókn samkvæmt umsögn viðurkenndra aðila. Klæðning útveggja. Þétting steinþaka. Sílanúðun. Viðhaldsþjónusta. Gerum bindandi samninga um eftirlit og viðhald fasteigna. Gefum árlegar skýrslur um ástand fasteigna til stjórna húsfélaga og fyrirtækja. rciMiijfai ■ Þétting samskeyta húsa. Þétting húseininga. Þétting neðanjarðarmannvirkja. Þétting sturtu- og baðgólfa. Lekaþéttingar á steinsteypu. Þéttingar lekra þaka. Háþrýstiþvottur. SERHÆFÐIR í HUSAVIÐGERÐUM Eöalverh s/í % SÚÐARVOGI 7 - 104 REYKJAVÍK SÚÐARVOGI 7- 104 REYKJAVÍK SÍMI 33200 — NNR. 1655-3573 SÍMI 33200 — NNR. 7123-2972

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.