Alþýðublaðið - 30.03.1985, Side 5

Alþýðublaðið - 30.03.1985, Side 5
Antonin Artaud í tveim kvikmyndahlutverkum. Antonin Artaud skömmu fyrir andlátið MIIIIIMIIIIIIIMMIIIIIIIIIIIIIMIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII Lau'gardagur 30. mars 1985 Artaud mikla áherslu á líkamlegar hreyfingar og að leikarinn tjái sig með öllum tiltækum ráðum. Leik- hús grimmdarinnar átti að hafa áhrif á taugakerfi áhorfandans, þannig að hann upplifði sig stadd- an í öðrum veruleika, veruleik hins frjálsa leikhúss, í beinu sambandi við upprunalega krafta sköpunar- innar, sem hefði áhrif á líffæri áhorfandans og hugsanir og gerði hann móttækilegri fyrir tilfinn- ingastormum svo hann gæti orðið uppnuminn í sköpuninni þegar hún á sér stað. Leikhús grimmdarinnar átti að vera hið algilda listaverk, þar sem allt sameinaðist í þeim tilgangi að hafa bein áhrif, jafnt líkamleg, sem andleg, á áhorfandann og sveigja hann undir vilja sinn. Það má segja að leikhús grimmd- arinnar hafi orðið að veruleika með rokkkonsertum siðustu áratuga, þar sem áhorfandinn verður jafnt fyrir sjónrænum, heyranlegum og líkamlegum áhrifum af því sem fram fer á sviðinu. Tónlistarmenn- irnir sveigja múginn undir sig, ein- staklingseðlið hverfur og eftir stendur viljalaus hópsál, sem hreyf- ir limina ósjálfrátt í takt við hljóm- fallið. Eftir leiksýninguna líður áhorf- anda, sem hann sé nýfæddur. Leik- hús grimmdarinnar átti að breyta innri manni áhorfandans. Það átti að varpa honum út í myrkrið og gera honum svo bilt við með blind- andi ljósi. Leikhús grimmdarinnar átti að breyta manninum og engin breyting er án sársauka. Þótt bókin um leikhúsið og stað- gengil þess kæmi ekki út fyrr en 1938, voru hugmyndir Artaud að leikhúsi grimmdarinnar mun eldri. Sögur segja að hugmyndin hafi fæðst þegar árið 1931 þegar hann sér sýningu leikflokks frá Balí. Sú sýning ásamt sýningu dansaranna frá Kabódíu árið 1922, staðfesti hann í þeirri trú að evrópsk leikhefð væri steingerfingur. Árið 1933 hélt hann fyrirlestur, við Sorbonne háskólann í París, sem fjallaði um leikhúsið og plág- una og það er einsog hann þá þegar hafi rennt grun í það sem koma skyldi. Leikhús grimmdarinnar verður að veruleika í lok fjórða áratugar- ins og öll Evrópa varð leiksvið þess. Grimmdin varð meiri en nokkurn óraði fyrir og milljónum manna var slátrað til að þóknast leikstjóran- um, sem hét ekki Artaud heldur Hitler. Tarahumaraþjóðin Artaud hafði mikinn áhuga á menningu annarra menningar- svæða en hann var sjálfur sprottinn upp úr. Áður höfum við rætt hvern- ig austrænir leik- og danshópar áttu sinn þátt í að leikhús grimmdarinn- ar varð til. Hann sótti innblástur í austræna trú og heimspeki, og var víðlesinn í indverskum fræðum og kínverskum Taoisma. Hann hafði einnig mikinn áhuga á fornmenn- ingu Egypta og hélt því fram að hann hefði verið Ramses II á fyrra æviskeiði. Hin ævafornu spáspil Tarot voru honum einnig hugleikin. Árið 1936 rættist gamall draum- ur hans. Þá fékk hann tækifæri til að ferðast til Mexíkó. Var honum vel tekið af menningarvitunum þar og franski sendiherrann var honum mjög innan handar. Hann hafði ágætar tekjur af fyrirlestrum og greinum um skoðanir sínar á listog um byltingarkennda lífssýn hans. Um vorið ferðast hann til fjalla- héraðanna í Norður-Mexíkó og dvelst hjá Tarahumaraþjóðflokkn- um. Þjóðflokkur þessi heldur enn fast í ævaforna sóldýrkun og notar ofskynjunarlyfið peyote við trúar- athafnir sínar. „Ég fór ekki til Mexíkó í könnun- arleiðangur eða skemmtiferð svo ég gæti skráð upplifanir mínar á bók, fyrir lesanda að njóta við arininn, heldur fór ég þangað til að finna þjóðarbrot, sem gæti fylgt mér í hugsunum mínum. Og sé ég skáld eða leikari, er það ekki til að skrifa eða flytja ljóð, heldur til að lifa þauþ segir hann í bók um dvöl sína meðal Tarahumaraþjóðarinnar. í annarri grein um þessa þjóð segir hann m. a.: „Veröld Tara- humaraþjóðarinnar er hræðileg og forn og hún er storkun við nú- tímann. Ég leyfi mér þó að fullyrða að samanburðurinn er Tarahum- araþjóðinni í vil.“ Seinna í sama texta segir hann: „Sannleikurinn er sá að Tarahumaraindíánarnir fyrir- Iíta líkama sinn og lifa bara fyrir hugmyndir sínar, ég myndi vilja segja, í stöðugu og næstum göldr- óttu sambandi við hugmyndir sínar um æðra líf“ Þarna virðist því Artaud hafa fundið heilan þjóðflokk, sem Iifir eftir þeim hugmyndum, sem hann hafði sjálfur sett fram sem takmark mannsins. Og meira en það því trú- arathafnir indíánanna eru ekki ósvipaðar hugmyndum Artauds að leikhúsi grimmdarinnar. „Þeir eru fjörtíu þúsund talsins og líf þeirra er ekki ósvipað því sem var fyrir syndaflóðið. Þeir eru storkun við þá veröld, sem talar svo mikið um framfarir bara vegna þess að íbúar hennar efast ekki um að þeir efast um að manninum miði fram á veg. Stafur heilags Patriks Þó Artaud hafi fundið sálufélaga sína meðal Tarahumaraþjóðarinn- ar snéri hann samt aftur til veraldar framfara, sem nú var á barmi heimsstyrjaldar. 1937 eignast hann staf, og að hans sögn mun stafur þessi hafa verið í eigu heilags Patriks, verndar- dýrlings Irlands. Stafurinn á sér þó enn eldri sögu að sögn Artauds, því sjálfur Jesús Kristur mun hafa stuðst við hann þegar hann eigraði um meðal fólksins í Palestínu á sín- um tíma. Artaud er sannfærður um að stafurinn eigi hlutverki að gegna þegar dómsdagur rennur upp. Hann ákveður að skila honum aft- ur til írlands. írlandsferðin verður þó enda- slepp, því lögreglan í Dublin mis- þyrmir honum og sendir hann síðan aftur til Frakklands. Og ekki tekur betra við þegar hann stígur á land í Frakklandi, því þar er honum mis- þyrmt aftur og stungið inn á geð- veikrahæli. MIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMM Stafur heilags Patriks hefur glat- ast í uppnáminu. Hælisvist og Kristin trú Þegar heimsstyrjöldin brýst út er hann gleymdur maður, innilokaður á hæli, stundum algjörlega sinnu- laus. 1943 skrifar hann frá Rodez-hæl- inu, að hann hafi dáið í ágúst 1939 á Viie-Evrard sjúkrahúsinu. „Það er ekkert kraftaverk að deyja fjörtíu og tveggja ára gamall, og allir sáu lík Antonin Artauds borið út úr Ville-Evrard sjúkrahús- inu. Hinsvegar er það kraftaverk að Veröldin skuli halda áfram að snú- ast eftir þetta afbrot og einkum og sér í lagi að einhver annar skuli hafa getað komið i stað Antonin Artaud og lifað áfram í sársauka hans. Þessi einhver nefnist Antonin Nalpas“ Nalpas var skírnarnafn móður hans og það nafn notar hann á meðan hann dvelst á Rodez-hæl- inu. Á meðan hann er lokaður inni gengur hann í gegnum sinn kristna hreinsunareld. Hann er bæði trúað- ur kaþólikki en jafnframt byltinga- sinnaður trúvillingur. Trúvillingur- inn sigraði að lokum. Hann kafar inn í leyndardóma kristninnar. Skrif hans frá þessum tíma fjalla bæði um Krist og Antikrist. Hann les allt sem hann kemst yfir um yfir- náttúrulega hluti, bækur sem hafa verið á bannlista hjá Páfadómi og leitar að hinni huldu undiröldu evrópskrar menningar, sem á þess- um tíma braust út með slíkri grimmd sem raun bar vitni. Frjáls og síðan dauður Þegar stríðinu lauk tók hópur fólks sig til og barðist fyrir því að Antonin Artaud yrði látinn laus af hælinu. Honum er sleppt út af hæl- inu vorið 1946. Til að styrkja hann fjárhagslega er haldin uppákoma tileinkuð verkum hans. Ýmsir þekktir listamenn, leikarar og ljóð- skáld taka þátt í þessari sýningu. Ýmsir halda því fram að þetta frelsi hafi orðið honum dýrkeypt. Hann varð stöðugt háðari lyfjum. Hann átti tvö ár eftir og stöðugt hallaði undan fæti. 4. mars 1948 fannst hann sitjandi í rúmi sínu lát- inn með skó í hendi. Hann var grafinn án nokkurrar trúarlegrar athafnar. Rúmu ári áður stóð hann á svið- inu í Vieux-Colombier og las upp úr verkum sínum. Þar sagði hann m. a.: „Við erum ennþá ófædd, við erum ekki stödd í veröldinni, hlut- irnir hafa ekki enn verið skapaðir. Tilgangur tilverunnar hefur ekki enn uppgötvast. En jafnvel í dýpstu myrkrum getur ljósgeisli birst“ Byggt ú úrvali úr verkum Artaud gefnu út af AWE/Gebers í Stokk- hólmi 1981, auk þess sem stuðst var við Hugtök og heiti í bókmennta- frœði, sem Mál og menning gaf út 1983. —Sáf. SPARISJÓÐUR HAFNARFJARÐAR vill vekja athygli á fjölþættri þjónustu: TROMPREIKNINGAR verðtrygging hæstu vextir eða INNHEIMTUÞJÓNUSTA fyrir húsfélög HEIMILISLÁN = sparnaður + lán LAUNALÁN = engin bið eftir sparisjóðsstjóra GEYMSLUHÓLF - NÆTURHÓLF GJALDEYRIR til ferðamanna og námsfólks INNLENDIR gjaldeyrisreikningar VISA eitt kort alls staðar UTIBUIÐ REYKJAVIKURVEGI 66 sparar ykkur sporin NÝTÍSKU AFGREIÐSLUTÆKI tryggja hámarks öryggi PERSÓNULEG ÞJÓNUSTA við alla okkar viðskiptavini 5PARI5JÚÐUR HAFNARFJARÐAR Strandgötu 8 - 10 Reykjavíkurvegi 66

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.