Alþýðublaðið - 30.03.1985, Qupperneq 21

Alþýðublaðið - 30.03.1985, Qupperneq 21
Laugardaguc 30. mars 1985, 21 Vanskil siðlaus mælikvarði Jóhanna 9 húsnæði fyrir og hafa áður fengið lán úr byggingarsjóðunum nemi aldrei hærri fjárhæð en mismun á upphæð fyrri lánveitingar og há- markslánveitingu Byggingarsjóðs ríkisins eins og hún er hverju sinni. — Slík viðbótarlán verði aðeins veitt einu sinni, nema til komi sér- staklega erfiðir fjölskylduhagir. Auknir verði valkostir í félagsleg- um íbúðabyggingum. — Búsetu- réttaríbúðir — kaup/leiga — leigu- íbúðir sveitarfélaga — verka- mannabústaðir. Fjármagn til fé- lagslegra íbúðabygginga verði við það miðað að hægt sé að fjármagna úr sjóðnum ‘A af árlegri íbúðaþörf. Önnur mál verða að víkja Hér hefur verið gerð nokkur grein fyrir þeim vanda sem við er að glíma í húsnæðismálum og hvaða leiðir eru færar til úrbóta. — Ekki verður Iengur undan því vikist að taka á þessu máli af festu og raun- sæi. Þúsundir einstaklinga og heimila í landinu eiga allt undir því komið að gripið verði til tafarlausra aðgerða og að gjaldþroti fjölda heimila í landinu verði forðað. — Það er hægt ef pólitískur vilji er fyrir hendi. Alþýðuflokkurinn skorar á stjórnvöld að taka tafar- laust af fullri ábyrgð á þessu máli og að leitað verði pólitískrar sam- stöðu og samvinnu við stjórnarand- stöðu um nauðsynlegar úrbætur. — Málið þolir ekki bið, önnur mál verða að víkja á meðan. Áhugamenn 3 Við teljum mikla þörf á að húsnæð- ismálin verði leyst á eins þverpóli- tískan hátt og hægt erí‘ Vandinn er það stór að enginn flokkur getur skorast undan ábyrgðinni að leysa hann. Þetta er sameiginlegt vandamál allra flokka. Það er ekki okkar að finna lausn á vandamálinu, til þess höf- um við stjórnmálamennina, sem sitja þarna fyrir okkar tilstilli. Okk- ar hlutverk er að gera þeim grein fyrir vandanum og flylgjast með hvernig hann verður leystur. Við viljum fá varanlega lausn á húsnæðisvandanum og hún verður að vera afturvirk, þannig að okkur sé skilað því sem stolið hefur verið af okkur. Jafnframt viljum við framtíðarlausn, sem allir geta sætti sig við. Þangað til launsin er fundin verður að frysta vandann. Þær ráð- stafanir sem gerðar hafa verið í gegnum Húsnæðisstofnun, eru ekkert annað en lenging á heng- ingarólinni. Það er engin lausn fyrir okkur að fá meiri peninga á sömu kjörum., slíkt frestar bara vandan- um og gerir hann enn meiri þegar þar að kemur.“ í kjölfar fundanna með forystu- mönnum stjórnmálaflokkanna komu áhugamenn utan af landi til að þinga með þingmönnum síns kjördæmis. Starf Sigtúnshópsins, bar tilætl- aðan árangur á sínum tíma og er ekki að efa að stjórnmálamennirnir eiga erfitt með að stinga hausnum í sandinn þegar 5000 manns berja á dyr hjá þeim með sameiginlegt vandamál, sem hefur skapast vegna úrræðaleysins ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum, og ofurdýrkun vissra afla innan hennar á vaxta- frelsi samfara Iinnulausum árásum á launakjör alls almennings í land- inu. ÖKU- LJOSIINJ Ökuljósin kosta lítið og því er um að gera að spara þau ekki i ryki og dimmviðri eða þegar skyggja tekur. Best af öllu er að aka ávallt í fjölmiðlum undanfarna daga hefur komið fram hjá Húsnæðis- stofnun að tæplega 700 manns hafi leitað ráðgjafar stofnunar- innar vegna greiðsluerfiðleika. Þetta hefur verið túlkað svo að vandinn sé ekki eins víðtækur og haldið hefur verið fram. Af þessu tilefni vilji Áhugamenn um úr- bætur í húsnæðismálum taka eft- irfarandi fram: Fjöldi þessi er á engan hátt mælikvarði á þann geysilega vanda sem húsnæðiskaupendur um land allt standa nú frammi fyrir. Hins vegar lýsir þessi túlkun mikilli vanþekkingu á ástandi þessara mála. í auglýsingu Hús- næðisstofnunar kom fram að þeir einir væru líklegir til að hljóta að- stoð sem komnir væru í vanskil með skuldir sínar (a. m. k. 150 þúsund kr.). Ljóst er að vandi flestra er mikill áður en kemur til vanskila. Vanskil eru siðlaus mælikvarði á vanda þessa fólks. Margir þeir sem í mestum vanda eru telja lausn Húsnæðis- stofnunar (þ. e. viðbótarlán sem nema 100—150 þús kr. til 5—10 ára) ófullnægjandi að óbreyttum forsendum lánskjara. Þær þús- undir manna sem létu skrá sig hjá Áhugamönnum um úrbætur í húsnæðismálum gerðu það ein- mitt vegna þess að þær töldu þess- ar ráðstafanir á vegum Húsnæðis- stofnunar með öllu ófullnægj- andi. Þetta fólk vill ekki og ætlar ekki að sætta sig við orðinn hlut, þ. e. a. s. stórfellda eignaupptöku og okurlánskjör. í þessu sam- bandi má minna á að skráning hjá Áhugamönnum um úrbætur í húsnæðismálum hófst eftir að Húsnæð isstofnun bauð upp á þá lausn sem nú er til umræðu. Áhugamenn um úrbætur í hús- næðismálum hafa ítrekað bent á nauðsyn þess að leiðrétta greiðsl- ur húsnæðiskaupenda aftur í tímann jafnframt því sem greiðslubyrði verði létt til fram- búðar. Fulltrúar hópsins hafa átt viðræður við stjórnvöld þing- flokkana og fulltrúa launþega- samtakanna um þessi efni. í þess- um viðræðum hefur komið fram eindreginn vilji til þess að finna raunhæfar úrbætur í þessum mál- um. Má ætla að tillögugerð liggi fljótlega fyrir og munu þúsundir áhugamanna um úrbætur í hús- næðismálum fylgjast grannt með framgangi þess máls. Það er að minnsta kosti áreiðanlega ekki verðið! Rolls Royce ersvo óheyrilega dýr, að þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur enginn slíkur eðalvagn ílengst á íslandi. Um gæðin efast samt enginn, - í Rolls Royce er samankomið allt það besta sem þekkist í bílaheiminum. Og þar er komið að því sem er sameiginlegt með Rolls Royce og Citroén BX: Vdkvnkeifió ............... ovMJiKvniaii - lega Öllum þeim, sem kynnst hafa Citroén BX ber saman um að fjöðrunarbúnaðurinn, - vökvakerfið - sé óviðjafn- anlegt. Framleiðendur Rolls Royce eru á sama máli. Þess vegna framleiða þeir vökva- kerfi sem heldur bflnum ávallt f sðmu hæð frá vegi án tillits til hleðslu og akstursaðstæðna, og reynd- ar bremsukerfi að auki, sam- kvæmt sérstökum samningi við Citroén („under Citroén licence"). Vökvakerfinu í Citroén fylgir 2ja ára ábyrgð. Þúgeturlíka ---------Jr nuqoo, • BensjAudi eðnBMWV f dýrari gerðum Benz og Audi bifreiða er notað hlið- stætt vökvakerfi og hjá Citroén til þess að halda óbreyttri hæð frá jörðu án tillits til hleðslu („constant body height") og ( 700 línunni af BMW er bremsu- kerfið af sambærilegri gerð og í Citroén BX. Citroén BX skipar sér þannig í flokk með dýrustu bllum á íslensk- um bílamarkaði hvað varðar búnað og aksturseiginleika, en er samt sem áður í jap- anska verðflokknum. hækkn hann upp f könnun sem unnin var af Hagvangi hf. kom fram að 90,7% töldu möguleikann að hækka og lækka fjarlægð bílsins frá jörðu til kosta, CitroenBX irbúiiui til varnui ifyrra! Citroén BX 16 TRS var svo vel heppnaður bíll í upphafi að sáralitlar breytingar hafa verið gerðar á honum milli árgerða. Citroén hefur aldrei breytt breyting- anna vegna! Vélin er 1580 cm3,94 DIN hestöfl, vatnskæld 4ra strokka bensínvél eða 1905 cm3, 65 DIN hestafla dísilvél. Hægt er að velja um 5 gíra kassa eða sjálfskiptingu. Framdrifið er á sínum stað eins og undanfarna hálfa öld hjá Citroén, diskabrems- ur eru á öllum hjólum og vökvafjöðrunin margum- rædda og hæðarstillingarnar tryggja yfirburða aksturseig- inleika og bensíneyðsla er aðeins um 7 I að meðaltali. BXinn er 5 dyra, 5 manna fjölskyldubíll, með mögu- leika á 15001 flutningsrými. Meðal standard fylgihluta eru speglar á báðum fram- hurðum, stilltir innanfrá, hnakkapúðar á öllum sætum, reyklitað gler, raf- drifnar rúður og læsingar, quartsklukka, snúnings- hraða- og smurmælar, hátal- arar, þurrka og rúðusprauta á afturhurð, hilla yfir farang- ursgeymslu, teppi á gólfum. Ryðvörn með 6 ára ábyrgð, fullur bensíntankur og hlífð- arpanna undir vél eru ávallt meðan aðeins 3,8% töldu innifalin i verði. það galla. Hæð undir Ummm IthífflV lægsta punkt á Citroén niyiUr BX ( hæstu stöðu er 24,5 OO MOHMI cm. Það er nokkuð drjúgur filálha! CITROtzN BX 16 TRS ÁRGERÐ 1985 kostarfrá kr. 569.800.- CITROÉN BX19 TRD ÁRGERÐ 1985 kostar frá kr. 485.200.- til leigubílstjóra. rE®a í i »X l G/obusr LÁGMÚLI5, SÍMI81555 Opið laugardag 2-5.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.