Alþýðublaðið - 07.06.1986, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 07.06.1986, Qupperneq 2
2 Laugardagur 7. júnf 1986 alþýöu- ■ nrr.rr.M Fimmtudagur 5. júní 1986 Alþýðublaöiö, Ármúla 38, 108 Reykjavík Sími: (91) 681866, 81976 Útgefandi: Blað hf. Ritstjóri: Árni Gunnarsson (ábm.) Blaðamenn: Jón Daníelsson og Ása Bjömsdóttir Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guömundsdóttir Setning og umbrot: Alprent hf., Armúla 38 Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12 Áskriftarsíminn er 681866 ■RITSTJORNARGREIN' Þjóðin má ekki velkjast í vafa um hvaðan lífsbjörgin kemur A sjómannadaginn fagna sjómenn unnum sigrum, ræða baráttumál sín og heiðra minn- ingu þeirra, sem fallið hafa í átökunum við Ægi konung. Það verðurmikilvægarameð hverju ár- inu sem liður, að sjómenn minni rækilega á störf sin og baráttumál. Breyttir atvinnuhættir hafa valdið því, að vaxandi hluti þjóðarinnar hefur slitnaö úr tengslum við undirstöðuat- vinnugreinarnar. Sjómannadagurinn er mikilvægur þáttur í þeirri viðleitni að bæta og auka skilning þjóð- arinnar á störfum sjómanna, hvort sem um er að ræða fiskimenn eða farmenn. Þjóðin má aldrei velkjast í vafa um hvaðan lífsbjörg henn- ar kemur. Mörg mikilvæg mál hafaverið til umræðu síð- ustu misserin, er snerta sjómannastéttina og afkomu hennar. Þarerefst á blaði kvótakerfið og breytingar á sjóðakerfi sjávarútvegsins. Þá hafa sjómenn lýst þeirri skoðun sinni, að með batnandi hag útgerðarinnareigi þeirkröfu áþví ( næstu kjarasamningum, að einhverju verði skilað til baka af þvi, sem af þeim hefur verið tekið með lagaboðum og fært til útgerðarinnar. En það eru önnur mál, sem skipta sjómanna- stéttina miklu. Öryggismálin vega þungt. í við- tali í Alþýðublaðinu í dag segir Óskar Vigfús- son, formaðurSjómannasambands íslands, að mikil slysatlðni meðal sjómanna virðist vera feimnismál. Frá slðasta sjómannadegi til dagsins I dag hafi 13 sjómenn drukknað eða slasast til ólifis. Slysatíðni sé ekki jafn há I nokkurri annarri atvinnugrein. Óskar segir það hjákátlegt I Ijósi þessara staðreynda, að I ný- legum dómi Hæstaréttarsé kveðið upp úr um það, að sjómannsstarfið sé ekki hættulegt starf. Ekki þurfi annað en að llta I skýrslur Tryggingastofnunar til að sjá hversu fráleit þessi niðurstaða sé. Menntunarmál sjómannastéttarinnar hafa einnig verið til umræðu. Á því sviði má ekkert til spara. Menntun sjómanna þarf stöðugt að vera I endurskoðun, m.a. vegna tækniframfara, og huga verður vandlega að endurmenntun. A sjómannadegi má heldur ekki gleyma hlut- skipti sjómannskonunnar. Hlutverk hennar er oft á tlðum mun erfiðara en almenningur gerir sérgrein fyrir. Þettahafarannsóknirsýnt. Löng útivist sjómanna leggur sérstakar skyldur á herðar sjómannskonunni og hún verður oft að axla meiri ábyrgð en gengur og gerist. Alls þessa ber að geta og minnast á sjó- mannadaginn. Á starfi sjómannsins byggir þjóðin afkomu sína að verulegu leyti. Þessa ber að minnast, ekki bara á sjómannadaginn, heldur alla daga ársins. Alþýðublaðiðflytursjómönnum öllum og fjöl- skyldum þeirra bestu kveðjur og árnaðaróskir áþessum hátlðisdegi, og læturí Ijósþáósk, að þjóðin megi bera gæfu til þess að búa vel að sjómannastéttinni. Á SJÓMANNADAGINN senda heildarsamtök launafólks íslenskum sjómönnum hamingjuóskir í tilefni dagsins

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.