Alþýðublaðið - 07.06.1986, Síða 9

Alþýðublaðið - 07.06.1986, Síða 9
Laugardagur 7. júni 1986 9 Ný uppb ygging í sjómannafræðslu Ef hægt er að tala um einhverja byltingu á íslandi í dag þá er þaðí ör- yggisfræðslu sjó- manna. Sjómenn hafa eignast nýjan skóla, fljótandi skóla. Þór, það gamla skip Land- helgisgæslunnar hefur tekið við nýju hlutverki og nýju nafni. Skipið sem nú er í eigu og um- sjá Slysavarnarfé- lags Islands, mun eftirleiðis heita Sæbjörg. Skipinu hefur verið mikið breytt, útbúin kennslu- stofa um borð, mál- að og fleira lag- fært. Blaðið hafði samband við Þóri Gunnarsson erindreka Slysavarnar- félags íslands. Hann ásamt Þor- valdi Axelssyni hafa mikið unnið i þessu máli síðustu mánuði. En, auðvitað hafa þar margir aðrir komið við sögu eins og kemur fram í máli Þóris: „Já, hér hefur ýmislegt verið gert og eigum við þó enn töluvert eftir að gera. Hér voru t.d. 11 strákar úr Vélskólanum sem tóku út sína starfsviku og dyttuðu að skipinu. Voru þeir afskaplega ánægðir með að fá að glíma þarna við öll hugsan- leg vandamál. Þetta sýnir að skipið kemur líka að notum í þeirra námi. — Við höfum þegar hafið starfsem- ina hér. Það voru skipverjar á Hjör- leyfi RE sem þar settust fyrst á skólabekk. — Það er mikil vakning Fljótandi skóli meðal manna um öryggismálin menn eru að sjá að það getur ekki verið neitt einkamál skipstjórnar- manna að læra nauðsynleg öryggis- atriði. En það eru fyrst og fremst skipstjórnarmenn sem hafa fengið viðunandi leiðsögn fram að þessu. Það sýnir best nauðsyn slíkrar fræðslu að þeir sem fara í gegnum námskeið hjá okkur benda aldrei á neitt sem má sleppa frekar vilja menn bæta viðí‘ Verður ekki erfitt fyrir Slysa- varnarfélagið að bera þennan rekst- ur? „Það er ljóst að Slysavarnarfélag íslands stendur aldrei undir þessu eitt síns liðs. Peningar í þessa starf- semi verða ekki dregnir frá sjóðum félagsins. Fjöldi félaga, fyrirtækja, einstaklinga og stofnana hafa sýnt þessu áhuga og vilja í verki, með framlögum. Nú þ°gar höfum við fjárveitingu frá Öryggismálanelnd Alþingis og ætlum ekki annað en hún haldi áfram. — Við erum með sérstakt átak í gangi, útgáfu gjafa- bréfa. Ég vona að sjómenn og aðrir landsmenn veiti þeim góðar viðtök- ur. Verður lögð sérstök áhersla á sölu þeirra nú á sjómannadaginn“ Hvaða verkefni eru framundan? „Þetta eru yfirleitt fjögurra daga námskeið. Skipverjar á Hjörleifi eiga eftir að klára sitt námskeið. Grandi hefur beðið um námskeið fyrir áhafnir allra sinna skipa. Verður byrjað á Jóni Baldvinssyni. Síðan förum við á Sauðárkrók. Ég á ekki von á öðru en verkefni verði næg. Sem dæmi um þann áhuga sem er fyrir hendi sums staðar. Þá höfum við verið með venjuleg nám- skeið á Ólafsfirði. Þar voru 22 á fyrra námskeiðinu. 29 á hinu. Sjó- menn á minni bátunum hættu við róður til að geta sótt námskeið hjá okkur" En, hvað erþað sem boðið er upp á á þessum námskeiðum? „Það er erfitt að telja það upp svo tæmandi sé. Skipið gerir mögu- lega verklegu hlið fræðslunnar. Þar fá menn að taka á hlutunum og reyna þá. Við erum með almenna fræðslu í skyndihjálp, hjartaþol og blástursaðferðin er tekin fyrir. Kristín Einarsdóttir frá Líffræði- stofnun Háskólans er með sérstaka kennslu varðandi ofkælingu. Tekið er fyrir hvernig bregðast á við ef maður fellur fyrir borð. Björgun með þyrlu. Þar liafa starfsmenn Gæslunnar verið okkur liðlegir. Reykköfun, notkun handslökkvi- tækja og margt, margt fleira. Höskuldur Einarsson hjá Lands- samtökum slökkviliðsmanna hefur 'sinnt þessu máli mjög mikið. Að lokum vil ég hvetja menn til að styrkja málefnið t.d. með kaup- um gjafabréfa nú á Sjómannadegií1 Kennslu- 09 rannsókna- báturinn Mimir RE Fræðsludeild Fiskifélagsins, stjórn félagsins og Fiskiþing hafa í fjölda mörg ár barist fyrir því að fá afnot af bát sem notaður yrði sem kennslu- og kynningartæki fyrir nemendur í sjóvinnudeildum grunnskólanna. Fiskiþing hefur margoft ályktað í þessa veru, og það hefur reyndar verið mál manna að við íslendingar værum hálfgerð nátttröll meðal fiskveiðiþjóða að þessu leyti. Flestar aðrar fiskveiði- þjóðir gerðu sér betur grein fyrir gagnsemi skóla- eða æfingabáta. En góðir hlutir hafa nú gerst. Sl. vor undirritaði fjármálaráðherra smíða- og kaupsamning að 15 tonna bát, sem afhentur var kaup- anda 10. desember sl. Þessi bátur sem smíðaður er á Skagaströnd, verður að hluta notaður sem kennslu- og kynningarbátur fyrir sjóvinnunemendur um allt land. Nánari aðdragandi að þessum góðu fréttum er rúmlega tveggja ára barátta og samstillt átak þriggja stofnana, sem fá þennan bát til af- nota. Það eru Fiskifélag íslands, Líffræðistofnun Háskólans og Hafrannsóknastofnunin, sem hófu viðræður fyrir rúmum tveim árum um útvegun og samnot báts (15—20 tonn) sem hentugur væri til rann- sókna á grunnsævi og til kennslu í sjóvinnu og sjávar-líffræðigrein- um. Hjá ofangreindum stofnunum hafði lengi verið ljós þörfin á hent- ugum litlum bát. Fram að þessu hefur oft verið notast við leigubáta til einstakra verkefna, og hefur sú starfsemi sem því tengist reynst afar ótrygg, og mörg brýn verkefni reynst óframkvæmanleg. Mikil þörf var því orðin á að úr þessu væri bætt með kaupum á bát sem sér- staklega yrði notaður til rannsókna og kennslu. Góður möguleiki virtist vera á því að þessar stofnanir gætu skiptst á að nota og einnig samnýtt einn bát. Sjávarútvegsráðherra sýndi þessu máli áhuga og skilning, og ráðuneyti hans vann að framgangi málsins ásamt fyrrgreindum stofn- unum. Eins og áður segir er ríkissjóður kaupandi að bátnum fyrir sjávarút- vegsráðuneytið, og er hann til af- nota fyrir 3 áðurnefndar stofnanir. Sjávarútvegsráðherra hefur skipað 4 menn í rekstrarstjórn, þar sem sæti eiga einn fulltrúi frá hverri stofnun, og einn frá sjávarútvegs- ráðuneytinu sem er formaður. Rekstrarstjórnin mun skipta niður úthaldstíma bátsins milli stofnan- anna og gera rekstraráætlun fyrir 1 ár í senn. Sjávarútvegsráðuneytið hefur hefur ennþá verið tekin ákvörðun um Rauðanúp né Arnar en Bjartur hefur þegar fengið þýska vél að gerðinni Mak og Drangey verður falið Fiskifélagi Islands að sjá um daglegan rekstur og hafa umsjón með bátnum. Skipstjóri á bátinn hefur verið ráðinn Þórður Örn Karlsson. Báturinn er vel búinn öryggis- og björgunarbúnaði m.a. tveim 6 manna gúmmíbjörgunarbátum. Einnig eru í bátnum öll helstu sigl- ingatæki, eins og radar, lóran, lór- anskrifari með skjá, tveir dýptar- mælar, gerfitunglamóttakari o.fl. Tilkoma þessa báts er öllum, sem við sjóvinnufræðslu starfa, mikið fagnaðarefni. Báturinn mun gjör- breyta allri aðstöðu þessarar náms- greinar sem hefur reynst mörgum unglingum gott innlegg ! undirbún- ingi undir lífið, og ööi hvati til meiri menntunar síðar í stýri- mannaskólum. með franska Crepef nú ekki annað að ætla en j ku togar- arnir verði hér aflask n ókomna tíð. Japönsku skuttogararnir Á árunum 1972 og ’73 koniu fyrstu japönsku togararnir hingað til lands. í upphafi voru menn ekki einhuga um þá ráðstöfun. Bæði var það að íslendingar höfðu ekki reynslu af japönskum fiskiskipum og menn töldu að fjarlægðin tor- veldaði eðlilega boðleið varahluta. En reynslan af togurunum svo og samvinna eigendanna hefur verið mjög ánægjuleg. Innkaupadeild L.Í.U. hefur þjónað Félagi japanskra skuttogaraeigenda við varahlutakaup. Þeir Eiríkur Ólafs- son útgerðarstjóri og Bolli Magnús- son ráðgjafi eru nú í Japan á vegum félagsins. Reiknað er með að þeir nái samkomulagi um kaup á nýjum níugata-vélum. Þegar hefur verið tekin ákvörðun um að setja vélar í Vestmannaey, Hoffell, Ljósafell, Pál Pálsson og Bretting og líklega verður Ólafur Bekkur með. Ekki Sjómannadagsblað Neskaupsstaðar Norðfirðingar eru nú að gefa út Sjómannadagsblað Neskaupstaðar í níunda sinn. Það er Sjómanna- dagsráð Neskaupstaðar sem gefur blaðið út. Ritstjóri er Smári Geirs- son. Blaðið hefur náð föstum sessi í hugum Austfirðinga enda snertir það ekki bara Norðfirðinga því að efni til er það fjölbreytt og skemmtilegt. Þetta 9. tbl. er 136 bls. að stærð. Meðal efnis í blaðinu er fræðileg grein um íslensku sumar- gotssíldina eftir Ólaf Halldórsson fiskifræðing.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.