Alþýðublaðið - 02.07.1986, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 02.07.1986, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 2. júlí 1986 123. tbl. 67 árg. Landbúnaðarblað í dag er Alþýðublaðið að verulegu leyti helgað íslenskum landbúnaði. í blaðinu eru viðtöl við forystumenn í landbúnaði og á sviði landgræðslu og greinar um margvíslegt efni tengt landbúnaði. Þessu blaði verður dreift viða um land og verður það væntanlega innlegg í þá land- búnaðarumræðu, sem nú fer fram. Fiskvinnslufyrir- tæki á Sv-horninu: Ellefu seld eða lýst gjald- þrota Ástandið hjá fisk- vinnslufyrirtækjum á suð- vesturhorni landsins hefur verið erfitt síðustu ár. Á IV2 ári hafa 11 þeirra ým- ist verið seld, lýst gjald- þrota eða sameinuð öðr- um. Má þar nefna fsbjörn- inn og Búr, Bæjarútgerð Hafnarfjarðar, Isfisksölu Hafnarfjarðar og frysti- hús í Grindavík og á Eyrar- bakka. Uppsagnir eru tíð- ar og frystihúsum hefur verið lokað í lengri eða skemmri tíma. Nýjasta dæmið er Hraðfrystistöð- in hf. í Reykjavík, þar hef- ur nú flestum starfsmönn- um verið sagt upp. „Nei, ég get ekki verið bjartsýnn, við höfum verið hreinskilnir við okkar fólk og það er ekkert annað sem við stöndum frammi fyrir en að 80 starfsmenn þurfi að hætta störf- um 1. október", sagðiÁgúst Einars- son framkvæmdastjóri Hraðfrysti- stöðvarinnar hf. í samtali við blaða- mann í gær. — Uppsagnir 80 starfs- manna fyrirtækisins voru afhentar sl. mánudag og munu taka gildi 1. október nk. Ágúst sagði að afkoma fyrirtæk- isins væri í raun angi af mun stærra máli, fiskvinnslufyrirtæki hefðu verið að velta á undan sér miklum skuldum undanfarin ár, og eins og staðan væri orðin biði þeirra ekkert annað en sigla í strand. Benti hann á að 11 fyrirtæki á suðvesturhorn- inu hefðu verið seld eða lýst gjald- þrota á síðasta 1 og /2 ári, það segði sína sögu um afkomuna í greininni. „Jú, auðvitað hefur verið reynt að benda stjórnvöldum á þetta, en það hefur verið talað fyrir daufum eyr- um hingað til“ — Sagði hann geng- isfall dollarans hafa átt mikinn þátt i að gera stöðuna ómögulega nú síð- asta árið, dollarinn hafi fallið um 40% gagnvart öðrum gjaldmiðlum og framleiðslukostnaður hækkað um 30—40%. Ágúst kvað þessa ákvörðun, að segja upp fólki ekki tekna í neinu fljótræði. „Þetta er sú sorglegasta ákvörðun sem ég hef þurft að taka“, sagði hann að lokum. < ■£ 1= I |ú getur þú selt spariskírteinin þín | hvenær sem er þótt binditími þeirra sé ekki útrunninn. Þetta gildir um nær alla flokka spariskírteina - óháð aldri þeirra og verði. Verðbréfaþing íslands. Verðbréfaþing íslands sem stofnað var á síð- asta ári hefur komið sér upp kaup- og sölu- markaði á spariskírteinum og fer verð þeirra eftir því gengi sem aðilar þingsins auglýsa. Aðilar Verðbréfaþingsins sem þú getur snúið þér til eru: Landsbankinn, Iðnaðarbankinn, Fjárfestingarfélagið og Kaupþing. í raun merkir þetta að þótt þú fjárfestir í spariskírteinum ríkissjóðs eru peningarn- ir þínir lausir hvenær sem þú vilt með litl- um fyrirvara. Spariskírteini ríkissjóðs eru örugg- asta fjárfesting sem völ er á. Þú hefur eflaust veitt því athygli að nokkur fyrirtæki bjóða skuldabréf með hærri vöxtum en ríkissjóður. Spariskírteinin eru engu að síður besti kosturinn. Þau eru eignar- skattsfrjáls og njóta fullkomins öryggis, því að baki þeim stendur ríkissjóður og þar með öll þjóðin. Þetta öryggi er ekki til staðar hjá öðrum og því skaltu íhuga vandlega þá áhættu sem fylgir því að kaupa skuldabréf fyrirtækja þótt vextir sýnist álitlegir. Nú þegar frystingin er úr sögunni fyrir fullt og allt er ekkert sem ætti að hræða þig frá því Iengur að kaupa spariskírteini ríkissjóðs. Þú átt ekki kost á betri fjárfestingu. RÍKISSJÓÐUR ÍSLANDS I \ \

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.