Alþýðublaðið - 02.07.1986, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 02.07.1986, Blaðsíða 10
10 Miðvikudagur 2. júlí 1986 Jónas Jónsson í viðtali hjá Alþýðublaðinu: Framleiðslustjórnun á allar tegundir kjötmetis Jónas Jónsson, búnaðarmálastjóri. ,,Pað er hvergi á byggðu bóli látið eins illa við landbúnað eins og hér á íslandi,“ sagði Jónas. »Löggjöfin 1979 hélt ekki nógu vel. Það sáu menn ekki fyrir. Ef um sök er að raeða þá er hún ekki síður stjórnmálamannanna, en forystu bændasamtakanna. — Þegar fram- leiðslan var orðin of mikil þurftu menn að geta slegið af“, sagði Jón- as Jónsson búnaðarmálastjóri m.a. í viðtali við Alþýðublaðið um það sem efst er á baugi i íslenskum land- búnaði. Hvernig gengur aö innleiða nýjar búgreinar í íslenskan landbúnað, Jónas? Það var byrjað á refarækt upp úr 1980, hún hefur gengið vel og við erum bjartsýnir með hana. Það eru núna komnir um 200 bændur með loðdýr og það er búið að byggja skipulega upp fóðurstöðvar sem er forsenda fyrir því að það sé hægt að reka loðdýrarækt. Þessar fóður- stöðvar hafa verið byggðar upp skipulega fyrir ákveðin svæði þannig að það er raunverulega búið að skipta landinu upp í loðdýra- ræktarsvæði. Leyfi hafa verið veitt í samræmi við það að menn ættu að- gang að fóðurstöð. Við höfum náð þokkalegum árangri hvað varðar framleiðsluna, að vísu ekki eins góðum og frændur okkar á Norð- urlöndum. Við vitum að minka- ræktin er öruggari en refaræktin að því leyti að það hefur sýnt sig að það eru minni sveiflur í minkarækt- inni. Danir hafa hagnast vel á minkarækt og ég er ekki í nokkrum vafa um það að við getum hagnast á henni líka. Ég er viss um að loð- dýraræktin er atvinnuvegur sem við eigum að reyna. Við megum ekki gleyma því að við erum þarna að breyta verðlitlum úrgangi í verð- mætar vörur. Varðandi fiskeldi, þá er ekki nokkur vafi á því að hérna eru möguleikar til fiskeldis miklir. Við höfum stundað eina grein fiskeldis með mjög góðum árangri, það er seiðaframleiðsla. Það er ólíklegt að það verði varanlegur atvinnuvegur. Það er vitað að Norðmenn banna innflutning á seiðum, en hafa veitt undanþágur. Það má alveg reikna með að innan fárra ára verði þeir sjálfum sér nógir í seiðafram- leiðslu. Þar með loka þeir á inn- flutning á seiðum. Það er um marg- ar greinar af fiskeldi að ræða, en sú grein sem ég hef mesta trú á er mat- fiskeldi alfarið í fersku vatni. Þar gæti verið um að ræða lax, bleikju, íslenskan urriða og regnbogasilung. Þessa atvinnugrein er hægt að stunda þar sem fyrir er nægilegt ferskt vatn og jarðhiti en það er ákaflega víða á landinu. Það er tal- ið að það sé hægt með góðu móti að ala lax í fersku vatni upp í 2—3 kg. Það er markaður til fyrir lax af þessari stærð í katólsku löndunum, sem Norðmenn hafa ekki getað sinnt, vegna þess að seiðaverðið er svo hátt hjá þeim. Við getum fram- leitt seiðin á lægra verði. Það er einnig möguleiki fyrir okkur í að ala hér ferskvatnsfiska sem þurfa hátt hitastig til að lifa við. Við erum að þróa ferðaþjónustu í sveitunum, sem er mjög fjölbreytt hjá okkur s.s. gisting, hestaleiga á sveitaheimilum, leiga á sumarhús- um o.s.frv. „Nú hefur orðið verðfall á loð- skinnum og veröhrun á eldislaxi á markaði í Bandaríkjunum. Breytir þetta viðhorfi þínu eitthvað til þess- ara nýju búgreina?“ — Nei, menn verða að gera sér grein fyrir að á þessum mörkuðum eru sífelldar verðsveiflur og verða að vera tilbúnir að taka þeim. „Menn hafa rennt hýru auga til hersins í Keflavík í von um nýja markaði. Telur þú að íslenskt nautakjöt hafi gæði til að standast samanburð við það kjöt sem fyrir er?“ — Ég tel að íslenskt nautkjöt sé betra en amerískt nautakjöt, enda er það alþekkt staðreynd að kjöt af skepnu sem alin er á grasi er miklu bragðbetra en þeirri sem alin er á korni. Hinsvegar er þykkt vöðv- anna meiri, en á íslensku nauta- kjöti. Það er náttúrlega alveg dæmigert fyrir íslendinga að spyrja svona spurninga, því að pólitík heilla flokka er byggð á því að ís- lenskur landbúnaður sé annars flokks landbúnaður. Fjölmiðlamenn spyrja gjarnan svona spurninga af einhverjum hrolli vanmáttarkenndarinnar og trú því að það sé ekki hægt að reka hér landbúnað samkeppnishæfan við annan landbúnað. Það er hvergi á byggðu bóli látið eins illa við land- búnað eins og hér á íslandi. Þetta er staðreynd sem hefur háð íslenskum landbúnaði verulega. Þetta álít ég vera vanmáttarkennd fólksins, sem komið er í þéttbýlið og vegna þekk- ingarskorts. I skjóli þessa hefur ver- ið rekin hin fáránlegasta upplýs- ingaþjónusta um landbúnaðinn sem hefur skaðað þjóðina geysilega mikið. Á stéttarsambandsfundi bænda sagði Ingi Tryggvason m.a. „Að framleiðsla sé mikil í landbúnaði t.d. hafi kjötframleiðsla aldrei verið meiri, hinsvegar hefur heildar- markaður fyrir kjöt ekki aukist. Þetta leiðir af sér að landbúnaður- inn situr uppi með svipaðan heild- arvanda og áður, þrátt fyrir árangur í sambandi við aðgerðir til sam- dráttar í kindakjötsframleiðslu". „Hvert er álit þitt á þessari fram- leiðslustjórnun?“ — Það er alveg ljóst að þessi framleiðslustjórnun sem fólgin er í því, að takmörkuð er kindakjöts- framleiðsla en engin takmörkun á öðru kjötmeti, er alveg vonlaus. Þessar framleiðslugreinar þurfa, á framleiðslustjórn að halda og þeir sem framleiða svínakjöt og ali- fuglakjöt eru búnir að sjá þetta núna. Ég á von á að til alhliða fram- leiðslustjórnar komi og það komist eitthvert jafnvægi á hvernig kjöt- markaði er skipt. Hvað fór úrskeiðis? — Það hefur aldrei verið sett á framleiðnistjórn á alifuglakjöt, svínakjöt eða hrossakjöt. Framleiðslusjóður hefur heimild til að kaupa eða leigja búmark af bændum. Hvernig hefur þessi heimild verið notuð? — Hún hefur verið notuð þann- ig að þeir sem vilja draga saman og afsala jörðinni framleiðslurétti, þeim er greitt ákveðið fyrir það. Þetta er hliðstætt því að borga mönnum eftirlaun fyrir tímann. Markmiðið er að flýta fyrir því að það verði ákveðin aðlögun að fram- leiðslunni. Að það séu ekki of margir að berjast of lengi við að framleiða það magn sem hægt er að selja. Það eru of margir sem hafa framfæri sitt af framleiðslu kjöts og mjólkur. Menn hafa gagnrýnt forystu bændastéttarinnar og stjórnmála- menn fyrir það að hafa stjórnað framleiðslumálunum og byggða- þróun illa. Hverju svarar þú þessu? — Það hefur ekki verið stjórnað nógu vel. Hvað varðar forystu bændastéttarinnar, þá hefur Stétta- samband bænda barist fyrir því síð- an 1968 að fá löggjöf til þess að geta stjórnað. Löggjöfin sem sett var 1979 hélt ekki nógu vel. Það sáu menn ekki fyrir. Ef um sök er að ræða þá er hún ekki síður stjórn- málamannanna. Eftir að löggjöfin var sett 1979 varð forysta bænda- samtakanna að stjórna og að mínu mati var sú löggjöf ekki nógu þétt. Stjórnin var of seinvirk, sem kemur fram í því að menn fengu of seint að vita um fullvirðisréttinn sinn á þessu ári. Jafnframt voru þeir að fá núna snemma árs 1976 að vita um skerðinguna sem þeir fengu á fram- leiðslu 1984 og 1985. Þetta var stjórnun eftir á, sem ekki var nógu virk. Hver er munurinn á verkefnum Stéttasambands bænda og Búnað- arfélags íslands? — Þetta eru tvær aðskildar stofnanir, þannig tengdar að bún aðarfélög hreppanna eru grunnein- ingar beggja samtakanna. Stétta- samband bænda eru hagsmuna- samtök bændanna. Búnaðarfélag íslands sér um annað í þessum mál- um en það sem flokkast undir bein hagsmunamál. Aðal verkefni þess er leiðbeiningaþjónustan í öllum greinum landbúnaðarins, forysta í búfjárkynbótum og þriðja megin verkefnið er að fara með þau fram- lög til landbúnaðarins sem eru í gegnum jarðræktarlög, búfjár- ræktarlög, lög um forfallaþjónustu o.s.frv. Það hefur verlð hlutskipti ís- lenska landbúnaðarins að vera of seinn að átta sig á nýjum straum- um, of seinn að aðlaga sig að breytt- um aðstæðum. Var þetta ekki ein- mitt hlutverk Búnaðarfélags ís- lands? — Þetta er ekki rétt landbúnað- urinn hafi verið of seinn að átta sig á hlutunum. Búnaðarfélag íslands og bændasamtökin hafa haft það hlutverk að leiða landbúnaðinn áfram til framfara. Þróunin hefur verið landbúnaðinum og þjóðfélag- inu ákaflega hagkvæm. Við byrjuð- um 1968 að vara við offramleiðsl- unni. Stjórnmálamennirnir voru of seinir að taka við sér. Það varð að stefna upp á við, auka framleiðsl- una og hagkvæmnina, en þegar framleiðslan var að verða of mikil þá áttu menn að slá af. Búnaðarfé- lagið hefur stuðlað að framförum í landbúnaði og framfarirnar hafa orðið geysilega miklar, framleiðni aukningin orðið mikil. Það sem þessi öfl sem básúna þetta og eru búin að búa til ranga þjóðarvitund um íslenskan landbúnað, þau hafa ekki áttað sig á því að hér eru minni framlög til landbúnaðar en í nokkru sambærilegu landi. Ef við ættum að hafa landbúnað hér sem væri án framlaga þá gætum við ekkert gert. Á vegum Verslunarráðs íslands hefur verið gefin út skýrsla, sem ber heitið: „Þróun afurðasölu- og verð- lagsmála landbúnaðarins — nauð- syn nýrra leiða og markmiða". Höf- undur hennar er Steingrímur Ari Arason. Hvert er álit þitt á henni? — Ég hef séð þessa skýrslu, en ekki haft tíma til að kynna mér innihald hennar og vil því ekki segja neitt um hana nema að höfundur- inn hefur líklega kynnt sér þessi mál rækilega og fjallar því væntanlega af víðsýni um þessi mál. Jónas hefursem búnaðarmálastjóri beittsérfyrir eflingu nýrra búgreinas.s. refa- og minkarœkt.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.