Alþýðublaðið - 02.07.1986, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 02.07.1986, Blaðsíða 13
Mióvikudagur 2. júlí 1986 13 var ráðherra og átti þátt í því að koma á útflutningsbótum fyrir landbúnaðarafurðir, þær útflutn- ingsbætur voru eðlilegar og réttar eins og þær voru hugsaðar í upp- hafi, en það var að taka við um- framframleiðslu í góðærum. Hreinskilni Gylfa Það sem Gylfi ekki varaðist var, að ósvífin gróðaöfl með Sjálfstæð- isflokk í fararbroddi og stuðningi framsóknar níddust á því, sem þeim var til trúað og fóru að gera út á út- flutningsbótakerfið og kynntu und- ir taumlausri offramleiðslu og of- fjárfestingu í landbúnaði. Af hreinskilni og pólitískri ein- urð skrifaði Gylfi þá greinar og deildi á þetta ólánsathæfi og leiddi rök að því, að það yrði þjóðarbúinu illbærilegt og kæmi að lokum harð- ast niður á bændum sjálfum. Að- vörunarorð Gylfa þá eru staðreynd- ir dagsins í dag. Rógur gegn bændum En þau gróðaöfl, sem ævinlega hafa haft bændur í seli brugðust við með sama hætti þá og þau gera enn í dag þegar á þau er deilt, að kalla allt slíkt fjandskap og róg gegn bændum. Sjálfstæðis og framsókn- armenn héldu uppi linnulausum áróðri gegn Alþýðuflokknum vegna aðvörunarskrifa Gylfa, og margir bændur trúa þeim áróðri enn. Og þegar ég hef spurt þá hvað þeir hafi lesið frá Alþýðuflokknum um landbúnaðarmál, þá er svarið efnislega, „ekkert ég þarf þess ekki það vita allir að þið eruð á móti okkurþ í landbúnaðarumræðunni mega því fleiri leggja af fordóma en þéttbýlisbúar. Hér hefur verið fjallað um hvað felst í reynd í fíflakjaftæði manna um að „skera niður“ 15—17 hundr- uð bændur á einu bretti og hve óraunhæft það er. En eftir stendur sú staðreynd að umfram framleiðsla í landbúnaði okkar er illbærileg, og spurt er hvað skal gera. Fyrir nokkrum árum var innanlandsneysla á dilkakjöti um 11 þús. tonn, í dag er hún á að giska um 8 þús tonn en framleiðslan liðug 10 þús. tonn muni ég rétt. Bændur buðu Iækkun Ég er ekki í minnsta efa um það að meginástæðan fyrir minnkandi neyslu okkar á dilkakjöti er það ok- urverð, sem fyrir það er krafist, það veltist heldur ekkert fyrir mér að hægt er að Iækka þetta verð veru- lega, án þess þó að skerða hlut bóndans, ég bendi einnig á að for- maður Landssambands sauðfjár- bænda skýrði frá á stéttarsam- bandsþingi á Hvanneyri, að sauð- fjárbændur væru til viðtals um að lækka verðið frá sér ef milliliðir lækkuðu sína álagningu sambæri- lega, varðhundar SÍS vestur á mel- um, — bændabændurnir, brugðust ókvæða við. Hér þurfa að koma til pólitískar ákvarðanir og vilji en þar, sem það gengi gegn hagsmunum auðhrings- ins SÍS og Sláturfélags Suðurlands þá verður Framsóknarflokknum og Þorsteini Pálssyni ekki leyft að taka slíkar pólitískar ákvarðanir, — og í því er vandi bænda mestur. Kjöthótel. Ég er heldur ekki í neinum efa um, að það er ekki spurning hvort heldur hvenær við förum að selja ís- lenskt lambakjöt á háu verði á Bandaríkjamarkaði, þegar þeir tímar koma, þá verður ekki vand- inn að selja heldur að framleiða nóg. Hvað langt verður þangað til ræðst af átökum, sem óhjákvæmi- leg eru við búvörudeild SIS, því út- flutningur á kjöti hefur m.a. í för með sér að auðhringurinn yrði að hætta að gera út á svikamyllu út- flutningsbóta og geymslu og vaxta- gjalda, og missti verulega af þeim tekjum, sem hann hefur nú af rekstri kjöthótela sinna í frystihús- um landsins. Ríkisstyrkir seldir Það er nefnilega þannig að SÍS fær sölulaun af útflutningsbótun- um, því er þeim hagkvæmast og engin áhætta að geyma kjötið sem lengst og hirða fyrir vaxta og geymslugjöld beint úr ríkissjóði. Áhættan er engin því þegar þeim hentar að losna við kjötið þá skiptir engu máli fyrir þá hvað fyrir það fæst, bara eitthvað, hvað sem er, nokkrar krónur, það býttar engu, þeir fá umboðslaun af ríkisstyrkn- um, og með honum eru einnig greidd flutningsgjöldin til skipa- deildar SÍS og þau eru vel há. Það er pólitísk nauðsyn að bændur geri sér grein fyrir því að auðhringurinn SÍS hefur hag af því, að ekki verði selt kjöt úr iandinu með öðrum hætti en þeim, er nú tíðkast og þeir ráða. Með einu pennastriki má þó koma því á að SÍS fái aðeins sölu- laun af því verði, sem því tekst að selja vöruna á, en framsóknarráð- herra fær aldrei leyfi til að draga það pennastrik. 0rum & Wulf Af forsjálni hafa SÍS herrarnir séð, að þeim tekst ekki að halda Framsókn inni í ríkisstjórn enda- laust, því stofnuðu þeir s.l. haust Landssamband sláturleyfishafa. í þriðju og fjórðu grein laga þessara samtaka eru ákvæði þeirrar gerðar að leita verður í pappírum einokun- arkaupmanna á 17. öld til saman- burðar. Rússneskt ritúal Þar er m.a. ákvæði um að enginn sláturleyfishafi innan þessara sam- taka má selja kíló út fyrir sitt svæði, nema að fengnu samþykki Búvöru- deildar SÍS og ber að auki að greiða henni umboðslaun. Þetta þýðir að ef t.d. Skagfirðingar vilja selja Siglfirðingum kjöt, þá þarf heimildin að koma úr Reykja- vík frá Búvörudeild SÍS og skulu henni síðan send umboðslaun suð- ur, fyrir söluna. Bændur voru aldrei spurðir, en hafa verið að frétta það eftir á, að þeir hafi stofnað landssamtök. Með þessum samtökum hefur einokunarkrumlan náð kverkataki á neytendum og bændum. Óseðjandi skrímsli Eftir slíka lesningu er eðlilegt að menn spyrji, hvað veldur því að fé- lagsmálahreyfing, sem byggð er á fögrum hugsjónum samvinnu og jafnaðarstefnu hefur breyst í óseðj- andi skrímsli? Mín skýring er sú, að SÍS hring- urinn stjórnast af eigin lögmálum þ.e. lögmálum auðhringsins. Margir þeirra einstaklinga, sem þar ráða cíkjum eru afburðahæfir og duglegir og það ég best veit eru þetta góðir og vandaðir menn sem einstaklingar og vinir. En þeir eru slitnir úr tengslum við hugsjónir og tilgang samvinnu og jafnaðarmanna, — í raun er þeim ekki sjálfrátt, því að í ábyrgð sinni og ákvörðunum þá geta þeir ekki annað en lotið þeim lögmálum auð- hringsins, að ná yfirráðum yfir þeim valdaþáttum, sem ráða verði og greiðslum á aðföngum og afurð- um í þjóðfélaginu. Þeir verða að lúta þeim lögmál- um auðhringsins, að mynda gróða án tillits til þess af hverjum hann er tekinn eða með hvaða hætti. Auðhumla Ein helsta gróðalind þessa auð- hrings rennur úr blóðmjólkuðum kaupfélögum í kringum landið með þeim afleiðingum, að vaxandi fjöldi bænda eru arðrændir og ánauðugir menn, afgirtir í kvía- grindum SÍS og leyft að tóra fyrir nytina eina saman. Gerum bændur sjálfstæða Það er sögulegt og hugmynda- fræðilegt hlutverk jafnaðarmanna um veröld alla, að endurreisa sjálf- stæði og sjálfsvirðingu slíks fólks, og það gerum við best hér með því að vinna að því, að SÍS hætti að starfa sem auðhringur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.