Alþýðublaðið - 02.07.1986, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 02.07.1986, Blaðsíða 6
6 Miðvikudagur 2. júlí 1986 Jón Helgason dóms-, kirkju- og landbúnaðarráðherra: Æskilegt ad stjórnin sitji út kjörtímabilið Komi þeim verkefnum í framkvæmd sem verið er að vinna að Jón Helgason dóms-, kirkju- og landbúnaðarráðherra var tekinn tali í dómsmálaráðuneytinu, þar sem hann hefur skrifstofu. Umræðuefnið var landbúnaðarmálin. Fyrst spurði blaðamaður Jón um þau pólitísku mál sem efst eru á baugi í þjóðfélaginu í dag. Hingað til hefur markaðurinn verið látinn ráða um framboð og eftir- spurn í hœnsna- og svínarækt. Nú stendur til að þessar atvinnugreinar verði settar undir framleiðslustjórn. Telur þú einhverjar líkur á kosn- ingum í haust Jón? — Við framsóknarmenn höfum látið það koma skýrt fram að við teljum það eðlilegt og æskilegt að stjórnin sitji út kjörtímabilið, og komi þeim verkefnum sem verið er að vinna að í framkvæmd, m.a. þeim mikilvæga áfanga sem náðst hefur við að keyra verðbólguna nið- ur. Það eru ekki við einir sem ráð- Ef ráðherra verður fyrir hörðum ásökunum, þá getur það orðið til þess að hann láti af störfum meðan hið sanna er að koma í ljós. um; því er erfitt að fullyrða nokkuð um það. Er ekki hætta á því að það verði erfitt með kjarasamninga? — Það var talið á síðasta hausti að erfitt yrði að ná samningum á vinnumarkaði nú í vetur, en flestir eru nú sammála um það að þar hafi vel tekist til. Við höfum bent á það að ekki þýði að flýja frá þeim verk- efnumsem menn hafa tekið að sér. Hvert er þitt álit á þeim málum sem upp hafa komiö í sambandi við Hafskip og snerta Albert Guð- mundsson og Guðmund J. Guð- mundsson? — Þau mál eru í rannsókn og á meðan mál eru þar stödd er æski- legt að vera ekki að fella dóma áður en niðurstöður liggja fyrir. Finnst þér persónulega að Albert eigi að segja af sér á meðan á rann- sókn málsins stendur? — Ég vil ekki á þessari stundu tjá mig um það hvort Albert eigi að segja af sér. Það er augljóst að ef ráðherra verður fyrir hörðum ásök- unum hvort sem þær eru réttmætar eða ekki, þá getur það orðið til þess að nauðsynlegt sé að hann láti af störfum meðan hið sanna er að koma í ljós. Látum útrœtt um dœgurmál líðandi stundar og snúum okkur að land- búnaðarmálunum. Það liggur fyrir frumvarp til laga um atvinnuréttindi í landbúnaði. Hvernig hefur því verið tekið í ríkis- stjórninni? — Það var lagt fram í rikisstjórn Rannsóknarstarf- semi er grundvall- aratriöi fyrir alla atvinnuvegi. sl. vetur og vísað til stjórnarflokk- anna en var ekki afgreitt þar. Hver er tilgangurinn með þessu frumvarpi? — í mínum huga er tilgangurinn fyrst og fremst sá að reyna að tryggja eins og kostur er að þeir sem leggja út í búrekstur hafi næga þekkingu til að bera að þeir ráði við það starf. Verður starfsheitið lögverndað? — Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að menn verði að afla sér lágmarks þekkingar í þessari grein. Þar sem þetta er mjög erfið atvinnugrein tel ég að það sé nauð- synlegt að lágmarks þekking sé fyr- ir hendi. Hvernig finnst þér Rannsókna- stofnun landbúnaðarins þjóna sínu hlutverki? — Rannsóknarstarfsemi er grundvallaratriði fyrir alla atvinnu- vegi, ekki síst fyrir landbúnað. Það er ómetanlegt gagn sem Rann- sóknastofnun landbúnaðarins hef- ur unnið íslenskum landbúnaði. Hins vegar er það með þessa stofn- un eins og allar aðrar stofnanir, að nauðsynlegt er að endurskoða starfsemi hennar með tilliti til breyttra aðstæðna. Það höfum við verið að gera í landbúnaðarráðu- neytinu að undanförnu og fram eru komnar tillögur um ákveðnar skipulagsbreytingar sem miða að því að fella stofnunina betur að breyttum aðstæðum. Markmiðin eru fyrst og fremst tvö, að hún full- nægi sem best þeim kröfum og þeim þörfum sem eru á þessu sviði og í öðru lagi að það fjármagn sem til starfseminnar er varið nýtist sem best. Upp hefur komið hugmynd um bændaskóga í Laugardal. Hvað er að frétta af því? — Þessi hugmynd kom upp vegna þess að þarna var skorið nið- ur sauðfé í stórum hluta sveitarinn- ar og þá lögðu menn til að í staðinn fyrir að taka þarna aftur sauðfé yrði reynt að koma af stað skóg- rækt. Það er búið að gera áætlun um þetta sem að sjálfsögðu byggist á því fjármagni sem til er. í fjárlög- um þessa árs er gert ráð fyrir einni milljón króna til þess að hrinda af stað þessu máli. Það sem gerir þetta sérstaklega áhugavert er að á þessu svæði eru einhver bestu skilyrði til skógræktar hér á landi, auk þess er þetta svæði það afmarkað að það krefst lítilla girðinga til þess að halda því fríu frá ágangi búfjár. Nú hafa komiö fram tillögur um heildarstjórn kjötframleiðslu? — Það hefur verið til umræðu og fjölmargar fundaáskoranir um það. Hvernig taka svína- og hænsna- ræktabændur því? — Þeir hafa einnig komið til við- ræðna við mig og sýnt áhuga á því. Tvíhliða tilgangur er með heildar- stjórnun á kjötframleiðslu þ.e. fyrir framleiðendurna og hins vegar fyrir neytendur og þjóðfélagið í heild. Það er verið að reyna að gera fram- leiðsluna eins hagkvæma og kostur er. Við höfum ekki efni á því að leggja í miklar fjárfestingar sem ekki er þörf fyrir. Þess eru of mörg dæmi að menn hafa lagt í fjárfest- ingar, þar sem hefur ekki verið grundvöllur fyrir rekstri. Þetta veldur því að einstaklingarnir og þjóðarbúið tapa. Er von á lækkun kjötverðs? — Stéttasambandsfundurinn A þessu ári var varið hátt á annað hundrað milljón- um til að lækka áburðarverð. ályktaði um að það þyrfti að auka niðurgreiðslur til að halda dilka- kjötinu samkeppnisfæru við annað kjöt, en það gildir um þá sem fram- leiða kindakjöt eins og aðra bænd- ur að þeir þurfa að fá lágmarksverð til þess að afkoma þeirra verði við- unandi. Það er verið að reyna að draga úr framleiðslukostnaðinum með því að skipuleggja framleiðsl- una þannig að hún verði hagkvæm- ust. Sem dæmi má nefna að á þessu ári var varið hátt á um annað hundrað milljónum til þess að lækka áburðarverð sem kemur ’fram í lægra verði til neytenda. Greiddi ríkissjóður þessa lækk- un? — Já, og jafnframt eru áætlanir hjá Áburðarverksmiðjunni sem er eign ríkisins að vinna þar að hag- ræðingu í rekstri þannig að unnt verði að hafa áburðarverð lægra í framtíðinni. Það hefur verið samin reglugerð um búmark og fullvirðisrétt til framleiðslu mjólkur og sauðfjáraf- urða. Geturðu sagt í stuttu máli hvað felst í þessari reglugerð? — Hvað varðar mjólkina þá lagði Stéttarsambandsfundurinn til að lögð yrði til grundvallar sú út- hlutun sem gerð var í reglugerð sem gefin var út á síðastliðnum vetri og gerðar sem minnstar breytingar þar á. Hins vegar um framleiðslu sauð- fjárafurða, að þá yrði það fram- leiðsla síðustu tveggja ára, sem réði skiptingu milli búmarkssvæða. Stefnt er að því að þessi reglugerð raski sem minnst stöðunni frá því sem hún hefur verið. Nú er Ijóst að Framsóknarflokk- urinn hefur tengst landbúnaðar- málum á íslandi órjúfanlegum böndum, ekki síst vegna þeirrar hefðar sem komist hcfur á aö þeir í AUGLÝSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00 1985-1. fl.C 10-júlí 1986 kr. 156,57 *lnnlausnatverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. Innlausn spariskírteina ríkissjóðsferfram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Hafnarstræti 10, og liggja þarjafnframtframmi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, 26. júní 1986 SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.