Alþýðublaðið - 02.07.1986, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 02.07.1986, Blaðsíða 14
14 Mióvikudagur 2. júlí 1986 Ingvi Þorsteinsson, deildarstjóri gróðurnýtingardeildar RALA: „80% landgæðarýrnun frá því að landið var numið“ Gróðurinn er enn að flettast af landinu. Ingvi Þorsteinsson, náttúru- frœðingur. í þeim umræðum, sem orðið hafa um íslenskan landbúnað und- anfarna mánuði og ár, hefur víða verið leitað skýringa á vanda þess- arar atvinnugreinar. í þessum um- ræðum hefur lítið verið fjallað um grundvöll alls landbúnaðar, þ.e. gróðurfarið, ástand beitilanda; af- rétta og heimahaga. Það virðist hafa gleymst, að landgæði eru und- irstaða landbúnaðar. Lélegt eða af- leitt gróðurlendi dregur úr líkum þess, að hér verði stundaður arð- bær búskapur. Sama gildir um beit- arstjórn og aðra þá þætti, sem hafa úrslitaáhrif á afkomu landbúnað- arins. Ingvi Þorsteinsson er deildar- stjóri gróðurnýtingardeildar Rann- sóknastofnunar landbúnaðarins (RALA). Hann hefur unnið að ýmsum rannsóknum í sambandi við náttúru- og landgæði íslands, m.a. að gróðurkortagerð. „Hver er tilgangurinn með gróð- urkortagerð, Ingvi?“ — „Það er þáttur í rannsóknum á gróðurfari landsins, þær eru gerð- ar fyrst og fremst í þeim tilgangi að ákveða beitarþol landsins, hvað landið myndi þola mikla beit miðað við núverandi ástand; að finna út hvar landið er að blása upp og eyð- ast og hvar hætta er á að slík eyðing hefjist. Þetta er megintilgangurinn fyrir utan það að gróðurkortagerð og þær rannsóknir sem fylgja í kjöl- farið gefa aðrar víðtækar upplýs- ingar um náttúru landsins" Gerð gróðurkorta. „Hvernig miðar gróðurkorta- gerðinni?" — „Við erum búnir að kort- leggja 2/3 hluta landsins alls, aðal- Iega hálendið, en líka hluta af byggðinni. Ég held að við getum staðhæft að við vitum nú orðið mjög mikið um gróður landsins, ástand þess og landgæði“ Beitarþolstilraunir. „Hvað eru beitarþolstilraunir og hvernig tengjast þær þessum rann- sóknum?" — „Það eru tilraunir, sem hafa þann tilgang að kanna hve mikla beit landið þolir án þess að eyði- leggjast og hagkvæmni beitar. Við höfum verið að kortleggja hve mik- ið af landinu er gróið og hve mikið fóður sá gróður gefur af sér. Það voru hafnar víðtækar beitartilraun- ir 1976 víðsvegar um landið. Þær voru m.a. gerðar til að prófa hvernig okkar útreikningar stæðust, þ.e. hvort okkar leið til að reikna út beitarþol væru nærri sanni. Til- raunirnar leiddu í ljós mjög gott samræmi þar á milli. Þær voru líka gerðar til að kanna hagkvæmni út- hagabeitar, sérstaklega á hálend- inu; hvaða munur væri á að beita mikið, hóflega eða lítið, hvernig það kæmi fram í afurðum búfjárins og hagkvæmni búanna. Neikvæð áhrif ofbeitar á arðsemi sauðfjár- búanna kom mjög glöggt í ljós, ekki síður en áhrif ofbeitar á gróður og jarðveg. Um helmingur af árlegu fóðri sauðfjár og hrossa er tekinn af úthaga. Þetta er náttúruauðlind sem sótt er í án þess að greiða nokk- uð fyrir og það er gífurlega mikil- vægt að vita hvað Iandið þolir.“ 20% fyrri landgæða. „Hafa niöurstöður ykkar verið notaðar?“ — „Að sjálfsögðu hafa þær komið að gagni, en þó ekki í þeim mæli sem ég hefði vonast eftir og þær hefðu þurft að gera miðað við ástand landsins. Skilningur á þessu skiptir meginmáli ekki til þess að finna sökudólg, heldur til þess að vita hvaða leiðir eru færar og bestar til þess að endurheimta glötuð landgæði“ Við höfum um langt skeið bent á að landið er í mjög slæmu ástandi. Við sitjum uppi með minna en 20% af þeim land- gæðum sem hér voru um landnám og þetta hafa rannsóknir okkar staðfest. Það hefur reynst ótrúlega erfitt að fá það sjónarmið viður- kennt, að þetta sé fyrst og fremst af- leiðing af óskynsamlegri nýtingu landsins, en ekki veðurfars eða náttúruhamfara þó það hafi vissu- lega líka átt sinn þátt í eyðingunnií' „Hvernig hefur tekist að fá sveit- arfélög til samstarfs um nýtingu landsins?“ — „Niðurstöður okkar hafa enn ekki leitt til þess að tekin hafi verið upp almenn landnýting í samræmi við landgæði, en vonandi stendur það til bóta.“ Skógur á heljarþröm. Grænlenska fyrirmyndin. „Hvað með rannsóknir á Græn- landi?“ — „Við hófum rannsóknir á Suður-Grænlandi 1976 og lukum þeim 1981. Þær voru með svipuðu sniði og gróðurrannsóknirnar hér heima. Grænlendingar vildu fá að vita hvað þeirra land gæti borið mikinn búpening. Þeir ætluðu að fjölga fé, en vildu ekki gera það fyrr en þeir hefðu komist að því hvað landið bæri. Þarna sýndu þeir sjaldgæfa forsjálni. Það kom í ljós að beitilandið er framúrskarandi gott og hefur ekki spillst nema kringum fjárflestu búin. Þar hafði orðið mikil gróðurrýrnun og jafn- vel uppblástur í kjölfar landnáms norrænna manna, en hennar gætir naumast lengur, enda liðnar um 5 aldir síðan sú byggð leið undir lok. Það er óhætt að segja að beitiland- ið sé þrisvar eða fjórum sinnum betra en íslenskt beitiland miðað við flatareiningu gróins lands. Þarna er svipaður gróður og maður gæti búist við að væri á hálendi ís- lands, ef allt væri með felldu. Þetta leiðir til þess að sauðfé á Grænlandi er miklu vænna en hér heima, þótt þeir fóðri illa á veturna. Það væri hægt að hafa um 60 þús. fjár á Suð- ur-Grænlandi. Það er fremur skort- ur á ræktunarlandi en beitilandi sem setur þeim stólinn fyrir dyrnar. Það hefði ekki litla þýðingu fyrir afkomu sauðfjárbænda hér, ef þeir fengju svipað afurðamagn af fénu og kollegar þeirra á Grænlandi. En sá árangur næst ekki nema bithagar hér verði stórlega bættir með hóf- legri nýtingu, beitarstjórnun og öðrum aðgerðumí* „Hvernig er ástandið á Biskups- tungnaafrétti og Landmannaaf- rétti?“ — „Þessi tvö svæði eru með verstu afréttarlöndum á íslandi. Biskupstungnaafréttur er í hrika- legu ástandi vegna uppblásturs og þar sést munur á gróðurlendinu frá ári til árs. Þetta er land í tötrum, sem ætti að hvíla með öllu meðan Landgræðslan stöðvar frekari land- eyðingu. Landmannaafréttur fór að hálfu leyti undir ösku i síðasta Heklugosi. Þá var dregið þar nokkuð úr beitar- álagi, en auðvitað á að alfriða land, sem verður fyrir slíkum áföllum. Þessi tvö svæði eru dæmi um af- rétti, sem að mínu áliti er engin skynsemi í að nýta, hvorki frá sjón- armiði gróðurs né arðsemi. Dæmið getur ekki gengið upp“ Steindauðir melar. „Það voru gerðir samningar við bændur að rækta upp land í stað þess sem færi undir vatn við Blönduvirkjun. Hvernig gengur sú framkvæmd?” — „Landsvirkjun gerði sam- komulag við bændur um að rækta allt að þrjú þúsund hektara í stað- inn fyrir það sem tapast. Þessi ræktun, sem hófst 1981, er í 450— 550 m hæð yfir sjávarmáli og nú er búið að rækta um 800 hektara. Það hefur verið fylgst vel með þessari ræktun og það hefur komið i Ijós og það er hægt að rækta land upp i þessa hæð með áburði og fræi, jafnvel án þess að bera á það árlega eftir að gróður er kominn vel á veg. Elstu svæðin gefa þegar af sér meiri nýtanlega uppskeru en hin náttúru- legu gróðurlendi afréttanna. Hag- fræðilega stendur slík ræktun ekki undir sér og vantar mikið upp á. Það er augljóslega hagkvæmara að bera á land sem stendur lægra. Eftir því sem hærra dregur því meira lækkar hitastigið og áburðaráhrif verða minni. Það er dýrara að fara með áburð upp í 400—500 m hæð en að bera á land í 100—200 m hæð. Þetta eru hlutir sem liggja alveg á hreinu. Það er sjálfsagt að bæta gróður sem fer til spillis, en það er ekki raunhæft að mínu mati að græða upp steindauða mela og sanda á hálendinu, sérstaklega á Framh. á bls. 15 Alþýðuflokkurinn efnir til sumarferðar á ítölsku Rívíeruna — Pietra Liqure — dagana 7. til 28. júlí. Flogið verður í beinu leiguflugi til Genova. Skoðunarferðir að vild til Monaco og Monte Carlo, Nice og Cannes, Pisa, Genova, Portefino og ítalskt útileikhús skoðað. Heimsókn til Bettino Craxi, forsœtisráðherra Ítalíu og formanns ítalska Alþýðuflokksins ásamt skoðunarferð til Rómar með Jóni Baldvin og Bryndísi. Verð frá kr. 23.900r Fararstjóri: Guðlaugur Tryggvi Karlsson. Allarfrekari upplýsingar á flokksskrifstofunni, hjá fararstjóra ogFerða- skrifstofunni Terru, Laugavegi 28. Alþýðuflokkurinn. Fararstjóri: Guðlaugur Tryggvi Karlsson. örstutt á heimaslóðir Verdis. Craxi: Formaður ítalska Al- þýðuflokksins og forsætisráð- herra ítaliu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.