Alþýðublaðið - 02.07.1986, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 02.07.1986, Blaðsíða 12
12 Miðvikudagur 2. júlí 1986 Bændur eru arðrænd og ánauðug stétt I íhalds- og framsóknarfjötrum Skordýraeitur — sterkjyf og vaxtar hormónar eru efni, sem ganga ígegn um lífkeðjuna og safnast upp í síðasta neytanda, sem verður maðurinn þegar um landbúnaðarafurðir er að rœða. I vaxandi mœli eru Bandaríkjamenn •að gera sér þetta ijóst og milljónir þeirra eru reiðubúnir að greiða hátt verð fyrir vörumerki, sem tryggir ómengaða fœðu. Það sem mér finnst að einkenni mikið alla umræðu um landbúnað- armál á Islandi í dag eru fordómar. Þessir fordómar eru að verða að ill- færu fljóti milli strjálbýlis og þétt- býlis milli rótanna og trésins og því þjóðhættulegir. Það hefur hentað ýmsum ósvífn- um pólitískum og viðskiptalegum hagsmunaöflum að beina sprænum sínum í þetta skaðræðisfljót og magna þessa fordóma á báðum bökkum, í þeim tilgangi einum að treysta staðbundna hagsmuni fjár- magns og flokka. Hættulegast er þó, að sú tilhneiging er ætíð fyrir hendi að fordómar verði notaðir sem forsenda og réttlæting fyrir miskunnarlausri og ranglátri vald- beitingu. Þegar efnahagsmál ber á góma í viðræðum við þéttbýlisbúa þá finn- ast mér þeir fordómar vera nánast kækur allt of margra að fullyrða að bændur sem slíkir séu helsta efna- hagsvandamál landsins. Það þurfi bara að fækka þeim um 15—17 hundruð og þá séu efna- hagsmálin leyst. Sorgleg niðurlæging Satt er, að ekki þarf um það að deila að það fjármagn, sem hverfur inn í landbúnaðargeirann er óheyri- lega mikið og breyting þarf að verða þar á. Þetta þekkja flestir, en þeir eru færri, sem vita og hafa burði til að viðurkenna að minnst af þessu fé endar sem laun og lífsviðurværi bænda, því þeir eru nánast orðnir ófrjálsir milliaðilar í þessu feikn mikla fjárstreymi, sem þó er til þeirra kennt, og sem stétt hafa þeir verið brotnir svo á bak aftur að þeim nýtast vart lengur pólitískar og félagslegar baráttuaðferðir, til að rétta sinn hag. Þetta hefur leitt til þess að æ fleiri bændur hafa hrakist í þann Birgir Dýrfjörð skrifar heim Bjarts í Sumarhúsum, að hver skuli bjarga sínu skinni upp á eigin spýtur. Við þær aðstæður getur ýmsum fundist að úttektarheimild og gjaldfrestur geti oltið á því að vera bljúgur, hlýðinn og fylgispak- ur við valdahagsmuni þeirra, sem ráða fjármunum og embættum í sinni sveit. Þetta er sorgleg niðurlæging inn- an þessarar forðum sjálfstæðu stéttar, — og lái þeim hver sem vill. Munum þó, að nær er fjölskyld- an og jörðin en félög og flokkar, — því einokunin lifir þó ekki sé hún' dönsk, og enn er Hólmfastur hýdd- ur. Fíflakjaftæði Eins og að framan er ritað þá rennur inn í landbúnaðargeirann óhemju mikið fjármagn, af þeim ástæðum eru bændur kallaðir ölmusufólk og ómagar, og patent- lausnin er kynnt sú, að fækka þeim um 15—17 hundruð þá verði allt í lagi. En hvað hefði sú „lausn“ í för með sér annað en fækka bændum, við skulum athuga það. Á hverju bændabýli eru unnin að meðaltali 1,7 mannársstörf og það eru frumstörf. Fækkun um 1500 bændur gildir því að leggja niður 2550 frumstörf í landinu, ætlað er að hverju frumstarfi tengist fjögur fylgistörf og þau verða því í þessu dæmi tíuþúsund og tvöhundruð. Með þessu fíflakjaftæði eru menn því að tala um að fækka um 13—14 þúsund störf í landinu. Og skyldi nú ekki einhver hrökkva við. Ulræmdir peningar Og hvar skyldu svo þessi fylgi- störf við landbúnaðinn helst vera unnin og landbúnaðarpeningarnir illræmdu að lokum lenda. Ég veit að ég þarf ekki að segja íbúunum í Búðardal og Borgarnesi, Blönduósi, Hvammstanga og Egils- stöðum, Selfossi, Hvolsvelli eða Hellu neitt um það, en Reykvíking- um þættu trúlega tíðindi ef þeim væri sagt, að af einstökum sveitafé- lögum þá fær Reykjavík hvað mest af þessum peningum, það eru nefnilega ekki bændurnir, sem fá mest úr þessum landbúnaðargeira, en störf þeirra eru uppspretta auðs og atvinnu þúsunda annarra í land- inu. Því bið ég fólk í þéttbýli að leggja af þá fordóma að bændurnir séu ölmusuþegar þessarar þjóðar. Geðshræringar bænda En það eru fleiri, sem mega leggja af fordóma. Margir bændur hafa verið og eru haldnir slíkum fordómum gagnvart Alþýðu- flokknum að þeir hafa fremur unað arðráni og auðmýkingu en að við- urkenna að Alþýðuflokkurinn hefði rétt fyrir sér. Upphaf þessara geðshræringa má rekja til þess er Gylfi Þ. Gíslason

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.