Alþýðublaðið - 02.07.1986, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 02.07.1986, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 2. júli 1986 7 stjórn fara með landbúnaöarráðu- neytið. Má því ekki fullyrða að Framsóknarflokkurinn eigi stóran þátt í því hvernig ástandið er i land- búnaðarmálum í dag? — Vissulega er það rétt að hann ber ábyrgð á landbúnaðarmálum. Það er hins vegar ekki rétt að hann hafi alltaf farið með landbúnaðar- mál þegar hann hefur verið í stjórn. Hann gerði það ekki á árunum 1980—83. Svo má ekki gleyma við- reisnartímabilinu þegar 12 ár liðu og Framsóknarflokkurinn var í stjórnarandstöðu, þá voru teknar ákvarðanir sem hafa haft afleiðing- ar allt til dagsins í dag. Framsókn- arflokkurinn hefur átt mikinn þátt í að byggja upp íslenskan landbún- að, en aðstæður hafa breyst svo gíf- urlega mikið á síðustu árum. Nú er það ekki lengur framleiðslugetan sem takmarkar möguleikana held- ur eru það markaðirnir. Áður og allt fram undir síðasta áratug þá var allt kapp lagt á að framleiða sem mest, skapa verðmæti bæði fyrir er- lenda og innlenda markaði, þar sem ekki voru erfiðleikar að selja og til- Það er ómetanlegt gagn sem Rann- sóknarstofnun landbúnaðarins hefur unnið ís- lenskum landbún- aði. tölulega hagstætt verð fékkst í út- flutningi miðað við verðið í dag. Menn voru farnir að vara við þessari þróun fyrir alllöngu. Var ekki horft fram hjá því? — Jú, þaðer rétt aðþað var bent á að þarna kynni svona að fara. Ákvörðun um útflutningsbætur og verðtryggingu voru teknar af ríkis- stjórn Sjálfstæðisflokksins og Al- þýðuflokksins. Ákvörðun þeirrar ríkisstjórnar hefur haft mjög mikil áhrif á þróunina í landbúnaðinum fram á þennan dag. Búnaðarfélagið er sá aðili sem er ráðgefandi í landbúnaðarmálum og hefur kannski meiri stefnumark- andi áhrif en almenningur gerir sér grein fyrir. Hefðu þeir aðilar ekki átt að sporna við þessari þróun fyrr? — Búnaðarfélagið annast leið- beiningarþjónustu í landbúnaði. Þeir hafa lagt kapp á að gera land- búnaðarframleiðsluna sem hag- kvæmasta á hverjum tíma miðað við aðstæður. Hins vegar hef ég lát- ið það í ljós að nauðsyn væri á öfl- Æskilegt aö vera ekki að fella dóma áöur en niðurstöð- ur liggja fyrir. ugum hagfræðilegum leiðbeining- um. Að því hefur verið unnið og má nefna í því sambandi að á síðasta ári var öllum bændum gefinn kost- ur á hagfræðilegri úttekt á búrekstri sínum. Einnig hefur verið unnið að því að koma upp tölvuvæðingu hjá Búnaðarfélaginu þar sem það gæti tekið í bókhald allan búrekstur bænda. Þá gætu bændur fengið upplýsingar um stöðu sína jafnóð- um, jafnframt að ráðunautarnir leiðbeindu bændum um það sem betur mætti fara. Þú hefur varað bændur við sam- keppni, hvaö áttu við? — Þar á ég við að fjárfestingar sem lagt er út í, en ekki hægt að nýta, séu vegna harðrar samkeppni einstaklingnum og þjóðfélaginu of dýrar. Þú minntist hér í upphafi á Hafskipsmálið. Því var haldið fram /framtíðinni verður gróskan í Laugardal eitthvað þessu lík. á sínum tíma að samkeppni sparaði þjóðfélaginu miklar upphæðir. Nú eru allir sammála um það að enda- lokin þar verða þjóðfélaginu dýr. Það er þetta sem ég er að reyna að vara við. Við verðum að skipuleggja landbúnaðinn þannig að sú fjár- festing sem við leggjum í komi að fullum notum. Ertu að koma á rússnesku eða pólsku fyrirkomulagi á landbúnað- inn? — Ég er sjálfur bóndi og á ekki aðra ósk heitari fyrir sjálfan mig en þá, að ég gæti hagað mínum bú- rekstri eins og mér þætti skynsam- legast og heppilegast fyrir sjálfan mig. Vitanlega óska ég ekki eftir því fyrir aðra að koma á öðrum að- stæðum. Því tel ég að það sé æski- legt að vera sem mest laus við höml- ur. Við þessar takmörkuðu mark- aðsaðstæður er þetta algjörlega óhjákvæmilegt og nauðsynlegt fyr- ir bóndann að hafa einhverja trygg- ingu fyrir sinni afkomu. Það er verið að reyna að gera framleiðsluna eins hagkvæma og kostur er. Lítur þú á þessa framleiðslu- stjórnun sem skammtímalausn? — Ég vona að sú tíð komi að af- koman geti farið batnandi hjá bændum án þess að það séu einhver fyrirmæli um það hvað hver og einn á að gera. Gengi 10 6.'8i SUZUKI SWIFT Sparneytnasti bíll sem fluttur er til landsins fæst nú stærri og rúmbetri og auk þess með sjáifskiptingu. S0LUUMB0Ð: Bílaverkstæfti Guðvarðar Elíss., Drangahraun 2 220 Hatnarfjörður - 91/52310 Bílaumboð Stefnis hf., Austurvegur 56-58 800 Selfoss-99/1332-1626 Ragnar Imsland, Miðtún 7 780 Höfn Hornaf. - 97/8249-8222 Bitreiðaverkst. Lykill 740 Reyðarfjörður - 97/4199-4399 Bilaverkst. Jóns Þorgrímss., Garðarsbraut 62-64 640 Húsavík- 96/41515 Blasalan hf., Strandgata 53 600 Akureyri - 96/21666 SVEINN EGILSSON HF. Skeifunni 17. Sími 685100 Brynjar Pálsson, Hólmagrund 19 550 Sauðárkróki - 95/5950-5317 Dalverk, Vesturbraut 18 370 Búðardal-93/4191 Bílasala Vesturlands, Borgarbraut 56 310 Borgarnes - 93/7577 Ólafur G. Ólafsson, Suðurgata 62 300 Akranes - 93/1135-2000 Kaupfélag Húnvetninga 540 Blönduósi- 95/4198 SUZUKI CARRY Nýr og enn betur búinn sendibfll frá Suzuki, með alla kosti fyrirrennara síns og marga að auki. SUZUKI CARRY 1000 sendibíll kr. 373.000.- SUZUKI CARRY1000 háþekjusendibíll kr. 385.000.- SUZUKI FOX Sterkbyggður og sparneytinn. Þrautreyndur við íslenskar aðstæður. SUZUKI FOX SJ410 jeppi 4gíra kr. 380.000.- SUZUKI FOX SJ413 háþekju- jeppi 5 gíra kr. 468.000.- SUZUKI FOX SJ410 pickup 4gíra kr. 420.000.- SUZUKI FOX SJ413 pickup 5gíra kr. 465.000.- SUZUKI SWIFT GL 3dr. beinskiptur kr. 299.000.- SUZUKI SWIFT GL 3 dr. sjálfskiptur kr. 329.000.- SUZUKI SWIFT GL 5 dr. beinskiptur kr. 322.000.- SUZUKI SWIFT GL 5 dr. sjálfskiptur kr. 348.000.- SUZUKISWIFT sendibíll kr. 345.000.- sux^fu® tW to*11^sérflokki SUZUKI - Margfaldur íslandsmeistari í sparakstri SUZUKI

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.