Alþýðublaðið - 02.07.1986, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 02.07.1986, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 2. júlí 1986 5 hvar í Vestur-Evrópu náðu hægri öflin hér á landi að sameinast. Þar með hafa þau náð undirtökum í stjórnmálabaráttu lýðveldisins: Að- stöðunni til að deila og drottna. Samtímis urðu skammsýnir menn þess valdandi, að eining verkalýðshreyfingarinnar og flokka hennar, sem stóðst fyrsta aldar- fjórðunginn, var rofin oftar en einu sinni, með fyrirsjáanlega illum af- leiðingum. „Hvenær ætla menn að láta sér skiljast að sundrung er sama og ósigur? Hvenær ætla menn að læra af mis- tökum liðinnar sögu og koma sér saman um að bæta fyrir mistök- in? Hvers vegna höfum við ávaxtað svo illa okkar pund?“ Fram á sjónarsviðið stigu ærðir, og stundum lærðir, mannkynsfrels- arar, sem þóttust vera svo byltingar- sinnaðir, að þeir gætu ekki sam- visku sinnar vegna starfað í sama flokki og við jafnaðarmenn. Þeir boðuðu formúlusósíalisma sam- kvæmt Lenin. í nafni þeirra hug- mynda klufu þeir fylkingar jafnað- armanna oftar en ég hirði að rifja upp. En hvernig fór um sjóferð þá? Um það þurfum við ekki lengur að deila. Þessar hugmyndir reynd- ust ekki aðeins rangar. Þær reynd- ust beinlínis hættulegar. Þær stóð- ust ekki dóm reynslunnar. En skað- inn er að vísu skeður. Flokkur jafnaðarmanna varð fyrir þungbærum áföllum af þess- um sökum. Verkalýðshreyfingin sjálf hefur ekki beðið þess bætur. Þjóðfélag okkar hefur beðið skaða af. Flægri öflin hafa staðið samein- uð. En vegna ítrekaðrar klofnings- iðju hefur andófshreyfingin, mann- réttindahreyfing vinnandi fólks, ekki náð þeim styrk, sem þarf til að hafa í fullu tré við fjármagn og for- réttindi. Af þessari sögu þurfum við að læra. Fyrir þessi mistök verðum við að bæta. Og lærdómurinn er einfaldur: Ágreiningur innan verkalýðs- hreyfingarinnar um stundarfyrir- bæri, eða um ólíkar leiðir að sam- eiginlegu marki, má aldrei verða til þess, að þeir sem eiga sér sameigin- legar hugsjónir og sameiginleg markmið láti minni háttar ágrein- ingsmál glepja sér sýn og veiki þannig styrk hreyfingarinnar með óvinafagnaði. Alþjóðleg reynsla Leyfist mér í þessu samhengi að rifja upp eftirminnilega daga frá liðnum vetri. Dagana áður en við héldum afmælishátíð Alþýðu- flokksins var ég staddur í Stokk- hólmi sem fulltrúi íslenskra jafnað- armanna við útför Olofs Palme. Þessir dagar í Stokkhólmi munu mér seint úr minni líða. Sorgarat- höfn eftir hinn fallna foringja var snúið upp í sigurhátíð. Við upplifð- um sterklega, að þótt foringjar falli heldur hreyfingin velli. Þarna voru saman komnir for- ystumenn 80 jafnaðarmannaflokka úr öllum heimsálfum. Það sem mér fannst lærdómsríkast var að kynn- ast forystumönnum tiltölulega ungra jafnaðarmannaflokka, sem nú vex óðum ásmegin í löndum þriðja heimsins. Nærvera þeirra við útför hins norræna jafnaðarmannaleiðtoga staðfestu að hinum afskiptu og kúguðu þegnum þróunarlandanna er að verða það æ ljósara, að kúg- unarkerfi kummúnismans er ekki svarið við arðráni kapítalismans; að sósíaiismi án lýðræðis fær ekki staðist; að jöfnun lífsgæðanna verður að haldast í hendur við frelsi einstaklingsins til orðs og athafna; að hugmyndir lýðræðisjafnaðar- manna um blandað hagkerfi einka- framtaks og opinberrar leiðsagnar er sú leið, sem gefur fyrirheit um út- rýmingu fátæktar, jöfnun lífsgæða og virðingu fyrir mannréttindum. Á þessari stundu í Stokkhólmi fann ég vel til þess, að ég er stoltur af því að vera jafnaðarmaður. Hin alþjóðlega hreyfing lýðræðisjafn- aðarmanna er með sanni friðar- hreyfing okkar tíma. Jafnaðar- menn hafa hvarvetna í starfi sínu hafnað valdbeitingu í samskiptum þjóða og einstaklinga. Lýðræðið sjálft er okkar pólitíska aðferð. Stefna okkar er mannúðarstefna. Saga okkar er saga þrautseigju og seiglu hins óbreytta manns í baráttu hans gegn öflum ofbeldis og kúg- unar — fyrir mannréttindum og mannlegri reisn. 1. maí er ekki bara haldinn hátíð- legur í okkar landi. Hann er alþjóð- legur baráttudagur. Það sem sam- einar hinn vinnandi lýð heims- byggðarinnar er barátta fyrir mannréttindum; fyrir lýðræði og frelsi einstaklinga og þjóða. Því að- eins að við njótum óskertra mann- réttinda getum við beitt samtaka- mætti okkar til að bæta lífskjör og jafna þau og tryggja félagslegt öryggi. Er þetta ekki líka niðurstaðan af reynslu okkar íslendinga — og ís- lenskrar verkalýðshreyfingar? Get- um við ekki sameinast um það? Að bæta fyrir mistökin Hvað getum við lært af reynsl- unni? M.a. það, að hugmyndum, sem standast ekki dóm reynslunnar, ber að hafna. Þær eru ekki aðeins mun- aður, sem við höfum ekki efni á, heldur beinlínis skaðlegar — í ætt við fíkniefni. Þess vegna er það að við hljótum ævinlega að vera reiðu- búin að endurskoða gamlar kenni- setningar, úreltar hugmyndir. Ann- ars dagar hreyfinguna uppi og hún veður áhrifalaus. „Þess vegna er það, að á sama tíma og launa- maðurinn borgar refja- laust sína tíund til samfélagsins, hælist efnamaðurinn um yfir kunnáttu sinni við að velta réttmætum byrð- um sínum yfir á herðar náungans.“ Það sem var róttækt í gær getur verið erkiíhaldssemi dagsins í dag. Hvar getur afdankaðra íhaldsfyrir- bæri en forhertan stalínista á okkar tíð? Kommúnistaflokkarnir í okkar heimshluta, sem hefur dagað uppi í úreltum hugmyndaheimi stalín- ismans, eru smám saman að þokast á fornminjasöfn sögunnar. Jafnaðarmannaflokkarnir, sem hafa endurmetið hugmyndir sínar og reynslu, eru hins vegar víðast hvar að verða alls ráðandi sem sam- einandi forystuafl, vinstra megin við miðju stjórnmálanna. Þetta hefur gerzt í Frakklandi; þetta gerðist á Spáni; þetta gerðist í Portúgal; þetta er að gerast á Ítalíu; og þetta getur líka gerzt á íslandi — ef við skiljum okkar vitjunartíma. Ég spyr enn: Hvað þurfum við að gera til að bæta fyrir mistök fortíð- arinnar og láta draum brautryðj- endanna rætast um öflugan jafnað- armannaflokk, sem geti boðið for- réttindaöflum fjármagnsins birg- inn? Svarið er einfalt: Við getum látið þann draum rætast, ef við höfum pólitískan kjark til að vísa á bug úr- eltri vanahugsun; og ef við höfum nægilega einbeittan pólitískan vilja til að breyta því sem breyta þarf: Vilji er allt sem þarf. Fyrsta skref Á þessum vetri, við undirbúning kjarasamninga, gerðust þeir hlutir innan verkalýðshreyfingarinnar, sem staðfesta hugmyndalega sam- stöðu okkar jafnaðarmanna og áhrifamikilla forystumanna verka- lýðshreyfingarinnar innan Alþýðu- bandalagsins. Ég fagna þeirri þró- un. Það er fyrsta skrefið. Annað skref Hvert er næsta skref? Að við náum samstöðu um breyt- ingar á skipulagi og starfsháttum verkalýðshreyfingarinnar með það fyrir augum að minnka bilið milli fólksins á vinnustaðnum og foryst- unnar. Kjarni þeirra hugmynda er að sameina fólkið á hverjum vinnu- stað í einu stéttarfélagi; endur- skipuleggja hreyfinguna síðan í nokkrum atvinnuvegasambönd- um, sem fari með samningavaldið — en vinnustaðafélögin fari með sérmál. Þetta er rétta leiðin til að sameina fólkið á vinnustöðunum; auka sam- stöðu um að draga úr launamun; auka félagslega virkni og sam- heldni, styrkja samningsstöðu og lýðræðið innan hreyfingarinnar. Þriðja skref Og næsta skref? Að forystumenn Alþýðubanda- lagsins dragi rökréttar ályktanir af gagnrýni sinni á kúgunarkerfi Sovétkommúnismans. Þannig þurfa þeir að fara að fordæmi t.d. ítalskra kommúnista og reyndar upp á síðkastið skandinavískra vinstrisósíalista. Ég sagði áðan að lýðræðið væri aðferð okkar jafnaðarmanna í stjórnmálum. Það er forsenda frelsis og mannréttinda — og þar með friðar. Þess vegna ætlum við okkur að verja lýðræðið gegn ásókn alræðisaflanna. Svo einfalt er það. Utanríkismál eru líka stjórnmál. Þeir sem ekki skilja þessi undirstöðuatriði munu aldrei ná settu marki: Sem er að sameina 40—50% íslensku þjóðarinnar í fjöldahreyfingu jafnaðarmanna, sem verði ráðandi afl í íslenskum stjórnmálum næstu áratugi. Fjórða skref Og þarnæsta skref? Það snýst um efnahagsmál. Verk- efnið er að móta stefnu í efnahags- og atvinnumálum, sem tryggir hvort tveggja öflugan hagvöxt og aukinn jöfnuð í eigna- og tekju- skiptingunni. Til þess þurfa menn að skilja gangverk hins blandaða hagkerfis. En það er ekki nóg. Menn verða að Iýsa sig eindregna andstæðinga síþenslu ríkisbáknsins; ríkiseinok- unar og pólitísks skömmtunarkerf- is í fjárfestingarstjórn. Menn verða að vera reiðubúnir að neyða atvinnurekendur til sam- keppni og nýta kosti markaðarins bar sem hann nýtur sín best til að standa undir nauðsynlegum hag- vexti, tryggja atvinnufrelsi og virkja sköpunarkraft einstakling- anna. Þessar nýju stefnuáherslur eru rétta svarið við árásum markaðs- hyggjutrúboðsins á velferðarríkið. Mitterand Frakklandsforseta varð á í messunni í upphafi stjórnartíma síns, en lét sér reynsluna að kenn- ingu verða. Hann náði engum ár- angri með þjóðnýtingar- og fram- sóknarforsjárstefnu. Hann söðlaði um. Árangurinn lét ekki á sér standa. Þetta er það sem þið Alþýðu- bandalagsmenn þurfið fyrst og fremst að læra af mistökum vkkar í stjórnarsamvinnu við Framsókn á liðnum árum. Fimmta skrefið Við skulum ekki velkjast í vafa um, hver er munurinn á stefnu okk- ar jafnaðarmanna og t.d. málsvara markaðshyggjunnar. Ágreiningurinn er ekki um ágæti einkaframtaks og samkeppni á markaði. Sagan sýnir að Sjálfstæð- isflokkurinn styður hvorugt heils hugar, þar sem hann fer með völd. „Pólitík er spurning um lífskjör. Og pólitík er spurning um valda- hlutföll milli vinnandi fólks annars vegar og þeirra, sem ráða fjár- magninu og njóta for- réttinda í krafti þess, hins vegar“ Sagan staðfestir líka spakmæli höf- undar markaðshyggjunnar, Adams Smiths, þegar hann sagði: Atvinnu- rekendur setjast ógjarnan svo að spjalli yfir kaffibolla, að talið snú- ist ekki upp í samsæri gegn neytendum. Það er einmitt eitt meginhlutverk ríkisvaldsins, fyrir utan það að stuðla að jafnari eigna- og tekju- skiptingu en markaðurinn skilar, að neyða atvinnurekendur til sam- keppni og tryggja þannig lægra verð og lægri framleiðslukostnað, neytendum og almenningi í hag. Aðalágreiningsefni okkar við markaðshyggjutrúboðið eru því þessi: Jafnaðarmenn vilja beita samtakamætti fólksins og lýðræð- islega fengnu valdi Alþingis og rík- isstjórna til þess að koma í veg fyrir þá misskiptingu auðs og tekna, sem hlýst af óheftum markaðsbúskap, fái hann að hafa sinn gang óheftur. Við vitum að útþenslu ríkis- báknsins eru takmörk sett. En við vitum líka, að óheftur markaðsbú- skapur leiðir til samfélagsgerðar, sem er siðferðilega fordæmanleg. Þess háttar þjóðfélag fær ekki staðist. Það leysist upp í harðvítug- um stéttaátökum, ef ekki nýtur við fyrirbyggjandi félagslegra umbóta, í anda jafnaðarstefnu. Alþýðu- bandalagsmenn þurfa að læra, að þeir vinna ekki einu sinni orustur, hvað þá heldur stríðið sjálft, við markaðshyggjutrúboðið, með því að tefla fram úreltri ríkisforsjá og forsjárhyggju gegn hugmyndum um samkeppni frjálsra einstaklinga á markaðnum. Því að samkeppnin er neytendum i hag, fái hún að njóta sín. Og markaðurinn dreifir hinu efnahagslega valdi, stuðlar að vald- dreifingu til smærri eininga, fyrir utan það að hann stendur opinn nýjum aðilum. Hins vegar hlýtur ríkisvaldið að áskilja sér allan rétt til íhlutunar, til þess að vinna á móti innbyggðri tilhneigingu markaðarins til einok- unarmyndunar, til þess að stuðla að samkeppni og til þess að jafna eigna- og tekjuskiptinguna — eftir á. Þetta skildu allir evrópskir sósíaldemókratar strax á milli- stríðsárunum. Þetta þurfið þið Al- þýðubandalagsmenn endilega að fara að skilja. Þetta er nefnilega undirstöðuatriði. „Flestir sem vilja vita viðurkenna að með seinustu kjarasamning- um tók verkalýðshreyf- ingin og aðilar vinnu- markaðarins frum- kvæðið af ríkisstjórn- inni.“ Róttækni — íhald Aukin áhersla á athafnafrelsi ein- staklingsins er aðeins dæmi um að- sígild jafnaðarstefna getur lagað sig að breyttum viðhorfum og vinnu- brögðum. Ríkisforsjá og miðstýring er íhaldssamt kerfissjónarmið. Vilj- inn til að dreifa valdinu til smærri eininga, sveitarstjórna, samtaka og einstaklinga, er viðleitni til rót- tækni og breytinga. Það er skref í átt til aukins atvinnu- og efnahags- lýðræðis. Þessar stefnuáherslur eiga ekkert skylt við það, að jafnaðarmanna- flokkarnir séu að færast til hægri. Það er bara bull úr andstæðingum okkar, ýmist fram borið gegn betri vitund eða af þekkingarskorti. Þeir stjórnmálaflokkar sem halda fast í úrræði gærdagsins eru íhaldssamir. Hinir sem aðlaga hug- myndir sínar og vinnubrögð breytt- um þjóðfélagsveruleika eru þvert á móti trúir hugsjónum sínum: Þeir eru róttækir í vinnubrögðum. Þeirra er framtíðin. Vitur maður mælti forðum að ef guð væri ekki til, væri manninum það sáluhjálparatriði að finna hann upp. Þetta þótti spaklega mælt. Hitt er ekki síður satt að í þjóðfé- lagi, þar sem öflug fjöldahreyfing jafnaðarmanna með virka lýðræð- islega verkalýðshreyfingu að bak- hjarli er ekki til, þá er vinnandi fólki lífsnauðsyn, að finna hana upp. Ég hef lýst fimm áföngum á þeirri leið að láta drauminn rætast. Fimm hindrunum þarf að ryðja úr vegi. Engin þeirra er óyfirstíganleg. Sé það satt að trúin flytji fjöll þá eru það heldur engar ýkjur að ein- beittur pólitískur vilji getur lyft Grettistökum — rutt nýjar brautir svo færar séu á framfarabraut fólksins. Eins og þið hafið heyrt hef ég ver- ið ákaflega sáttfús í þessari ræðu í dag. Ég hef varla vikið gagnrýnis- orði að félaga Svavari og flokki hans — fyrir utan að segja, að hann hefði helst aldrei átt að vera til. Það er svona í vestfirskum stíl og minnir á gamla sögu af Vilmundi landlækni. íhaldsmönnum þar vestra þótti Vilmundur tala heldur hispurslaust og óvægilega um fram- bjóðanda þeirra; bar honum m.a. á brýn landráð vegna landhelgis- njósna. Þá leituðu íhaldsmenn eftir þvi sem þeir kölluðu „herramanns- samkomulagi" við Vilmund um að hann brúkaði hóflegri munnsöfnuð í þeirra viðskiptum. Svar Vilmundar flaug víða: „Ef þið hættið að ljúga upp á mig og minn flokk skal ég svo sem láta vera að segja sannleikann urn ykkur" Að lokum: ímyndið ykkar, hvernig umhorfs væri í þessu þjóð- félagi, ef við ættum nú þegar heil- steyptan verkalýðsflokk, sem starf- aði á traustum hugmyndagrund- velli lýðræðisjafnaðarstefnu og hefði að bakhjarli vel skipulagða og lýðræðislega virka verkalýðshreyf- ingu, eins og víðast hvar annars staðar í Evrópu. Og eins og braut- ryðjendurna dreymdi um forðum. Ég bið ykkur að hugleiða svarið við þessari spurningu vandlega því að framtíð þessa þjóðfélags á mikið undir því komið, hvert svar ykkar verður.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.