Alþýðublaðið - 02.07.1986, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 02.07.1986, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 2. júlí 1986 11 Jóhannes Kristjánsson, bóndi á Höfðabrekku, formaður Landssambands ^ Bændur búi við sömu kjör og aðrar útflutningsgreinar Á Stéttasambandsfundi bænda á Hvanneyri kom fram tillaga frá Landssambandi sauðfjárbænda um að gerð yrði athugun á því hvort möguleiki væri á að lækka kjötverð með hagræðingu í rekstri í huga. Þegar haft er í huga að Stéttar$am- band bænda er hagsmunafélag bænda voru viðbrögðin vægast sagt undarleg. Samkvæmt heimildum blaðamanns Alþýðublaðsins stóð til að víta formann Landssambands sauðfjárbænda persónulega fyrir að bera þessa tillögu upp. Alþýðublaðið hafði samband við Jóhannes Kristjánsson frá Höfða- brekku í Mýrdal, formann Lands- samtaka sauðfjárbænda og innti hann nánari um þetta mál. Jóhannes sagði að Landssamtök sauðfjárbænda hefði samið tillögu sem fól í sér að athugaðir yrðu allir möguleikar á því að lækka sauð- fjárafurðir í verði. Hann taldi að þær undirtektir sem tillagan fékk hafi byggst á misskilningi m.a. vegna fyrirsagnar í einu dagblað- anna. Þegar þeir sömdu þessa til- lögu voru þeir með samninga á vinnumarkaði í huga. í því sam- bandi skulu menn muna að land- búnaðurinn borgar u.m.þ.b. 28% í tolla og ýmis gjöld. „Hugmyndin var að kostnaður lækkaði með því að: 1) Milliliðar lækkuðu sinn kostnað með hag- ræðingu í rekstri. 2) Á móti fengju bændur að framleiða jafn mikið og í fyrra. í hugmyndinni fólst að hag- ræðing yrði í rekstri hjá öllum aðil- umí‘ Jóhannes lagði áherslu á að bændur vildu búa við sömu kjör og aðrar útflutningsgreinar. Iðnaður og aðrir atvinnuvegir búa við hæstu gjöld af hálfu ríkisins í formi tolla- fríðinda og fl. samkvæmt því sem fram komu á Búnaðarþingi í vetur. Landbúnaðurinn hefði verið misnotaður sem vísitölufyrirbæri og sem byggðastefna. Það væri kominn tími til að menn fari að efla raunhæfa byggðastefnu. Krafan væri sú að búin séu það stór að fólk hafi mannsæmandi afkomu. Með- altal í landbúnaði gengur ekki. Taka verður tillit til landgæða og möguleika á landnýtingu. Aðspurð- ur taldi Jóhannes ekki óeðlilegt, að eins og sakir stæðu fækkaði bænd- um eitthvað. Þó taldi hann kvótann aðeins lausn til 2—3 ára. Bændur gætu beðið í 1—2 ár. Hætta væri á því að þeir menn sem við hefðum mesta þörf fyrir fari, en hinir verði eftir. Að lokum var Jóhannes spurður um það hvort honum fvnd- ist Stéttarsamband bænda þjóna sínu hlutverki sem skyldi, því svar- aði hann á þessa leið: „Bændur flykkjast um þá stjórn sem þar er og því má álykta svo að menn séu ánægðir með Stétt.arSamband bænda“ Léttlamb fitusnautt kjöt Á föstudaginn var boðið til veislu í Ritunni við Nýbýlaveg í Kópavogi. Gestgjafinn Gunnar Páll Ingólfs- son var að kynna nýja markaðsvöru „léttlamb“, sem eru 6—10 vikna ný- slátruð lömb. Blaðamaður Alþýðu- blaðsins var á meðal gesta og hrip- aði hjá sér það markverðasta. Þetta kjöt er að mati blaðamanns Alþýðublaðsins ljúfengara, en hið sígilda lambakjöt. Það er einnig fíngerðara og ljósara. Gunnar Páll Ingólfsson sagði að miklu minni fita væri á skrokknum, en venju- legu „fjalla-lambi“ Almennt var gerður góður rómur að þessari nýj- ung. Ingólfur Guðbrandsson, for- stjóri Útsýnar , sagði að þetta væri svo gott að möguleiki væriað gera petta kjöt að heimsfrægum rétti. Það sem vantaði væru góðir sölu- menn. Það á að leggja áherslu á að við getum boðið hreina náttúruaf- urð, sagði Ingólfur. Sigurgeir Þor- geirsson doktor í sauðfjárrækt sagði að þetta framtak hlyti að hafa áhrif í framleiðslumálum. Þetta yki fjölbreytileikann að fá nýtt lamba- kjöt á þessum árstíma. Tæknilega séð, sagði hann ekkert því til fyrir- stöðu að láta ær bera allan ársins hring. Það þarf að hugleiða alla möguleika til að rétta hag sauðfjár- bænda. Það kom fram að í Miðjarðar- hafslöndunum eru til réttir gerðir af nýfæddum lömbum, sem þykja hið mesta ljúfmeti. Þar eru ókannaðir markaðsmöguleikar. Það sem gerir þessa nýjung merkilega er að með þessari fram- leiðsluaðferð er hægt að framleiða sama kjötþunga án þess að fram- leiða fitu og engin þörf er að beita á fjall. Samstarf Búnaðarbankans og Brunabótafélagsins gerir þér nú mögulegt að kaupa ferðatryggingu um leið og þú kaupir gjaldeyri í bankanum. Ferðatrygging Brunabótafélagsins er samsett trygging sem bætir tjón vegna slysa, sjúkdóma og ferðarofs, auk tjóns á farangri. Búnaðarbankinn býður ferðatékka í 7 gjaldmiðlum, seðla í öllum skráðum gjaldeyristegundum og Visa greiðslukort. Ferðatrygging og gjaldeyrir á sama stað. BRUIWBÓT (Íbúnaðarbankinn -AFÖRYGGISÁSTÆÐUM \l\J traustur banki

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.