Alþýðublaðið - 02.07.1986, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 02.07.1986, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 2. júlí 1986 Landbúnaður á heljarþröm Framhald af bls. 9 milli osta- og smjörframleiðenda. Þegar síðar offramleiðsla þessara afurða var orðin staðreynd, varð ekki við óbreytt ástand unað. Því var þetta kerfi stokkað upp. Eftir mikla fundi og nefndastörf varð niðurstaðan sú, að stofna sjálfstætt fyrirtæki sem yrði sameignafélag Sambandsins og Mjólkursamsöl- unnar. Þetta fyrirtæki var nefnt Osta- og smjörsalan, stofnað 1958. Hér að framan hefur verið gerð gréin fyrir þróun afurðasölumála á sjötta áratugnum. Ef treyst hefði verið á markaðsverðmyndun, hefðu íslenskir bændur aldrei komist upp með að framleiða umfram það sem hægt var að selja fyrir viðunandi verð, né auka framleiðsluna jafn gífurlega og raun varð á. Án afskipta hins opinbera hefði því bændum án efa fækkað og sveitir langst í eyði. í stað offram- leiðsluvandamála hefðu þess í stað ýmis önnur vandamál skotið upp kollinum, tengd nýsköpun atvinnu- lífs og búferlaflutningi úr sveitum. Þau vandamái hefðu hins vegar tengst sókn þjóðarinnar til aukinn- ar velsældar en ekki varnaraðgerð- um vegna skakkafalla. Á vegum Stéttarsambands bænda var árið 1950 gerð víðtæk áætlun um framkvæmdir í þágu landbúnaðarins áratuginn 1950— 1960. Tíu ára áætlunin, eins og hún hefur verið nefnd. Hún hefur síðan verið höfð til hliðsjónar, er fjárfest- ingamál landbúnaðarins hafa verið á döfinni. Á því skal vakinn sérstök athygli, að hvergi er í heildaráætluninni gerð grein fyrir áætlaðri sölu bú- vara, hvorki á innlendan eða er- lendan markað. M.ö.o. landbúnað- aráætlunin var framkvæmanleg miðað við tiltekna opinbera fjár- magnsfyrirgreiðslu. Með útgáfu bráðabirgðalaga 15. des. 1959 var mikilvægum ákvæð- um bætt við framleiðslulöginn frá 1947. Þau voru síðan efnislega stað- fest á Alþingi í mars 1960. Með þessum lögum hófst nýtt tímabil niðurgreiðslna og útflutningsbóta. Það sem mest áhrif hafði var ákvæðið um hámark ríkisábyrgðar vegna útfluttra búvara sem stóð óbreytt í lögum þar til vorið 1985, en þá voru sett í lög ákvæði þess efnis að stefna bæri að því að ábyrgðin færi niður í 4% af verð- mæti búvöruframleiðslunnar og að því fé sem þannig sparaðist skyldi m.a. varið til eflingar nýrra bú- greina. Það var Ingólfur Jónsson, þáverandi landbúnaðarráðherra, sem beitti sér fyrir samþykkt lag- anna 1960. Fram til ársins 1975 var ástandið ekki óviðunandi, en eftir það fór að síga á ógæfuhliðina og bilið stækkaði sífellt milli innan- landsverðsins og þess sem fékkst fyrir vörurnar íútflutningi. í upp- hafi verðlagsársins 78/79 hafði enn sigið á ógæfuhliðina og vantaði fjárhæð til útflutningsbóta sem a.m.k. svaraði til yfir 50% af því sem lögboðið var. Flestir voru sam- mála um það að auknar útflutn- ingsbætur og niðurgreiðslur úr rík- issjóði myndu að öðru óbreyttu að- eins gera illt verra, kalla á enn meiri framleiðslu og ríkisframlög í fram- tíðinni. Því var lögum breytt og inn- leidd opinber framleiðslustjórnun. Nú er svo komið, að landbúnað- urinn er á heljarþröm. Bændur sitja uppi með dýrar fjárfestingar, sem sr LJOSIIM ökuljósin kosta lítið og því er um að gera að spara þau ekki í ryki og dimmviðri eða þegar skyggja tekur. Best af öllu er að aka ávallt þeir geta ekki komið í verð. Þeim er úthlutaður kvóti til að framleiða upp í, sem engan veginn nægir þeim til að reka búin. í stað þess að hjálpa þeim bændum sem gjarnan vildu snúa sér að öðru, er fjármagni áfram eytt í útflutningsbætur. í þessu sambandi má nefna, að kostnaður vegna offramleiðslu er samtals 604 milljónir. Að lokum skal undirstrika það, að miðað við stöðu landbúnaðarins í dag þarf að losa hann úr þeim fjötrum sem stjórnvöld hafa hneppt hann í. Marka verður nýja stefnu þegar í stað og hrinda henni i framkvæmd. Stöðva verður vöxt þess kerfis sem núverandi stefna hefur leitt af sér og afnema það skref fyrir skref. Ingvi Framh. af bls. 14 Hrossabeitin vandamál. tímum þegar verið er að draga úr framleiðslu sauðfjárafurða.“ „Hefurðu áhyggjur af vaxandi hrossabeit?“ — „Já. Nú eru í landinu 60—70 þús. hross, sem taka sennilega jafn mikið fóður af úthaga og sauðfé. Þetta er því orðið stórt vandamál, sem taka þarf áí‘ „Fær RALA nægilegt fjármagn til að sinna sínu hlutverki?“ — „RALA gegnir mikilvægu hlutverki í íslenskum landbúnaði, ekki sist af því að við búum við svo sérstök skilyrði. Það er ekki nema að takmörkuðu leyti sem við getum hagnýtt erlendar niðurstöður. Við verðum að afla eigin þekkingar og með það í huga er það fé sem rennur til rannsókna skammarlega lítið, og engan veginn í samræmi við það mikla hlutverk sem Rannsókna- stofnun landbúnaðarins á að gegna.“ ÞEGAR TVEIR STERKIR STANDA AÐ ÞJÓNUSWNNI... Van Leeuwen erstærsta lagerfyrirtæki röra og fylgihluta þeirra í Evrópu. Sindra Stál rekurstærstu birgðastöð fyriríslenskan málmiðnað. Ölfugtsamstarf við V. Leeuwen gerir okkur kleift að bjóðafjölbreytt úrval afsvörtum og galvaniseruðum pípum, prófílpípum, heildregnum pípum og suðutengjum. Skjót og öflug þjónusta vegna sérverkefna! VAN LEEUWEN ÍSÉ SINDRAi jéj .STÁLHE Pósthólf 880, Borgartúni 31, 105 Reykjavík, sími: 27222.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.