Alþýðublaðið - 02.07.1986, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 02.07.1986, Blaðsíða 2
2 Miðvikudagur 2. júlí 1986 RlTSTJÓRNARGREIN'i . . —. ............... Ný stefnumótun í land- búnaði er þjóðarnauðsyn Islenskur landbúnaður stendur nú á þeim tímamót- um, sem geta oröiö hvaö afdrifarlkust I samanlagðri sögu þessarar mikilvægu atvinnugreinar. Forystu- menn I landbúnaöi eru nú búnir aö berja hausnum viö steininn I a.m.k. tvo áratugi og hafa haldiö uppi fölsku atvinnustigi í greininni. Nú verður hins vegar ekki lengur komist hjá skuldaskilum, og því miöur bendir allt til þess að þau veröi mjög sársaukafull. Alþýðublaöið, sem ídagerað verulegu leyti helgað landbúnaðarmálum, hefur að undanförnu bent á þaö i leiðurum, að vandinn í'íslenskum landbúnaði væri margfalt meiri en forystumenn hans vildu við- urkenna. Sú skömmtunarstjórnun, sem nú hefur ver- ið tekin upp i landbúnaðarframleiðslunni með hin- um margbreytilegustu aðferðum, hefurekki á neinn hátt höggvið að rótum þess grundvallarmeins, sem við er að glíma. Allar aðgerðir siðustu ára hafa snú- ist um það að viðhalda óbreyttri skipan mála. Menn skyldu gæta þess, að landbúnaðarvanda- máliðerekki einvörðungu vandi bændastéttarinnar, heldur þjóðarinnar í heild. Skýrsla um landnýtingu á íslandi, sem landbúnaðarráöuneytið mun birtasíðar í dag, staðfestir f öllum aðalatriðum að viðvaranir Al- þýðuflokksins um langt árabil um ranga landbúnað- arstefnu, hafa átt við gild rök að styðjast. Hinir vísu menn i landbúnaðarforystunni létu þessar viðvaran- ir sem vind um eyru þjóta, en eyddu hins vegar mik- illi orku í það að telja bændum og öðrum fbúum dreifbýlisins trú um það, að Alþýðuflokkurinn væri hinn eini sanni óvinur landbúnaðar. En hvað hefur gerst í fslenskum landbúnaði? I fyrsta lagi var alltof seint tekist á við vanda offram- leiðslunnar og röngum aðferðum beitt. í ööru lagi var ekki rofin einokun á útflutningi landbúnaðaraf- urða og lítið gert í markaðs- og sölumálum. í þriðja lagi voru engarhömlursettaráoffjárfestingu í land- búnaöi. í fjórða lagi voru engar ráðstafanir gerðar til að auðveldabændum áarðlitlum eðaarðlausum bú- um að hætta búskap. í fimmta lagi komu hinar nýju aukabúgreinar öllum öðrum en bændum til góða. í sjötta lagi hefur ekkert verið gert í því að haga bú- skap eftir landsháttum og landbúnaðarstefnan ekk- ert tillit tekið til landnýtingar og uppgræðslu lands. í sjöunda lagi hefur sáralítið tillit verið tekið til niður- stöðu rannsókna i landbúnaðargeiranum. í áttunda lagi hefur Iftið verið gert til að efla nýjar atvinnu- greinar i dreifbýli, sem gætu tekið við vinnuafli úr sveitum. Afleiðingar af þessu eru fyrirsjáanlegar. Framund-' an er einhver mesta búseturöskun, sem orðið hefur á íslandi um áratuga skeið. Enginn dregur það leng- ur i efa að stórfelld fækkun verður í stétt bænda að óbreyttum aðstæðum. Bændur eru nú um fjögur þúsund og er talað um það í mikilli alvöru, að þeim fækki um helming. Áhrif þessarar fækkunar geta oröið hrikaleg, ekki bara í atvinnulegu tilliti, heldur og á alla byggðaþróun í landinu. Við þessum vanda verður ekki snúist með þeirri skömmtunarpólitík, sem rekin hefur verið að undan- förnu. Hún er ekkert annað en gálgafrestur, sem veitturerf vonlausri aðstöðu. Nú þarf að bregöaáný ráð, taka upp nýja stefnu og brjótast út úr áratuga vitahring, sem framsóknarmenn í Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki hafa átt drýgstan þátt í að við- halda. Heilbrigður og gróskumikill landbúnaður er þjóð- inni llfsnauðsyn. Um hann þurfa að blása ferskir vindarog losaþarf um þærhömlur, sem hafadregið allan mátt úr atvinnugreininni. Þetta skynja bændur og þeir vilja breytingar. Sú breyting er þjóðarnauð- syn. LANDSBANKASYNING I00ÁRA AFMÆLI LANDSBANKA ISLANDS OGISLENSKRAR SEÐLAUTGAFIJ r r r r r 28.JUNI-20.JUU I SEÐIABANKAHUSINU SU>St>S-SF.WAl'AH S08081 fimm IvRÓMUR rr Itilefni 100 ára afmælis Landsbankans og íslenskrar seðlaútgáfu hefur verið sett upp vegleg sýning í nýja Seðlabankahúsinu við Kalkofnsveg. Þarerm.a. rakin saga gjaldmiðils á íslandi allt frá landnámsöld, fyrsta afgreiðsla bankans endurbyggð, skyggnst inn í framtíðarbankann, sýndar gamlar gullfallegar vélar og fylgst með hvernig peningaseðill verður til. rr Mk sýningunni verða seldir sérstakir minnispeningar og frímerki, þar er vegleg ^m verðlaunagetraun og léttur útibúaleikur og daglega eru sýndar kvikmyndir um Landsbankann og sögu íslenskrar seðla- og myntútgáfu. Þá eru einnig sýnd saman opinberlega í fyrsta sinn málverk í eigu bankans eftir marga bestu listmálara þjóðarinnar. Veitingasala er á sýningunni og leiksvæði fyrir börn. Sýningin er opin virka daga frá kl. 16.00-22.00 ogfrá 14.00-22.00 um helgar. Við hvetjum alla til þess að sjá þessa stórskemmtilegu sýningu. Aðgangur er ókeypis. Landsbanki rá íslands Banki allra landsmanna f 100 ár

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.