Alþýðublaðið - 02.07.1986, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 02.07.1986, Blaðsíða 8
8 Miðvikudagur 2. júlí 1986 A ð grilla úti á góðri stund er orðinn ómissandi hluti af íslenskri sumarsœlu. Kjöt af íslensku fjallalambi er jafn ómissandi hluti afgrill- máltíð enda hæfir það bœði umhverfinu og matseldinni - meyrt, safaríkt og svo þetta sérstaka bragð sem aðeins íslensktfjallalamb hefureftir að hafa nœrst á ómenguðum villigróðri liðlangt sumarið. Það er lítið mál að matreiða vei heppnaða grilimáltíð þegar kjötið af íslenska fjallalambinu er annars vegar. Raunar er það bráðskemmtilegt! Best er að þíða kjötið í ísskápnum 3-4 dögum fyrir notkun til að tryggja að það bráðni í munni veislugesta. Grillmeistarinn þarf líka að stilla sig um að stinga í kjötið á grillinu, þó vissulega sé það freistandi, því þá er hætt við að safinn renni úr því. Það er líka óhætt fyrir kappann að spara sterka kryddið. Hér er það háfjallabragöið sem gildir. Margir nota bara salt og pipar en hvítlaukur, blóðberg (timian), rosmarin, milt sinnep, mynta eða steinseija henta einnig vei í mörgum tilvikum. Meistarinn sér svo um að smjörpensla kjötið, (það er svo gott) og þegar hann veifar kokkahúfunni er eins gott að vera snöggur með diskinn. ísienska lambakjötið er nefnilega fljótt að hverfa jafnvei af stærstu grillum. Þá er bara að grilla meira! K, kjöt affjallalambi er auðvelt að geymafrosið (ódýr- ast keypt í heilum og háljum skrokkum) og hægt að nýta nánast allan skrokkinn í grill- mat-læri, lundir, hrygg, hvers konar sneiðar nú eða skrokkinn í heilu lagi, t. d. þegar um hópa eraðrœða. Meðlæti með grilluðu kjöti af íslenskufjallalambi ætti að vera einfalt og látlaust. Glóðaðar kartöflur eru vinsælar, einnig kartöflusalat, glóðaðir tómatar, ananas, epli, bananar, græn- meti og kryddsmjör. mm Margrét Haraldsdó Landl Marka verður ný í stuttu máli má lýsa því ófremd- arástandi sem blasir við í íslenskum landbúnaði með eftirfarandi hætti: # Vegna offramleiðslu verður að flytja úr Iandi rúmlega 1/10 af allri mjólk fyrir verð sem stendur tæplega undir vinnslu- og sölukostnaði. Bændur fengju ekkert greitt fyrir þessa framleiðslu, ef ekki kæmi til útflutningsábyrgð og greiðslur úr ríkissjóði. % Ef ekki væri vegna fjölmargra boða og banna ríkisvaldsins, stighækkandi framleiðslu- skatts, jöfnunargjalda og fóð- urskatts, myndu flestir starf- andi bændur ýmist sjá sér hag í því að hætta framleiðslunni eða auka hana umtalsvert. Af- skipti stjórnvalda valda því, að sú mjólkur- og kindakjöts- framleiðsla sem á sér stað er mjög óhagkvæm miðað við það sem hún gæti verið. Leiða „I vott um betri tíð“. má líkur að þvi, að ef horfið væri frá ofstjórninni, mætti á örfáum árum lækka fram- leiðslukostnað mjólkur og kindakjöts um 20—30% frá því sem nú er, bændum og neytendum til hagsbóta. # Um helmingur starfandi bænda gæti séð um þá mjólk- ur- og kindakjötsframleiðslu sem hægt er að selja fyrir við- unandi verð á innlenda mark- aðnum. Með öðrum orðum, ef um helmingi bænda væri gert kleift að hætta hefðbundnum búskap og hefja arðbær störf, gætu þeir aukið tekjur sínar umtalsvert og þar með þjóðar- búsins. Þannig lýsir Steingrímur Ari Arason ástandinu í íslenskum land- búnaði í dag í upphafi skýrslu sem Verslunarráð íslands gaf út nýlega. Skýrsla þessi er mögnuð lýsing á því hvað fór úrskeiðis, ásamt tillögum til úrbóta. Menn sem bera hag ís- lensku bændastéttarinnar sér fyrir

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.