Alþýðublaðið - 17.01.1987, Page 3

Alþýðublaðið - 17.01.1987, Page 3
Laugardagur 17. janúar 1987 3 Magnús Magnússon í menntamálaráðuneyti: „Skilningur vegna misskilnings“ — hugsanleg skýring á mismunandi tölum „Ég hef ekki lesið þetta viðtal í HP, en það er sennilega alltaf hægt að teygja tölur til og frá. Ég er með skýrslu frá Sturlu fyrir framan mig, (skrifuð 12. jan.) og hef verið að reyna að botna í henni og er satt að segja ekki búinn að komast að neinni niðurstöðu. Við fyrstu yfir- sýn sé ég ekki að menn hafi farið með rangar tölur, en það er hægt að misskilja alla hluti. Það er mikill munur á tölunni 680 og 3666, en ég get ekki gefið neinar yfirlýsingar í þessu máli núna, því ég hef ekki borið þetta neitt saman og allt hangir í lausu lofti“, sagði Magnús Magnússon, sérkennslufulltrúi í Menntamálaráðuneytinu í samtali við Alþýðublaðið í gær. „Þessa skýrslu frá Sturlu var ég að sjá fyrst í morgun, (föstudag) og ég var að bera hana saman við þá skýrslu sem ég tók saman vegna fyr- irspurnar Steingríms Sigfússonar á Alþingi, eftir upplýsingum frá fræðslustjórum og þar skakkaði ekki viljandi neinum staf. Ef Sturla hefur einhverjar athugasemdir, þá eru það hans persónulegu vanga- veltur. Kannski getur skilningur hans verið vegna misskilnings, maður veit aldrei um það. Mér skilst við fyrstu yfirsýn á stuðnings- kennslu og sérkennslu, það sem við köllum „metna þörf“ fræðslustjór- anna, þar sem við tökum inn í það sem hefur verið samþykkt á fjárlög- um í samanburði við það sem unnið hefur verið. Þetta eru ekki alltaf sömu tölurnar því fræðslustjórarn- ir hafa fært til kennslumagn og þá frekar til þess að styrkja sérkennsl- una heldur en hitt, og það er þeim til sóma, en hvar þeir hafa tekið það, til þess tökum við ekki af- stöðu, heldur segjum við þá að kennslumagnið sé þetta sem unnið hafi verið í þessum tilgangi“, sagði Magnús Magnússon, sérkennslu- fulltrúi. Úr viðtali HP við Sturlu fimmtu- daginn 15. jan. s.l. Löghlýðinn embættismaður hlít- ir valdboði segir í fyrirsögn í heil- síðuviðtali við Sturlu. Þar kemur margt fróðlegt í Ijós. Meðal annars segir Sturla þar að „I skýrslu sem ráðherra (Sverrir) lagði fram á Al- þingi fyrir jól vegna fyrirspurnar Steingríms Sigfússonar um sér- kennslu í landinu koma fram töflur og samantektir sem eru beinlínis falskar“ Þegar Sturla er inntur nán- ar eftir því við hvað hann eigi, þá segir hann: „Þær (töflurnar) gefa upplýsingar um þjónustustuðul í sérkennslu í umdæmunum, sem eru úr öllu sam- hengi. Jafnvel þannig að inn í okkar stuðul er talin sú þjónusta sem ríkið hefur neitað að borga. Þeir telja þær stundir sem við höfum viljað hafa — og telja þær til þjónustu- stigs enda þótt ríkið neiti að greiða þær. Þarna er borið saman þjón- ustustig t.d. okkar og í Reykjavík. Þar er til dæmis beitt þeirri að- ferð að gefa upp töluna 680 til sér- kennslu í Reykjavík, en ef við telj- um saman allar ríkisstofnanir í Reykjavík — alla þá þjónustu sem börnin í Reykjavík fá innan kjör- dæmisins, þá eru það 3666 stundir. Ráðuneytið kýs að hafa töluna 680, þegar það ber saman þjónustustig í Reykjavík og annars staðar. í þess konar samanburði verður þjón- ustustig utan Reykjavíkur hátt“ Og þar hafa menn það. Bíllinn í lagi — beltin spennt 1 Byggingarfulltrúinn " í Reykjavík, tilkynnir að skrifstofur embættisins, verða lokað- ar 19.—21. janúar. Eftirlitsmenn verða tii viðtals kl. 11—12 þessa 3 daga I Skúlatúni 2. Opnum fimmtudag 22. janúar að Borgartúni 3. Byggingarfulltrúinn í Reykjavík. Lausar stöður Tvær stöður fulltrúa í fjármálaráðuneytinu eru lausar til umsóknar. Viðskipta- og/eða hagfræði- menntun áskilin. Umsóknir, ásamt upplýsingum um fyrri störf, sendist fjármálaráðuneytinu fyrir 10. febrúar 1987. FLUGMÁLASTJÓRN Járnsmiðir Járnsmiður óskast á vélaverkstæði flugmála- stjórnar á Reykjavíkurflugvelli. Þarf að vera vanur logsuðu. Upplýsingar hjá yfirverkstjóra. Flugmálastjórn. fP Frá Borgarskipulagi Á Borgarskipulagi, Borgartúni 3, verður til kynn- ingar tillaga að skipulagi verslunarlóðarinnar í miðhverfi Artúnshol.ts frá 19.01.—02.02.’87 frá kl. 08.30—16.15 á virkum dögum. Tillagan gerir ráð fyrir verslunarhúsnæði ásamt nokkrum íbúðum. Fjármálaráðuneytið 15. janúar 1987 Athugasemd eða ábendingum varðandi tillöguna sé komið til Borgarskipulags fyrir 6. febr. 1987. ÖRYGGIS- OG HLÍFÐARVÖRUR m K CL ð m lf|jF m %> Hvað þarft þú - hvað viltu vernda? Höfum lagt áherslu á að selja öryggisútbúnað sem getur líka verið þægilegur um leið og hann veitir öryggi. Kynnið ykkur öryggisútbúnaðinn sem við seljum, það er otrúlegt úrval sem við bjóðum upp á. mJMmm Skeifan 3h - Sími 82670

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.