Alþýðublaðið - 17.01.1987, Page 5
Laugardagur 17. janúar 1987
5
menn hvetja til niðurfellingar skóla
á morgun.
í frétt Morgunblaðsins er talað
um harkaleg og eindregin viðbrögð.
Fræðsluráð hafi ályktað að
menntamálaráðuneytið geti ekki
mælt fyrir um verkefni fræðslu-
skrifstofunnar nyrðra án atbeina
fræðsluráðsins og Norðlendingar
líti þess vegna áfram á Sturlu sem
fræðslustjóra.
En Morgunblaðið hefur eftir
Sverri: Sturla ekki fær um að
stjórna skólahaldinu.
Og Sverrir segir í viðtalinu: „Það
hefur verið stöðugur stríðsrekstur
gegn mér að norðan og því haldið
fram að ég hefði horn í síðu þessa
fræðsluumdæmis og mér hefur ver-
ið núið því um nasir hvað eftir ann-
að að ég vilji ekki veita peningum í
sérkennslu barna sem eiga við ýmis
vandamál að etja“. Sverrir segist
hafa kannað allar hliðar þessa máls
vandlega og að þetta hafi verið nið-
urstaðan: Sturla Kristjánsson er
ekki fær um að stjórna skólahald-
inu. (Þess má reyndar geta að ekki
er vitað um annan mann á landinu
sem hefur þessa skoðun). Sverrir
viðurkennir þó að þetta hafi verið
sér hið versta verk, að víkja manni
frá störfum, en skyldan hafi boðið
sér að framkvæma þetta svona. I
lok viðtalsins segir Sverrir að
„Sturla Kristjánsson ætlar sér sjálf-
sagt að verða einhver frelsishetja í
byggðapólitíkinni fyrir norðan út á
þetta“
En á sömu síðu í Morgunblaðinu
segir Ingvar Gíslason, fyrrum
menntamálaráðherra: Sturla hefur
víðtækan stuðning. Kolbrún Jóns-
dóttir Alþýðuflokki segir: Sverrir
ætti að líta sér nær. Kolbrún bendir
á að 30. sept. s.l. var aðalskrifstofa
menntamálaráðuneytisins komin
7,9 millj. fram yfir í aukafjárveit-
ingum vegna greiðsluerfiðleika.
Rökin fyrir uppsögninni standist
því engan veginn. Einnig er Kol-
brún forviða á því að átylla fyrir
uppsögninni sé greinargerð um
skólamál í Norðurlandi eystra, sem
stíluð var sem trúnaðarmál til al-
þingismanna.
Þá hefur Morgunblaðið eftir
Steingrími J. Sigfússyni: Rann-
sóknarnefnd Alþingis ætti að rann-
saka málið.
Segir Steingrímur í viðtalinu að
„Þetta sé yfirgengileg valdníðsla af
hálfu ráðherra og að öll vinnubrögð
i þessu máli séu forkastanleg“.
„Það er verið að hengja Sturlu
Kristjánsson fyrir það eitt að hafa
staðið framarlega í breiðfylkingu
norðlenskra skólamanna“. Rifjar
Steingrímur síðan upp fleiri „glorí-
ur“ úr valdatíð Sverris Hermanns-
sonar.
Einnig er rétt að geta þess að
Halldór Blöndal hefur látið hafa
eftir sér í Ríkisútvarpinu, að hann
muni krefja Sverri um skýringar á
þessari aðgerð strax og hann nái tali
af honum.
Það er því auðsætt að svörtu kol-
in eru kynnt undir Sverri Her-
mannssyni menntamálaráðherra
þessa dagana. í dag fimmtudag er
beðið eftir yfirlýsingum eða ein-
hverjum aðgerðum öðrum frá
menntamálaráðuneytinu, en Sól-
rún Jensdóttir hjá ráðuneytinu
varðist allra fregna á fimmtudags
morgni, þegar blaðamaður hafði
samband við hana. Þó var helst að
heyra á Sólrúnu að ráðuneytismenn
væru að leita að einhverri mála-
miðlunarlausn.
Ekki er útséð um þetta mál. Már
V. Magnússon sálfræðingur sagði
norðanmenn standa sem einn mað-
ur að baki Sturlu. Enginn botnaði í
ásökunum ráðherra. Kennsla verði
felld niður í öllum skólum á Norð-
urlandi svo skólamenn geti fundað
um málið. Bréf vegna þessa verði
send forsætisráðherra, því mennta-
málaráðherra þýði ekki að tala við.
Sverrir muni vera austur á fjörðum
og hafi sýnilega lítinn áhuga á lausn
málsins. Heyrst hefur að foreldrafé-
lög á Norðurlandi ætli að láta málið
til sín taka og hætta að senda börn-
in í skólana um skeið. (Þessi tillaga
kom fram í svæðisútvarpi frá Akur-
eyri á miðvikudag). En hvort sem af
öllu þessu verður eða ekki þá er eitt
víst: Það er beðið eftir næsta leik í
Sturlungu hinni nýju og þann leik á
Sverrir Hermannsson menntamála-
ráðherra.
Ekki sýnist nokkur vafi á því að
mikil hækkun hefur orðið undan-
farna mánuði á mörgum nauð-
synjavörum, ekki síst þeim sem vísi-
talan mælir ekki. Þessu hafa menn
komist að t.d. með því að skoða
matarreikning sinn fyrir desember-
mánuð, því jafnvel þótt jólamatur-
inn sé ekki tekinn með í reikning-
inn, í orðsins fyllstu merkingu,
verða allar tölur tortryggilega háar.
Sannleikurinn er sá að það er
bullandi dýrtíð í landinu hvað svo
sem hagspekingar ríkisstjórnarinn-
ar segja. Það er fólkið sjálft sem er
besti mælikvarðinn á það hvort
vöruverð er hátt eða lágt miðað við
þau laun sem greidd eru hverju
sinni. Allt tal stjórnarsinnar um
stöðugleika í þessum efnum er því
óskhyggjan ein og búið.
Sannleikurinn er sá að dýrtíðin
veður áfram. Sú „samkeppni á
markaðnum" sem átti að tryggja
lágt vöruverð í „frjálsri verslun“
hefur enn ekki látið á sér kræla.
Enginn þarf þó að verða sérdeilis
forviða á þessu: Ríkisstjórn lands-
ins samanstendur af Sjálfstæðis- og
Framsóknarflokki sem báðir hafa
það hlutverk að vernda þau öfl sem
stunda „verslun og viðskipti“, svo
notuð séu orð Morgunblaðsins og
Tímans yfir allar gerðir viðskipta,-
Þetta ástand gæti hins vegar orð-
ið háttvirtum kjósendum til nokk-
urrar leiðbeiningar á kosningaári:
Skefjalaus hækkun á mörgum
nauðsynjavörum og mörgum öðr-
um vörutegundum; slíkt er ekki
áhyggjuefni meðal stjórnarflokk-
anna; samið um 26.500 kr. lág-
markslaun og þykir höfðinglegt á
sama tíma og mánaðarlegur matar-
reikningur hjóna með eitt barn er
u.þ.b. 20 þúsund krónur; verðlags-
eftirlit er ekkert hjá hinu opinbera,
þykir ekki ástæða til; hinn frjálsi
markaður á að sjá um að halda
vöruverði niðri. Hinn frjálsi mark-
aður eins og hann er boðaður af
frjálshyggjuöflunum innan Sjálf-
stæðisflokks hefur því brugðist.
Hin samvinnuinnflutta vara eins og
hún er meðhöndluð hjá Samband-
inu er ekki ódýrari en önnur.
Báðir þessir aðilar hafa þó verið
ólatir við að hampa sínum gripum
framan í fólk. Báðir þessir aðilar
hafa sitt í hvoru lagi talað af fyrir-
litningu um hugmyndir hins, en
skekið sín eigin vopn í hrifningu.
Sameinaðir skyldi maður því ætla
að þessir kappar væru einhvers
megnugir. Svo virðist þó ekki vera.
Og „bjartsýnin" ríður ekki við ein-
teyming. Álagning smásalans er eitt
af undrum veraldar og ekki fyrir
skammskólagengna að botna í
þeim hlutum, en undirritaður hefur
heyrt að smásöluálagning á hús-
gögn sé 80%. Fleira er í þessum dúr.
Er nema von að mennirnir berji
sér á brjóst? Er nema von að þeir
gangi nú til kosningabaráttu keikir
og reifir? Þetta furðufyrirbæri:
Hægrimennska í pólitík á íslandi
hefur löngum verið illskiljanlegt,
en er nú að færast yfir í það að vera
óskiljanlegt með öllu.
Fólkið á íslandi á ekki margra
kosta völ. Það er útséð um að þessi
ríkisstjórn geri eitthvað af viti í
verðlagsmálum almennt. Fólkið í
því landi íslandi á því varla um ann-
að að ræða en að forða sér frá þeim
stjórnmálaflokkum sem svo au-
virðilega hafa haldið á hlut þess.
Enginn lætur níða sig niður til langs
tíma,- íslenskur almenningur ekki
heldur.
„KRATI” SKRIFAR:
DÝRTÍÐ
NÝJUNG
MEÐ
NÝJUNGAR
Á ÍSLANDI
Musýningamámskeið
fyrirtöm og unglinga
iieíjast i næstu úu
Dansnýjung og tískusýningasamtökin Nýjung er
eini dans- og tískusýningaskólinn sem sérhæfir sig
i að kenna börnum og unglingum.
Önnumst einnig uppsetningu á stórum sem smáum
tískusýningum fyrir fyrirtæki og útvegum fólk fyrir
augiýsingamyndir.
Topp-fóik og góðar sýningar.
Stig I Byrjendur, sett upp sýning, tekið próf.
Stig II Snyrtisérfræðingur og hárgreiðslu-
meistari.
Stig III Lokastig, tískuljósmyndari vinnur með
módelunum.
Kennari Kolbrún Aðalsteinsdóttir.
Flokka- skipting 4-6 ára 7—9 ára 10—12 ára INNRITUN
13-14 ára j 15—20 ára NÆSTU VIKU
HS e | SÍMA 46219