Alþýðublaðið - 17.01.1987, Side 6
Laugardagur 17. janúar 1987
Alþingi tekur við
ríkisendurskoðun
Ávarp Þorvaldar Garöars Kristjánssonar, forseta
sameinaðs þings, af því tilefni
Alþingi hefur nú tek-
ið við ríkisendurskoð-
un, en um áramótin
tóku gildi ný lög um
stofnunina. Af þessu
tilefni hafði Alþingi
móttöku fyrir nokkru
og þar flutti Þorvald-
ur Garðar Kristjáns-
son, forseti sameinaðs
þings, ávarp þar sem
hann gerði grein fyrir
þessum breytingum
og sögu ríkisendur-
skoðunar. Avarpið fer
hér á eftir. (Millifyrir-
sagnir eru blaðsins.)
Um þessi áramót er að ske merk-
ur viðburður í stjórnsýslu landsins.
ífyrradag, 1. janúar, tóku gildi lög
nr. 12/1986 um ríkisendurskoðun.
Lög þessi kveða á um að ríkisendur-
skoðun skuli starfa á vegum Al-
þingis. Þetta á sér sinn aðdraganda.
Er þá fyrst þess að geta að mál
þetta kom til kasta Alþingis fyrir
nær 10 árum. Var þá lagt fram
frumvarp um að ríkisendurskoðun-
in verði flutt frá framkvæmdavald-
inu í hendur löggjafarvaldsins. Var
frumvarp þetta vel unnið og hið
vandaðasta að allri gerð. Flutnings-
maður var núverandi sjávarútvegs-
ráðherra. Frumvarp þetta komst
aðeins til nefndar. Á næsta þingi
var frumvarpið endurflutt og var þá
meðflutningsmaður núverandi for-
seti neðri deildar. Enn fór á sömu
leið og frumvarpið náði ekki fram
að ganga.
Framkvœm da valdið
Kemur þá næst framkvæmda-
valdið til sögunnar. í samræmi við
stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinn-
ar, og eftir samkomulagi stjórnar-
flokkanna, skipaði forsætisráð-
herra hinn 18. ágúst 1983 nefnd til
þess að semja tillögur um hvernig
gera mætti stjórnkerfið virkara og
bæta stjórnarhætti. Segir í skipun-
arbréfi nefndarinnar m.a., að
markmið slíkra fyrirhugaðra
stjórnkerfisbreytinga sé að efla eft-
irlit löggjafarvaldsins með fram-
kvæmdavaldinu.
Nefnd þessi samdi frumvarp til
laga um ríkisendurskoðun sem rík-
isstjórnin lagði fram á Alþingi
snemma árs 1985. Frumvarpið
hlaut ýtarlega umræðu og voru
gerðar við það ýmsar breytingartil-
lögur. Var frumvarpið komið til 3.
umræðu í síðari deild, þegar það
dagaði uppi í þinglok 1985. Á næsta
þingi haustið 1985 endurflutti ríkis-
stjórnin frumvarpið breytt með til-
liti til ábendinga og breytingatil-
lagna sem fram höfðu komið á
þinginu áður. Var þá frumvarpið
lítilsháttar breytt samþykkt sem lög
frá Alþingi 16. apríl s.l. með sam-
hljóða atkvæðum allra þingflokka.
Óháð ríkisendurskoðun
Með lögum þessum er gerð
grundvallarbreyting á ríkisendur-
skoðuninni. Ákveðið er að ríkis-
endurskoðun starfi á vegum Al-
þingis. Fram til þessa hefir ríkisend-
urskoðunin heyrt undir fjármála-
ráðuneytið og ríkisendurskoðandi
verið ráðinn af fjármálaráðherra.
Nú er ríkisendurskoðun gerð óháð
framkvæmdavaldinu. Þetta er
stjórnskipunarlega séð veigamesta
breytingin. Og með þessum hætti
fetum við íslendingar í fótspor ým-
issa annarra þjóða, sem fært hafa
ríkisendurskoðanir sinna landa frá
framkvæmdavaldi til löggjafar-
valds. Má þar nefna t.d. lög sem
tóku gildi í Bretlandi árið 1984, í
Kanada árið 1977 og í Danmörku
árið 1976.
Hin nýju lög um ríkisendurskoð-
un kveða á um veigamiklar breyt-
ingar á starfsemi stofnunarinnar
sem varða Alþingi. Ríkisendur-
skoðunin skal hafa eftirlit með
framkvæmd fjárlaga. Stjórnar-
skráin fær Alþingi í hendur vald til
að ákveða fjárveitingar ríkisins
með fjárlögum. Með því að ríkis-
endurskoðunin sé á vegum Alþingis
getur átt sér stað eftirlit löggjafar-
valdsins á því hvernig fram,-
kvæmdavaldið, sem annast fram-
kvæmd fjárlaga nýtir fjárveitingar-
heimildir Alþingis og hvort farið
hefur verið út fyrir löglegar heim-
ildir. Þannig getur Alþingi betur
haldið á fjárveitingavaldi sínu.
Rannsóknarhlutverk
Þá kveða hin nýju lög á um, að
rikisendurskoðun skuli vera þing-
nefndum til aðstoðar við störf er
varða fjárhagsmálefni. Er þá gert
ráð fyrir að ríkisendurskoðun leggi
þingnefndum til sérhæfða starfs-
krafta sem geti starfað að marghátt-
uðum umsögnum og upplýsinga-
öflun er varða málefni ríkisins.
Enn fremur er sérstaklega gert
ráð fyrir að ríkisendurskoðun veiti
alla nauðsynlega aðstoð yfirskoð-
unarmönnum ríkisreikninga sem
Alþingi kýs.
Og enn er ákvæði að finna um,
að forsetar Alþingis geti ýmist af
eigin frumkvæði eða samkvæmt
óskum þingmanna krafið ríkisend-
urskoðanda skýrslna um einstök
mál. Er þinginu þar með opnuð leið
til þess að láta stofnun á eigin veg-
um rannsaka einstök mál sem upp
kunna að koma ef spurning er um
hvort óeðlilega eða óvarfærnislega
hafi verið staðið að fésýslu af hálfu
þeirra er stjórna rekstri í almenn-
ingseign.
Þáttaskil
Þessi nýmæli öll sem kveða á um
verkefni sem ríkisendurskoðuninni
er ætlað til að aðstoða og efla Al-
þingi sjálft í störfum þess þýða ekki
lítil þáttaskil. Með þessum hætti er
Alþingi gert kleift bæði að veita
framkvæmdavaldinu meira aðhald
og bæta eigin vinnubrögð í löggjaf-
arstarfinu. Hvort tveggja þurfti
vissulega með. Stjórnskipunarlega
er nú ekkert til fyrirstöðu að hefjast
handa. En allt veltur nú á fram-
kvæmdinni. Þarf nú að beita mark-
vissum og skilvirkum vinnubrögð-
um svo að tilgangi hinnar nýju skip-
unar verði náð. Jafnframt skyldi
gætt hófs svo að ekki verði farið of-
fari í mótun þingvenju, sem svo
miklu varðar að traust reynist.
Þannig verður svo best efld staða og
starf Alþingis.
Forsagan
Ríkisendurskoðunin á sér sína
sögu svo sem aðrir mikilvægir
þættir stjórnsýslunnar. Þegar ís-
lendingar fengu heimastjórn árið
1904 féll endurskoðun á öllum
reikningum ríkisins og embættis-
manna undir svokallaða III. skrif-
stofu stjórnarráðsins og allt fram til
ársins 1931 var öll endurskoðun rík-
isreikninga framkvæmd af starfs-
mönnum fjármálaráðuneytisins
undir yfirstjórn skrifstofustjóra
þess.
Gagngerð breyting varð á skipu-
lagi endurskoðunar ríkisreikning-
anna árið 1931 með lögum um ríkis-
bókhald og endurskoðun. Var þá
endurskoðun reikninga ríkisins og
ríkisstofnana skilin frá annarri
starfsemi fjármálaráðuneytisins og
sérstök endurskoðunarskrifstofa
sett á fót undir stjórn aðalendur-
skoðanda ríkisins. en hann skyldi
standa beint undir fjármálaráð-
herra. Þessi skrifstofa, sem raunar
vísir var kominn að áður hafði verið
nefnd endurskoðunardeild fjár-
málaráðuneytisins. Hún varð sam-
kvæmt lögunum 1931 í raun og veru
sérstök ráðuneytisskrifstofa. Síðan
festist nafnið ríkisendurskoðun við
þessa ráðuneytisskrifstofu og em-
bættisnafni forstöðumannsins var
breytt úr aðalendurskoðandi ríkis-
ins í heitið ríkisendurskoðandi.
Sjálfstœði
Þó ríkisendurskoðun starfi nú á
vegum Alþingis breytir það ekki
hinu hefðbundna hlutverki hennar.
Aðal verkefni stofnunarinnar verða
þau sömu og áður. Eftir sem áður
Framhald á bls. 22
Forráðamenn grunnskóla,
héraðsskóla og aðrir sem
hug hafa á að fá
danskennslu
í sitt byggðarlag.
HAFIÐ SAMBAND
við tökum að okkur
danskennslu.
Námskeið eftir
samkomulagi.
DANS&ÓUNN
Barnadansar
Gömlu dansarnir
Standard dansar
Suður-amerískir dansar
Athugið! Takmarkaður fjötdi
nemenda í hvern tíma (26
nemendur).
F.Í.D.