Alþýðublaðið - 17.01.1987, Side 16
16
Laugardagur 17. janúar 1987
Þjóðleikh úsið:
r
Hallæristenór, I smá-
sjá og Aurasálin
— sýningar 16. —18. janúar
Hallæristenór
Gamanleikurinn HALLÆRIS-
TENÓR (Lend me a tenor) eftir
bandaríska leikskáldið og lögfræð-
inginn KEN LUDWIG verður
frumsýndur á stóra sviði Þjóðleik-
hússins á laugardagskvöld kl.
20.00. Leikurinn var frumfluttur í
Bandaríkjunum í ágúst 1985, frum-
sýndur í London í mars 1986 og hef-
ur verið einn vinsælasti gamanleik-
urinn á fjölunum þar síðan. Nú er
Hallæristenórinn leikinn víðsvegar,
en Þjóðleikhúsið er fyrst leikhúsa á
Norðurlöndum til að frumsýna
þennan bráðfyndna gamanleik.
BENEDIKT ÁRNASON leik-
stýrir Hallæristenórnum, þýðandi
er FLOSI ÓLAFSSON, leikmynd-
arhönnuður KARL ASPELUND,
æfingastjóri tónlistar AGNES
LÖVE og ljósahönnuður SVEINN
BENEDIKTSSON.
Leikurinn gerist á hótelsvítu í
Ohiofylki í Bandaríkjunum fyrir
hálfri öld, þar sem ítalskur hetju-
tenór á að syngja hlutverk Othello á
hátíðarsýningu Clevelandóperunn-
ar. En þessi kvenholli og duttlunga-
fulli tenórsöngvari veldur óperu-
stjórninni ótrúlegustu erfiðleikum
fyrir sýninguna. Þó tekst að bjarga
sýningunni á ævintýralegan hátt,
ekki síst fyrir tilstilli allsherjar-
reddarans Max, sem býr yfir leynd-
um hæfileikum.
Átta leikarar eru í eldlínunni i
þessum ágæta gamanleik: ÖRN
ÁRNASON — Max, aðstoðarmað-
ur Saunders. TINNA GUNN-
LAUGSDÓTTIR — Maggie, kær-
asta Max. ERLINGUR GÍSLA-
SON — Saunders, faðir Maggiar,
aðalforstjóri Cleveland óperunnar.
AÐALSTEINN BERGDAL —
Tito Merelli, heimstenór, þekktur
af aðdáendum undir nafninu 11
Bíánó. HELGA JÓNSDÓTTIR-
—Maria, eiginkona Titos. ÁRNI
TRYGGVASON—Frank, vikapilt-
ur á hótelinu. LILJA ÞÓRIS-
DÓTTIR—Díana, sópran. HER-
DÍS ÞORVALDSDÓTTIR—Julia,
formaður óperuráðsins.
Fyrstu sýningar á HALLÆR-
ISTENÓRNUM verða á laugardag,
þriðjudag og fimmtudag kl. 20.00.
í SMÁSJÁ
Á Iaugardags- og sunnudags-
kvöld kl. 20.30 verður Ieikritið I
SMÁSJÁ eftir Þórunni Sigurðar-
dóttur sýnt á Litla sviðinu, sem
opnað var að Lindargötu 7 um ára-
mótin. ARNAR JÓNSSON,
KRISTÍN ANNA ARNGRÍMS-
DÓTTIR, SIGURÐUR SKÚLA-
SON og RAGNHEIÐUR STEIN-
DÓRSDÓTTIR flytja þetta magn-
aða verk.
læikurinn fjallar um tvenn hjón
og eru þrjár persónurnar læknar.
Yfirlæknir og vísindamaður er að
öðlast alþjóðlega viðurkenningu
fyrir störf sín, er vágestur knýr að
dyrum konu hans. Glímt er um til-
finningar, starfsmetnað og hvernig
við bregðumst hvert á sinn hátt við
lífsháskanum. Þetta er nærgöngult
verk um nútímafólk á örlaga-
stundu. Leikstjóri var ÞÓRHALU
UR SIGURÐSSON, Ieikmyndar-
hönnuður GERLA, ljósahönnuður
BJÖRN BERGSTEINN GUÐ-
MUNDSSON og höfundur tónlist-
ar og leikhljóða ÁRNI HARÐAR-
SON.
AURASÁLIN
Hinn sígildi gamanleikur Moliere
um aurasálina Harpagon virðist
ekki síður eiga erindi til íslendingá
í dag en Frakka fyrir 300 árum, því
leikurinn hefur fengið frábærar
móttökur og verið uppselt á allar
sýningar til þessa. BESSI
BJARNASON fer á kostum í hlut-
verki aurasálarinnar og af öðrum
leikurum má nefna Pálma Gests-
son, Lilju Guðrúnu Þorvaldsdótt-
ur, Jóhann Sigurðarson, Guðlaug
Maríu Bjarnadóttur, Sigríði Þor-
valdsdóttur, Randver Þorláksson
og Sigurð Sigurjónsson. Leikstjóri
var Sveinn Einarsson.
Sýningar á AURASÁLINNI eru
á sunnudagskvöld og miðvikudags-
kvöld kl. 20.00.
Alþjóöleg bænavika:
Ef einhver
er í Kristi...
Samstarfsnefnd kristinna trúfé-
laga á íslandi stendur að undirbún-
ingi Alþjóðlegu bænavikunnar hér
á landi. Bænavikan ber að þessu
sinni yfirskriftina: „Ef einhver er í
Kristi, er hann skapaður á nýí‘ Þessi
orð eru úr II. Korintubréfi 5,17—
6,4a, en sá kafli er lagður til grund-
vallar að bænum kristinna manna
um víða veröld um einingu og sam-
hug.
í þessari viku er lögð áhersla á, að
kristnir söfnuðir heimsæki hverjir
aðra og taki þátt í guðsþjónustum
hver annars þessa viku.
í Reykjavík hefst bænavikan
sunnudaginn 18. janúar með messu
í Hallgrímskirkju kl. 11.00. Sam-
komur verða síðan kl. 20.30 mið-
vikudaginn 21. jan. í Kristskirkju í
Landakoti, fimmtudaginn 22. jan. í
Hjálpræðishernum, föstudaginn
23. jan. í Aðventkirkjunni, laugar-
daginn 24. jan. í Fíladelfíu. Bæna-
vikunni lýkur með messu í Bústaða-
kirkju sunnudaginn 25. jan. kl.
14.00.
Á Akureyri hefst bænavikan með
messu sunnudaginn 18. jan. í Akur-
eyrarkirkju kl. 14.00. Samkomur
verða síðan kl. 20.30 á þriðjudags-
kvöld 20. jan. í Hjálpræðishernum,
miðvikudagskvöld 21. jan. í
Kaþólsku kirkjunni og fimmtu-
dagskvöld 22. jan. í Hvítasunnu-
kirkjunni. Bænavikunni á Akureyri
lýkur með messu í Glerárskóla
sunnudaginn 25. jan. kl. 14.00.
Árshátíð Alþýðuflokksins
í Hafnarfirði
veröur17.janúarfSkútunni kl.20. Húsiðopnað kl.
19.
Heiðursgesturverður Rannveig Guðmundsdóttir.
Omar Ragnarsson skemmtir.
Miðapantanir í símum 651515 og 51115.
Nýtt Alþýöuflokksfélag stofnaö:
Alþýðuflokksfélag
Kjaíarneshrepps
Síðastliðinn mánudag, 12. janú-
ar, var stofnað Alþýðuflokksfélag
Kjalnesinga, en í Kjalarneshreppi
hefur ekki áður verið starfandi
flokksfélag, heldur hafa íbúar þar
átt þess kost að starfa í Alþýðu-
flokksfclagi Mosfellssveitar og
Kjósarsýslu. Tuttugu manns mættu
á fundinn og fóru þar fram gagnleg-
ar umræður um störf og stefnu Al-
þýðuflokksins og þau mál er varða
hreppsbúa sérstaklega.
Kjartan Jóhannsson alþingis-
maður setti fundinn með ávarpi þar
sem hann rakti nokkur atriði varð-
andi stjórnmálaviðhorfin og óskaði
Kjalnesingum til hamingju með fé-
lagsstofnunina, sem hann sagði
fullviss að yrði bæði Kjalnesingum
og Alþýðufíokknum til góðs. Olaf-
ur H. Einarsson formaður Alþýðu-
flokksfélagsins í Mosfellssveit
stýrði fundinum en Hulda Ragnars-
dóttir var kosin fundarritari.
í stjórn félagsins voru kjörin
Björn Björnsson, Hulda Ragnars-
dóttir og Óskar Harry Jónsson og í
varastjórn Hallgrímur Árnason og
Margrét Jónsdóttir. Endurskoð-
endur voru kosnir Haukur Ragn-
arsson og Snorri Hauksson.
í lok fundarins þakkaði Björn
Björnsson fyrir hönd nýkjörinnar
stjórnar það traust sem þeim hefði
verið sýnt og sagði að þær umræð-
ur og skoðanaskipti sem þegar
hefðu farið fram á þessum fundi
sönnuðu að rétt hefði verið að efna
til stofnunar flokksfélagsins og fé-
lagið mundi gagnast vel áhugafólki
um jafnaðarstefnuna í hreppnum.
Björn Björnsson Alþýðuflokksfélagi Kjalarneshrepps:
Búum við
átthagafjötra
„Við erum fyrst að koma upp á
yfirborðið núna sem félag og vitum
þess vegna ekki hverjir koma til
með að fylgja okkur að málum, en
það verður bara að koma í Ijós.
Eg er viss um að það verður hart
slegist í komandi alþingiskosning-
um. Við eigum þátttakanda á fram-
boðslistanum á Reykjanesi, Huldu
Ragnarsdóttur“, sagði Björn
Björnsson í samtali við blaðið.
„Það hefur staðið til síðan í
september að stofna þetta félag.
Hér hafa einungis verið fram að
þessu hreppsmálafélög, nema hvað
Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft
hér félag, en hann hefur leynt og
ljóst reynt að láta líta út eins og
þetta sé allt saman flokksbrot úr
Sjálfstæðisflokknum. Með þessari
flokksstofnun ættu línur hins vegar
að verða skýrari. í hreppnum eru,
þegar allir eru taldir 380 manns, en
kosningabærir munu vera um 210.
Þetta er rétt að fara í gang svo að
við höfum ekki heyrt mikið hvernig
þetta hefur mælst fyrir, nema hvað
þeir voru ánægðir sem mættu á
stofnfundinn.
Þau mál sem brenna heitast á
okkur hér eru samgöngumál og
skólamál. Við höfum reyndar mal-
bikaðan veg alveg hingað upp eftir,
en með samgöngumálum þá á ég
við almenningssamgöngur. Við er-
um 25 eða 30 km frá Reykjavík og
það verða að vera tveir bílar á
hverju heimili ef vel á að vera, því að
almenningsbílar eru engir. Börn og
gamalmenni eiga ekki upp á pall-
borðið í þessari sveit, því þau kom-
ast hvorki fram né aftur. Hér er eng-
inn strætisvagn. Ef menn eiga ekki
einkabíl þá komast menn hvorki
eitt né neitt. Fólk er átthagabundið.
Þetta stendur þó til örlítilla bóta.
Skólamálið er aftur á móti vont
mál, eins og það er í dag. Eftir að
hafa jagast í fjárveitingarapparat-
inu í nokkur ár, þá fáum við núna
tvær milljónir til þess að hefja
skólabyggingu. Það gæti dugað
fyrir teikningunni og þó veit ég það
ekki. Þessi fjárveiting var hugsuð
fyrir grunnskóla.
í dag eru bekkjardeildir upp í 7.
bekk. Börnin sem eru í 8. og 9. bekk
eru aftur á móti keyrð héðan niður
í Mosfellssveit, en sveitarsjóður
Kjalarnesshrepps á hlut í grunn-
skólanum þar. En við hyggjumst að
sjálfsögðu flytja þessar tvær bekkj-
ardeildir hingað uppeftir eins fljótt
og auðið er“, sagði Björn Björns-
son, einn af stofnendum nýs Al-
þýðuflokksfélags í Kjalarnes-
hreppi.
IAUSAR STÖÐUR HJÁ
_____REYKJAVÍKURBORG
Starfsmenn óskast til sumarafleysinga á Slökkvistöó-
ina í Reykjavik á sumri komandi.
Umsækjendurskulu veraáaldrinum 20—28áraog hafa
meirapróf til aksturs. lönmenntun eða sambærileg
menntun æskileg.
Umsóknareyðublöö fást á skrifstofu Slökkvistöðvar-
innar. Umsóknir skulu hafa borist fyrir 1. mars n.k. Nán-
ari upplýsingar veitir Tryggvi Ólafsson skrifstofustjóri.