Alþýðublaðið - 17.01.1987, Side 22

Alþýðublaðið - 17.01.1987, Side 22
22 Laugardagur 17. janúar 1987 Undir áhrifum Framhald af bls. 11 Prófin voru endurtekin á iög- reglustöðinni klukkustund síðar og gat Mike þá tæplega staðið í báða fætur, hvað þá annan. Hann virtist verða drukknari og drukknari og lögregluþjónninn sem handtók hann ákvað að stinga honum inn yfir nóttina og kenndi seinvirkum áhrifum alko- hólsins um hnignandi ástand hans. „Hann drakk of mikið og það kom honum að lokum í kollþ ályktaði hann. Mike var seinna ákærður fyrir ölvun við akstur. Vegna þess að þetta var fyrsta brot hans, felldi dómarinn niður ákæruna, með því skilyrði að hann færi í alko- hólíska meðferð. Á fyrsta fundin- um var Mike bæði undrandi og ringlaður. „Ég skil þetta ekki,“ sagði hann við ráðgjafann. „Mér Ieið prýðilega vel á barnum. Ég hugsaði skýrt og lék billjarðinn mjög vel. Þegar ég hætti að drekka og ætlaði heim, varð ég skyndilega drukkinn og missti alla stjórn. Hvað gerðist?" Á meðan Mike drakk á barnum gat hann talað í samhengi, var vel keppnishæfur í billjarðinum og gat haldið áfram að drekka stöðugt án þess að verða drukkinn, jafnvel þó svo hlutfall alkohóls í blóðinu væri um það bil 0.20 0/00 sem mundi valda alverlegum hreyfitruflunum hjá flestum þeim sem ekki eru alko- hólistar. Það var ekki fyrr en Mike yfirgaf barinn og hætti að drekka, að hlutfall alkohólsins í blóðinu dvínaði og lífeðlisfræðilegri og sál- rænni starfsemi hrakaði mjög fljótt. Með öðrum orðum, það var ekki fyrr en hann hætti að drekka að hann fann að hann var drukk- inn, veikur, skjálfandi og búinn að missa alla stjórn. Frumurnar sem gátu starfað ágætlega á meðan alkohólhlutfallið i blóðinu jókst eða hélst á ákveðnu stigi, gátu ekki starfað eðlilega um leið og alkohól- hlutfallið minnkaði. Þessar frumur voru ekki aðeins færar um að kljást við stóra skammta af alkohóli, heldur þurftu þær á þeim að halda til að starfa eðilega. Þær voru sem sagt háðar alkohóli. Flestir alkohólistar uppgötva „viðhaldsdrykkju“ snemma á drykkjuferli sínum og læra aðferð- irnar til að vernda sig gegn þjáning- arfullum áhrifum þess, þegar hlut- fall alkohóls í blóði lækkar. Óvirk- ur alkohólisti sagði þegar hann heyrði um reynslu Mike’s: „Ef Mike heldur áfram að drekka mun hann fljótt læra. Annað hvort geymir hann flösku í bílnum til að halda sér við þangað til hann kemur heim, eða hann velur sér bar nær heimili sínu og hellir í sig síðasta glasinu rétt áður en hann fer“ Viðhalds- drykkja er ekki græðgi eða ábyrgð- arlaus drykkja, heldur verndunar- þáttur þar sem alkohólistinn seink- ar lækkun alkohólhlutfalls í blóð- inu þangað til hann er kominn slysalaust heim og í rúmið. Með því að drekka stöðugt en aldrei of mik- ið, leitast hann við að halda í hina góðu líðan drykkjunnar, samtímis því að fyrirbyggja kvalafull eftir- köst. Því miður getur alkohólistinn að- eins stjórnað drykkjuhegðun sinni um stundarsakir. Á nokkrum árum verða frumurnar svo rammlega háðar alkohóli, að á vissu stigi á alkohólistinn ekki lengur um neinn kost að velja, hann þarfnast alko- Útboð Byggingarnefnd flugstöðvará Kefiavíkurflugvelli býður út gróður innanhúss í nýrri flugstöð. Afhendingu skal vera lokið 13. apríl (fyrri áfanga) og 1. júní 1987 (síðari áfanga). Útboðsgögn verða afhent á Almennu verkfræði- stofunni, Fellsmúla 26 Reykjavík frá og með mánudeginum 19. jan. gegn 20.000 kr. skila- tryggingu. Fyrirspurnirogóskirum upplýsingarskulu berast Almennu verkfræðistofunni eigi síðar en 6. febr. 1987. Tilboðum skal skilað til byggingarnefndar, Varn- armálaskrifstofu utanrikisráðuneytisins Skúla- götu 63, 105 Reykjavík, fyrir kl. 14.00 föstudaginn 13. febr. 1987. Byggingarnefnd flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli. IIAUSAR STÖÐURHJÁ _____I REYKJAVÍKURBORG 1. Fóstraeðaþroskaþjálfi óskast til stuðnings börnum með sérþarfir á leikskólanum Lækjaborg v/Leiru- læk. Upplýsingar gefur Ragnheiður Indriðadóttir sál- fræöingur á skrifstofu Dagvistar barna i símum 27277 og 22360. 2. Staða forstöðumanns við dagheimilið Laufásborg, Laufásvegi 53—55 er laus til umsóknar. Fóstru- menntun áskilin. Umsóknarfrestur er til 6. febrúar n.k. Umsóknum ber aö skila til Starfsmannahalds Reykjavfkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á sér- stökum eyðublöðum sem þar fást. Alþýðuflokkurinn opnar kosningamiðstöð Alþýðuflokkurinn hefur nú opnað kosningamiðstöð vegna væntanlegra Alþingiskosninga. Kosningamiðstöðin er í Síðumúla 12 (Blaðaprentshúsinu) 2. hæð og verður hún op- in alla daga frá klukkan 13:00 til 19:00. Síminn er 689370. Stjórnandi kosningamiðstöðvarinnar verður Ámundi Ámundason. hóls til að geta starfað og hann þjá- ist hræðilega þegar hann stöðvar drykkjuna. Kostir aðlögunar falla smám saman í skuggann fyrir kvöl- um eyðileggingarinnar. ST. JÖSEFSSPÍTALI Landakoti Þorvaldur Garðar Framhald af bls. 6 annast hún endurskoðun hjá ríkis- stofnunum og þeim aðilum öðrum sem hafa með höndum rekstur eða fjárvörslu á vegum ríkisins. Ríkis- endurskoðandi nýtur sjálfstæðis i starfi og er ekki bundinn fyrirmæl- um um einstaka þætti þess, fremur en verið hefir. Forsetum Alþingis ber sam- kvæmt hinum nýju lögum að ráða ríkisendurskoðanda. Þeir hafa nú endurráðið Halldór V. Sigurðsson í embætti ríkisendurskoðanda, en hann hefur gegnt því starfi síðan ár- ið 1969 með miklum ágætum svo sem alkunna er. Ríkisendurskoð- andi hefur endurráðið starfsfólk stofnunarinnar. Með þessu móti á að vera tryggt að ríkisendurskoðunin njóti sama trausts og áður og starfi með sömu ágætum og áður fyrr. Þess er að vænta að starfsfólk stofnunarinnar megi una hag sínum jafn vel og áð- ur og samstarfið við forseta Alþing- is megi verða jafn gott og farsælt sem verið hefir samstarf þess við fjármálaráðherra, sem nú hefir lát- ið af forræði stofnunarinnar. Ríkis- endurskoðandi og starfsfólk ríkis- endurskoðunar er boðið velkomið til starfa á vegum Alþingis. Aðstoöarræstingastjóri Aðstoðarræstingastjóri óskast sem fyrst. Upplýsingar gefnaráskrifstofu hjúkrunarforstjórasími 19600/220. Sjúkraliðar Lausar stöður á handlækningadeildum l-B og ll-B og lyflækningadeild l-A. Hjúkrunarfræðingar Laus staða hjúkrunarfræðings (kvöldvaktir) á lyflækn- ingadeild ll-A. Nánari upplýsingar gefnar hjá hjúkrunarframkvæmda- stjórum viðkomandi deilda. Sími 19600/220. Röntgendeild Lausar stöður röntgenhjúkrunarfræðinga, röntgen- tækna og aðstoöarstúlku/manns. Upplýsingar veitir deildarhjúkrunarfræðingur I síma 19600/330. Býtibúr Starfsfólk óskast á kvöldvaktir I býtibúr. Vinnutími kl. 15:30—21:00. Unnið 7 daga, frí 7 daga. Upplýsingar veitir ræstingastjóri I slma 19600/259 kl. 10:00—14:00. Reykjavík 13.1.1987. GREIDENDUR Greidda fæðispeninga skal telja fram í reit 29 ásamt upplýsingum um vinnu- dagafjölda viðkomandi launþega. Frestur til að skila launamiðum rennur út þann 20. janúar. Það eru tilmæli að þér ritið allar upplýsingar rétt og greinilega á miðana og vandið frágang þeirra. RÍKISSKATTSTJÓRI staðar. Á bakhlið launamiðans eru prentaðar leiðbeiningar um útfyllingu einstakra reita launamiðans. Þar kemur m.a. fram að í reit 02 á launamiða skuli telja fram allar tegundir launa eða þóknana sem launþegi fær, ásamt starfstengdum greiðslum svo sem: 1. verkfærapeninga eða verkfæra- gjald, 2. fatapeninga, 3. flutningspeninga og greiðslu far- gjalda milli heimilis og vinnu-

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.