Alþýðublaðið - 31.01.1987, Side 6

Alþýðublaðið - 31.01.1987, Side 6
6 Laugardagur 31. janúar 1987 Bankamál í brennidepli þurfi að stækka frá því sem nú er. Reynsla annarra þjóða sýnir glöggt, að stærðarhagkvæmni er mikil í bankarekstri. Stórir bankar geta betur veitt alhliða þjónustu og hafa meira bolmagn til að tryggja öryggi innstæðna en smáir, því útlána- áhættu má dreifa betur í stórum bapka en smáum. f öðru lagi er mikilvægt, að ekki myndist einokunaraðstaða á fjár- magnsmarkaðnum. Þetta sjónar- mið togar auðvitað í gagnstæða átt við það fyrsta. í þriðja lagi er mikilvægt, að unnt sé að beita almennri peninga- stjórn af opinberri hálfu til að auka stöðugleika i hagkerfinu, en til þess þarf að vera nokkurt jafnræði með bönkunum og samkeppni milli þeirra. í fjórða lagi þarf bankakerfið að miðla fé til arðvænlegustu verk- efna, sem völ er á hverju sinni, ef það á að þjóna því mikilvæga hlut- verki að beina fjárfestingu í þann farveg, að hagvöxtur verði sem mestur, þegar til langs tíma er litið. Núverandi bankakerfi hér á landi er að mörgu leyti áfátt, þegar það er skoðað á þennan hátt, og getur því ekki gegnt hlutverki sínu sem skyldi. Tvær mikilvægustu ástæð- urnar fyrir þessu eru reyndar ná- tengdar. Annars vegar langvarandi verðbólga með neikvæðum raun- vöxtum og hins vegar víðtæk póli- tísk afskipti af bankamálum. Þrír stærstu bankar landsins Landsbank- inn, Útvegsbankinn og Búnaðar- bankinn eru í eigu ríkisins og lúta þingkjörnum bankaráðum og flokkspólitískt völdum bankastjór- um. Þegar raunvextir eru neikvæð- ir, er afar líklegt, að eftirspurn eftir lánsfé verði meiri en framboð á sparifé. Þá er jafnframt hætt við því, að önnur sjónarmið en viðskiptaieg ráði því, hver fær fé að láni og hver ekki. Þar sem ítök ríkisins í banka- kerfinu hafa verið jafnmikil og raun ber vitni og aðhald frá öðrum bönk- um er lítið, er efalaust, að stjórn- málalegir hagsmunir hafa ekki síð- ur en viðskiptaleg sjónarmið, leynt og ljóst, ráðið miklu um dreifingu lánsfjár á undanförnum árum. Sú nauðsynlega breyting, sem orðið hefur í vaxtamálum hér á landi á síðustu árum, þannig að raunvextir eru nú yfirleitt jákvæðir, hefur reynst mörgum fyrirtækjum erfið, sem ekki voru undir hana búin. Þessi breyting hefur auðvitað einnig valdið vanda hjá lánardrottnum fyr- Bankamálin hafa verið í brenni- depli í vetur. Astæðan er auðvitað áfallið, sem Útvegsbankinn varð fyrir við gjaldþrot Hafskips árið 1985. Frá því í ársbyrjun 1986 hefur Útvegsbankinn í reynd ekki full- nægt ákvæðum laga um viðskipta- banka um hlutfall eiginfjár og hefur því starfað á grundvelli undanþágu frá þeim lagaákvæðum og á ábyrgð Seðlabankans. í síðustu viku lýstu fulltrúar Verslunarbankans því yfir, að bankinn treysti sér ekki til að eiga aðild að stofnun nýs hlutafé- lagsbanka með samruna Útvegs- banka, Iðnaðarbanka og Verslunar- banka. Þar með lauk meira en tveggja mánaða tilraun Seðlabank- ans til að koma á samruna bank- anna þriggja, en það var sú leið sem Seðiabankinn taldi vænlegasta út úr ógöngum Útvegsbankans. Þar sem nú er komið á daginn, að hún er ekki fær, er rík ástæða til að leita annarra lausna á vanda Útvegs- bankans og huga um leið að stöðu bankamála í landinu í heild. Vandi Útvegsbankans er ekki ein- göngu bundinn því einstaka, fjár- hagslega áfalli sem bankinn varð fyrir árið 1985, þótt það hafi að sönnu verið nógu alvarlegt; hann er líka vísbending um veilur í skipulagi og stjórnkerfi bank- anna, sem ráða þarf bót á sem allra fyrst. Skipulag bankamála Skipulag bankamála má skoða frá fjónim hliðum. í fyrsta lagi þarf að haga rekstri bankanna sem fyrirtækja á hag- kvæman hátt. Það þýðir án efa, að rekstrareiningar í bankakerfinu eftir Jón Sigurðsson Þessa ræðu flutti Jón Sigurðsson, fyrrum for- stjóri Þjóðhagsstofn un - ar, sem nú skipar 1. sæti á framboðslista Alþýðu- flokksins í Reykjavík, á opnum fundi um banka- mál, sem haldinn var í HótelSögu sJ. mánudag. IBURÐUR, ÞÆGINDI OG TÆKNILEG FULLKOMNUN LANCIA THEMA: Við hjá Lancia viðurkennum fúslega að við höfum gaman af því að vera fyrstir. Fyrir 25 árum síðan smíðuðum við fyrsta ítalska bílinn með framdrifi. Það var líka okkar hug- mynd að smíða bíl með sjálfstæðri fjöðrun á öllum hjólum og sjálfberandi yfirbyggingu. Og enn erum við í fararbroddi. Nú er það fólksbíll sem skipar sér á bekk með þeim bestu í Evrópu og sameinar kraft og aksturseiginleika sportbílsins og íburð og þægindi luxusbílsins. Þetta er LANCIA THEMA. Að innan er THEMA íburðarmikill og geysilega rúmgóður og undir húddinu leynist 165 hestafla TURBO vél með millikæli og ýmsum tæknilegum eiginleikum, sem hingað til hafa eingöngu verið notaðir í vélar kappakstursbíla. Þessi vél skilar THEMA TURBO úr kyrrstöðu upp í 100 km hraða á aðeins 7.2 sekúndum og hámarkshraðinn er 218 km/klst! Vélin er næsta hljóðlaus og titringsdeyfar eyða öllum titringi, þannig að þú finnur raunverulega aldrei fyrir þessum ógnarkrafti. Hröðunin og mýktin er slík, að líkast er að setið sé í þotu í flugtaki! Ef þetta er ekki nóg fyrir þig, þá er hægt að fá THEMA með 32 ventla FERRARI V8 vél og þá er hröðunin í 100 km hraða aðeins 6.8 sekúndur! LANCIA THEMA TURBO kostar nú aðeins 895 þúsund krónur* með álfelgum og ríku- legum búnaði. Aðrar gerðir af LANCIA THEMA kosta frá 760 þúsund krónum*. Ef þú telur að þú eigir aðeins það besta skilið, hafðu þá samband við okkur og fáðu að reynsluaka LANCIA THEMA TURBO, ÞAÐ ER LÍFSREYNSLA ÚT AF FYRIR SIG! LANCIA THEMA ER FLUTTUR INN AF BÍLABORG H.F. ÞAÐ TRYGGIR ÖRUGGA ENDURSÖLU OG 1. FLOKKS ÞJÓNUSTU, SEM ER RÓMUÐ AF ÖLLUM SEM TIL ÞEKKJA! LANCIA THEMA FÆST í 5 MISMUNANDI GERÐUM: THEMA TURBO - 2000 cc, 165 hö, 0-100 km/klst = 7.2 sek. THEMA i.e - 2000 cc, 120 hö, 0-100 km/klst = 9.7 sek. THEMA 6V - 2850 cc, 150 hö, 0-100 km/klst = 8.2 sek. THEMA TURBO DIESEL - 2500 cc, 100 hö, 0-100 km/klst = 11.9 sek. THEMA 8.32 - 2927 ccc, 218 hö, 0-100 km/klst = 6.8 sek. LANCIATHEMA# ★ gengisskr. 14.1.87 BÍLABORG HF SMIÐSHÖFÐA 23. SlMI 68-12-99

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.