Alþýðublaðið - 31.01.1987, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 31.01.1987, Qupperneq 8
8 Laugardagur 31. janúar 1987 Jón Baldvin um ríkisfjarlögin: Undanlátssemi við sér- hagsmuni og handahófs- kenndar skottulækningar Við þriðju umræðu fjárlaga fyrir jól fjallaði Jón Baldvin Hannibalsson m.a. um greiðsluhalla ríkis- sjóðs og gerði nána grein fyrir tillögum Alþýðu- flokksins til lækkunar á ríkisútgjöldum og til tekju- öflunar. Ræða hans fer hér á eftir: Aldrei fyrr hefur hallarekstur rík- isins aukist um jafnháar upphæðir og jafnhratt á jafnskömmum tíma og gerst hefur undanfarna daga. í fyrradag staðfesti góðærið að tekjur ríkissjóðs hefðu aukist um 3 mill- jarða. í gær var það niðurstaðan af stjórnlausri og sjálfvirkri útgjalda- þenslu ríkissjóðs og útgjöldin hefðu aukizt um 6 milijarða. Hallinn, sem við lögðum upp með í haust upp á 1600 millj. er núna að nálgast 3000 millj. Reynslutölur fyrri ára segja okkur, að ef við lítum raunsæjum augum á þetta pappírsgagn, og reynum að meta hve hallinn verði mikill orðinn í árslok ’87 treystum við okkur ekki til þess að nefna þær tölur, en miðað við reynslu þyrfti engum að koma á óvart þótt hann væri hátt á fimmta þúsund millj. kr. Og er þá ekki allt talið. Þá erum við að tala um A-hluta ríkissjóðs og að hluta B-hlutann, en eftir er að líta á þensluhaliann, sem er innbyggður í C-hlutanum, í sjóðakerfi ríkisbákns- ins. Gagnrýni Við 2. umræðu fjárlaga lögðum við Alþýðuflokksmenn fram álykt- un þar sem við gáfum til kynna hvaða stefnubreyting þurfi að eiga sér stað í heild í ríkisfjármálum. Nú eru menn út af fyrir sig almennt orðnir sammála um gagnrýnina: Sammála um að tekjuöflunarkerfi ríkissjóðs er hrunið; að skattakerfið er ekki einasta óréttlátt heldur líka óskilvirkt; að afleiðing þessa, ábyrgðar- og stjórnlaus skuldasöfn- un, er komin út yfir hættumörk. Þegar litið er á gjaldahliðina eru menn orðnir sammála um að lög- mál síþenslu og sjálfvirkni verði að rjúfa. Það verði m.ö.o. að horfast í augu við að við verðum, hvort sem okkur líkar betur eða verr, og hvort sem við kennum okkur til hægri eða vinstri, að takast á hendur það verk- efni að skiigreina hlutverk ríkis- ins upp á nýtt. Ríkisbúskapurinn á íslandi í miðju góðærinu er orðinn stærsta vanda- málið í efnahagslífi íslendinga. Fram hjá því vandamáli verður ekki gengið. Eina leiðin til þess að ráðast til atlögu við það er sú að skilgreina hlutverk ríkisins upp á nýtt og byrja á þeirri kerfisbreytingu í ríkisbú- skapnum sem er forsenda þess að við náum böndum á ríkisbúskapinn. Tillögur Ég mæli fyrir breytingartillögu sem þingmenn Alþýðuflokks flytja við 3. umræðu fjárlaga. Mér er sá vandi á höndum að breytingartillög- urnar sjálfar munu ekki vera komn- ar á borð þingmanna og ekki heldur framhaldsnefndarálit. Þetta er væntanlega á leiðinni. En það verð- ur að fara sem vill. Ég mun fyrst lýsa þessum tillögum stuttlega. Tíllögur okkar felast í þessu: 1. Við leggjum til að reynt verði að afla aukinna tekna í ríkissjóð og í annan stað draga úr útgjöldum til að ná því markmiði að draga úr þessum yfirþyrmandi halla á ríkisfjárlögum, reyndar um 2 milljarða, þannig að hallinn verði á bilinu 6—700 millj. kr. Þetta leggjum við til að gert verði með nýrri tekjuöflun í formi stigbreytilegs eignar- skattsauka á félög að upphæð 400 millj. 2. Að hækka tekjuskatta á félög um 700 millj. 3. Að áætla hagnað Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á árinu 7% hærri en gert er af hálfu meiri hlutans, 250 millj. 4. Að leggja á 0,5% hækkun launaskatts, sem að mundi gefa ríkissjóði 300 millj. kr. Þetta mundi þýða í heildartekjuauka fyrir ríkissjóð 1650 millj. Á gjaldahlið leggjum við til að útgjöld ríkissjóðs vegna útflutnings- bóta, sem hafa hækkað snarlega í meðförum meirihlutans, verði lækkuð um 200 millj. kr. I öðru lagi, að gerðar verði ráðstafanir sem komi til framkvæmda á miðju næsta ári og varða kerfisbreytingu í rík- isrekstri og fælu í sér lækkun út- gjalda ríkissjóðs um 300 millj. kr. Alls væri þetta útgjaldaminnkun um 500 millj. M.ö.o.: þar með mundum við með tvenns konar aðgerðum, aukinni tekjuöflun og lækkun út- gjalda, ná þeim áfanga að lækka áætlaðan hallarekstur ríkis- sjóðs um 2150 millj. kr. þannig að rekstrarhalli yrði 652 millj. í stað 2800 millj. Heildaráhrifin af þessum breyt- ingartillögum okkar yrðu þau að lækka lánsfjárþörf ríkissjóðs að því er varðar erlend lán úr 1700 millj. í 800 millj. eða um 900 millj. kr. Markmiðin Markmiðin sem við setjum okkur með þessum tillögum eru fyrst og fremst þau að draga úr háskalegum fyrirsjáanlegum verðbólguáhrifum af svo taumlausum hallarekstri í rík- isbúskapnum og tryggja þannig, eft- ir því sem tök eru á, að ríkisvaldið reyni að standa við sinn hlut að því er varðar nýgerða kjarasamninga. Þetta reynum við að gera með því: 1. að afla ríkissjóði nýrra tekna, 2. að takmarka skattaívilnanir fyrirtækja nú í miðju góðærinu, 3. að dreifa skattbyrðinni með réttlátari hætti eftir greiðslu- getu, 4. að draga úr millifærslum til at- vinnuvega af skattpeningum, 5. að hefjast handa um þá óum- flýjanlegu kerfisbreytingu í rík- isrekstri, sem felst í því að leggja niður nokkrar óþarfar ríkisstofnanir og ætla öðrum að afla meiri sértekna með sölu sérfræðiþekkingar og þjónustu, en miðað er við að sú breyting komi til framkvæmda um mitt næsta ár, 6. að draga úr erlendum lántök- um ríkissjóðs fyrst og fremst með því að gera tvennt: í fyrsta lagi að draga úr fyrirhuguðum framkvæmdum og í öðru lagi að vísa sjóðum og stofnunum ríkisgeirans meira á innlendan markað í trausti þess að hann beri það með aukinni innlendri sparifjármyndun. Rökin Fyrsta tillaga er um að auka tekjur ríkissjóðs vegna tímabundins eignarskattsauka, sem gildi í eitt ár og varðar félög, um 400 millj. kr. Hér teljum við að við förum tiltölu- lega hóflega í sakirnar. Við bendum á að lögaðilar greiða um 40% af heildareignarskattstekjum ríkis- sjóðs, en einstaklingar tæplega 60%. Við teljum eðlilegt miðað við ríkjandi aðstæður að breyta þessum hlutföllum, nánast snúa þeim við. Við teljum líka eðlilegt að sú breyt- ing verði gerð að eignarskattur lög- aðila, sem nú er hlutfallslegur, þ.e. ein skattprósenta og engin skatt- frelsismörk, verði gerður stigbreyti- legur, þ.e. í þremur þrepum, og mið- um þá við, sbr. fyrri tillögur okkar, að þau félög sem eiga umtalsverðar skuldlausar eignir sem nema tugum milljóna beri meginþunga þessarar skattheimtu. I annan stað leggjum við til að tekjuskattur félaga verði hækkaður sem nemur 700 millj. kr. Við bend- um á að tekjuskattar fyrirtækja eru óheyrilega lágir á Islandi. Einungis 2800 fyrirtæki af 10.600 sem telja fram, greiddu tekjuskatta á líðandi ári. Þetta gerðist eins og kunnugt er í skjóli frádráttafrumskógarins, sem var hér til umræðu fyrir nokkrum kvöldum þegar Alþingi ræddi skatt- svikaskýrsluna og þær tillögur til úr- bóta, sem þar voru nefndar. Við telj- um að grisja beri þennan frumskóg og einfalda, draga úr heimildum til frádráttar vegna reiknaðra framlaga í varasjóði og fjárfestingarsjóði og 20 gerdir af breiðum svefnsófum Dcsign: KURT BRANDT Áklæðið er sérstaklega varið svo það hrindi frá sér óhreinindum. Þægilegur sófi að sitja í og sofa á. ■* ii'.'w’fs-rgrggn ÖÍLDSHOf OA 20 ~ 112 REYKJAVÍK - 9t-68t I99oq681410 Tegund Pax. Lengd 190 sm, breidd 160 sm. Litir: Brúnt, grátt, blátt, rautt og svart.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.