Alþýðublaðið - 31.01.1987, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 31.01.1987, Blaðsíða 9
Laugardagur 31. janúar 1987 9 „/ fyrradag staðfesti góðærið ad tekjur^ rikissjóðs hefðu aukist um 3 milljarða. í gær var það niðurstaðan af stjórnlausri og sjálfvirkri útgjaldaþenslu rikissjóðs að útgjöldin hefðu aukist um 6 mill- jarða.“ „Samkvæmt upplýsingum um útgreidd laun má áætla að venjulegt fullfriskt vinnandi fólk lendi að stórum hluta í efstu skattþrepum og greiði þannig 40 eða 50% af jaðartekjum sínum í tekju- tengda skatta.“ lækka heimildir til fyrningarfrá- dráttar. Með því að gera þetta, tak- marka þessar skattívilnanir fyrir- tækja sem samsvarar 3/4 hlutum, teljum við óhætt að hækka álagðan skatt á fyrirtæki sem svarar 700 millj. kr. Við vekjum athygli á að það góðæri sem yfir stendur og rekja má til hagstæðra ytri skilyrða, stórauk- ins afla, hækkandi verðlags erlendis og minnkandi tilkostnaðar fyrir- tækja vegna lækkandi verðbólgu og lækkandi olíuverðs, allar þessar að- stæður valdi því að afkoma og hag- ur fyrirtækja hafi batnað verulega nú þegar og muni væntanlega gera það, ef þenslu og verðbólguáhrif af illa reknum ríkisbúskap verða ekki til þess að kollvarpa þeim stöðug- leika, sem menn eru að gera sér vonir um þrátt fyrir allt. Þess vegna teljum við ærin rök vera fyrir því að breyta skattbyrðinni innbyrðis að því er varðar tekjuskatta milli ein- staklinga og félaga með því að ætla fyrirtækjunum, sem nú eru flest svo til skattlaus, að axla nokkru stærri hlut um leið og við gerum ráð fyrir að unnt sé að framkvæma ákveðnar breytingar sem yrðu til þess að létta tekjuskatt einstaklinga. Að því er varðar tekjuskatt ein- staklinga bendum við á hluti eins og þessa: Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu er ökutækja- styrkur einstaklinga í sjálfstæðum atvinnurekstri áætlaður um 1 mill- jarður kr. Ef þetta væri takmarkað eða gert að skattstofni að hluta til, sem væri eðlilegt til að draga úr þessum hlunnindagreiðslum, gæti það skilað nokkrum tekjum. Skattsvikin í annan stað viljum við vekja at- hygli á reglum sem gilda um viðmið- unarreglur eða svokallaðar reikni- reglur um tekjur einstaklinga i sjálf- stæðum atvinnurekstri. Alls mun vera um að ræða hér 23.000 ein- staklinga, en samkvæmt eigin fram- tölum eru þeir á milli 6000 og 7000 sem skila sínum búskap með hagn- aði. Hinir virðast flestir skila sinni atvinnustarfsemi með tapi. En ef við gerum ráð fyrir að viðmiðunarregl- urnar að því er varðar þessa 6— 7000 einstaklinga um áætlaðar tekj- ur samkvæmt heimildum eða reglu- gerð skattyfirvalda væru hækkaðar frá því, sem þær nú eru, þ.e. innan við 20.000 kr. í 30.000, mundi það hækka tekjuskattstofn af þessum tekjum um 21/2 milljarð og þar með skapa svigrúm til að framfylgja þeim tillögum sem við höfum áður flutt á sérstöku þingskjali, þingskjal 331, og fela í sér tillögur um breyt- ingar á tekjuskatti og eignarskatti. Þær tillögur voru í stórum dráttum á þá leið að nýta þá þætti sem ég var að lýsa áðan til að lækka tekjuskatt á einstaklinga um 420 millj. kr. og gera það í því formi að lækka um 4% skattþrepin í miðju skalans, þ.e. 2. og 3. þrep eins og þessu er lýst í nál., með leyfi forseta: „Samkvæmt upplýsingum um út- greidd laun má áætla að venjulegt fullfrískt vinnandi fólk lendi að stór- um hluta í efstu skattþrepum og greiði þannig 40 eða 50% af jaðar- tekjum sínum í tekjutengda skatta. Þótt hér sé einungis tekið dæmi af einstaklingi er það hliðstætt fyrir hjón því að tekjur hjóna eru skatt- lagðar sitt í hvoru lagi. Lagt er til að hér sé of langt gengið í skattlagn- ingu á venjulegar launatekjur og til- lagan er þess vegna sú að þessar jaðarprósentur verði lækkaðar um 4% og breytingartillögur fluttar í samræmi við það. Þessar tillögur, þ.e. um aukna skattheimtu í formi tekjuskattsá- lagningar á félög og samsvarandi lækkun tekjuskatta einstaklinga, sem mundu fela í sér tekjuauka fyrir ríkissjóð um 700 millj. kr., styðjast við almenn efnahagsleg rök. Fyrst og fremst þau að tekjuskattar fyrir- tækja eru óheyrilega lágir, að þau fyrirtæki eru ákaflega fá, sem bera raunverulega umtalsverða tekju- skatta. í þriðja lagi að ytri kringum- stæður, ytri aðstæður í íslenskum þjóðarbúskap, góðærið, muni vænt- anlega tryggja þeim bætta afkomu þannig að það sé ekki nema út frá sanngirnissjónarmiðum réttmætt að þau beri eitthvað stærri hlut en þeim er hér áætlað. Það verði gert í fjórða lagi með því að takmarka þann frádráttarfrumskóg sem ein- kennir skattalögin að því er varðar tekjuskattsálagningu fyrirtækja. En það er einmitt í fullkomnu samræmi við ábendingar og tillögur svokall- aðrar skattsvikanefndar. Tillögurnar um hækkun á áætluð- um tekjuskilum Afengis- og tóbaks- verslunar ríkisins í ríkissjóð og hækkun launaskattsins um hálft prósent þarfnast ekki sérstakra skýringa. Rökstuðningurinn er fyrst og fremst sá að við stöndum hérna frammi fyrir því að hið hefðbundna skattakerfi, eða tekjuöflunarkerfi ríkissjóðs, ber ekki nema mjög tak- markaðar breytingar, vegna þess hversu götótt og óréttlátt það er. Hér er þess vegna um að ræða neyð- arástand að því er varðar ríkisbú- skapinn og það neyðarástand rétt- lætir, að til slíkra aðgerða sé gripið. Gjaldahlið Að því er varðar gjaldahliðina ætla ég ekki að hafa nein orð um þá tillögu okkar að lækka útflutnings- bætur um 200 millj. kr. Tillögur af því tagi höfum við flutt svo oft og röksemdirnar fyrir því þekkja allir sem hér eru viðstaddir. Tillaga nr. 2, um lækkun ríkisút- gjalda um 300 millj. kr. vegna þess að byrjað verði um mitt næsta ár að framkvæma þá kerfisbreytingu í rík- isrekstri sem við höfum oft áður flutt tillögu um, t.d. fyrir seinustu fjárlagaafgreiðslu, en við settum jáessar tillögur aftur fram í nál. okk- ar við 2. umr. fjárlaga nú. Þær tillög- ur eru einfaldlega um þetta: í fyrsta lagi: Að ríkisstofnanir sem fyrst og fremst þjónusta at- vinnuvegi og fyrirtæki verði færðar til atvinnuveganna sjálfra og sam- taka þeirra. í annan stað nefnum við til sög- unnar ríkisstofnanir sem við teljum tímabært að lagðar verði niður, þó það taki hálft ár til undirbúnings og verði af því á miðju næsta ári. Þetta eru ríkisstofnanir sem við teljum óþarfar eða teljum augljóst mál að ekki sé í verkahring ríkisins að reka þær eða þær væru betur komnar — sú þjónusta sem þar er rekin — í höpdum annarra aðila en ríkisins. I þriðja lagi nefnum við til sög- unnar ríkisstofnanir sem fyrst og fremst fást við það að selja atvinnu- vegum og fyrirtækjum sérþekkingu og þjónustu og við teljum að eigi því að afla sér aukinna sértekna með sölu á þessari sérþekkingu og þess- ari þjónustu og ætlum þeim þess vegna sértekjur umfram almennar verðlagsbreytingar. Þessi dæmi sem ég hef nefnt um tillögur um óhjákvæmilega kerfis- breytingu í ríkisbúskapnum, þær byggja á tvennu fyrst og fremst: í fyrsta lagi að dregið verði úr milli- færslum af skattpeningum almenn- ings í þágu sérhagsmuna, þ.e. sér- stakra atvinnuvega, atvinnugreina eða fyrirtækja. Það á t.d. við um hvers kyns millifærslur að því er varðar bæði landbúnað og sjávarút- veg svo að teknir séu stærstu liðirn- ir. I öðru lagi er um að ræða breyt- ingar á rikisrekstri þannig að hlut- verk ríkisins verði skilgreint á nýjan leik, það reyni að takmarka umsvif sín, sé ekki að gína yfir hlutum sem það ræður ekki við, en reyni að ein- beita sér hins vegar að öðrum hlut- um og reyni þá að vanda vel til verka. Þetta eru tillögur sem eru byrjun- artillögur, getum við sagt. Þær skipta ekki sköpum í fjárhagslegu tilliti. Við erum hér að leggja fram tillögur um að lækka ríkisútgjöld á þessum póstum sem nemi í heild 500 millj. kr., þar af 300 rriillj. kr. að því er varðar ríkisstofnanir. Auðvit- að þarf að ganga hér lengra til verks. En um leið þarfnast það auð- vitað lengri undirbúningstíma og sérstakrar löggjafar. Heildaráhrif Við gerum ráð fyrir því að þetta fyrsta skref megi stíga — miðað við neyðarástandið sem er nú í ríkisbú- skapnum — um mitt næsta ár, þann- ig að þessar tillögur kæmu þá til framkvæmda um mitt næsta ár, það væru sex mánuðir til undirbúnings þessum kerfisbreytingum. Heildaráhrifin, herra forseti, af þessum breytingatillögum yrðu þessi: Með aukinni tekjuöflun og niðurskurði útgjalda mundi halla- rekstur ríkissjóðs minnka um rúm- lega 2 milljarða kr. Hallinn yrði þá í stað 2800 millj., 652 millj. kr. í ann- an stað eru það heildaráhrif af þeim breytingatillögum sem við flytjum við fjárlagaafgreiðslu og reyndar að því er varðar lánsfjárlög síðar, að lánsfjárþörf ríkisins verður 800 millj. kr. í stað 1700 millj. í erlendum lánum, m.ö.o. að lánsfjárþörfin mun , lækka um 900 millj. kr. Við leggjum á það áherslu að með því að samþykkja þessar tillögur mundi meiri hluti Alþingis sýna í verki vilja sinn til þess að standa við gefin fyrirheit ríkisstjórnarinnar og stjórnvalda í framhaldi af gerðum kjarasamningum um það, að það verði gert sem er á valdi ríkissjóðs til þess að hamla gegn verðbólgutil- hneigingum og þenslutilhneiging- um í þjóðarbúskapnum. Þetta væri prófsteinn á það hvort ríkisvaldið vill sýna það í verki að það vilji standa við sinn hlut og tryggja þar með þann þýðingarmikla þátt stöð- ugleika í efnahagsmálum okkar sem varðar vinnufrið og sæmilega sátt við tekjuskiptinguna í þjóðfé- laginu. Herra forseti. Ég geri mér að sjálf- sögðu grein fyrir því að sitt hvað má að þessari tillögugerð finna. Skárra væri það nú. En í samanburði við gjörsamlega ábyrgðarlausa síþenslu ríkisútgjalda sem lýsir sér í þeim til- lögum sem stjórnarmeirihlutinn leggur hér fram hafa þessar tillögur a.m.k. það til síns ágætis að þær boða nýjar leiðir og gefa fyrirheit um nýjar aðferðir að því er varðar rekstur ríkisbúskaparins sem ég hygg að menn á annað borð vilja ekki gefast upp fyrir verkefninu og beygja sig fyrir þeim rökum að tekjuöflunarkerfið sé hrunið og í annan stað að útgjaldaþenslan sé sjálfvirk og það hafi engir menn neina stjórn á þeim hlutum. Að sjálfsögðu má færa fyrir því rök að eitthvað af þessum tillögum komi til með að hafa verðhækkun- aráhrif þegar til lengri tíma væri lit- ið. Af sjálfu sér er það svo að það eru einstaklingarnir, neytendurnir, sem greiða að lokum alla skatta þótt lagðir séu á fyrir milligöngu fyrir- tækja. Engu að síður vil ég halda því fram að verðhækkanaáhrif að því er varðar tillöguna um stigbreytilegan eignarskattsauka til eins árs, þar sem ekki er stigið stærra skref en hér er nefnt, muni vera lítil sem eng- in á þessu ári, innan eins árs. Með hliðsjón af stórbættri afkomu fyrir- tækja hef ég heldur ekki trú á því að verðhækkanaáhrif af 700 millj. kr. aukinni skattheimtu af fyrirtækjum muni hafa snör eða veruleg verð- hækkanaáhrif. Á hitt er hins vegar að líta að verð- hækkanaáhrif vegna hins botnlausa hallareksturs ríkissjóðs geta orðið ófyrirsjáanlega mikil og koma strax eða mjög fljótlega til framkvæmda. Sú viðleitni okkar að draga úr þess- um hallarekstri, minnka hann mjög verulega, vegur allavega upp á móti hugsanlegum verðhækkunaráhrif- um af þessum tillögum og áreiðan- lega gott betur. Þannig að við teljum að þessar tillögur okkar gangi lengra í þátt átt að ná því markmiði að stuðla að stöðugleika í verðlagi í okkar þjóðfélagi en tillögur meiri hlutans. Hlutverk ríkisins Herra forseti. Við lok þessarar umræðu leyfi ég mér að leggja meg- ináherslu á eitt atriði og það er þetta: Ef við horfum eitthvað fram í tím- ann og höfum í huga þá reynslu sem við höfum af stjórnlausum ríkisbú- skap undanfarinna ára, þó nú sé bit- ið höfuðið af skömminni, verður því ekki lengur slegið á frest að þeir sem með völdin fara í þessu landi setjist niður við það verkefni að hugsa upp á nýtt og leita svara upp á nýtt við spurningunni: Hvert á að vera hlutverk ríkisbúskaparins á íslandi? I nál. okkar sem lagt var fram við 2. umr. fjárlaga segir svo um þetta efni, með leyfi forseta: Síþensla ríkisútgjalda styðst ekki við neina markvissa heildaráætlun. Hún er afleiðing undanlátssemi rík- isstjórna við sérhagsmuni og handa- hófskenndra skottulækninga sem gripið er til út frá skammtímasjónar- miðum án þess að skeyta um afleið- ingarnar til lengri tíma litið. Fyrsta verkefnið er því að skilgreina hlut- verk ríkisins upp á nýtt. Sérstaða Al- þýðuflokksins meðal íslenskra stjórnmálaflokka er sú að hann er ekki þjónn neinna sérhagsmuna. Flokkurinn hefur lýst sig andstæð- ing ríkisforsjár og miðstýringar. Samkvæmt hugmyndum jafnaðar- manna er hlutverk ríkisvaldsins tak- markað en þýðingarmikið. I efna- hags- og fjármálum eiga afskipti rík- isvaldsins af efnahagslífi að lúta að almennum skilyrðum til atvinnu- rekstrar, að því að bæta starfsum- hverfi fyrirtækja en ekki að hafa áhrif á rekstur þeirra. Ríkisvaldið á áð forðast beina íhlutun í atvinnulíf- inu, nema í algjörum undantekning- artilvikum. Það á að draga úr póli- tískri stýringu fjármagns gegnum banka- og sjóðakerfi. Dýrkeypt reynsla af fjárfestingarmistökum liðinna ára hefur fært okkur heim sanninn um þetta. í stað þess að eyða kröftum sínum í ótal afskipti, sem hafa skammvinn áhrif og oft beinlínis skaðleg, á ríkisvaldið að einbeita sér að fáum afmörkuðum sviðum sem það á hins vegar að sinna vel. T.d. á ríkisvaldið að tryggja þjóðinni gott skólakerfi og góða heilbrigðisþjónustu. Það á að beita fjárlögum ríkisins sem hag- stjórnartæki til að draga úr sveiflum og treysta jafnvægi. Það á að beita þeim hagstjórnartækjum öðrum sem ríkisvaldið hefur yfir að ráða til þess að hafa áhrif á eigna- og tekju- skiptingu í jafnaðarátt. Þetta á að gera í gegnum einfalt og skilvirkt skattakerfi, almannatryggingar, lif- eyristryggingar og húsnæðislána- kerfi. I staðinn á ríkisvaldið að láta af handahófskenndum og einatt skaðlegum afskiptum af fyrirtækja- rekstri, millifærslum og möndli í þágu sérhagsmuna. í ljósi þessarar stefnu mun ríkisstjórn sem Alþýðu- flokkurinn á aðild að beita sér fyrir heildarendurskoðun á ríkisbú- skapnum. í fjármálaráðuneytinu í höndum Alþýðuflokksins yrði unn- ið að þessu verkefni samkvæmt fjögurra ára áætlun, en sem dæmi um slík viðfangsefni má nefna: 1. Skattakerfið og skipulag þess. Mótun nýrrar heildar- stefnu í skattamálum. 2. Húsnæðiskerfið og fjár- mögnun þess. 3. Landbúnaðarstefnan frá sjónarmiði heildarhags- muna og ríkisfjármála. 4. Atvinnufyrirtæki með þátt- töku ríkisins. 5. Þjónustufyrirtæki ríkisins fyrir atvinnuvegina. 6. Heilbrigðisþjónustan, skipulag hennar og fjár- mögnun. 7. Almannatryggingakerfið og fjármögnun þess. 8. Lífeyriskerfið og fjármögn- un þess. Nauðsynlegt er að taka tvo eða fleiri slíka fjármálaþætti fyrir frá langtímasjónarmiði ár hvert þannig að tillögur um árlegar fjárveitingar af skattheimtu megi skoða í því ljósi. Heildarendurskoðun skattakerfis, landbúnaðarstefnu og hins svokall- aða velferðarkerfis atvinnuveganna verði forgangsverkefni fái Alþýðu- flokkurinn nokkru um ráðið. Það er í anda þessarar stefnu, herra forseti, þessarar heildar- stefnu, sem þessar breytingatillögur okkar, þótt þær gangi tiltölulega skammt, eru fram lagðar. Áður en ég kom hingað inn í þing- húsið áðan, herra forseti, lét einn stjórnarsinna svo um mælt, eftir at- burði seinustu daga við fjárlagaaf- greiðslu, þar sem handahófið, flaustrið og stjórnleysið einkenna nánast hverja gjörð; „Aldrei hélt ég að það færi svo að ég ætti eftir að sakna Alberts úr stóli fjármálaráð- herra.“ Annar vammlaus embættis- maður, sem nýlega er sestur í helg- an stein, lét uppi sína skoðun eftir að hafa fylgst með þessu hruni fjár- málastjórnarinnar í höndum hins unga formanns Sjálfstæðisflokksins, hann sagði: „Ég er ekki lengur viss um að seinasta ríkisstjórn hafi endi- lega verið sú versta sem þetta lýð- veldi hefur mátt umbera." „Síþensla ríkisútgjalda styðst ekki við neina markvissa heifdaráætlun. Hún er afleiðing undanlátssemi ríkisstjórna við sérhagsmuni og handahófskenndar skottulækningar, sem gripið er til frá skammtímasjónarmiðum, án þess að skeyta um afleiðingarnar til lengri tíma litið.“ „Heildaráhrifin af þessum breytingatil- lögum okkar yrðu þau að lækka láns- fjárþörf rikissjóðs að því er varðar er- lend lán úr 1700 milljónum í 800 mill- jónir, eða um 900 milljónir króna.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.