Alþýðublaðið - 31.01.1987, Page 12

Alþýðublaðið - 31.01.1987, Page 12
Laugardagur 31. janúar 1987 12 Mótmælir samruna við Útvegsbankann Alþýðublaðinu hefur borist eftirfarandi ályktun og greinar- gerð frá Starfsfólki Búnaðar- bankans: Fundur starfsmanna Búnaðar- bankans haldinn 26. janúar 1987 lýsir harðri andstöðu sinni gegn hugmyndum stjórnvalda um sam- einingu Búnaðarbanka og Útvegs- banka. Fundurinn telur það mikla skammsýni af stjórnvöldum að ætla að leggja niður blómlegt og vel rek- ið fyrirtæki og nota eigið fé þess til að ieysa vanda fyrirtækis sem kom- ið er í þrot. Starfsfólk Búnaðarbankans óttast að nýr banki, sem reistur væri á grunni Búnaðarbanka og Útvegs- banka, yrði veikari stofnun en Bún- aðarbankinn er i dag. Meö því er hagsmunum starfsfólks og við- skiptamanna bankans stefnt í hættu. Fundurinn leggur því áherslu á að Búnaðarbankinn haldi núverandi rekstrarformi svo að hvorki komi til uppsagna starfsfólks né að starfsöryggi þess sé ógnað á annan hátt. Þá bendir fundurinn á að í kjara- samningum bankamanna eru skýr ákvæði um að haft sé samráð við starfsmannafélag og/eða S.Í.B. ef um skipulagsbrey tingar banka sé að ræða. Greina skal frá fyrirhuguðum breytingum strax á byrjunarstigi. Starfsfólk Búnaðarbankans skor- ar á stjórnvöld að leita annarra leiða til að mæta vanda Útvegsbankans. Búnaðarbankinn hefur eflst stöð- ugt og áunnið sér þann sess í þjóðfé- laginu að vera talinn traustur banki. Búnaðarbankinn hefur áunnið sér traust viðskiptabanka sinna erlend- is þann tíma sem hann hefur starfað sem gjaldeyrisbanki. Slíkt traust byggist að hluta til á þeirri stað- reynd að Búnaðarbankinn hefur ríkisábyrgð á bak við sig, en ekki síður vegna stöðu bankans og starfs- fólks hans. En nú skal refsa stjórn- endum og starfsfólki bankans fyrir vel unnin störf og skynsamlegan rekstur með því að leggja hann nið- ur. I umræðunni um samruna Út- vegsbanka, Iðnaðarbanka og Versl- unarbanka kom fram að stjórnvöld hugðust leggja fram 900 milljónir til styrktar Útvegsbankanum. Reikna má með svipuðu framlagi af ríkisins hálfu ef um sameiningu Búnaðar- banka og Útvegsbanka yrði að ræða. Miðað við þær upplýsingar sem hafa komið fram er full ástæða til að ætla að slík upphæð nægi hvergi. Athyglisvert er að skoða um- mæli formanns bankaráðs Verslun- arbankans eftir að athugun hafði farið fram á hugsanlegri samein- ingu þessara þriggja banka, en þar segir orðrétt: „Hins vegar var það mat okkar á útistandandi lánum Útvegsbankans og öðrum veiga- miklum atriðum þess eðlis að útilokað var að leggja fjármuni hluthafa bankans, hagsmuni við- skiptamanna og starfsfólks, í hættu með þátttöku í fyrirhug- aðri bankasamsteypu.“ Það er umhugsunarvert að með ráðagerðum stjórnvalda um sam- runa Búnaðarbanka og Útvegs- banka hika þau ekki við að „hætta hagsmunum viðskiptamanna og starfsfólks" Búnaðarbankans. Segja má að þessi staða hefði ekki komið upp, hefði Búnaðarbankinn ekki verið jafn vel rekinn og raun ber vitni. Það er harður kostur að vera refsað fyrir það, sem vel er gert og í raun eru umræddar hugmyndir stjórnvalda vanhugsaðar. í áliti bankamálanefndar frá 1973 segir: „Samruni bankastofnana og einföldun fjármálakerfisins er stefna sem framkvæma verð- ur með fullri gát og á hæfilega löngum tíma. í þessu efni verður að eiga sér stað þróun fremur en bylting, ef ekki eiga að koma upp alvarleg vandræði og andstaða, sem gera muni allar slíkar fyrir- ætlanir að engu. Sannleikurinn er sá, að hver stof nun á sér djúp- ar rætur í þeim jarðvegi, sem hún er sprottin úr. Þannig á hver banki sinn hóp innistæðueig- enda, lántakenda og starfsfólks, sem er annt um hag sinnar stofn- unar og vill að þeir séu ekki fyrir borð bornir t slíkri endurskipu- lagningu.“ Þessi ummæli eru enn í fullu gildi. Starfsfólk Búnaðarbankans hefur að undanförnu orðið áþreifanlega vart við ugg og ótta viðskiptamanna bankans vegna umræðu um fyrir- hugaðar aðgerðir stjórnvalda gagn- vart Búnaðarbankanum. Eins og fyrr segir er ekki sjálfgefið að nýr banki njóti viðskipta allra þeirra sem nú hafa viðskipti við Búnaðar- bankann og þá er hollt að minnast þess að sparifé fólks er hvorki eign banka né ríkissjóðs. Vandi Útvegsbankans er mikiil og starfsfólk Búnaðarbankans hefur mikla samúð með starfsmönnum þar, en vandinn er miklu stærri en svo að hægt sé að ætla einum banka að leysa hann ásamt ríkissjóði. Finna verður aðrar og betri ieiðir en að steypa þessum tveim bönkum saman með þeim hætti sem nú er til umræðu. Áfangahækkun iðgjalda til lífeyrissjóða SAL. Samkvæmt kjarasamningi ASÍ og VSI frá 26. febrúar 1986 skulu iðgjöld til lífeyrissjóða aukast í áföngum á næstu 3 árum, þar til 1. janúar 1990 að starfsmenn greiða 4% af öllum launum til lífeyrissjóða og atvinnurekendur með sama hætti 6%. Til iðgjalda- skyldra launa telst m.a. yfirvinna, ákvæðisvinna og bónus. Sérstakar reglur gilda þó um iðgjaldagreiðslur sjómanna. Umsamið hlutfall iðgjalda af öllum launum er sem hér segir: Árin 1987 - 1989: a) Starfsmenn: 4% iðgjald skal greiða af öllum tekjum starfsmanna á mánuði hverjum, hverju nafni sem nefnast, þó skal ekki greiða 4% iðgjald af hærri fjárhæð, en sem svarar til iðgjalds fyrir 1731/3 klst. miðað við tímakaup hlutaðeigandi starfs- manns í dagvinnu, að viðbættu orlofi. Atvinnurekendur: 6% iðgjald af sömu fjárhæð. b) Ef launatekjur eru hærri, en sem nemur tekjum fyrir 1731/3 klst. að viðbættu orlofi, sbr. a-lið, skal greiða til viðbótar sem hér segir: Árið 1987 Starfsmenn: 1 % iðgjald af þeim hluta tekna, sem ekki var tekið iðgjald af, samkvæmt a-lið. Atvinnurekendur: 1.5% iðgjald af sömu fjárhæð. c) Hinn 1. janúar 1988 aukast framangreindar greiðslur, samkvæmt b-lið þannig, að starfsmenn greiða 2% og atvinnurekendur 3% og frá 1. janúar 1989 greiða starfs- menn 3% og atvinnurekendur 4.5%. Frá 1. janýar 1990 greiða starfsmenn 4% iðgjald af öllum launum og atvinnurek- endur með sama hætti 6%. Nauðsynlegt er að starfsmenn og atvinnurekendur geri sér grein fyrir þessum nýju reglum um iðgjaldagreiðslur af öllum launum til lífeyrissjóða í áföngum. Munið að nýju reglurnar tóku gildi 1. janúar s.l.l SAMBAND ALMENNRA LÍFEYRISSJÓÐA Samræmd lífeyrisheild Lsj. ASB og BSFÍ • Lsj. byggingamanna • Lsj. Dagsbrúnar og Framsóknar • Lsj. Féiags garöyrkjumanna • Lsj. framreiðslumanna • Lsj. málm- og skipasmiða • Lsj. matreiðslumanna • Lsj. rafiðnaðarmanna • Lsj. Sóknar Lsj. verksmiðjufólks • Lsj. Vesturlands • Lsj. Bolungarvíkur • Lsj. Vestfirðinga • Lsj. verkamanna, Hvammstanga • Lsj. stéttarfélaga í Skagafirði • Lsj. Iðju á Akureyri • Lsj. Sameining, Akureyri • Lsj. trésmiða á Akureyri Lsj. Björg, Húsavík Lsj. Austurlands Lsj. Vestmanneyinga Lsj. Rangæinga Lsj. verkalýðsfélaga á Suðurlandi Lsj. verkalýðsfélaga á Suðurnesjum Lsj. verkafólks í Grindavík Lsj. Hlífar og Framtíðarinnar

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.