Alþýðublaðið - 31.01.1987, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 31.01.1987, Blaðsíða 13
Laugardagur 31. janúar 1987 13 Plastprent h.f. Kaupir Rakkningu hf Útvíkkun starfssviðs og bætt þjónusta Um miðjan desember sl. var gengið frá kaupum Plast- prents hf. á Pakkningu h.f., sem var í eigu Gísla Her- mannssonar og Guðmundar Hilmarssonar. Kaupverðið var um 3,5 milljónir króna og fylgdi með í kaupunum allar tegundir límbanda, með og án áprentunar, stativ og fleiri pökkunartengdir þætt- ir, ásamt vélum, myndamót- um, birgðum, nafni og síma fyrirtækisins. Pakkning h.f. var langstærsta Á myndinni talið frá vinstri: Gísii Hermannsson, Guðmundur Hiimarsson, Árni Þórhailsson verkstjóri prentdeildar Plast- prents h.f. Jón Steingrímsson, framkvæmdastjóri fjármála — og markaðssviðs Plastprents og Benedikt Stefánsson sölustjóri Plastprents h.f. fyrirtækið á sviði áprentaðra límbanda hérlendis með um það bil 60% markaðshlutdeildar. Pakkning verður ekki rekin sem sjálfstæð rekstrareining áfram, heldur fellur starfsemin inní aðra starfsemi Plastprents h.f. Fjórir menn störfuðu við fyrir- tækið og var það til húsa að Vagnhöfða 12. Af hálfu Plastprents h.f. var markmiðið með kaupunum á Pakkningu h.f. að styrkja og þétta vörulínu fyrirtækisins. Ákveðið var fyrir tveimur árum að útvíkka starfssviðið frá því að selja eingöngu plastumbúðir yf- ir í það að selja pökkunar- lausnir, — pökkunarvélar, plastumbúðir og aðra tenda hluti. Aukin áhersla á áprentuð límbönd er eðlilegt framhald á þessari þróun að bættri þjón- ustu. Búnadarsamtök á íslandi 150 ára „Máttur lífs og mo!dar“ Á miðvikudaginn var, voru liðin 150 ár síðan Suðuramtsins húss- og bústjórnarfélag var stofnað. Arftaki þess er Búnaðarfélag fslands, sem efnir til sérstakrar afmælishátíðar sem nær hámarki með „bú '87“, stærstu landbúnaðarsýningu sem haldin hefur verið hérlendis. Sýn- ingin verður í Reiðhöllinni í Víðidal, Reykjavík og útisvæði í kringum hana. Auk Búnaðarfélagsins standa að sýningunni, Framleiðsluráð land- búnaðarins, Stéttarsamband bænda, Landbúnaðarráðuneytið og Markaðsnefnd landbúnaðarins. Sýningin fer fram dagana 14.—23. ágúst n.k. Fjöldi fyrirtækja, stofnana og samtaka tekur þátt í bú '87, og sýnt verður í 15 sýningardeildum úti og inni. Sýndar verða allar nýjungar í búgreinum, bútækni, kynbótum, tölvutækni og vöruþróun. Bændur eru bjartsýnir á góða þátttöku og í fréttatilkynningu frá þeim segir að miðað við hliðstæða aðsókn nú og var á sýningarnar 1948 og 1968, þar sem um helming- ur þjóðarinnar kom, megi búast við um 120 þúsund manns á bú '87. Kjörorð sýningarinnar verður: „Máttur lífs og moldar". Hönnuður bú '87 er Gunnar Bjarnason, leik- myndateiknari. Júdódeild * Armanns 30 ára Júdódeild Ármanns verður 30 ára 2. febrúar nk. Af því tilefni heldur deildin opið Júdómót í Iþróttahúsi Kennaraháskólans laugardaginn 31. janúar. Verður þar keppt í þremur þyngdar- flokkum, það er: Undir 65 kg. 65—80 kg. Yfir 80 kg. Þá fer einnig fram keppni milli drengja úr Júdódeild Ármanns ann- ars vegar og drengja úr Grindavík og Keflavík hins vegar. Einnig verða júdósýningar og félagar úr fimleika- deild Ármanns munu sýna. Mótið hefst kl. 14.00 á keppni drengja en um kl. 15.00 hefst keppni fuliorðinna. Inn á milli verður skotið sýningar- atriðum, þar á meðal Nage-no-kate sem þeir Gísli I. Þorsteinsson 4. dan og Haukur Ólafsson 1. dan munu sýna. Nage-no-kate hefur aðeins verið sýnt einu sini eða tvisvar opin- berlega á íslandi áður.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.